Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49_- Smi 15105 Nauðungaruppboð, sem auglýst var 1 46., 50. og 53. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Guðrúnargötu 9, þingl. eign Steinunnar Friðriksdóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 30. nóvember 1981 kl. 14.45. Borgarfógctaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð, annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 49, þingl. eign Böðvars S. Bjama- sonar sf. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavfk og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudag 30. nóvember 1981 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð, annað og síðasta á hluta Dunhaga 18, þingl. eign Þórodds Steins Skafta- sonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 30. nóvember 1981 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð að kröfu Jóns G. Briem hdl., Magnúsar Þórðarsonar hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Ólafs Axelssonar hdl., Innheimtustofnunar sveitar- félaga, Jóns Kr. Sólness hdl., Jóns Arasonar hdl., Guðmundar Þórðar- sonar hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Björns Ólafs Hallgríms- sonar hdl., Vilhjálms Þórhallssonar hrl., og Innheimtumanns rikissjóðs, verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði föstudaginn 4. desember nk. kl. 16.00 við Tollvörugeymslu Suðurnesja, Hafnargötu 90, Keflavík. Bifreiðarnar: Ö-3932, Ö-7728, Ö-379, Ö-3443, 0-4187, Ö- 3224, Ö—7705, Ö—2460, Ö—7380, Ö—4647, Ö—5009, Ö—3556, Ö— 6796, Ö—687, Ö-6856, Ö-6244, 0-5671,0-312, Ö-2229, Ö- 2774, R—64025, Ö—7130, Ö—7380, Traktorsgrafa FM—70 Ö—734, Ö—7277, Ö—6508, Ö—1278, Ö—7615, Ö—471, Ö—7665, Ö—2828, Ö—3753, Ö—471, Ö—4872, Ö—845, Ö—6508, Ö—681, Ö—1213, Ö—7337, Ö—570, Ö—1972,0-3391, Ö-5315, Ö-3960. Ennfremur sófasett og stólar, litsjónvarpstæki, frystikista og Marantz magnari. Greiðsla fari fram við haifiarshögg. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu embættisins. Uppboðshaldarinn i Keflavík. ÚTBOÐ - INIMANHÚSSFRÁGANGUR Barnavinafélagið Sumargjöf óskar eftir tilboðum í innrétt- ingar og innanhússfrágang nýju Grænuborgar v/Eiríksgötu Reykjavík. Gögn eru afhent hjá Arkitekta- stofunni sf., Ármúla 11 Reykjavík, gegn skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 15. desember nk. Byggingarnefnd Sumargjafar Snekkjan+ Skútan Strandgötu 1 — 3, Hafnarfirði Dansbandiö og diskótek sjá um stemninguna tii kl. 3 í SKÚTUNNI verðúr matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir i símum 52501 og 51810. Spariklæðnaður Menning Menning Leiðir „víkingatísk- an” inn á sporbraut „vestranna” í kvikmyndum og sjónvarpi? Magnús Magnússon: VÍKiNGAR - f strfði og friði. Dagur Þorieifsson þýddi. Bókaútgáfan öm og ÖHygur 1981. „Víkingar eru í tísku um þessar mundir” — vel að merkja hjá Bretum, sá ég einhvers staðar haft eftir höfundi þessarar bókar og margfrægum sjónvarpsmanni, Magnúsi Magnússyni. Hamingjan hjálpi okkur, hugsaði ég með mér. Víkingarnir skyldu þó aldrei vera á sömu leið og kúrekarnir í amerískum kvikmyndum og sjónvarpi. Norður- Evrópumenn eru vonandi ekki í þann Magnús Magnusson. veginn að gera víkingaöldina að sínu „villta vestri”. Það kemur ofurlítill hrollur í bakið við þá tilhugsun og maður huggar sig við það, að þetta sé nú ekki alveg víst og skelli að minnsta kosti ekki yfir á næstu árum. Og þó — ef víkingarnir skyldu haldast í tísku? Það gæti gerst. Þegar tíska nær tökum á sögunni, er hætta á ferðum. Þótt þessi orð Magnúsar um tískuvíkinga vektu þessa skelfingu í huga mínum er með öllu óréttmætt — enn þá — að tengja víkinga Magnúsar í sjónvarpsþáttum og bókum um þessar mundir við slíka hrakspá. Hans verk er af hinu góða — fræðsla, rétthermi, skemmtun og söguskilningur fara þar saman. Hann hefur alla burði, vit, vilja og metnað til þess að koma víkingum — í stríði og friði — á skilríkt framfæri við unga kynslóð í þessum heimshluta og kann að beita til þess töfrasprot- anum í námshætti nútímans — myndsjánni — með fuiltingi orðsins. Það hlýtur að vera okkur íslendingum óblandið ánægjuefni hve farvegur þeirrar kynningar er islenskur. Við hljótum að gefa Magnúsi einkunnina tíu fyrir þetta. En hvað gerist ef víkingatískan helst í Bretlandi og breiðist til Þýska- lands og Frakklands — um alla álf- una og yfir höfin djúp og breið? Þar gætu þættir og bækur Magnúsar farið sigurför í fararbroddi með miklu gengi og hver mundi harma það að norrænn menningararfur hugtæki heiminn meðslíku tilhlaupi. En eftirleikurinn — drottinn minn dýri — hver yrðí hann? Víkingar og athafnir þeirra eru stórfenglegt myndaefni. Hið góða og illa eru ærið oft samfastir síamstvíþurar og fylgist að sem dagur og nótt. Verði vikinga- tískan langæ taka alls kyns gullgerðarmenn að framleiða víkingakvikmyndir, víkingaþætli, víkingaskáldsögur,víkinga-sjónvarps- þætti alveg eins og „vestrana” sem flæða yfir ár og sið. Og þar kemur enginn Magnús Magnússon við sögu, aðrir með annan tilgang hafa þá tekið við, og hamingjan hjálpi okkur sem eigum að gæta víkingaarfsins þá. Við skulum vona að vikingatískan sem Magnús minntist á verði ekki allt of langlíf og hinn mikli og myndarlegi skerfur hans nú á dögum — sem vafalaust á einhvern þátt í víkinga- tískunni — leiði ekki af sér slíkt fár eða verði að lúta lögmálinu um samfylgd góðs og ills. Við skulum því hrista af okkur þessar hugsanir og njóta vel þess sem Magnús hefur á boðstólum núna, þátta i sjónvarpi og góðrar bókar, sem bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér og gert að stofnsjóði nýs bókaklúbbs. Magnús segir að þessi bók hafi orðið til jafnhliða handriti og töku kvik- myndaþáttanna. Það þykir mér trúlegt, enda eru það skynsamleg vinnubrögð. Magnús varð að gera tvennt áður en til skarar skreið — í myndatöku — að kanna heimildir sínar að hverjum þætti sem best og gera sig heimakominn á vettvangi til þess að sagan öðlaðist líf fyrir auga kvikmyndavélar. í þeim sporum var auðvitað haganlegt að taka saman hið girnilegasta í bókarþátt, sem nota mætti ljósmyndir úr kvikmyndatöku í, samfara myndum af gögnum úr handritum og fornleifagreftri. Þessi bók er auðvitað ekki skrifuð handa þeim íslendingum, sem eru heimalesnir I íslenskum sögum um víkinga, og þeir hljóta að finna i henni ýmislegt sem þeim finnst óþarfi að segja og sjálfgefið, en eigi að síður stækkar bók Magnúsar töluvert víkingaaldarsjónhring slíkra manna með þvi að færa erlenda aðdrætti úr sögum og fornfræðirannsóknum í samhengi við íslenskan arf og það af- markar einnig betur um leið geira þessa sjónþaugs með því að raða þar saman því sem saman á í tíma, rúmi og atburðarás, og gerir mynd okkar sem teljum okkur hafa lesið ofurlítið um víkinga áður, miklu heillegri og skýrari til skilgreiningar. Þessi frá- sagnarháttur er þó enn betur við hæfi ungs fólks, sem lítil skil kann á víkingum, lífi þeirra og öld og væri, að ég hygg ágæt kennslubók eða Iestrarbók í ungmennaskólum. Að gera víðtæku og stórbrotnu söguefni skil með þessum hætti er mikil og vandasöm frásagnarlist. Magnús kann með ágætum til verka i þeim víngarði. Hann ber kennsl á það sem máli skiptir og hefur bæði þolgæði og víðsýni til þess að velja það úr og skipa því saman, og einnig bæði augu, nef og listburði til þess að gera úr vali sínu hugtæka, spennandi en jafn- framt trúverðuga frásögn þar sem mynd og orð vinna saman, bæta hvort annað upp en troða ekki um tær. Það er einmitt þessi nána sam- beiting orðs og myndar sem færir frá- sögn af þessu tagi í annað veldi. Þeim áhrifamætti er víkingabók Magnúsar gædd. Hún er í senn bráðskemmtilegur lestur og handhæg uppflettibók. Pappír, prentun og band með miklum ágætum, svo að hún er friður gripur. Þýðing Dags Þorleifssonar virðist mér ágætt verk. Mál hennar er fallegt, merkingaskýrt, liðugt og orðríkt og fellur vel að efninu. Það hefur vafalítið verið þýðanda til hag- ræðis hve frásagnarháttur og málfarsleiðir höfundar eru í raun íslenskar. Andrés Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.