Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 17. maí 1997 ©agur-Œmmm F R E T T I R Brunaslys Heita kranavatnið er hættulegt þeim yngstu Brunaslys eru allt of algeng hjá íslenskum börnum. Hitaveituvatn og heitir vökvar koma oftast við sögu. uynd: jhf Iheita pottinum var verið að segja frá Kínaferðum. Tryggvi Harðarson, stórkrati og Kínavinur í Hafnarfirði, var í Kína á dögunum, um svipað leyti og Ingibjörg Pálmadóttir var þar í opinberri heimsókn og kynnti sér m.a. heilbrigðis- kerfið þar. Tryggvi hins vegar fékk matareitrun þar eystra og er sagt að þegar hann hitti ráðherrann hafi Tryggvi státað af því að hafa kynnst kín- versku heilbrigðiskerfi miku betur en hún. I pottinum veltu menn því fyrir sér hvers vegna Helgi Ágústsson, ráðu- neytisstjóri, sem sleit hásin í heimsókn í Kína fyrir nokkrum dögum, kom heim til lækn- inga. Velta menn því fyrir sér hvort Tryggvi eða Ingibjörg hafi frætt Helga um kínverska heilbrigðiskerfið... Eggert Magnússon, sá lit- ríki foringi Knattspyrnu- sambandsins, er kominn með bílnúmerið FRÓN, - að sjálf- sögðu, því hann stýrir því góða fyrirtæki. í pottinum var fullyrt að Eggert vilji að lands- liðið okkar muni í framtíðinni keppa undir sama nafni, landslið Fróns, sem okkur líst mæta vel á. Eini gallinn er sá að það þyrfti að fjölga lands- leikjum allverulega, því er ekki sagt að Frón komi við sögu á hverjum degi? Bankamaður sagði okkur í gær að innan Lands- bankans heyrðist hvískrað og pískrað um yfirvofandi starfs- mannafækkun um 40 manns. Hann sagði að fólki liði illa að vita af uppsögnum. Sagt er að bankarnir megi við enn meiri fækkun, um meira en 500 manns á næstu árum... Rannsókn sem nú hefur verið kynnt segir að nærri % barna sem verða fyrir alvarlegum brunasárum hafi slas- ast vegna heits krana- vatns eða heitra drykkja. Flest eru börnin 4 ára og yngri. Yngstu börnin, 4 ára og yngri, eru algengustu fórnarlömb brunaslysa. Að brunaslys séu allt of algeng á íslandi má lesa í grein um rannsókn fimm sérfræðinga í Læknablaðinu. Þar koma hita- veituvatn og heitir vökvar oftast við sögu. Rannsökuð voru brunaslys á árabilinu 1982 til 1995, sjúkra- skrár allra barna 15 ára og yngri sem lögðust inn á Barna- spítala Hringsins á Landspítal- anum vegna brunaslysa. Á þessu tímabili voru 290 börn lögð inn með húðbruna. Af þeim hópi voru fjögurra ára börn og yngri um 73%. Ekkert barnanna lést af brunasárum, en meðallegutími þeirra var 12 dagar. Meirihluti sáranna var 2. gráðu eða 77%, en um 16,8% voru með þriðju gráðu bruna. Aðalfundur Ferðamálasam- taka íslands var haldinn á Egilsstöðum í vikunni en í lok hans var haldið til Seyðisfjarðar og skoðuð ný 500 fermetra að- staða fyrir tollvörslu, sem er í Fyrstu gráðu brunar voru hjá 6,2% hinna ungu sjúklinga. Drengir voru í miklum meiri- hluta eða 179, en 111 stúlkur. Slysin virðast tíðust í desember og verða samkvæmt rannsókn- inni helst á hádegis- og kvöld- verðartímum Algengasti brunavaldurinn er heitt vatn, aðallega vegna baðvatns, eða 45,2%, aðrir heitir vökvar 26,9%, þar af kaffi, te, kakó og heitir grautar sem ollu bruna í 19,3% þeirra tilvika. Eldur var orsökin í 12,4% tilfellanna, flugeldar og byggingu Austfars hf. sem sér um afgreiðslu færeysku ferj- unnar Norröna. Ilún á að vera tilbúin þegar Norröna kemur í fyrstu ferð sumarsins, 5. júní nk. Tollafgreiðslan mun flýta púðursprengjur í 5,5% og snertibrunar í 5,2% tilfella. „Brunar af völdum heits vatns eru algengari hér en er- lendis. Skýringin á þessum mun felst lMega í mjög heitu neyslu- vatni sem bæði er ódýrara og mun heitara hér en annars staðar og er heitt kranavatn oft yfir 70°C,“ segir í skýrslu starfs- hópsins, en hann skipuðu Ragnheiður Elísdóttir, Pétur Lúðvígsson, Ólafur Einarsson, Sigurður Þorgrímsson og Ásgeir Haraldsson. allri tollafgreiðslu á Seyðisfirði og gera hana öruggari og skil- virkari, enda var hún ekki ásættanleg, ekki síst í Ijósi þess að öðru hvoru finnur tollgæslan fíkniefni við tollskoðun. GG Umferð Hraðahindrun á hjólum Borgaryfirvöld hafa ákveðið að festa kaup á þremur upplýsingaskiltum um há- markshraða. Þarna er um að ræða færanlegar hraðahindran- ir á hjólum sem koma skilaboð- um til ökumanna á hvaða hraða þeir aka og hver sé leyfi- legur hámarkshraði. Skiltin verða notuð í íbúðahverfum og þar sem mikið er um gangandi og hjólandi vegfarendur. í bígerð er að kaupa sams- konar skiiti til notkunar í Garðabæ og á Akureyri. Þá ætl- ar Umferðaráð að festa kaup á einu skilti, eða nokkurskonar farandskilti sem verður lánað til sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Tillaga um að kaupa þessi skilti var samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar að frumkvæði Margrétar Sæ- mundsdóttur, starfsmanni Um- ferðaráðs. Hvert skilti kostar um 460 þúsund krónur og er þýsk framleiðsla. Margrét segir að skiltin séu viðbót við þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til í því skyni að fá ökumenn til að virða almennan hámarkshraða. Jafnframt eru skiltin jákvæð aðferð til að vekja ökumenn til umhugsunar um eigið aksturs- lag þar sem höfðað er til skyn- semi þeirra í umferðinni. -grh Leiðréttíng Bæjarstjóri Grindavíkur Missagt var í töflu blaðsins yfir bæjarstjóralaun á landinu að stjórinn í Grindavík hefði fasta yfirvinnu, rúmar 52 þúsund krónur. Tala hafði færst til í dálkinum, hið rétta er að engin yfirvinna er greidd, en 52.725 krónur í bílastyrk. Þetta leiðréttist hér með. -JBP Seyðisfjörður Ný afgreiðsla lyrir Norröna VEÐUR O G FÆRÐ Reykjavík Akureyri 9 Sun Mán Þri Mið miT1 ‘c Sun Mán Þri Mið mm S2 AS5 ASA3 SSV SV6 A4 ANA3 SSA SV5 Stykkishólmur °C Sun Mán Þri Mið V4 VSV3 VNV4 NNA3 SSA3 VSV5 N5 NV3 ASA2 Egilsstaðir Sun Mán Þri Mið SV3 A5 SSA5 SSV4 SV7 A4 ANA3 SSV4 SV5 Bolungarvík Sun Mán Þrí Mið V4 VSV3 VNV4 NNA3 SSA3 VSV 5 N5 NV3 ASA 2 Kirkjubæjarklaustur £ Sun Mán Þrí Mið N2 ANA4 NA4 SSV2 SV5 ANA4 NA5 SSA4 VSV5 VNV3 S 2 VNV2 A2 SA2 V3 V 3 A2 SV3 Blönduós Stórhöfði °c Sun Mán Þri Mið mm 0-fT------- -------- ------- --------h15 °c Sun Mán Þri Mið mm 5- 0 V3 NA2 NNV3 A2 SSA3 VSV4 NNA4 NA2 A2 -10 5 0 VNV7 SA5 NNV3 VNV 4 A3 V6 VNV4 ASA 2 SV 5 Austan kaldi. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið en glaðnar til síðdegis. Þurrt að mestu um landið norðanvert. Hiti 5-12 stig. Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á landinu Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og á Eyrarfjalli í ísafjarðardjúpi. Einnig eru hálkublettir á Mývatnsöræfum og Vopnaijarðarheiði. Aðrir aðalvegir greiðfærir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.