Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 7
 ÞRIDJUD AGUR 4. MAÍ 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Áfram! IJALLPÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR Þekktur stjórnmálamaður sagði einu sinni að vika væri Iangur tími í pólitík, fjögur ár eða eitt kjörtímabil eru samkvæmt því heíl eilífð. Að minnsta kosti er eins og mörgum finnist heil ei- lífð Iiðin frá upphafi þess kjör- tímabils sem nú er að ljúka, því að furðumargir virðast hafa gleymt með öllu því ástandi sem hér ríkti fyrir fjórum árum þegar síðast var gengið til kosninga. Bjartsýni í stað bölmóðs Þá var atvinnuleysi um 6% og bölmóður og úrræðaleysi ríkti í þjóðfélaginu. Þá var að ljúka stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Framsókn- arflokkurinn setti þá fram kosn- ingastefnuskrá með skýrum markmiðum, þar á meðal var tekið fram að forgangsmál væri að skapa 12.000 ný störf fýrir aldamót. Andstæðingar tóku þessu af mikilli kaldhæðni og sumir sögðu að framsóknarmenn hefðu sett Islandsmet í kosningaloforð- um. Þeir hinir sömu eru nú ófúsir til að rifja upp hótfyndni sína frá því fyrir síðustu kosning- ar. Þar með yrðu þeir að viður- kenna að við höfum samkvæmt þessu sett Islandsmet í efndum, þar sem hin nýju störf eru nú þegar orðin 12.000 og verða orð- in 13.500 fyrir aldamót. ■ " illilU ,Á síðustu fjórum árum hefur ástandið hér á landi gjörbreyst. Hjól atvinnulífsins snúast og kaupmáttur launa hefur stóraukist. Stjórn efnahagsmála hef- ur verið tekin föstum tökum og þjóðarbúið hefur verið rekið afhagsýni og myndarskap, “ segir Halldór m.a. í grein sinni. Atvinimlíf úr klákaböndum Það er ekki úr vegi að rilja þetta upp hér og nú þegar kosningar standa fyrir dyrum á nýjan leik. I kosningabaráttunni hefur mjög verið rætt um forgangsmál næsta kjörtímabils, eins og vera ber, til þess að kjósendur geti betur áttað sig á markmiðum stjórnmálaflokkanna og stefnu- málum. Sömuleiðis hefur mildu fjölmiðlarými verið varið í að fara yfir þau mörgu verkefni sem blasa við hvert sem litið er í ís- lensku þjóðlífi og bíða lausnar. I allri fjölmiðlaumræðu hefur það hins vegar mætt afgangi að taka saman yfirlit yfir það sem áunnist hefur á síðustu fjórum árum síðan sú breyting varð á stjórn landsins að Framsóknar- flokkurinn tók sæti í ríkisstjórn. Það er talað um það góðæri sem nú ríkir hér eins og það hafi sprottið af sjálfu sér. Á síðustu fjórum árum hefur ástandið hér á landi gjörbreyst. Hjól atvinnulífsins snúast og kaupmáttur launa hefur stórauk- ist. Stjórn efnahagsmála hefur verið tekin föstum tökum og þjóðarbúið hefur verið rekið af hagsýni og myndarskap. Við framsóknarmenn lögðum fram ítarlega kosningastefnuskrá fyrir síðustu kosningar og settum fram skýr markmið. Flestum þeim markmiðum hefur verið náð. Við höfum látið verkin tala. Tlnnin verk og óiumin Umræða í þessari kosningahríð sem nú stendur yfir hefur ekki beinst að verkum okkar í ríkis- stjórn Hún hefur fyrst og fremst beinst að þeim Ijölmörgu verk- efnum sem nú er tímabært að snúa sér að - vegna þess að grundvöllur hefur verið lagður að áframhaldandi framsókn til frekari framfara. Nú þegar plægt hefur verið, sáð og upp- skorið, telja allir sig vera fullfæra um að útdeila uppskerunni. Sundruð saman Nú stendur sundruð samfylking vinstri flokka frammi fyrir þjóð- inni og býðst til að vera öllum allt. Fortíðin er gleymd en fram- tíðin brosir við í rósrauðum hill- ingum. Vinstri flokkamir koma nú fram undir nýjum nöfnum og kenna sig ýmist við sameiningu eða þann græna lit sem Fram- sóknarflokkurinn hefur haft í merki sínu um áratuga skeið og minnir okkur á tengslin við gróð- ur jarðar. Sundrungunni hefur verið sópað undir teppið og rauði lit- urinn falinn. Ráðherrar frá at- vinnuleysis- og bölmóðstímabil- inu láta sér sæma að auglýsa að fyrirtækin í landinu haíi það of gott núorðið - og nú sé röðin komin að fólkinu - rétt eins og þeir skilji ekki að fólkið í landinu hefur fýrst og fremst notið góðs af þeim ótrúlegu framförum sem hér hafa orðið síðan við fram- sóknarmenn tókum sæti í stjórn Iandsins. Forustumönnum hinna ný- uppskírðu flokka ætlar seint að skiljast að hagur fólks og fyrir- tækja verður seint aðsldlinn. Fyr- irtækin á að reka í þágu þjóðar- innar. Oflugt atvinnulíf er undir- staða velmegunar. Við þurfum aðeins að fara fjögur ár aftur í tímann til að riíja upp hvernig ástandið er í Iandinu þegar at- vinnulífið er í klakaböndum. Váleg tíðindi Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú andspænis þessum sundraða hópi og telur sig hafa pálmann í höndunum, enda benda síðustu skoðanakannanir til þess að þau tímamót geti orðið í næstu kosn- ingum að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað meirihlutastjórn upp á eigin spýtur. Þetta eru váleg tíðindi því að óhamin frjálshyggja og rekstur fyrirtækja i þágu fárra og á kostnað margra mun leiða tii misréttis og sundrungar og mik- illa átaka. Það kalda stríð sem ég spáði í upphafi þessarar kosningabar- áttu er skollið á af fullum krafti. Öfgar til hægri og vinstri hafa fjöregg þjóðarinnar að leiksoppi. Fjöregg þjóðarinnar er samtaka- máttur hennar og samstaða. Hamslaus átök milli hægri og vinstri afla hafa sést áður í ver- aldarsögunni og þegar þau hafa leitt til þess að önnur hvor stefn- an hefur orðið ofan á og náð að stjórna samkvæmt sinni hug- myndafræði hefur voðinn verið vís. Sanngimi og hófsemi Það er grundvallaratriði fyrir lýð- ræðið í landinu að sáttfýsi, sann- girni og málamiðlun sé beitt við stjórn landsins. Sátt og mála- miðlun er hvergi að finna í öfg- um yst til hægri eða vinstri. Málamiðlun og sanngirni er að finna á miðjunni. Sú undarlega staða er nú uppi samkvæmt skoðanakönnunum að sjö af hveijum tíu kjósendum vilja sjá Framsóknarflokkinn í næstu ríkisstjórn, en færri en tveir af hvetjum tíu segjast ætla að kjósa flokkinn. Þetta þýðir í mínum huga að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála okkur framsóknarmönnum um nauð- syn hófsemi og málamiðlunar við stjórn landsins, en jafnframt virðist blunda i mörgum löngun til þess að fela framtíð sína í for- sjá þess sem sterkastur er. Þessu höfnum við framsóknar- menn. Við trúum því ekki að ein stjórnmálaskoðun eigi að ríkja yfir fslandi. Við höfnum forsjár- hyggju vinstri manna og við höfnum kuldalegum gróðasjón- armiðum einstaklingshyggju. í þessari kosningabaráttu höf- um við hvatt þjóðina til að hefja nýja framsókn til nýrrar aldar. Við trúum því að vel menntuð og samhent þjóð geti lyft grettistaki til ffamfara og við hlökkum til að takast á við þau verkefni sem okkur verða falin nú þegar nýtt árþúsund er að hefjast. Við eigum ekki í blindu stríði við aðra stjórnmálaflokka. Við höfum aðeins Iýst stríði á hend- ur einum vágesti í þjóðfélagi okkar. Við höfum sagt eiturlyfj- um og sölumönnum dauðans stríð á hendur. Það mál er í okk- ar huga hafið yfir dægurþras og stjórnmálaeijur, þvf þær sorgir og búsifjar sem eiturlyfin hafa valdið og munu valda börnum okkar krefjast viðbragða tafar- laust. Við vitum að nýir tímar kalla á nýjar Iausnir og úreltar kreddur og kennisetningar duga skammt. Áfram Við vitum að í öllum mannlegum samskiptum er þörf á málamiðl- un og hófsemi. Við vitum að við höfum unnið vel að þeim verk- um sem okkur var trúað fýrir í núverandi ríkisstjórn og að ár- angurinn hefur farið fram úr björtustu vonum. Við vitum líka að þessi árangur er brothættur og við viljum veija þann stöðugleika sem náðst hef- ur og halda sókninni áfram. Nýrri framsókn. Raunsæ, hófsöm og fijálslynd miðjustefna okkar framsóknar- manna er kletturinn í íslenskum stjórnmálum, og sá klettur hefur staðið af sér sveiflur til hægri og vinstri. f síðustu kosningum sýndu kjósendur Framsóknarflokknum mikið traust. Við höfum reynt að rísa undir því trausti. Við höfum sanngirni að leiðarljósi og biðj- um um að sú sanngirni verði metin að verðleikum. Við höfum látið verkin tala og við höfum verk að vinna. Afram!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.