Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Síða 15
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. 15 framskrefa(þó ekki á kostnað lang- línunotenda). Spurnarform og upplýsingar á könnunareyðublaðinu verði unnin í samráði við Neytendasamtökin og send út með símreikningum.” Það þarf ekki mikla greind til að skilja, að með tillögunni er jöfnun simkostnaðar viðurkennd og aðeins óskað eftir því, að kannaður verði vilji símnotenda um það, hvora af þeim tveimur leiðum, sem til greina koma, þeir vilji fara. Það þarf mikla óskammfeilni til að túlka tillöguna sem andstöðu gegn jöfnun símkostn- aðar. Póstur og sími gefur Alþingi rangar upplýsingar Greinargerð Þorvarðar Jónssonar, yfirverkfræðings, sem getið er hér að framan, var send . allsherjarnefnd sameinaðs þings vegna umfjöllunar nefndarinnar um áðurnefnda þings- ályktunartillögu varðandi jöfnun símkostnaður. í lok greinargerðarinn ar eru einhliða dregin fram þau rök, sem yfirverkfræðingurinn telur mæla með skrefatalningu án þess að geta þeirra raka, sem mæla með hinni leiðinni, þ.e. skrefgjaldshækkuninni. Þarna er þvi ekki um hlutlaust mat á valkostum að ræða, sem ætlast verður til i greinargerð Pósts og síma til Alþingis. Það sem er þó ennþá verra, er að rökin fyrir skrefatalning- unni eru vægast sagt afar villandi og í sumum tilvikum hrein ósannindi. Það er alvarlegur hlutur, þegar ríkisstofnun matar þingmenn á röng- um upplýsingum til að réttlæta vafa- sama framkvæmd og til að stöðva leiðum, sem til greina koma, eigi að fara. Andstæðingar skrefatalningar hafa bent á, að mun æskilegra sé að hækka skrefgjaldið. Helstu rökin fyrir því eru eftirfarandi: 1. Skrefatalningin kemur verst niður á öldnum, sjúkum og öðrum, sem eiga ekki heimangengt. Hún hlíf i r hins vegar þeim, sem nota einka- síma sína einkum á kvöldin og um heigar og svo ef til vill síma at- vinnurekanda síns á daginn. 2. Skrefatalningin kemur illa niður á fyrirtækjum og stuðlar að hækkun alls verðlags og þar með aukinni verðbólgu. 3. Skrefgjaldshækkun leggur byrð- arnar jafnar á símnotendur en skrefatalningin. Auk þess hækkar hún ekkert simakostnað þess fjórða hluta símnotenda, sem not- ar minna en þau 300/600 skref, sem eru innifalin í ársfjórðungs- gjaldi, t.d. þeirra, sem af fjárhags- ástæðum verða að spra simann. 4. Vegna mjög óréttlátrar skrefa- talningaraðferðar er útilokað fyrir símnotanda að vita, hvað símtalið kostaði eða að eyða fyrirfram ákveðinni upphæð í símtal. Slíkur viðskiptaháttur mundi hvergi líðast nema hjá ríkisfyrirtæki. Skrefatalningaraðferðin dregur auk þess mjög úr möguleikum til að leigja afnot af síma. 5. Skrefatalning innanbæjarsímtala krefst verulega aukinnar síma- þjónustu ifyrirtækja og stofnana, sem litil von er til að náist, enda lítið, sem hvetur til þess, einkum hjá opinberum stofnunum. 6. Skrefatalning heftir almennt mál- frelsi og dregur úr eðlilegri og lýðræðislega tillögu. í greinargerðinni segir m.a. ,,Við leið 2 (skrefamæling bæjarsímtala) hækka bæjarsímtölin að meðaltali 35%, . . .”. Síðar segir í sömu máls- grein: „Hækkun hjá heimilissímum er skv. ofansögu töluvert undir meðaltalshækkuninni 35%.” Það er rangt, að bæjarsímtöl hækki um 35%. Áætlað er, að umframskíefum fjölgi um 35%, sem skv. útreikning- um yfirverkfræðingsins í greinar- gerðinni veldur 4,6% hækkun á fastagjaldi + umframsímtölum. Um leið 1 (skrefgjaldshækkunina) segir hins vegar: „Við leið 1 hækkar gjald hverrar talningar og þar með gjald hvers símtals óháð því hvenær það fer fram um 35%.” (leturbreyt- ing undirritaðs). Það er alrangt að segja, að gjald hvers símtals hækki um 35%, því símtöl sem fást út á þau 300 eða 600 skref, sem innifalin eru í ársfjórðungsgjaldinu, munu að sjálf- sögðu ekkert hækka. Um 25% símnotenda á höfuðborg- arsvæðinu notar minna en 300 skref á ársfjórungi. Hluti þessara notenda kemur til með að fá umframskref með skrefatalningaraðferðinni en engin þeirra mundi fá hækkun ef farin yrði leið 1, þ.e. skrefgjaldið hækkað. Líklegt má telja, að stór hluti þessara símnotenda sé efnalítið fólk sem sparar símann af fjárhags- ástæðum og verður nú lagt á það auknar álögur. Vafalaust er meðal þessara notenda að finna eldra fólk sem þarf ekki að hringja oft en það þarf að geta spjallað í ró og næði og það þarf að geta hringt á daginn. Hvers vegna vilja menn ekki skrefatalningu? Eins og bent hefur verið á hér að framan, stendur deilan núna ekki um niðurgreiðslu langlínugjalda, heldur um það hvora af þeim tveimur æskilegri aukningu á notkun síma, sem getur stuðlað að minnkandi umferð og þar með minnkandi slysahættu og minnkandi þörf umferðaræða og bílastæða. Niðurlag. Enda þótt tekist hafi með vald- beitingu að koma skrefatalningunni á, er málinu ekki lokið. Ennþá hafa alþingismenn landsins ekki.- tjáðhug sinn um það, hvort simnotendur eigi sjálfir að fá að velja þá leið til jöfnunar símakostnaðar, sem þeir telja æskilegri. Verði þeirri beiðni hafnað þrátt fyrir augljósan stuðning megin þorra símnotenda kemur boltinn næst í hendur símnotenda, þegar gengið verður til Alþingis- kosninga. Áhrif skrefatalningarinnar koma ekki að fullu fram á reikningum fyrr en í byrjun mars 1982 og verður þá farið að styttast í- næstu kosningar. Enda þótt baráttan gegn skrefa- talningunni hafi enn sem komið er ekki borið nægan árangur, hefur þó mikið áunnist. Upphaflega var ætlunin að skrefatalningin yrði allan sólarhringinn, fyrstu hugmyndir um skreflengd munu hafa verið 3 mínútur og skrefatalningin átti einungis að vera á höfuðborgar- svæðinu. Nú er engin skrefatalning frá kl. 7 að kvöldi og til kl. 8 að morgni' og ekki heldur á laugar- dögum og sunnudögum. Skrefið er 6 mínútur (fyrsta skrefið að vísu 0—6 mínútur) og skrefatalning á öllum þéttbýlisstöðum. Þessum árangri ber að fagna en betur má, ef duga skal. Vonandi haldast þau eðlilegu viðbrögð fólks við skrefatalningunni, að draga úr notkun að degi til eftir fremsta megni. Með góðum stuðn- ingi þeirra símnotenda, sm andvígir eru skrefatalningunni, aukast likurnar á lokasigri. Gísli Jónsson, prófessor. KynningartUboð IMIKKO IMP-800 PLÖTUSPILARI • Quarts hraðalæsing • Hraðafínstilling • Alsjálfvirkur • Léttarmur • Stýringar fyrir utan lok • Fínstillimöguleikar arms • Góð einangrun frá umhverfi NA-300 MAGNARI • 2 x 30 vöttRMS 20-20.000 Hz8ohm • Tengimöguleikar fyrir plötuspilara, 2 segulbönd, útvarp, sjónvarp + video, 4 hátalara • Háþróuð mögnunarrás NT-500L ÚTVARP • 3 bylgjur, FM/LW/AM • Mjög skýr stereómóttaka á FM bylgju • Leiðbeiningarljós fyrir nákvæma innstilíingu ND-300 SEGULBAND • Léttir snertitakkar fyrir stýringu • Gert fyrir allar tegundir kassettna, Normal, FeCr. Cr02, Metal • Vægisstilling fyrir upptöku • Dolby suðhreinsikerfi • Ljósmælar fyrir stillingu upptökustyrks NIKKO NP-800 3.250,00 y/erð’- NIKKO NA-300 1.980,00 NIKKO NT-S00 NIKKO ND-300 2.575,00 3.270,00 11.075,00 Staðgr. afsl. 776,00 Staðgr. verð 10.299,00 Allt settið Professional BETA-20 FORMAGNARI • Innbyggður formagnari fyrir MC-pickup • Viðnámsveljari fyrir plötuspilarainngang • Hámarksbjögun 0,004% (mm phonol • Suðhlutfall 86 db (MM phono) • „ultra low noise FET inngangsrás" EQ-20 TÓNSTILLIR • 2x10tíðnibönd • + — 12 db styrkbreytimöguleikar • Inngangs-styrkstillir • Tengimöguleikar og valrofi fyrir segulband ALFA-220 KRAFTMAGNARI • 2 x 120 vött RMS 20-20.000 Hz 8ohm • „DC servo non switching kraftmögnun" • Hámarksbjögun 0.008% • Suðhlutfall 115 db NIKKO BETA-20 2.650.00 NOKKO EQ-20 2.560.00 yj&tO’ NIKKO ALPHA—220 5.175.00 10.385.00 Staðgreiðsluafsl. 727.00 Staðgreiðsluverð 9.658.00 TRYGGVAGÖTU - SÍMI 19630

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.