Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGU R 4 . MAJ1999 D*gur ÞJÓÐMÁL Dtoir Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: eoo 7080 Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) YfLrvofandi hætta í fyrsta lagi Skoðanakannanir mæla Sjálfstæðisflokkinn í stórsókn. Hann er aftur að nálgast það markmið sitt að ráða einn í Iandinu með hreinan meirihluta á bak við sig á Alþingi. Sumar nýjustu kannanirnar gefa til kynna að sú hrollvekjandi tilhugsun sé ekki aðeins slæm martröð sofandi þjóðar heldur yfirvofandi hætta. Ein skýringin á þessu góða gengi Sjálfstæðisflokksins er vafalaust sú að hann hefur fengið að sigla tiltölulega lygnan sjó í þessari kosningabaráttu vegna þess að stjórnarandstæð- ingar hafa fyrst og fremst eytt orku sinni í að skamma aðra flokka en þennan yfirlýsta höfuðandstæðing. í öðru lagi Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði að vísu nokkuð skilmerkilega um helgina að stjórnarsamstarf hins nýja framboðs með Sjálfstæðisflokknum kæmi ekki til greina. Það er góðs viti. Hins vegar er athyglisvert að Samfylk- ingin hefur ekki nema að litlu leyti fylgt eftir þessari andstöðu sinni við Sjálfstæðisflokkinn með því að sækja af kappi fram gegn þessum höfuðóvini sínum í sjálfri kosningabaráttunni - eins og þó væri eðlilegt. Mun meira púðri hefur verið eytt í að skamma framsóknarmenn. Ætti þó öllum að vera ljóst að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið að hirða fylgi af Sam- fylkingunni síðustu doga og vikur, ekki Framsókn. í þriðja lagi Það yrði mikið áfall fyrir íslenskt lýðræði ef einn stjórnmála- flokkur fengi hreinan meirihluta á Alþingi - ekki síst flokkur þar sem forystan telur sig þess umkomna að atyrða alla þá í þjóðfélaginu sem sýna ekki foringjanum tilhlýðilega undir- gefni - hvort sem það eru nú prestar, háskólakennarar eða hæstaréttardómarar, hvað þá minni spámenn. í þeim tölum sem birst hafa í sumum nýjustu skoðanakönnununum felst því alvarleg hryllingsspá sem allir íhaldsandstæðingar verða að sameinast um að verði ekki að veruleika á laugardaginn. Elias Snæland Jónsson Gegn erdtíkinni Þá hefur það verið vísindalega sannað að munur er á viðhorf- um karla og kvenna til nektar- dansmeyja. I Degi um helgina var greint frá niðurstöðu skoð- anakönnunar um þetta efni og í ljós kom að konur eru yfir- leitt mjög mótfallnar starfsemi nektardansstaða á meðan karl- ar eru það miklu síður. Ólíkt þeim viðmælendum Dags sem um málið eru spurðir og segja að niðurstaðan komi ekki á óvart, er Garri al- gerlega standandi hlessa. Sannleik- urinn er nefnilega sá að Garri upp- Iifði þá eldraun fyrir margt löngu að horfa á konur horfa á karl dansa svokallaðan nekt- ardans á erótísk- um veitingastað í háskólahverfi er- lendis. Virðulegar konur Þama voru virðulegar konur, lektorar og doktorar, ritarar og kennarar og nemendur. Allar virtust þær mjög hlynntar þeirri starfsemi sem þarna fór fram, enda benti fas þeirra, hróp, köll og hlátur eindregið til þess að þær teldu enga ástæðu til að stjórnvöld beittu sér fyrir takmörkun á sh'kri starfsemi. Vissulega skal það viðurkennt, að þrátt fyrir að þessi atburður hafi átt sér stað í háskólahverfi, var hér ekki um vísindalega könnun að ræða af hálfu Garra. Engu að síður fór ekki milli mála að þessar konur voru í engum takti við þær konur sem gáfu upp skoðanir sínar í könnun Dags á dögunum. Miðað við V lýsingar á íslenskum konum sem horfa á dansatriði af þessu tagi hegða þær sér þó á nákvæmlega sama hátt og er- lendar kynsystur þeirra gera. Því kom niðurstaða könnunar- innar Garra gjörsamlega í opna skjöldu. Ný sannindi Um helgina gafst þó ráðrúm til að meðtaka þessi nýju sann- indi. Og eftir að hafa lesið aftur og aftur yfir ummæli og skoðanir Ingi- bjargar Sólrúnar á þessu máli, rann upp fyrir Garra ljós. Ingibjörg seg- ir m.a. i þessari frétt: „Sá er eldur- inn heitastur sem á sjálfum brenn- ur. Eg held að konum finnist þessir staðir vera lítillækkandi fyrir konur og lítill menningarauki." í þessu felast auðvitað mikil sannindi. Garri hefur að vísu ekki fylgst með kynbræðrum sínum horfa á stúlkur dansa erótískan dans, en eflaust lítil- lækka menn sig verulega þegar þeir gera það. Hitt er tvímæla- laust - lítillækkunin er meira áberandi hjá konum. Það er vissulega lítill menningarauki að sjá virðulegar frúr umturn- ast við það eitt að horfa á karl dansa og fækka fötum. Því sannast það enn einu sinni að viðhorf kvenna ber að hlusta á. Það verður að takmarka starf- semi erótískra staða til að koma í veg fyrir að fólk lítil- lækki sig við að heimsækja þá. GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Það ber að þakka Stöð 2 fyrir að bjóða upp á klukkutíma langt ein- vígi um umdeilt samfélagsmál, í þessu tilfelli miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Þetta virkaði mun betur en umræðu- þættir af svipaðri lengd þar sem 6-10 manns koma saman og eru rétt bytjaðir að hitna þegar þætt- inum er Iokið og áhorfendur litlu nær um ágreiningsefnin. Vonandi verður framhald á löngum tveggja manna hólm- gönguþáttum. Þannig væri ekki ófróðlegt að fá einvígi um framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn, nú eða vopnaskak Gunnars í Krossinum og homma í prestastétt um sam- kynhneigð, svo nefnd séu mál sem brenna á landslýð með mis- munandi hita. Klar og kvittnr Kári I sunnudagseinvíginu á Stöð 2 leiddu saman hesta sína Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, og Sigmundur Galopinn eða læstur gagnagruimur? Guðbjarnarson, formaður Mann- verndar og þeirra í millum sat „Ieikmaðurinn" Páll Magnússon. Og fyrir leikmenn sem heima sátu þá var niðurstaða þáttarins svipuð og í öðrum slíkum þar sem Kári hefur mætt andskotum sín- um, Kári hafði greinilega vinn- inginn. Og ekki kyn þó hann og hans fyrirtæki njóti stuðnings meiri- hluta þjóðarinnar því málflutningur andstæðinga IE og gagnagrunnsins virkar ævinlega þokukenndur, rugl- ingslegur og mót- sagnakenndur, meðan flest hljómar klárt og kvitt sem fram gengur af munni Kára. Það kom a.m.k. flatt upp á „Ieikmann" að heyra það sjónar- mið Sigmundar að einn helstur galli á miðlægum gagnagrunni væri sá að ekki væri hægt að rekja upplýsingar í honum aftur til sjúklings, í þeim tilfellum þegar líf lægi við. Vernd persónuupplýs- inga væri of mikil! Hingað til hafa menn andskotast út af því að hugsanlega væri persónuverndin ekki næg í gagnagrunninum. Enda kom það síðar í Ijós að Sig- mundur efaðist mjög um að vernd persónuupplýsinga væri nógu trygg í grunn- inum. Eftir þáttinn var þeirri spurn- ingu því ósvarað hvort Mannvernd vildi galopinn gagnagrunn eða harðlæstan. Niður með teóríur! í annan stað virtist Sigmundur í upphafi þáttarins telja það sið- Iaust að selja upplýsingar um heilsufar íslendinga. En síðan fór hann að ræða um að hugsanlega mætti hugsa sér aðrar tegundir af gagnagrunnum sem hægt væri að græða miklu meira á! Og í þriðja lagi fordæmdi Sigmundur það háttalag Islenskrar erfðagreining- ar að Ieyfa sér að koma fram með tilgátur og kenningar um tiltekin fyrirbæri erfðavísinda, áður en sannanir lægju fyrir. Með öðrum orðum, vísindamenn eiga að þegja þar til teóríurnar hafa verið sannprófaðar í þúsund ár eða svo. Og þar með væri auðvitað gengið að allri vísindastarfsemi og rann- sóknum dauðum. Eftir stendur að þegar jafn ágætum manni og fluggreindum, eins Sigmundur Guðbjarnarson augljóslega er, mistekst algjörlega að koma fram með haldbær rök gegn Islenskri erfðagreiningu og miðlægum gagnagrunni, þá fara „leikmenn“ endanlega að efast um að slík rök séu yfirleitt fyrir hendi og álykti sem svo að ein- hverjar aðrar ástæður Iiggi að baki andstöðunni við IE, gagna- grunninn og síðast en ekki síst, Kára Stefánsson. Kári Stefánsson og Sigmundur Guðbjarnarson. spiirífs svairauð Borgar þitt fyrirtæhi í kosningasjóði sijóm- málaflohhanna ? Guðbrandur Sigurðsson jfamkvæmdastjóri UtgeáaifélagsAk■ ureyringa. „Við borgum í kosningasjóði stjómmála- flokkanna eins og ég held raunar að flest fyrir- tæki geri. Framboðin fá frá okkur tiltölulega jafna upp- hæð, þó ég vilji ekki upplýsa hver hún sé, en þetta gerum við til þess að efla lýðræðið í landinu. Eigi Iýðræðið að vera virkt þarf íjárhagslegan stuðning víða frá. I síðustu bæjarstjórnarkosning- um studdum við einnig öll þau framboð sem þá komu fram hér á Akureyri og þá fengu þau öll sömu upphæð frá okkur.“ Sigurður Svavarsson framlivæmdastjóri Máls og menningar. „Nei, það ger- um við eklti, en vissulega er leitað eftir slfku. Sú stefna hefur verið ríkjandi hjá okkur undanfarin ár að veita ekki beina styrki í pen- ingum, en við höfum aftur á móti verið til viðræðu um að gefa vinninga eða slíkt til félagasam- taka og þá er ég að tala um bæk- ur. Eftir slíkum vinningum er mikil ásókn, það er leitað til okk- ar með slíkt, nánast á hverjum degi, og komið hefur fyrir að slíkar óskir berist frá stjórnmála- flokkunum." Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri Sjóvár ■ Almennra. „Það gerum við, það er að segja við borgum til allra „alvöru“ framboða sem fram koma. Við höfum litið svo á að með þessu séum við styrkja lýðræðið í landinu og telj- um einnig rétt að stjrkja öll framboðin, enda hafa viðskipa- vinir okkar jafn ólíkar stjórn- málaskoðanir og þeir eru marg- Jón Adolf Guðjónsson banltastjóri Búnaðarbanka íslands. „Meðan við vorum ríkis- banki var það ekki gert, það voru reglur sem giltu. En nú er Búnað- arbankinn orðinn hluta- félag og þá kann þetta að breyt- ast, málið er til umræðu hér inn- an bankans og ákvörðun um þetta mál verður tekin síðar í þessari viku.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.