Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 36
Athyglisverð tilraun starfsmanna Lýsishf. við Grandaveg: Vörubílnum ekiö um allt á úrgangslýsi „Það er aiveg rétt að við höfum gert tilraunir með að láta vörubíla okkar keyra á lýsi í stað olíu. Það er ekki komin nein reynsla á þetta, en tilraunir okkar sýna að þetta er hægt,” sagði Tryggvi Ólafsson forstjóri Lýsis hf. í viðtali við DV í morgun. Starfsmenn Lýsis hf. hafa verið að gera tiiraunir með þetta frá því snemma í fyrra. Var fyrst farið af stað með gamlan bil af gerðinni Scania árgerð 1955, en nú má einnig keyra einn af nýjustu vörubilum fyrirtækisins um allt á lýsi. „Við höfum prófað að nota úrgangslýsi í stað svartolíu á kyndi- katlana hér inni í verksmiðjunni, og það gafst mjög vel,” sagði Tryggvi. „Það var síðan farið að spjalla um það í gamni meira en alvöru, hvort ekki mætti þá alveg eins nota úrgangslýsið á bílana okkar. Útkoman úr því varð sú að ákveðið var að gera tilraun á elzta bílnum. Blandað var saman 60% lýsi og 40% dísilolíu og hann gekk vel á því. Þá var sett á hann hreint lýsi og hann síðan keyrður á þvi í sumar með góðum árangri.” Það var síðan hugmyndin að gera tilraunir með þetta á nýjum bíl nú i vetur, og sjá hvernig það kæmi út i frosti og kulda. Voru gerðar breytingar á bílnum til þess eins, meðal annars settir á hann tveir tankar. í öðrum er lýsi en hinum díselolía. Þarf aðeins að snúa einum krana til að færa á milli þeirra. Bíllinn er settur i gang og dreoið á honum með disiloliu en lýsið er notað þegar keyrt er. „Við höfum ekki enn náð að gera tilraunir með þetta í vetur, og það á eftir að prófa þetta við ýmsar aðrar aðstæður,” sagði Tryggvi. „Það er því ekki hægt að fullyrða neitt um árangurinn á þessu stigi. það er þó hægt að segja að það er mun minni útblástursbræla af bílnum þegar honum er ekið á lýsinu en af dísil- olíunni auk þess sem bílinn er ódýrari i rekstri á þennan hátt.” _L I _ r Astand loðnu- stofnsins aldrei eins bághorið: ,Lögðum til að veiðum yrði hætt’ — segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur „Okkur telst til að það séu ekki nema 150 þúsund tonn eftir af hrygningarstofninum fyrir austan land og líkast til fer þetta nærri því að vera það eina sem eftir er,”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur er DV ræddi við hann i morgun. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er nýlega komið úr rannsóknarleiðangri á loðnustofn- inum og niðurstaða hans sýnir svo ekki verður um villzt að ástand loðnustofnsins hefur aldrei verið eins bágborið. „Þegar við höfum gert tillögur um hámarksafla höfum við miðað við að um 400.000 tonn séu eftir. Stofninn er hins vegar kominn langt niður fyrir það mark þannig að ástandið er orðið býsna alvarlegt. í ályktun sem fylgdi niðurstöðum okkar Páls Reynissonar, sem vann að þessum mælingum með mér, lögðum við eðlilega til að veiðum yrði hætt en það er ekki okkar að taka ákvörðun þar um,” sagði Hjálmar. -SSv. —....“b* V1 « «i gaugaiTai DV-mynd EÖ. o iimuiii ijunrittnna runai § gær. u v-myna ttnar FRIÐUR SAMINN í VAKTAVINNUDEILUNNI: LÖGREGLUMENN SAM- ÞYKKTU 8 TÍMA HVÍLD Lögreglumenn í Reykjavík sam þykktu á fjölmennum fundi i gær að gangast undir hið umdeilda vaktafyrir- komulag, sem þeir hafa deilt um við ríkið síðustu mánuði. Deilan stóð aðallega um hvíldartím- ann. Taldi lögreglan sig eiga rétt á 10 tima hvíld en rikið kom með á móti að sumir í Iiðinu skiluðu ekki 40 stunda vinnuviku með því. „Það er kominn friður á í þessu máli en samkomulagið sem við gerðum okkar á milli gildir í eitt ár,” sagði Björn Sigurðsson, formaður Lögreglu- mannafélags Reykjavíkur, í viðtali við DV eftir fundinn. „Deilan stóð um hvíldartimann og ýmislegt annað en samkomulagið hljóðar upp á að hvild- artíminn verði hér eftir 8 tímar í stað 10 tíma,”sagði hann. Lögreglumannafélagið í Reykjavík er að innrétta stórt félagsheimili að Brautarholti 30 og því hefúr verið fleygt aö ríkið hafi boðið fram ýmsa fyrir- greiðslu í sambandi við það og annað ef lögreglumenn vildu semja. Við spurðum Björn hvað hann vildi segja um það. „Viðkvæmi punkturinn og spenningurinn í þessu var að menn vildu ekki tengja saman hvíldarákvæði og félagsheimilið og ég tel að það hafi verið siglt alveg fram hjá því með þessu samkomulagi,” sagði hann. -klp- frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. JAN. 1982, r Askrifendagetraun Dagbladsins& Vísis: Izuzu Gemins bíllinn dreginn út íkvöld Enn hafa attir tækifæri tilaöverameö Getraunaseðlarnir hafa streymt inn að undanförnu í áskrifendagetraun Dagblaðsins & Vísis. í dag eru allra síðustu forvöð að skila inn seðlum, þvíi hinn glæsilegi vinningur, Isuzu Gemini- bíllinn verður dreginn út eftir kl. 22 í kvöld Þeir sem enn eiga eftir að skila inn seðlum geta komið þeim á afgreiðslu blaðsins, að Þverholti 11, fyrir kl. 22 í kvöld. Hinir, sem vilja taka þátt i getraunaleiknum en hafa enn ekki gerztáskrifendur.eiga ennþá möguleika á að vera með. Þeir geta hringt í síma 86611 til kl. 20 í kvöld, eða síma 27022 til kl. 22 og gerzt áskrifendur. Þar með eru þeir orðnir þátttakendur í áskrif- endagetrauninni. Stórplast- báturbrann Ellefu tonna plastbátur eyðilagðist í eldi í morgun í Garðabæ. Var verið að innrétta bátinn, sem var nýr, hjá fyrir- tækinu Barco í Garðabæ. Er slökkvilið Hafnarfjarðar kom að um sjöleytið í morgun logaði glatt í bátnum. myndaðist nokkur hiti og sprungu rúður í nærliggjandi húsi. -KMU. Þingmennirnir ættu líklega auðveldara með að kyngja efnahagspakkanum ef þeir tækju inn lýsi eins og bUarnir. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.