Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGVR 16. DESEMBER 20 00 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverö: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍKJ563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karcn Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrij 551 6270 (reykjavíkj Hvar er fomstan? í fyrsta lagi I tveimur kaupstöðum landsins er hinni eðlilegu gleði og eft- irvæntingu sem fylgir aðventunni spillt með áföllum og áhyggjum fjölda fólks af afkomu sinni. I Bolungarvík eru hátt í hundrað manns á atvinnuleysisskrá eftir gjaldþrot rækju- vinnslufyrirtækisins í bænum og í Vestmannaeyjun glíma menn nú við afleiðingar stórbrunans í Isfélaginu um síðustu helgi. Þó ástæður rekstarstöðvunar þessara stóru fyrirtækja séu ólíkar þá er niðurstaðan sú sama gagnvart fólkinu - tekju- missir og óvissa um framtíðina. í öðru lagi í Eyjum felst óvissan einkum í því að hve miklu leyti og á hvaða hátt fyrirtækið verður byggt upp og hvort það muni í framtíðinni veita jafnmörgum vinnu og fram að þessu. Afkom- an í mannfrekustu \innslunni hefur ekki verið góð og þ\d spyr fólk sig eðlilega að því hvort forráðamenn fyrirtækisins muni leggja stórfé í að byggja upp vinnsludeildir, sem vitað er að hafa lítinn sem engan afkomugrundvöll. En þótt ástandið sé að mörgu leyti tvísýnt, hafa Eyjamenn áður lent í mótlæti og sýna nú aðdáunarverða samstöðu og samhjálp. En menn lifa ekki á samstöðunni einni saman. I þriðja lagi Á Bolungarvík er vandinn jafnvel hlutfallslega enn meiri en í Eyjum. Engin von er um að rækjuvinnsla fari þar af stað á næstunni og atvinnuástandið í nærliggjandi byggðum er held- ur ekki upp á marga fiska þessar vikurnar. Viðvarandi fólks- fækkun og takmörkun sjósóknar er hætt að skila háum út- svarsgreiðendum. Það veldur aftur tekjubresti hjá sveitarfélög- um sem eykur enn við vandann. Vestfirðingar eru þrautseigt fólk sem er vant því að hafa storminn í fangið. En ekíd lifa þeir á loftinu. Áþessari jólaföstu kallar byggðavandinn hvergi ákaf- ar á pólitíska forustu, en einmitt í Eyjum en þó sérstaldega á Vestfjörðum. Sú forusta lætur því miður ekkert á sér kræla. Btrgir Gnðmimdsson. í verðbréfavmiu? Garri þekkir mann sem þckkir mann sem átti peninga í banka og hafði átt lengi á viðunandi vöxtum. En mikið vill ineira og maðurinn sem þekkir mann sem þekkir Garra fór að sperra eyrun þegar hann heyrði boð- skapinn um verðabréfagróð- ann og ofurvexti og fundið fé. Og þar kom að okkar maður hreinsaði snimmendis út af reikningnum sínum í bank- anum og tölti með ferðatösku úttroðna af seðlum á fund verðabréfasala. Verðbréfasal- inn var hinn snyrtilegasti í hví- vetna, kornungur maður og heiðarlegur í andliti og þóttist vita sínu verðbréfaviti og gaf okkar manni góð ráð um ráð- stöfun lúlgunnar sem átti að skila pottþéttum gróða en auð- vitað væru alltaf agnarlitlir áhættuþættir innanum og samanvið, en hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Og uppfrá þessu rýrnaði sjóður okkar manns hratt og örugglega en ævinlega af eðli- legum orsökum, að sögn verðabréfasalans. Dow-Jones vísitalan seig, forseti í litlu Afr- íkulýðveldi var fluttur á geð- sjúkrahús og kaffivísitalan hrundi í kjölfarið, oftrú á ein- um stað breyttist í vantrú á öðrum og svo framvegis allar götur. Uppstyttulaus niðurgaugur Okkar maður botnaði satt að segja ekkert í öllum þessum uppstyttulausa niðurgangi, því verðabréfasalinn virtist vita allt og hafa flest á hreinu og hafði ekkert séð framundan V nema taumlausan uppgang. „Þetta var svo bjartsýnn mað- ur, vel greiddur og sviphreinn sem Iamb að vori, að ckki var annað hægt en að trúa hon- um“, sagði okkar maður og var ringlaður og ósjúr í perunni. Og þannig hefur farið fyrir fleirum. Og enginn skilur neitt. En skýr- ingin er fundin og hana fann ekki ómerkari maður en Bubbi. Bubbi Morthens. Sem segir frá því í netpistli sínum að hann hafi verið staddur á veitingastað á dögunum og við næsta borð sátu nokkrir velklæddir verð- bréfasalar sem úðuðu í sig kókaíni og kláravíni og voru að springa af bjartsýni. Kókhraustir? Og sem þeir voru að yfirgefa staðinn með starandi kókaug- un sín, vindur einn veröbréfa- fíkillinn sér að Bubba og segist rétt í þessu liafa verið að græða 15 milljónir og býður honum aðstoð við að ávaxta sitt pund. En afturbatabubb- inn var ekki verulega impóner- aður og ekki skemmt. Eftir þessa nöpru „afslörun" Bubba ættu menn loksins að skilja hvers vegna verð- og hlutabréfin haga sér stundum öðruvísi en verðbréfasalarnir spá svo kokhraustir (kók- hraustir?) og bjartsýnir. Þeir eru scm sé upp til hópa meira og minna í vímu og rús og vita því ekkcrt í sinn haus. Ef marka má Bubba. Og það hefur mátt til þessa. - GARRI . ■■■■ t BJÖRN ÞORLÁKS V rn 'W’ SON SKRIFAR 1 vikunni vann Islendingur 14 milljónir f víkingalottóinu og skal honum óskað til hamingju. I regnir af skyndigróða heppinna Islendinga hafa Iöngum jiótt hinn besti fréttamatur en í eina tíð var gjarnan spurt: Kom þetta á góðan stað? Ef svo, sáu fjöl- miðlar gjarnan tilefni til að taka viðtöl við vinningshafa. Einstæð foreldri og barnmörg voru efst á vinsældalistanum en engan lang- aði hins vegar að lesa um ávinn- inga ríka fólksins. Happdrættissaga íslcndinga á sér skamma sögu en mikill hefur áhuginn verið frá þvf að þetta fyrirbæri leit fyrst dagsins Ijós í almennum mæli upp úr miðri 20. öldinni. Þannig birtir bið norðlenska stórblað Dágur nöl’n vinningshafa á forsíðu árið 1960 og crti ]ió ekki neinir stórvinn- ingar í boði heldur kannski bara stöku hangíkjötslæri. Margt hef- ur breyst síðan þá og nú eru hæg Asnalegt leikrit heimatökin að stofna til gjald- þrots fyrir þá sem harðast sækja þessa árát- tu. Sá hópur hef- ur hlotið nafnið spilafíklar og ku hlutskipti þeirra vera jafn- djöfullegt og alkóhólismi. Islendingum hefur lengst af verið naumt skammtað og hafa þeir litla hefð í eyðslu í óþarfa. Þegar vinningslíkurnar voru litlar, þurfti einhverja rétt- Iætingu fyrir því að að hætta fé. Lykillinn að almennri þátttöku þjóðarinnar í hvers slags lottói, var að kaupandi miðans, gæti horft framan í fjölskvldu sína og sagt þegar núllið kom upp, að hann hefði þó alténl verið að styrkja gott mál- efni. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og styrkjum íþrótta- hreyfinguna voru vinsæl slagorð. Nýrík og neyslugröð Nú er öldin önn- ur og landsmenn kaupa ekki skaf- miða eða verð- bréf til að styðja gott málefni. Mannleggildi stan- da skör lægra en tilhugsunin um skjótfenginn gróða. Happa- þrennur rata í smábarnaskó, en ekki til styrktar einum né nein- um nema þá smábarninu. Sögur berast af mömmum og pöbbum sem gefa börnunum sínum verð- bréf í jólagjöf. Þau cru í huga þeirra ekkert annað en risavaxn- ir skafmiðar sem gætu gefið af sér jeppling upp úr fermingu eða orðið að engu. Skilaboðin eru að hamingjan verði með peningum keypt. Neyslugleðin virðist öllu öðru yfirsterkari. Stress virðist í sögulegu há- marki fýrir þessi jól. Einhverra hluta vegna lítur þorri lands- manna ekki ájólin sem kærkom- ið frf frá erli dagsins heldur hrannast upp áhyggjur um hvort takist að uppfylla einhverjar óskilgreindar og tilbúnar neyslu- væntingar samfélagsins. Ekki er lengur spurt livort happdrættis- vinningar komi í góðan stað heldur er mórallinn sá að allir séu aumingjar sem ekki bafa hagnast með auðfengnum hætti upp á síðkastið. Væri ekki ráð að staldra aðeins við fyrir jólin og spvrja af hverju landsmenn kjósa sjálfviljugir að taka þátt í þessu asnalega leikriti. Neyslugredda þjódarirtnar er í algleymi. -Dzgur H verja rjó liibó k n n na finnast þér bitastæðastar? Þröstur Ásmundsson kemtarí ogfomi. memtingannála- „Líklega eru þetta einhver bestu bókajól sem ég man eftir. Ef ég á að tiltaka einstaka titla nefni ég sögu Einars Más Guð- mundssonar Draumar á jörðu og einnig hlakka ég til að lesa þriðja bindi ævisögu Einars Benediks- sonar, en fyrri bindin tvö hef ég lesið af áhuga og með ánægju. Skáldsaga Péturs Gunnarssonar heillar mig og ævisaga Steins Steinarrs söntuleiðis. Svona gæti ég lengi áfram haldið." Finnbogi Hennannsson útvarpsmaður á ísafirði. „Bók Illuga Jök- ulssonar Island í aldanna rás er áhugaverð. Illugi er frásagnamað- ur og hefur næmt auga fyrir því sérkennilega í mannlífinu. Einnig hef ég verið að lesa Strandamaður segir frá eftir Torfa Guðmundsson skóla- stjóra frá Heydalsá, þar sem hann segir frá ævi sinni og uppvexti m.a. veru sinni á Isafjarðarspítala þegar hann fékk berkla sem barn. Ég held mig mikið við þjóðlegan fróðleik og nefni í því sambandi einnig Ársrit Sögufélags ísfirð- inga sem nú var að koma út og þar er margt feitt á stykkinu." Valdimar Bragason prentarí á Selfossi. „Bókin um Einar Ben., sem ég er Iangt komin með, er heillandi og segir okkur frá því hve skáldið hefur vcrið stór- kostlegur maður og hve langt á undan samtíð sinni. Þær hugmyndir sem hann talaði fyrir í virkjunarmálum snemma á öldinni urðu hins veg- ar ékki sakir íhaldssemi þjóðar- innar að veruleika fvrr en 60 árum eftir að hann fitjaði uppá þeim. Þá er Öldin fimmtánda fróðleg bók og varpar ljósi á tíma- bil í sögu þjóðarinnar sem við höf- um lítið þekkt til þessa." Steinunn Vala Sigftísdóttir formaðurFélagsframhaldsskólanema. „Mig langar í bókina Þögnina eftir Vigdísi Grímsdóttur, enda hefur mér alltaf þótt hún vera skemmtileg- ur höfundur með sérstakan stíl. Ekki síður hefur Mikael Torfason persónulegan stíl og mig langar til að lesa Heimsins heimskasta pabba eftir liann, sem og bókina Dóttir gæf- unnar eftir Isabel Alliende. Þá er ævisaga Einars Benediktssonnr heillandi - og ég ætla að lesa það bindi sem nú var að koma út þeg- ar tækifæri gL'l’st." nefndarAk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.