Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 10
10- Laugardagur 17. maí 1997 ^Dagur-®tmbm ATVINNA Afleysingahringurinn Búskussi í Bárðardal óskar eftir starfskrafti. Um er að ræða öll hefðbundin landbúnaðarstörf. Upplýsingar í síma 464 3219 í hádeginu og á kvöldin. Aóalfundur Hagfeldar ehf. Aðalfundur Hagfeldar ehf. verður haldinn föstudaginn 30. maí 1997 í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 10-14. Stjórnin. AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akur- eyrar - Síðuskóli Stöður skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra við Síðuskóla á Akureyri eru laus- ar til umsóknar. Um er að ræða skóla með um 600 nemendum í 1,- 10. bekk. Þetta eru krefjandi en spennandi störf við nýlegan skóla með metnaðarfullt og öflugt starfslið. Upplýsingar veita skólafulltrúi í síma 460 1461 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Starfsmannastjóri. AKUREYRARBÆR Utboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjar- sjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboðum í jarð- vegsskipti, lagnir, hellulögn og götulýsingu í verkið Strandgata Húsgata milli Lundargötu og Hríseyjargötu Tilboðið nær til endurbyggingar 230 lengdarmetra af götu og tilheyrandi holræsalögnum, vatnslögnum, lagningu jarðstrengja rafveitu, hellulagnar gang- stétta og gerð graseyja. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt úr götum 3.700 rúmm 270 m 370 m 230 m 340 m 3.700 rúmm 650 m 1.150 fm 1.500fm Lagnaskurðir Lengd fráveitulagna Lengd vatnslagna Lengd rafstrengja Fylling Kantsteinn Hellulögn Graseyjar Skiladagur verksins er 29. ágúst 1997. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri frá og með þriðjudeginum 20. maí 1997 á 4.000 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtudaginn 5. júní kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. PJÓÐMÁL Könnun á heilsu, þreki og hreyfingu Svandís Sigurðardóttir og dr. Þórarinn Sveinsson lektorar við HÍ skrifa Kannast ekki einhver við að hafa einsett sér að hreyfa sig meira og byrj- að að fara reglulega í sund eða á líkamsræktarstöð eða annað en hætt þessu svo eftir nokkrar vikur eða mánuði? En af hverju? Ekki er lengur deilt um ágæti hæfilegrar hreyfingar fyr- ir heilsuna og daglega líðan. Svo varla er það vegna þess að við trúum ekki að þetta geri okkur gott. Hvað er það þá í okkur sjálfum og umhverfi okk- ar sem gerir okkur erfitt að halda reglulegri hreyfingu áfram og áfram? Og hvað er það sem fær kyrrsetufólk til að taka af skarið og byrja að hreyfa sig? Hvað með þá sem hreyfa sig mikið í vinnunni? Þurfa þeir að trimma því til við- bótar? Þessum og mörgum öðrum spurningum verður reynt að svara með könnun sem nú stendur yfir hér á landi á veg- um námsbrautar í sjúkraþjálf- un við Háskóla íslands. Spurn- ingarnar snúast um heilsu, þrek og hreyfingu á meðal ís- lendinga á aldrinum 20-80 ára. Alls fengu 1650 einstaklingar spurningalistann sendan. Þeir sem lentu í úrtakinu voru valdir af handahófi úr þjóðskrá og eru þar með spegilmynd þjóðarinn- (jaiubf/ þurrkari Þurrkari, 5 kg. Snýst í báðar áttir, tvö hitastig Verð kr. 33.155 Gæði, góð þjónusta. KAUPLAND KAU PAN Ga ■ Sími 462 3565 • Fax 461 1829 ar í heild. Á niðurstöðunum verður því hægt að byggja al- menningsfræðslu um heilsu- rækt. Vonandi missum við þá síður staðfest- una og dettum ekki í sama gamla hreyf- ingarleysið. Víða á Vest- urlöndum er verið að gera svipaðar rann- sóknir til þess að reyna að svara þessum áleitnu spurningum um hvers vegna sumir en ekki aðrir hreyfa sig reglubimdið. Könnunin hér er t.d. gerð að fyrirmynd finnskrar rannsókn- ar sem nýlega var gerð á veg- um UKK-stofnunarinnar þar í landi. Sú stofnun er kennd við Kekkonen fyrrum Finnlandsfor- seta og þar hafa verið stundað- ar rannsóknir á heilsueflingu í nær 20 ár. Þetta gefur okkur íslend- ingum færi á að bera okkur saman við Finna og aðrar vestrænar þjóðir og getur það leitt í ljós þætti sem að gagni mega koma við að auka vellíðan og bæta heilsufar. Til þess að niðurstöðurnar gefi sem réttasta mynd af ástandinu verða sem flestir af þessum 1650 útvöldu einstak- lingum að senda inn sín svör. Því eru allir þeir sem mögulega geta svarað hvattir til að senda inn sinn spurningalista sem fyrst. Vonandi missum við þá síður staðfest- una og dettum ekki í sama gamla hreyf- ingarleysið. EIMSKIP Slökkvikerfi Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir tilboöum í sjálfvirkt vatnsúðakerfi í 3000 fm vörugeymslu á athafnasvæði félagsins við Strandgötu á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent frá miðvkudeginum 21. maí, í afgreiðslu Eimskip, við Strandgötu á Akureyri og hjá VSÓ ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. júní kl. 11.00. vsó Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri, í dag, laugardaginn 17. maíkl. 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.