Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 40
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDYRARI FILMA SEM FÆS7 ALLS STAÐAR PIERPO Svissnesk quartz gæða Fást hjá flestum1 úrsmiðum. AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 ár4. \UGLYSING IFSTOF AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982. Friflrik Sophusson: „Ánægður með útkomu Sjálfstæðis- flokksins” „Þaö vekur óneitanlega mesta at- hygli aö aðeins um helmingur þeirra sem spuröir eru tekur afstöðu,” sagöi Friörik Sophusson, varaformaöur Sjálfstæðisflokksins um ' úrslit skoöanakönnunarinnar. Friörik bætti viö aö slíkt hlyti aö vera umhugsunar- efni fyrir stjórnmálamenn og væri ef- laust afleiðing þeirrar upplausnar sem nú ríkti í stjórnmálum. „Ég er aö sjálfsögöu ánægöur meö útkomu Sjálfstæðisflokksins,” sagöi Friðrik. „Hún er svipuð og í febrúar síöastliðnum. Þaö sem hins vegar gef- ur s jálfstæöismönnum ástæðu til bjart- sýni eru úrslit síðustu sveitarstjómar- kosninga og vaxandi eining í flokkn- um. Þótt skoöanakannanir lífgi upp á tilveruna eru þaö auðvitað kosningam- ar sem gilda. 1 þeim leik ætlum viö sjálfstæðismenn okkur stóran hlut,” sagöiFriörikSophusson. —óur Steingrimur Hermannsson: „Sæmilega ánægður” „Þaö kemur ýmislegt athyglisvert fram í þessari skoöanakönnun og fyrst og fremst það hversu margir eru óákveönir,” sagöi Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknar- flokksins um úrslit skoöanakönnunar- innar. „Þaö hlýtur aö lýsa óvissunni í stjómmálunum í dag,” sagöi Stein- grímur. Steingrímur kvaðst hafa verið .ánægöur meö'þær viötökur sem bráöa- birgöalögin hefðu fengið og taldi hugsanlegt að ef þær viðtökur yrðu metnar samhliða þessum úrslitum mætti sjá þar vilja fólks fyrir áfram- haldandi aögerðum. ,,Ég get ekki annað en veriö sæmilega ánægöur meö útkomu Framsóknarflokksins þótt ég heföi vænst meiri aukningar. Ég tel aö viö höfum átt stærstan þátt í því sem komiö er en hef hins vegar oröiö var viö aö sumum framsóknarmönnum finnst ekki nóg aö gert. Annars held ég aö fylgi flokksins og fjöldi óákveðinna tengist saman,” sagöi Steingrímur Hermannsson. -óm. Mótmæltu, Steingrímur Verkalýðsfélagið Höröur í Hvalfirði hefur sent Steingrími Hermannssyni sjávarútvegsráöherra áskorun þess efnis, að hann mótmæli samþykkt Al- þjóöa hvalveiðiráösins um bann viö hvalveiöumí Norður-Atlantshafi. Fram kemur sú skoöun Verkalýösfé- lagsins Haröar aö hvalveiðar hér viö land hafi mikil áhrif á atvinnulíf í hreppunumsunnanSkarðsheiöar. óm. LOKI Það má gera ráð fyrir áframhaidandi skrtkasti í póiitíkinni um aldamót, ef dœma má af æfingum framagosa og ungiiða nú. Framagosar í Sjálfstæðis- flokki leystu upp þingið — segir Pálmar Halldórsson, fyrrverandi formaður Iðnnemasambandsins >rMín hlið er sú að ég harma þaö aö skipulögðum hópi ungra framagosa í Sjálfstæðisflokknum tókst aö hleypa upp þingi Iönnemasambandsins. Þingheimi var ljóst aö hér var um skipulagðan hóp aö ræöa. Þessi vinnubrögö Haraldar eru mér ekki ókunn. Hann geröi sama fyrir þrem árum og fékk hugmyndafræðinga sinna skoöana inn á þing þar sem rædd eruhagsmunamáliðnnema.” Er rétt, eins og Haraldur Kristj- ánsson segir í gær, aö þiö hafiö varn- aö mönnum útgöngu af þinginu? „Nei, þaö er alrangt. Gert var kaffihlé rétt fyrir kosningar, aö beiðni Haraldar. Ég stóö þama viö dymar og geröi mönnum ljóst aö meö því að fara væm þeir aö gera þingið óstarfhæft. Þeim væri þó frjálstaöfara.” „Þaö haföi komiö fram dagskrár- tillaga um aö kjör í trúnaðarstöður yröi endurtekið þar sem Haraldur haföi misst traust þingfulltrúa og einnig stjómarinnar. Má best sjá það á því aö 4 aðalmenn og 1 varamaður úr stjórn hans voru búnir aö segja af sér áöur en tillagan kom. Mér finnst ekki skrítið aö hann vildi ekki láta bera traust sitt undir þingheim.” „Eins og staðan er í dag þá veröur reynt aö ná sáttum og koma saman þingi þannig aö hægt sé aö ljúka störfum. Þaö veröur á næstunni.” I gær varö einhver hasar á skrif- stofu sambandsins, ekki rétt? „Haraldur og hans lið fór á skrif- stofuna seinnipartinn í gær og skiptu um allar læsingará húsakynn- unum. Þegar starfsmaöur sam- bandsins kom til starfa var allt læst. Hann var að koma meö tæki upp á tug þúsunda en komst ekki inn meö þau. Á skrifstofunni em líka gögn sem starfsmaðurinn notar einn í sín- um daglegu störfum, meöal annars mörg trúnaðarmál viö einstaka iön- nema. Varö því að brjóta hurðina upp. Ennfremur má geta þess aö einn úr liöi Haraldar haföi samband viö skrifstofuna í gærkvöldi meö hót- anir um aö þeir sem á skrifstofunni væra heföu frest til hádegis í dag aö koma sér út, annars tækju þeir til sinna ráöa. Starfsmaðurinn mætti fara í launalaust frí. Þetta er dæmi um ábyrgðarleysi og vanþekkingu þessara manna um málefni iðn- nema.” JBH mmmm■ DV-mynd: S. Gis/iJ. Johnsen dregur trilluna aö bryggju iReykjavikurhöfn. Trilla Björgunarskipiö Gísli J. Johnsen dró í gær um fimm tonna bát, Smára RE-155, inn í Reykjavíkurhöfn. Haföi trillan fengiö net í skmfuna. Ahöfn trillunnar, hjón, vom að dregin að draga ýsunet norövestur af Gróttu er flækja kom í netin um hádegisbil í gær. Fóru þau í skrúfuna. Kölluöu hjónin á hjálp í gegnum Granda- radíó. landi Gísli J. Johnsen hélt út um hálf- tíma síðar undir stjórn Ásgríms Bjömssonar hjá Slysavarnafélag- inu. Var hann kominn meö trilluna um klukkan 15.30. —KMU Ohugnanleg lífsreynsla Vömbílstjóri frá Bolungarvík, ömólfur Guömundsson, uppliföi óhugnanlega lífsreynslu í fyrrinótt er hann lá bjargarlaus undir vörubíl sínum í hvorki meira né minna en fjórtán klukkustundir, eftir aö vörubíll hans haföi oltið um þrjátíu metra niöur hlíöar Meöalness í Dynjandisvogi í Arnarfiröi. örnólfur slapp furöu vel úr þessum lifsháska og er hann nú óðum aö ná sér þar sem hann liggur á s júkra- húsinuá Isafiröi. Ohappið varö um tíuleytið í fyrra- kvöld er ömólfur var að flytja lítinn steypubíl frá Bolungarvík til Reykja- víkur á vörubíl sínum. Hvellsprakk á framhjóli vörubílsins og skipti engum togum aö bíllinn fór niður hlíöina og stöövaöist á þverhníptri bjargbrún- inni. Um hádegisbiliö í gær, eða um fjórtán klukkustundum síöar, barst örnólfi síöan hjálp. Var hann þá orðinn mjög máttvana og farinn aö hugsa með hryllingi til þess að liggja enn aöranótt undirvörubílnum. Ömólfur er nú óöum að ná sér á sjúkrahúsinu á Isafirði. -JGH. Hæsti vinningurí íslensku getraununum: A þriðja hundr- að þúsund fyrir tólf rétta Hæsti vinningur sem komið hefur á einn seöil í íslensku knattspymuget- raununum fékkst fyrir síöustu viku og nemur rúmlega 242 þúsund krónum. Vinningshafinn var meö tólf rétta á bleikum seöli og fékk fyrir bragðiö einnig sex sinnum ellefu rétta. Aö sögn Gunnars Guömannssonar hjá Islensk- um getraunum var hæsti vinningur í fyrra 180 þúsund krónur. Heildarupphæö vinninga í knatt- spymugetraununum í síðustu viku var 318 þúsund. Fyrir rööina meö tólf rétt- um fengust því tæpar 223 þúsund krón- ur. Tuttugu og níu raðir voru meö ell- efu rétta og fengust 3.294 krónur fyrir hverja þeirra. Tólf réttir í síðustu viku getraunanna hljóða svo: 111XXX XXI 121. Handhafi hæsta vinnings í íslensku knattspyrnugetraununum vill ekki láta nafns síns getiö. Gunnar Guö- mannsson sagöi aö slík afstaða væri ekki óalgeng, til aö mynda meðal þeirra sem f á stóra vinninga í getraun- umerlendis. -SKJ. Svavar Gestsson: Komum lakar útíkönnun- um en kosningum „Ég væri ekki ánægöur með þessi úr- slit ef þetta væri í kosningum,” sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, um úrslit skoðana- könnunar DV um fylgi stjórnmála- flokkanna. „En hins vegar komum viö alltaf lakar út í skoöanakönnunum en kosningum. Þetta gæti veriö ívið skárra en í sveitarstjómarkosningun- um. Mér hefur reyndar sýnst aö undanförnu að við höfum styrkt stöðu okkar vegna þátttöku okkar i efna- Magnús H. 1 5—« ] Magnússon: 1 'm 1 Stjómar- flokkarbæta sig eftir aðgerðir pHppK'1 | „Það er greinileg t að stjómar- f lokkarnir sem slíkir bæta alltaf við sig eftir aðgeröir,” sagði Magnús H. Magnússon, varaformaður Alþýöu- flokksins, um úrslit skoöanakönnunar DV umfylgi stjórnmálaflokkanna. Þaö sýndi sig í janúar ’81 og aftur núna. Fólkið vÚl aðgeröir til aö hamla gegn verðbólgu og ööram efnahagsvanda. Þaö er því sorglegt aö hinn góði vilji þjóðarinnar til að snúast gegn vandan- um skuli ekki nýttur til aö gera verulegar og varanlegar aðgeröir. Þetta sem gert var í janúar ’81 og núna er ekkert nema bráðabirgðakák. I þessari könnun, eins og í bæjar- stjómarkosningunum, em Geirsmenn. og Gunnarsmenn í Sjálfstæöisflokkn- um saman en það verður varla raunin í alþingiskosningum. Það þýöir aö fylgi Sjálfstæöisflokksins yrði ekki svona mikið í kosningum. Sjálfstæöisflokkur- inn græðir á því í þessari könnun og bæjarstjómarkosningunum í vor aö vera í stjóm- og stjómarandstöðu. En í þingkosningum mun klofningurinn fara aö segja til sín,” sagöi Magnús H. Magnússon. Um útkomu Alþýðuflokksins í könn- un DV vil ég segja það aö greinilegt er aö okkur hefur ekki tekist aö koma stefnumálum okkar til skila við almenning.” ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.