Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. 11 Kvenréttindafélag íslands 75 ára í dag: „Auðveldara að breyta lögum á pappír en hugsunarhætti heillar þjóðar” „Þær sem stofnuðu kvenréttinda- félagið 1907 þurftu fæstar að vinna úti og margar höfðu vinnukonur sem gerðu húsverkin,” segir Esther Guðmundsdóttir þegar hún er spurð hvort Kvenréttindafélag íslands sé í dag nokkuð annað en klúbbur for- réttindakvenna á framabraut. Eftir nokkurt deyfðarskeið er að færast lif í þetta gamla og virðulega félag. Meðlimum fjölgaði á síðasta ári úr 300 í 350. (Þar af eru karlmenn um 20) Esther er röskleg og traustvekjr andi. Hún hefur verið formaður í tæpt ár og er að ýmsu leyti dæmigerð fyrir hina nýju félagskonu. Hún er 33ja ára gömul, félagsfræðingur (10 af 19 stjórnarmeðlimum hafa háskólamenntun), reynslu í atvinnu- lifinu (vann greinargóða könnun fyrir kvennaársnefnd 1976,og var framkvæmdastjóri samstarfsnefndar um reykingavarnir 1978-80). Maður hennar er tannlæknir og eiga þau þrjú börn. Það yngsta tveggja ára. Flestar í stjórn KRFÍ eru útivinnandi og Esther ætlar út á vinnumarkaðinn eins fljótt og hún getur. Hefur reyndar þegar lofað að taka að sér könnun fyrir norrænu jafnréttis- nefndina (um stjórnmálaþátttöku kvenna). Hún viðurkennir fúslega, að hún þurfi þess ekki peninganna vegna. ,,En á heimilinu er maður lokaður inni gerir alltaf það sama og sér ekk-. ert liggja eftir sig?” ,,Hvaðum barnauppeldið?” „Ég held það sé æskilegra, að það —segir formaðurínn, Esther Guðmundsdóttir skiptist milli foreldranna. Auk þess sér maður ekki árangurinn af því fyrr eneftir lOeða 15 ár.” Baráttumálið á næstu árum aukin þátttaka kvenna í pólitík. Þegar KRFÍ var stofnað 1907 höfðu konur almennt hvorki kosn- ingarétt né kjörgengi til alþingis. Nú er það baráttumál löngu komið i höfn. En þátttaka kvenna í stjórn- málum og þar með ákvarðanatöku í landsmálum er eftir sem áður sára- Hvaða skýringar eru á því? „Það er auðveldara að koma laga- Dreytingum á pappír gegnum alþingi heldur,en að breyta hugsunarhætti heillar þjóðar,” segir Esther. „Konur láta sér margar hverjar nægja minni menntun en aðalástæðan hugsa ég þó að sé tvöfalt vinnuálag útivinnandi kvenna.” (Kvenréttindakonurnar gömlu gátu auðvitað ekki séð fyrir, að vinnu- kvennastéttin mundi hverfa!) Esther bætir við: „Karlmenn í pólitík eru allir giftir konum, sem geta séð um heimilin fyrir þá.” Sjálf segist hún gjarna fara á fundi, þegar eiginmaðurinn kemur heim um fimmleytið. Hann tekur þá við búi og börnum. Annars fer hann sjálfur talsvert á fundi. En ef bæði eru heima á kvöldin þvær hann upp meðan hún baðar og háttar yngsta ^barnið. Á föstudögum á svo öll fjöl- skyldan notalega stund með ávexti, súkkulaði eða annað nammi og helgarnar reyna þau að hafa í friði saman. Sem formaður KRFÍ segist Esther rétt vera að byrja að fóta sig og læra á þetta allt saman. Aðalbaráttumálið er aukin þátttaka kvenna í opinberri ákvarðanatöku og í því skyni eru haldnar ráðstefnur, mælskunám- skeið og væntanlega fræðslufunda - röð. Það þarf að þreifa fyrir sér og fínna nýjar leiðir, t.d. er einn draumurinn að fara með kynningar- dagskrár í grunnskólana. Svo á að skrifa sögu félagsins og jafnvel kvikmynda hana lika: ,,Þar kemur í ljós að stofnendur KRFl gengust fyrir stofnun Verkakvenna- félagsins Framsóknar m.a. og félagið hefur alla tíð átt þátt í að bæta lög- gjöfina, t.d. hvað varðar jafnlaun, skatta, tryggingar og hag kvenna, ekki sízt einstæðra mæðra,” segir Esther. IHH „Karlmenn í pólilík eru alltaf giftir konum, sem geta séð um heimilin fyrir þá,” segir Esther Guðmunds- dóttir. Erfidleikar við úthlutun heyrnartækja: MÁLID SNÝST UM ÞÁTTTÖKU RÍKIS- SJÓÐS í HEYRNARTÆKJAKAUPUM — segir í greinaigerð Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands vegna f rétta í DV Vegna þeirra skrifa, sem orðið hafa í Dagblaðinu og Vísi um bága fjárhags- stöðu Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands og erfiðleika í sambandi við úthlutun heyrnartækja á vegum stöðvarinnar, vill stjórn stöðvarinnar taka eftirfarandi fram: Heyrnar- og talmeinastöð íslands tók til starfa 1. jan. 1979 í samræmi við lög, sem samþykkt voru um stöðina vorið 1978. Fljótlega komu í ljóst erfið- leikar varðandi ákvörðunum um þátt- töku ríkisins í kostnaði vegna heyrnar- tækja en hún var í höndum Tryggingar stofnunar ríkisins, þ.e.a.s. trygginga- yfirlæknis. Taldi stjórn stöðvarinnar eðli- legra, að yfirlæknir stöðvarinnar, sem lögum samkvæmt er sérmenntaður í heyrnarfræði, tæki slíkar ákvarðanir og voru sjónarmið stjórnarinnar sam- þykkt með breytingum á lögum um stöðina vorið 1980 og komu til fram- kvæmdar frá og með 1. júlí sama ár. Hefur stöðin séð um þennan þátt síðan í samræmi við reglur um hlutdeild ríkisins í kostnaði við heyrnartækja- kaup, sem heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hefur sett. Með tilkomu Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands stórjókst þjónusta á þessu sviði og þar afleiðandi úthlutun heyrnartækja. Heyrnartækin ekki rekstrarkostnaður Við gerð fjárlagatillagna við stofnunina fyrir árið 1981 lagði stjórn stöðvarinnar á það ríka áherzlu, að greint yrði milli þátttöku ríkisins i heyrnartækjakaupum og annars rekstrarkostnaðar, þ.e.a.s. að þátttaka ríkisins í heyrnartækjakaupum yrði ekki sett á rekstrarkostnað stöðvarinnar, enda fékk stjórn stöðvar- innar ekki séð að þessi þátttaka kæmi beinum rekstri stöðvarinnar við. Auk þess lá sá ótti ífoftinu, að færi annar rekstur stöðvarinnar fram úr fjárlögum yrði gripið til þessa fjár, sem í reynd hefði verið úthlutað til sjúklinga. Reyndist sá ótti ekki ástæðulaus eins og síðar kom fram. Þetta hafði í för með sér, að ekki var hægt að koma upp lager af heyrnartækjum við stofnun- ina, eins og stjórn stöðvarinnar stefndi að og margítrekaði við stjórnvöld að nauðsynlegt væri og leiddi jafnframt til þess að verulegur skortur varð á heyrnartækjum seinni hluta árs og hefur þetta haft í för með sér, að vissir einstaklingar hafa ekki fengið tæki enn, sem þeir hefðu þó þurft á að halda fyrir hálfuári. Þótt gripið væri til þess ráðs að ákvaða þá fjárhæð, sem verja átti til þessa á árinu 1981 í eitt skipti fyrir öll, segir það sig sjálft, að ómögulegt er að gera áætlanir um þörf manna fyrir heyrnartæki ár fram i tímann fremur en t.d. áætlanir um þörf manna fyrir lyf. Fór reyndar svo þegar á miðju ári, að stöðin varð næstum uppiskroppa með fjárveitingar vegna heyrnartækja- kaupa og var því farið fram á aukafjár- veitingu til þess að mæta þessu sérstak- lega. Fékkst þessi aukafjárveiting að hluta til, en henni var hinsvegar að all- verulegu leyti varið til þess að greiða laun starfsmanna stöðvarinnar, en þau höfðu farið fram úr fjárlögum vegna þess að stöðin taidi sig þurfa að sinna ótvíræðri lagaskyldu þess efnis að þjönusta landsbyggðina, en ekkert fé var veitt til þess á fjárlögum. Viðtækara verkefni Næst er að geta þess að Heyrnar- og talmeinastöð íslands tók m.a. yfir rekstur Heyrnardeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, en við þá deild voru heimiluð 10 1/2 stöðugildi. Heyrnar- og talmeinastöð íslands er falið miklu víðtækara verkefni heldur en Heyrnardeild Heilsuvérnarstöðvar Reykjavíkur á sínum tima m.a. talmein og þjónusta við landsbyggðina. Þrátt fyrir þetta hafa bara verið heimil- aðar 3 viðbótastöður við stofnunina, þannig að stöðugildi eru 13 1/2 i dag, og ekkert þeirra bundið við þjónustu \jið landsbyggðina sérstaklega. Fram hefur komið, að stóraukið hefur verið framlag til stöðvarinnar á fjárlögum yfirstandandi árs. Þessi aukning er eingöngu í því fólgin, að stóraukin eru þau fjárframlög, sem verja á til kaupa á heyrnartækjum fyrir þá, er þeirra þurfa með. Er því í reynd ekki um að ræða aukin fjárframlög til rekstrar stöðvarinnar, t.d. vegna starfsmannahalds, heldur eingöngu vegna þátttöku ríkissjóðs í kaupum á heyrnartækjum. Úthlutun á vegum stöðvarinnar mun að sjálfsögðu ganga miklu fljótar fyrir sig miðað við þær reglur, sem settar hafa verið um þátt- töku ríkisins á þessu sviði. Hvort ríkis- sjóður greiðir tækin eða sjúklingurinn sjálfur skiptir eiginlega rekstur stöðvar- innar harla litlu máli. Þess skal sérstak- lega getið að áður en stöðin tók að sér úthlutun fyrir ríkissjóð, var engum vandkvæðum bundið með greiðslur úr ríkikssjóði, þ.e.a.s. þegar trygginga- yfirlæknir hafði tekið ákvörðun um slíkt, en þá voru peningarnir teknir beint af sjúkratryggingum. Þátttaka rfkissjóös Það sem mál þetta snýst um er þátt- taka ríkissjóðs í heyrnartækjakaupum, svo að stöðin geti framfylgt þeim reglum, sem settar hafa verið um þátt- töku og úthlutun tækjanna. Fær stjórn stöðvarinnar ekki betur séð, en að á yfirstandandi ári sé mjög vel að þessum þætti búið, þar sem fjárframlög til hennar hafa verið stóraukin. Aftur á móti verður ekki séð að nægjanlega sé gengið frá þjónustu við landsbyggðina, þar sem engar fjárveitingar eru fyrir hendi varðandi þá þjónustu, en þess er vænzt að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir lausn þess máls í samráði við fjár- veitingayfirvöld. En vert er að geta þess að heilbrigðisráðherra hefur reynzt stöðinni og starfsemi hennar í alla staði mjög hliðhollur. Það er von stjórnar stöðvarinnar, að mál þessi séu að mestu leyti leyst og að úthlutun heyrnartækja geti orðið með eðlilegum hætti þegar í næsta mánuði. Stjórn stöðvarinnar vill biðja alla þá aðila afsökunar er sýnt hafa stöðinni einstaka biðlund undanfarna mánuði um leið og þess er vænzt að þeir séu nokkuð fróðari um þá byrjunarörðug- leika, sem stöðin hefur átt við að glíma. Jafnframt biðjum við afsökunar á hinum langa biðtima í rannsókn, sem nú er 2 mánuðir og lengist stöðugt. Stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar fslands, 26.jan. 1982 He ymartækjaúthlutvn 1981 Allt árið 1980: Heyrnartæki 912 Alltárið 1981: Heyrnartæki 1.487 aukning ca 63% Á biðlista um áramót vantar 147 heyrnartæki. Úthlutun hefði þá orðið alls 1.634 heyrnartæki, ca tæp 80% aukning. Aukning jan. — júlí 1980 og 1981 var 108%. í dag bíða 135 einstaklingar eftir 270 heyrnartækjum. Á hafnarbakk- anum eru 570 heryanrtæki að verð- mæti ca kr. 660.000.- Fjöldi heimsókna: 1980 3.488 1981 5.300 Mismunur 1.812 heimsóknir, eða 51.1% aukning. Aukning janúar — júlí 1980—1981 var 50%. Um 600heymartæki liggja á hafnarbakkanum: Fjárveiting fæst ekki til að leysa tækin út — Elzta sendingin frá því í febrúar I ni NMl iK-wiuiU'ki vrn ttu lnsl t Siðan IuIj komið iHikkim Móim sið naðum ul Iwu jólm. Imii miiis «»i< K"" bivn að geia sjink\:eml lli liikin vm að sciðtn.ili iiiii scndinjiar, cn \ið holtini ckki lcngið Og nu cfu haii a annað luoidiað logum Það lidðu þcu scnnilcpa ckki »1.1*111 kionui llcsinai og lal l|«fuugn lilnðlcssa þæi úl." niannsá hiðlisla." áli aðgcii|'\i þaf mcð hcfði liáf cuijsloðin lialði panlað lækin. cn Sagði lliifii. að Ijaiscilingin scm llugn kvað loiiaðanicnn llc'iiui inafinið þioiið I ai \iðt liulciia ckki Iiii ckki lciigið liármagn nl uð lcngi/l hclði i l\ria. hcíði \cnð bum og lalmcinastnövaiiunaf hala ncil um ncin shk lcrðalog að ncða. scgna 'saþauui um null siðasia ár. Smáviðból hclði \ið aðstoðatiáðhcria Ijáimálaiað Ijárskoils. ,.l l/lu H'lldilláin ci Ira þ\i i lchrú lcngi/l Isnr pol, og þá hdði lcki/l að licrra, lorsælisraðhcra. og hcil ,.l n \ið gciiiin lcvsl ul cillhsað al i l\ira." sagði llugii \s lcvsj MXHækiúr lolli hrigðisráðhcrra. svo cinhvcrpir vitrii hcýrnaila-k jiiniiin a þcssu ári." sagði uðniiindsson hcsrnailraðingui. cr ,.Við .clluðum að koma okkur upp ncfndii. cn án árangurs. Hirgu. ..Nu hiðuin \ið hara dlir V r.cddi \ið hann i mot|tiiii ,.l*i' laycr." sagði llirgir.” cn það hcfur Slarfsmcnn sioðvarinnar hclðo irrciðsluá.cllun Irá hagsvslunni " ri|cum \ið |l*l i.cki i scndingu ckki leki/l cnn l*cssi 100 læki. \cm fcrða/l um landið a siðasla ári, cins -JSS. Frétt DV um heyrnartækin scm biða á hafnarbakkanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.