Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 1
Ákvörðun Samkeppnis- ráðs að haliia banka- samnmanum er kol- röng og á skjön við álit samkeppnisyfirvalda nágrannaríkjanna að mati bankastjóra Landsbankans. Málinu ekki lokió. Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, er ósáttur við nið- urstöðu Samkeppnisráðs og telur hana ranga. Viðhorf íslenskra sam- keppnisyfirvalda sé greinilega á skjön við álit kollega þeirra í ná- grannaríkjunum en hins vegar breytist aðstæður á fjármálamark- aði hratt og málinu sé ekki endi- lega lokið. „Báðir bankarnir hafa verið í mikilli sókn á innlendum og er- lendum mörkuðum að undan- förnu og það var sameiginleg niður- staða bankaráða og bankastjórnar bankanna að sam- runi myndi best tryggja áframhald- andi sókn, auka hag hluthafa og styrkja vinnustað- ina í sessi fyrir starfsfólkið. Þess vegna er þetta álit Samkeppnisráðs vonbrigði og ég er algjörlega ósam- mála mati ráðsins. Það tekur ekkert tillit til þeirrar eðlilegu þróunar sem orðið hefur í nágrannaríkjun- um, þar sem samkeppnisyfirvöld hafa alls staðar leyft tiltölulega stórar einingar til þess að tryggja bætta alþjóðlega hæfni fjármála- fyrirtækjanna," segir Halldór. Bankastjóri Landsbankans telur að samruni hefði verið rökrétt skref af hálfu bankanna en nú þurfi Landsbank- inn tíma til að gera grein íyrir sjónar- miðum sínum og afstöðu til úr- skurðarins. Hann sé ítarlegur og að mörgu leyti vel unninn, en niður- staðan sé kolröng. Forsendur breyt- ast skjótt Sér Halldór ein- hver teikn á lofti um að samruna- málinu sé ekki lokið, heldur aðeins slegið á frest? „Fjármálastarfsemin er sú starf- semi sem er að taka hvað hröðustu breytingunum og forsendur á þess- um markaði munu breytast hraðar á næstu 12 mánuðum en þær hafa breyst síðasta ár. Breytt skilyrði geta á skömmum tíma breytt mati á reglum um samkeppni í fjár- málastarfsemi. Auk þessa er rétt að komi fram að í málsmeðferðinni var aðeins leitað álits hjá samkeppnisyfirvöld- um. Þetta er ekki bindandi ákvörðun heldur álit og því verður trúlega ekki áfrýjað samkvæmt samkeppnislögum. Það þarf að fara nákvæmlega yfir hver staða málsins er. Það eru það miklir hagsmunir að baki þessu máli fyrir Ijármálamarkaðinn og hluthafana að þetta hlýtur að verða tekið til gagngerrar skoðunar." Ræðst ekki af tilíiiiniiiginu Spurður hvort Halldóri virðist sem vilji Búnaðarbankans sé nægilega mikill til að hugmyndir um sam- runa séu pólitískt gerlegar, svarar hann: „Það verða þeir að tjá sig um. Að rnínu mati ræðst þetta mál ekki af tilfinningum og vilja heldur af því sem er rökrétt og skynsam- Iegt.“ - BÞ Sjá ítarlega um málið bls. 29. Halldór Krlstjánsson. Miki! vonbrigði. Vilja lausn ádeiluuni Nokkur félög framhaldsskóla gengust í gær fyrir friðargöngu í Reykjavík til að leggja áherslu á að fá niðurstöðu í kennaradeiluna. Frekar fámennt var í göngunni, einungis nokkrir tugir, en veður var leiðinlegt. Samtök kennara studdu nemendur í þessari göngu og hvöttu til þátttöku í henni. Gangan hófst við Hallgrímskirku um ld. 18:00 og var gengið niður Skóla- vörðustíginn og endað á Ingólfs- torgi. Fulltrúár frá öllum helstu aðilum sem tengjast verkfallinu fluttu ávörp á þessari samkomu en frá nemendum talaði Jónína Brynj- ólfsdóttir formaður INSÍ, en auk hennar flutti Þórhildur Guðrún Olafsdóttir ávarp. Það gerðu líka Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Kennarasambandinu, Illugi Jök- ulsson fyrir hönd foreldra og Jón- ína Bjartmarz fyrir hönd Samtak- anna heimilis og skóla. Engin tíð- indi eru úr verkfalli framhalds- skólakennara en „hver dagur í verkfalli er skemmd“ eins og fram kemur í fréttaviðtali á bls. 4 Úr friðargöngunni í gær. - mynd: ingó Jón Steinar Gunnlaugsson: Hand- talning er tímafrek og hætt við mistökum. Ríifræn atkvæði? Jón Steinar Gunnlaugsson, for- maður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur æskilegt að breyta tilhögun við sveitarstjórnar- og alþingis- kosninga þegar tæknin leyfi. Hann segir æskilegt að rafrænt form verði á kosningum framtíðarinnar, þannig að atkvæði kjósandans kæmist strax til skila. Handtalning hefur þann ókost að hætta er á mannlegum mistök- um, auk þess sem ferlið er tíma- frekt. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa hreyft mjög við umræðu um þessi mál en enp sem komið er hefur lítið verið rætt um breytingar hérlendis. Jón Steinar leggur áherslu á að öryggishliðin verði í öndvegi og sama eigi við ef kjósendum mun bjóðast að nýta sér atkvæðisréttinn á Internetinu eins og surnir sjá fyr- ir. I Bandaríkjunum hafa tölvusér- fræðingar haldið því fram að að- eins sé áratugur í þetta en Jón Steinar nefnir sem dæmi að fyrst verði að tryggja að sami kjósandinn geti ekki kosið tvisvar. Svo er félagslega hliðin við það dubba sig upp og greiða atkvæði sitt undir íslenska fánanum allt önnur hlið á málinu og kann sitt að sýnast hverjum um slíkt. — BÞ Hertar reglur um flugelda Blaðsíða 25 Stéttafélags- gjöld á ný Blaðsíða 4 GuðniviU í BukoHu Blaðsíða 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.