Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Mezzoforte / Þvilikt og annað eins/ Steinar 053 Mezzoforte hefur bætt enn einni skrautfjöður i hattinn þar sem nýja stóra platan þeirra, „Þvilikt og annað eins”, er. Sem áður eru það þeir Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson sem semja öll lögin (utan stutts upphafsstefs) og sérstaklega vekja athygli smellin nöfn á lög- unum t.d. „Greiðið afnotagjöld- in” og „Freðýsufönk”. Það þarf vist vart að taka fram að hljóð- færaleikur allur er i fyrsta klassa. Mezzoforte, sem er eina is- lenska „fusion”-hljómsveitin stenst fyllilega samanburð við bestu bræðsluhljómsveitir er- lendis og það er engin tilviljun að þeir skuli hafa vakið athygli á erlendri grund. Hið eina sem ég vildi hafa heyrt á plötunni en er þar i litlum mæli er notkun ásláttarhljóðfæra hverskonar. Þó örlar á þessu 1 „Uppstifi” og vonandi er það aðeins upphafið að meiri ,,bongó”-takti. Sem sagt: Frábær plata. 9,0 MEZZOFORTE > t z •. - SEEJUNGLEIGO JOIN YOURGANG YEAH.CITYALL >f OVER! GO APECRAZY! Bowwowwovv / RCALP 3000 PL25376 „Að vera öðruvisi” er boðorð númer eitt meðal flestra popp- hljómsveita enda ekki nema sjálfsagt. Mjög er þó mismun- andihve langt er gengið I þessa átt og árangurinn er ekki siður upp og niður. Breska hljómsveitin Bowwowwow (bávává) hefur haldið inn á áður ótroðnar brautir I poppinu, eftir þvi sem ég kemst næst. Hljómsveitin samanstendur af trommara git- ar- og bassaleikara og söng- konu. Trommarinn ber á ein- hverskonar trumbur, sem svipar til svokallaðra „tin- drums”, bassistinn er á pönk- bylgjunni og gitarleikarinn sér um rest. Og söngkonan syngur ágætlega. Otkoman er skemmtileg að mörgu leyti. Undirniðri drifur harður og áberandi trumbu- slagur áfram oft á tiðum falleg- ar melódiur af krafti og góður söngur sér um afganginn. En i heild verður platan einhæf þvi að nær sami takturinn er gegn- umgangandi i flestum lögunum. Semsagt: hress plata og „öðru- visi’ HUMORINN ÍÖNDVEGI — Hljómsveitin „Bad Manners” lítillega kynnt Liðskipan: Louis Alphonso, 20 ára: Hálf- spænskur, fjórðungs-franskur, fjórðungs-italskur Lundúnarbúi og ryþmagitarleikari. Sonur Rolands Alphonso, klarinettu- smiðs og réttborinn erfingi að klarinettum föður sins. Brian Chew-it, 20 ára: Að langri og krefjandi leit lokinni tókst að finna hæfileika hans til að berja húðir og gekk hann þá til liðs við „ósiöina”. Chris Kane, 21 árs: Þegar hljómsveitin þurfti á stærri lúðraflokki að halda hélt hún 1 Cirkus Gerry Cottles (hvert annað?) og þar fundu þeir Chris leikandi á pianó. Hann var ráð- inn á staðnum. Chris er norður- tri en spilar samt ágætlega á saxafón og það sem meira er: hann kann að lesa nótur. David Farren 20 ára: kenndi sjálfum sér á bassann sinn af einstakri kostgæfni: i heil fimm ár æfði hann sig daglega, allt upp I þrjár minútur á hverjum einasta degi. Það var þó ekki fyrr en hann uppgjötvaði að bassinn var ekki blásturshljóð- færi að honum fór að fara fram. Eins og gefur að skilja hefur hann til að bera einkar persónu- legan spilastil. Gus „Hot Lips” Herman, 20 ára: blæs öllum stundum i trompet en hann segist samt hata tónlistarmenn. Það er væntanlega þessvegna sem hon- um likar svo vel við vini sina i „Bad Manners”. Helsta áhuga- mál Gus er að endurrita barna- bækur Enid Blyton-, „það er miklu auðveldara heldur en að semja sjálfur”. Fatty Buster Bloodvessel (Doug Trendle) 21 árs: er væg- ast sagt afar sérstæður söngvari og persónuleiki. Hann er afar þéttvaxinn en þó fallega lagaður, til að mynda höfuð- skelin og tungan lipra. Buster heldur þvi ótrauður fram að hann sé básúnuleikari númer eitt hér á jörð og með tilliti til tungulengdarinnar er erfitt að rengja framburð hans. Annars er eitt meginmarkmið hans i lif- anda lifi að borða 30 hamborg- ara hvern á eftir öðrum það er i einni striklotu Fyrir stuttu munaði mjóu að þetta tækist en að 20 loknum voru allir „ósiöirnir” orðnir blankir. Andrew „Marcus Absent” Marson 23 ára: kemur frá Birmingham en þaðan hélt hann i kjölfar svarts kattar sem strauk frá honum til London. Andrew fann köttinn en þá var hinn sami búinn að gefa upp öndina. Fyrir tryggingaféð keypti Andrew sér saxófón og hélt glaöur til móts við „Bad Manners”. Martin Stewart, 23 ára: fyrr- verandi fjárhirðir og vörubil- stjóri. Kynntist hljómsveitinni i sandgryfjunum þar sem hún var á æfingu. Fékk inngöngu fyrir skarplega athugasemd, nefnilega að hljómsveitin væri á vitlausum æfingastað. WinstonBazoomies, 21 árs: til allrar óhamingju fann hann munnhörpu aðeins fjögurra ára gamall og blés i hana öllum stundum. Winston varð brátt munaðarlaus. „Bad Manners” tóku hann að sér. Viðbætir Með þessum hætti kynnir hljómsveitin „Bad Manners” eða „Ósiðirnir” sig fyrir aðdá- endum sinum. Ekki ber á öðru en að skopskyn þeirra drengja sé i ágætasta lagi og það sem ef til vill skiptir enn meira máli: tónlistin sem þeir flytja er vönduð, áheyrileg og að sjálf- sögðu mjög upplifgandi. Strákarnir niu komu fyrst saman fyrir rúmum 18 mánuðum og byrjuðu á þvi að leika sér saman i Stoke Newing- ton-klúbbnum i Norður-London. Og siðan hefur leiðin legið beint á toppinn. Þeir hafa átt 7 litlar plötur i fyrsta sæti breska vin- sældarlistans (tvær hafa náð i 3. sætið) og nýjasta stóra afkvæmi „Bad Manners”: „Gosh it’s...”, hefur selst mjög vel á heima- slóðum þeirra. Flestir kannast til að mynd við lagið „Can Can”, sem selst hefur i yfir 400.000 eintökum á Bretlands- eyjum og kannski ekki siður „Walking in the Sunshine” sem við sáum i Skonrok(k)i ekki alls fyrir löngu og er á leið upp á við. En taka „Bad Manners” sig aldrei alvarlega? Látum þá sjálfa svara. „Við virðum að sjálfsögðu aðdáendur okkar og viðleggjum okkur alla fram i að gera þeim til hæfis. En samt viljum við ekki láta taka okkur allt of alvarlega. Við höfum mörg sorgleg dæmi um það hvernig popp-stjörnur eru tekn- ar i guðatölu. Við erum ósköp venjulegir náungar, sem tökum ekkert meira mark á sjálfum okkur heldur en öðru fólki”, Það er ekki tekið út með sitj- andi sældinni að ná frægö i poppinu. „Bad Manners” hafa nú verið á stöðugu hljómleika- ferðalagi i marga mánuði og það hefur haft sin áhrif. Bazoomies munnhörpuleikari varð að taka sér fri vegna of- þreytu. En samt sem áður er engan bilbug að finna á öðrum liðsmönnum „Bad Manners”. Þeir halda áfram að spila fyrir hina fjölmörgu aðdáendur sina úti um alla Evrópu „allavega þangað til Buster hefur náð af sér 20 kilóum”, segja þeir gal- vaskir. En sjá um leið fram á mjög, mjög langa hljómleika- ferð. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.