Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. Svæðið milli Suðurlandsbrautar og Sigtúns þar sem risa eiga þrjú stórhýsi. DV-mynd Einar Óiason. Þrjú stórhýsi rísa íkring um Blómaval við Sigtún: Ásmundarreit breytt í hallarsvæði —samkeppni um teikningu verkf ræðingahallar og skipulagsins í kring Nú er á döfinni samkeppni um teikn- ingu verkfræðingahallar sem rísa á milli Suðurlandsbrautar og Sigtúns vestan við fyrirhugaða göngubraut milli Hótels Esju og Blómavals. Á sam- keppnin einnig að taka til skipulags í næsta nágrenni, en þar eiga eftir að rísa að minnsta kosti tvö önnur stórhýsi við Sigtún. Þegar litið er í vestur með Sigtúni frá Ásmundarsafni bíður næsta lóð eftir framkvæmdum viðhús Tónlistarfélags- ins og Barnamúsikskólans, sem á að verða skóli, tónlistarhöll og kvik- myndahús i staðinn fyrir Tónabíó. Þar næst er Blómaval, en vestan við það er fyrirhugað að rísi hús Heilsuræktar- innar, sem Alvar Aalto var á sinum tíma að teikna en lauk ekki við áður en hann féll frá. Suður af þeirri lóð er síðan lóðin fyrir verkfræðingahöllina, sem væntanlega verður reist af Verk- fræðingafélagi íslands með þátttöku Lífeyrissjóðs verkfræðinga og Stjórnunarfélags íslands. Þótt ekki liggi fyrir bein fyrirmæli um hæð byggðar á þessu svæði, mun mestur áhugi vera fyrir fremur lágum húsum. Hefur þannig verið talað um að verkfræðingahöllin verði aðeins tvær hæðir en þá þeim mun meiri um ág, lík- lega 1.200 fermetrar hvor hæð. Þetta svæði er allt innan ákveðins gatnahrings og hefur hingað til gengið undir heitinu Ásmundarreitur. Þar sem verkfræðingahöllin verður nú væntan- lega eins konar miðpunktur svæðisins er viðbúið að reiturinn fái heitið hallar- svæði, enda tengist það svæði íþrótta- mannvirkjanna í Laugardal og þar með íþróttahöllum. Eru þetta þó allt get- gátur enn. í tengslum við skipulagssamkeppn- ina, sem áður er nefnd, verður hugað að umferðaræðum í kring, þar á meðal gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar og er Reykjavík- borg því aðili að samkeppnisnefndinni með borgarverkfræðing sem fulltrúa sinn. -HERB. Myridr músíkdagar Tónlistarhátíðin „Myrkir músíkdagar” hefst á föstudaginn kemur með sérstökum lónleikum með Jónas Tómasson tónskáld. verkum Jónasar Tómassonar. ,,Þetta er þriðja árið sent músíkdagarnir eru á döfinni, en það er Tónskáldafélagið sem gengst fyrir þeim í þeim tilgangi að kynna íslenzka tónlist fyrr og síðar og gefa kost á að fylgjast með starfi nútíma-tónskálda. Er allt útlit fyrir að Myrkir músíkdagar séu nú orðinn ár- viss viðburður enda tækifæri til að fylgjast með, sem fæstir vilja missa af, sem á annað borð unna tónlist. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði um 22.9% á síðasta ári. Voru þeir þá skráðir samtals á landinu öllu 105.927. Er þetta 9.131 dögum fleiraen meðaltal áranna 1975—’81, að báðum árum meðtöldum. Flestir urðu atvinnuleysisdagarnir í janúarmánuði 1981 eða 18.851 talsins. Næstflestir urðu þeir í desember, 16.112. Þá olli erfið veðrátta þvi að skráðir atvinnuleysisdagar urðu Eins og fyrr sagði hefst hátíðin með kynningartónverkum á verkum Jónasar Tómassonar, en hugur stendur til að slík kynning verði viss þáttur Músíkdaga framtíðarinnar. Þessir fyrstu verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30 á mánudaginn verða tónleikar í Gamla bíói. Nánar verður sagt frá Myrkum músikdögum í DV þegar nær dregur tónleikunum öllum. óvenjumargir á 1. ársfjórðungi, eða samtals 46.000, sem er 43% af fjölda atvinnuleysisdaga á árinu. Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar má ætla, að mannafli á vinnumarkaði haft að meðaltali verið 107.400 manns á síðasta ári, að því er segir i skýrslu vinnumáladeildar. Hefur því skráð atvinnuleysi á árinu numið 0.4% af mannafla, sem er 0.1% meira en næstu fjögur ár á undan. -Ms. Atvinnuleysis- dögum fjölgaði á liðnu ári Florida-þotan ekki sú sem Flugleiðir áttu á sínum tíma DC-10 þota Air Florida, sem var fiætt komin á flugvellinum í Miami 22. september sl., var ekki DC-10 þota sú sem Flugleiðir áttu áður, að sögn Robin J. Cohn, blaðafulltrúá Floridaflugfélagsins. Hægri hreyfill DC-10 þotunnar tættist upp er hún var í flugtaks- bruni. Flugstjórinn hætti við flug- takið og tókst að stöðva þotuna áður en flugbrautarenda var náð. Er jafnvel talið að með snarræði sínu' hafi flugstjórinn bjargað manns- lífum. Air Florida fékk á sínum tíma DC-10 þotu þá sem Flugleiðir áttu. Gekk Floridaflugfélagið inn í kaupleigusamning þann sem Flugleiðir höfðu um þotuna. Air Florida á nú fjórar tíur, en átti þrjár þegar óhappið gerðist í september. Á félagið enn þotu þá sem þaðfékk fráFlugleiðum. -KMU. Höfn eða Kaupmannahöfn Þegar íbúar Djúpavogs fara I verzlunarleiöangra til Hafnar, Hornafirði, segjast þeir gjarnan vera að fara til Kaupmannahafnar. Skýringin er sú, að kaupmönnum á Höfn hefur fjölgað mjög að undan- förnu. Að meðtöldum sjoppum á staðnum eru verzlunarstaðir I bænum samtals 23. Og þar verður ekki látið staðar numið, því sá 24, er væntanlegur á næstunni. Er það hannyrðaverzlun sem sett verður upp fljótlega. Það er því engin furöa, þótt Djúpavogsbúar kalli Höfn Kaupmannahöfn, þegar þeir slá á léttari strengi. Júlia, Höfn. Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli við Norðmanninn Tiller en Guðmundur hafði betri stöðu allan timann. Jaf nt h já Guð- mundiogTiller ,,Ég var með betri stöðu allan slitakeppni svæðamótsins í Randers. tímann en hann hélt þessu. Við Fyrsta skák Guðmundar var við gerðum svo jafntefli eftir 35 leiki,” Kagan og eins og sagt var frá í sagði Guðmundur Sigurjónsson blaðinu í gær, fór hún í bið. Verður stórmeistari I samtali við DV í gær. hún tefld annað kvöld. Hann gerði þá jafntefli við í dag mætirGuðmundur Lobron. Norðmanninn í annarri umferð úr- -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.