Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 16
16 DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. ■ M Grœnfríðungar herja nú 6 selveiðimenn vestur í Kanada. Hvrt og mjúk skinn kópanna eru eftirsótt tizkuvara og leyfi hefur fengizt til að slátra 186.000 selum af þeirri tegund sem um ræðir í ár. Þessi selategund er í hættu eins og grænfriðungar benda á. En það er ekki það eina vonda við seladrápin vestur þar. NU ERU ÞEIR AÐ DREPA KÓPANA Nú eru þeir að drepa kópana. Hvernig skyldu þeir fara að þvi? Hér er lýsing eins manns, sem hefur verið viðstaddur seladráp i Kanada: ,,Það vár eins og martröð. Ég skammaðist mfn fyrir að vera maður. Kveinin i hreyfingarlausum kópunum munu aldrel liða mér úr minni. Ég kom út á isinn um kl. 7.30 að morgni og á undan öllum öðrum. Allt i kringum mig á isbreiðunni voru selamömmur rneð litlu kópana sína. Svo komu veiðimennirnir. Þeir reru upp að isröndinni og gengu að selunum. Kóparnir eru fullir af trausli, þeir biða og horfa slórum, forvitnum augum, næstum því eins og þeir séu að bjóða mann velkominn. Þeir geta ekkert hreyft sig. Ma:ðurnar finna hætluna á scr og hverfa. Veiðimaðurinn notar kylfu eða öxi, scm hann lcmur á höfuð kópsins. Það er sagt að Þetta sé mannúðleg- asta aðferðin, höfuðkúpan sé mjög mjúk og kóparnir deyi umsvifalaust. Mér fannst þetta ekkert mannúðiegt. Veiðimennirnir berja ekki einu sinni, heldur oft — þetta virtist taka langan tíma. ímyndaðu þér að þú sért veiöimaður. Þú ert innan um liundrað sela, skinna sem þú færð fullt af peningum fyrir. Þú þarft aö berja hausa i heilan dag og þú þreytist. Þegar líða fer á daginn, ertu orðinn svo þreyttur að þú hættir að lemja hvern haus eins mikið og þörf er. Þú bara lemur einu sinni, rotar kópinn og ferð síðan að llá skinnið af. Vciðimennimir flá kópana jafnóð- um. Þeir skera undir kjaftinum og svo beint niður ntagann. Þcir brýna hnífana ekki, þeir gefa sér ekki tinta tilþess. Stundum kemur selamanna aftur þcgar veiðimaðu'rinn er farinn. Hún hnusar af skinnlausutn kópnum. En auðvilað bærir liann ekki á sér. Blóð- slóðin liggur niður að ísröndinni, þangað sem báturinn beið veiði- mannsins og skinnanna. Miglangaðitil að smala öllunt kóp- ununt saitian og forða þcim undan veiðimönnunum. En ég gat ekkerl gert. Það er ólöglegt fyrir mann án vciðilcyfis að vera á ísnum. Hvers vegna þarl að drepa kópana svona unga? Vegna þess að skinnin eru aðeins hvit í 10—14 daga. Eftir það verða þau grábrún. Og livers vegna er þeint slálraö yfirhöfuð? Skinnin eru tekjulind. Nærri 4000 Kanadamcnn hal'a tekjur af skinttun- um og aðeins 9% þeirra græða nteira en 3.800 ísl. krónur á sölunni. Kanadastjórn gæti þvi greitl þessunt fáu skaðabælur ef veiðin væri bönn- uð. Önnur rök nteð seladrápi er að sclir eti Rsk og gangi á mið mann- anna. Látum það vera. Þcssir lOdaga gömlu selabörn eru drcpin vegna skinnanna eingöngu, af einskærri hé- góntagirnd. Það eru ekki rök gegn grimnid og mannvonzku á isnum við Kanada.” Þýtt MS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.