Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 61., 63. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i Hverfisgötu 121, þingl. eign Magnúsar H. Halldórssonar fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands, hf. á eigninni sjálfri mánudag 30. nóvember 1981 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Rcykjavík. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 38., 40. og 42. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Faxaskjóli 24, þingl. eign Þórhalls Sigurðssonar o. fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 30. nóvember 1981 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð, annað og síðasta á hluta í Rauðarárstíg 1, þingl. eign Haraldar Olgeirs- sonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 30. nóvember 1981 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. SÍMI86611 gefa út Jólagjafahandbók sem mun fylgja blaðinu 10. desember. Þær verslanir, sem áhuga hafa á að auglýsa vörur sínar vinsamlega láti vita fyrir 5. desember á auglýsingadeild Síðumúla 8. Útlönd Útlönd Útlönd Leitað að 24 skip- reka Þjóðverjum Mikil leit hófst úr lofti og af sjó að 24 manna þýskri áhöfn flutninga- skips sem sökk í hvassviðri og stórsjó austur af Bermúda í gasr. Elma Tres, 7.500 smálesta flutn- ingaskip frá Hamborg, sökk síðdegis í gær um 215 mílur austur af Bermúda. Áður hafði loftskeyta- maður skipsins tilkynnt, hvernig ástatt væri og að áhöfnin væri að freista þess að fara í bátana. Bandarískar flotavélar leituðu í nótt með infrarauðum radartækjum en umfangsmeiri leit hófst við birt- ingu i morgun. Vindur var um 70 hnútar og öldu- hæð fjórir til fimm metrar um það leyti sem áhöfn þýska skipsins þurfti að yfirgefa það. Mynd þessi er dæmigerð fyrir hið ótrygga ástand sem nú rfkir á Norður-írlandi. Mikill fjöldi sprengjutilræða og pólitískra morða að undanförnu, sérstaklega á landamærasvæðunum milli Norður-írlands og Írska lýðveldisins, hefur gert það aö verkum að eiginkonur standa nú vopnaðar yfir mönnum sínum meðan þeir vinna á ökrunum. Tilræðin hafa einkum beinzt gegn þeim sem eru meölimir í heimavarnarliöinu í Ulster og voru fimm þeirra drepnir í sömu vikunni. Milljóna seðill en aðeins 65 kr. viröi Milljón punda-seðillinn hans Mark Twain hefur verið nær því að vera framtíðarsýn heldur en skáldið sjálft hugði þegar það skrifaði smásöguna á sínum tíma. Seðlabankinn í Argentínu hefur strit- að við að gefa út milljón pesó-seðil og ætlar ekki að gefast upp, þótt fyrsta til- raun hafi runnið út í sandinn vegna mistaka hjá teiknaranum sem gerði fyrirmynd seðilsins. Kostuðu þau mistök ríkissjóð litla 800 þúsund Bandaríkjadali. Milljón pesó-seðillinn átti að fara í umferð fyrir nokkrum mánuðum en þegar prentaðir höfðu verið 16 milljón seðlar tók einhver embættismaðurinn eftir því að önnur hliðin á seðlinum sýndi ströndina á Uruguay en ekki Argentínu. Milljón pesó-seðillinn jafngildir um 65,50 krónum íslenskum. Fyrir átta árum var stærsti peningaseðill Argen- tinu þúsund pesó-seðillinn en í 136% verðbólgu (á ársgrundvelli eins og sagt er) er hann ekki orðinn nema 81 eyris virði. Málsókn gegn mynd- bandaleigum í Noregi Samband einkaréttarhafa á mynd- böndum í Noregi hefur nú ákveðið að grípa til róttækra aðgerða gegn ólög- legum innflutningi og sýningum á myndböndum þar í landi. Fyrsta skref- ið verður að merkja þær spólur með „Lögleg myndbönd” sem fluttar hafa verið til landsins eftir löglegum leiðum og greiddur hefur verið höfundarréttur af. Sambandið hefur þegar haftð mál- sókn gegn 10 myndbandaleigum sem haft hafa á boðstólum ólögleg mynd- bönd og málsókn gegn fjölda annarra er í undirbúningi. Sambandið mun byggja málsóknina á að leigufyrirtækin hafi brotið lög um greiðslu fyrir höf- undarlaun af hugverkum. Einkaréttarhafarnir telja sig standa betur að vígi þar sem talið er að mikill meirihluti Norðmanna kjósi fremur að sjá myndbönd sem norskur texti hefur verið settur inn á, en það er ekki gert við ólögleg myndbönd. Með textuninni telja þeir sig geta smám saman rutt hinum ólöglegu myndböndum af mark- aðnum. Áætlað er að um 35 þúsund mynd- bandaupptökutæki séu nú í Noregi og að sá fjöldi muni tvöfaldast á næstu þremur árum. Áhorfendur hafa úr að velja hjá myndbandaleigum um tvö þúsund titla, en talið er að um helm- ingur þeirra sé ólöglegur. VltJEO ■ iSYSTEM SKARÐí Gamanleikarinn Jack Albertson andaðist í gær af völdum krabba- meins. Hann var 71 árs. Albertson var úr hópi þeirra sem hreppt hafa óskars-verðlaun í Hollywood en var kannski þekkt- astur í Bandaríkjunum fyrir hlut LEIKARAHÓPINN sinn í sjónvarpsþáttunum „Chico and the man”. Hann lék í myndum eins og Hvernig myrða skal konu þína, Poseidon-ævintýrið og „Don’t go near the water”. — Óskarsverð- launin hlaut hann fyrir aukahlut- verk í myndinni „The Subject táas roses”. Albertson varð ljóst fyrir þrem árum að hann væri með krabba- mein. — Hann lætur eftir sig konu og dóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.