Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. JARÐHITINN FARINN AÐ VERMA Á AKRANESI Skagamenn hafa ástæðu til að kæt- ast þessa dagana. Heitt vatn úr iðrum jarðar er tekið að streyma í húsin í bænum. íslensk orkulind leysir þar með olí- una af hólmi. Þurfa Skagamenn þvi ekki lengur að sjá eftir ómældum upp- hæðum úr landi til að greiða fyrir svarta gullið. Það var föstudaginn 11. desember sl. sem vatni var hleypt á fyrstu húsin á Akranesi úr vatnsæðinni frá Deildar- tunguhver. Fyrir áramót er talið að 37- 40% húsa í bænum verði búin að tengjast hitaveitunni. Gert er ráð fyrir að allur bærinn verði kominn með hita- veitu fyrir næsta sumar. Uppbygging hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar er nú á lokastigi. Borg- nesingar eru þegar farnir að njóta jarð- hitans. Vinnu við birgðageymi og dælustöð á Grjóteyri lýkur í febrúar og framkvæmdir við dælustöð við Akra- nes eru langt komnar. (ilS'á Margs þarf aö gæta við hitaveituframkvæmdirnar á Akranesi. Hér er einn galvaskur á leið upp úr iðrum jarðar þar á staðnum. DV-mynd Fríðþjófur. Heymarskertir vilja fá aura fyriraö koma fram í Sjónvarpinu en t il þessa hefur enginn viljað borga neitt fyrir f réttaágip á táknmáli Félag heyrnalausra hefur óskað eftir þvi við sjónvarpið, að þeir fé- lagsmenn, sem starfa við útsending- una á fréttaágripi á táknmáli fái greitt fyrir það. Rúmt ár er liðið síð- an byrjað var á þessari þjónustu við heyrnarskerta í sjónvarpinu og hafa þeir sem starfað hafa við þættina aldrei fengið neitt greitt fyrir þá. „Það er ekki verið að fara fram á neinar stórar greiðslur heldur smá- umbun fyrir þá miklu vinnu sem lögð er í þetta,” sagði Vilhjálmur B. Vil- hjálmsson á skrifstofu heyrnalausra í viðtali við DV. Sjálfsagl gera ekki allir sér grein fyrir hversu mikil vinna er bak við eina fréttasendingu fyrir heyrnar- skerta, sem venjulega er á undan al- mennum fréttum í sjónvarpinu. Fyr- ir utan starfsfólk sjónvarpsins þarf þrjár manneskjur frá félagi heyrna: skertra í hverja útsendingu. Það er sá sem kemur fram hverju sinni, að- stoðamaður hans, sem einnig er heyrnaskertur og fylgist með að þannig sé frá skýrt að allir heyrnar- skertir skilji. Þriðji maðurinn er heyrandi og útskýrir hann fréttirnar nánar fyrir hinum tveim. Mörg orð og orðasambönd í frétt- um eru þannig, að erfitt er að koma þeim til skila á táknmáli. Þarf því oft mikinn undirbúning fyrir hvern þátt og ekkert undarlegt að heyrnarskertir vilji fá eitthvað fyrir þá vinnu. Allir aðrir sem koma fram í sjónvarpi fá greitt fyrir sín störf þar. „Það var um það talað í byrjun að gerð yrði tilraun með þetta í sjón- varpinu í tvo mánuði. Nú er meira en ár síðan, og þetta fréttaágrip hefur öðlazt fastan sess í dagskránni,” sagði Vilhjálmur. ,,Þau sem vinna við þessa þætti vilja nú fá eitthvað fyrir ómakið, og ætti það varla að koma neinum á óvart. Sjónvarpið, útvarpsráð og aðrir sem við höfum talað við, vilja að fréttaágripið haldi áfram, en það er eins og enginn vilji borga neinum neitt fyrir það”. . . -klp- Pétur Guðfinnsson f ramkvæmdastjóri Sjónvarpsins: , Jöldum að greiðslan ætti að koma af f élags- málapeningunum” „Það var um það rætt í byrjun, að við legðum til alla aðstöðu en félag heyrnarskertra fram þann starfskraft sem til þyrfti,” sagði Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri sjón- varpsins, er við spurðum hann um málið. ,,Það var aldrei talað um neinar greiðslur fyrir þetta en þær kröfur komu þó fljótlega fram. Þar sem þarna er um að ræða sjálfsagða sér- þjórjustu fyrir mjög þröngan hóp, töldum við rétt að þetta væri greitt af félagsmálapeningum þjóðarinnar en ekki af okkur hjá sjónvarpinu. Aldrei kom annað til greina en að borga eitthvað. Spurningin var að- eins hver ætti að gera það. Því fórum við fram á sérfjárveitingu en höfum nú gefist upp á að bíða eftir henni. Sjónvarpið mun því taka þessar greiðslur að sér og byrjar að borga eftiráramótin”. . . -klp- Hyggsf reka knatf borðssfof u og matsölu íTryggvagötu Hreiðar Svavarsson, eigandi Smiðjukaffis, hefur sótt um leyfi til að reka knattborðsstofu og matsölu við Tryggvagötu i Reykjavík. Umsóknin var lögð fyrir borgarráð 11. desember sl. Vísaði borgarráð henni til umsagnar borgarlögmanns. Hreiðar hyggst innrétta matsölu- stað, sem rúma á 40—50 manns, og knattborðsstofu með fimm borðum, i húsnæðinu við hlið pylsuvagnsins, Bæjarins bestu. Er það einnar hæðar timburhús. Veiti borgarráð leyfið er búist við að reksturinn geti hafist fljótlega upp úr áramótum. -KMU. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Jóladýrð í bóka og sagnaf lóði Mikið er af jólabókunum og alltaf er þetta huggulegur tími, þegar úr fylgsnum þjóðarinnar sprettur hið prentaða mál, en á þeim vettvangi hefur hún löngum borið af öðrum þjóðum vegna þess hve margir sýna sig í að vera ritfærir. Ekki svo lítinn þátt í þessari almennu fæmi eiga ís- lendingasögur og hin munnlega geymd, sem færist auðveldlega yfir á pappirinn, eins og fróðleikur svo- nefndra alþýðumanna ber vitni um. Ljóðin eru sungin á hljómplötur og nú síðast er farið að gera kvikmynd- ir eftir sjálfri sagnahefðinni, og þykir það ekki minni tíðindum sæta. Þann- ig aðhæfum við íslendingar hið gamla hinu nýja og sveigjum jafnvel atburði fornaldar undir nútímann og þá tækni, sem honum fylgir. En und- irrót þessa alls er hin almenna sagna- mennt í landinu og söguþörf. Nýafstaðin aldahvörf i lífsháttum hafa leitt af sér sterkar og stórar upprifjanir, sem við köllum stundum þjóðlegan fróðleik eða neftóbaks- fræði. En einmitt í fróðleiksskrifum margvislegum felst sönnunin fyrir hinni almennu ritleikni. Og sú beina björgunarstarfsemi, sögulega séð, sem felst í þessum skrifum er ekki iítils virði. Þótt bækur um stjórn- málamenn séu ekki þjóðlegur fróð- leikur i eiginlegum skilningi, þjóna þær að vissu leyti sama hlutverki. Gaman er að horfa upp á það, að tvö bindi Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors skuli vera metsöluverk, sem væntanlega fer i sex þúsund ein- tökum eða tólf þúsund bindum. Bæði vilja menn fræðast um Ólaf og svo stjórnmál hans tíma frá hans sjónarhóli. í bókinni skilar Matthías umdeildum manni inn á lygnan sjó virðingar og sanndæmis, og mun þetta verk verða hin hæfilega um- gjörð um merkan stjórnmálamann og áhrifamikinn. Þá grípur fólk fegins hendi bókina um Gunnar Thorodd- sen, enda full ástæða til að hlýða á útgáfu hans af viðburðum, sem hafa veríð mjög á döfinni á undanförnum árum, þar sem Gunnar er ein af aðal- persónunum. Það mun hins vegar koma á daginn að ævisaga Gunnars er að hluta eftir handa höfundum á borð við Matthías til að skila i fram- íiðinni. Þriðja bókin um stjórnmálafræð- ina er svo Stóra bomban um heiftar- mál þau sem risu í kringum 1930 og beindust einkum að Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Hér er um að ræða af- markaða sögu um timabil í iifi þessa stjórnmálamanns. Jónas á sögu frá liku tímabili og Ólafur Thors, og væri ekki ónýt lesning að sjá sögu hans á prenti, sem skrifuð væri af I -3 ámóta sanngirni og verk Matthíasar. Sögur stjórnmálaflokka eru ekki eins marktækar, og þar getur hent að ekki sé hægt að skrifa nema aftur að ákveðnum ártölum vegna innri viga- ferla. Höfundur á borð við Matthias er aftur á móti frjáls að segja það sem hann telur eiga að koma á prent vegna sögu og persónu og kann með að fara. En þær eru fleiri bækurnar, sem spretta upp úr sagnajarðvegin- um, og komast ekki allar fyrir í stutt- um þætti. Skrifað i skýin eftir Jó- hannes Snorrason er eitt þeirra verka, þar sem mætur flugstjóri sprettur fram sem fullgildur rithöfundur þar semstýrisveiinum sleppir og penninn tekur við. Svona einfalt er þetta fyrir íslendinga. Og ekki skyldi Svarthöfði gleyma henni Málfriði Einarsdóttur, sem sprettur upp allt i einu sem ein- hver mesti stílisti sem við eigum eftir Þórberg og skrifar nú bréf til Stein- unnar hvað sem það á að þýða, og sumt á dönsku. Guðbergur kom í hennar hús með fimmtán kíló af pappír. Ætli það hafi ekki verið þýð- ingin á Kíkóta? Þannig mætti lengi ■ telja. Landið Ijómar í bókadýrð á þessum tíma, og gerir okkur svo stolt að við göngum helst á tánum eins og Mutesa kóngur. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.