Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. 31 Glæsilogt Dvalarheimili aídraöra á Ísafírði sem tekið var í notkun fyrir skömmu. fyrir félagsstarf aldraðra í bænum. Bæjarsjóöur ber allan kostnað af bygg- ingunni en hann er orðinn um 8 milljón- irkróna. Skólamál Skólahús Menntaskólans er í bygg- ingu. Skólinn er nú til húsa í gömlu barnaskólahúsnæði. Við erum i hálf- gerðu húsnæðishraki með grunnskól- ann og þurfum nauðsynlega að fá til baka það húsnæði sem Menntaskólinn hefur. Vonast er til að þetta nýja skóla-- hús veröi að hluta tekið í notkun næsta haust. Heimavistarmál skólans eru hins vegar í nokkuð góöu lagi. Iönskóli er hér líka. Hann hefur þró- ast þannig að þar er líka vélstjóra-, tækni- og stýrimannaf ræðsla. Tónlistarskólinn er mjög öflugur þótt hann sé á mjög mörgum stöðum í leiguhúsnæði. Menntamálaráðherra hefur heimilað skólanum að byggja hús á lóð Menntaskólans. Þessu til viöbótar má nefna Náms- flokka Isafjarðar og öldungadeild Menntaskólans. — Það verður ekki annað sagt en Isaf jörður sé skólabær. Gera má ráð fyrir að um 1000 manns stundi skólanám í vetur. Nýtt aðalskipulag Nýverið var samþykkt hjá Skipu- lagsstjórn ríkisins nýtt aðalskipulag fyrir Isafjarðarkaupstað sem gildir til ársins 2001. I því er gert ráð fyrir að byggð þróist á ákveðinn hátt. Isa- fjörður er sérkennilegur bær, hann er eiginlega þrískiptur: Gamli bærinn, Hnífsdalssvæðið og Fjarðarsvæðið. Hér eru mikil landþrengsli og stöðugar landfyllingar hafa einkennt alla upp- byggingu. Við erum að vinna af s jónum land til að byggja á. Sameiningin Fram til ársins 1971 voru hér tvö sveitarfélög, Eyrarhreppur og Isa- fjörður. Sameiningin var auövitað nauðsynleg, sérstaklega fyrir Isafjörð sem skorti land. Og okkur finnst reynslan af sameiningunni hafa veriö góð. Að vísu er áðurnefnd þrískipting að sumu leyti óhagkvæm. Holræsa- kerfi, vatnsveita og annað því um líkt er þrefalt og fylgir því mikill kostnaður. Kostir sameiningarinnar eru samt fleiri en gallarnir. Það er enginn rígur milli svæðanna en þó ákveðin vandamál. Við erum mjög að hugsa um að koma upp strætisvagna- kerfi hérna á milli tii að bæta sam- göngurnar. Slíkt myndi sérstaklega gagnast bömum og unglingum sem þurfa að sæk ja skóla inn í bæinn. Fjármálin Fjármálin hafa verið dálítið á döf- inni að undanförnu. I vor urðu meiri- hlutaskipti í bæjarstjóm og lét nýi meirihlutinn fara fram úttekt á stöð- unni. Hún liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart. Þrískiptingin þýðir að bærinn er dýr í rekstri og menn máttu vita að búið var að gera meira en efni gáfu tilefni til þannig að fjár- hagsstaðan er mjög erfið. Menn verða að staldra við og athuga sinn gang. Til aö geta staöið við skuldbindingar okkar til áramóta vantar 10 milljónir króna. íþróttsi nannvirki Á skíöasvæðinu í Seljalandsdal hefur kannski ekki verið gert mikið í sumar,. en þó lagfært ýmislegt. Bæjarsjóður sér algjörlega um reksturinn þarna, sú skipan hefur verið í 3 ár en áður sá Iþróttabandalag Isafjarðar um hann. Unnið er líka að frágangi á íþrótta- svæði á Torfnesi. Þar er grasvöllur og verið að undirbúa gerð malarvallar. Vallarhús er í byggingu, efri hæð er ætluð fyrir íþróttahreyfinguna, en á neðri hæðinni, sem var tekin í notkun í sumar, böð og aöstaða fyrir leikmenn og dómara. Okkar stærsta mál á sviði íþrótta- mála er bygging íþróttahúss. Við höf- um dregist mjög aftur úr öðrum í þeim efnum. Nýja húsið verður fyrir alla skólana á staðnum og hinn almenna borgara. Menn eru að vonast til að hægt verði að byrja á því næsta sumar, en það verður reist í nágrenni Mennta- skólans. Vatnsveitan Við erum illa settir hér með vatns- veituna. Notað er yfirborðsvatn sem þarf að hreinsa og sía. Til að drepa gerlana í því verður fiskiðnaöurinn að klórblanda vatnið. Við höfum fylgst með þróuninni í þessum málum og er komin ný aðferð til aö gerilsneyða vatn með geislum. Ekki er þó víst að hún henti okkur. Hugmyndir eru uppi um að virkja lindir á Dagverðardal til að bæta ástandið en gallinn er sá að langt eríþær. I/istheimHi Verið er að byggja vistheimili og þjónustumiðstöö fyrir þroskahefta í samræmi við lög frá 1. janúar 1980. I þeim er gert ráð fyrir að eitthvað sé gert fyrir þroskahefta í hverjum lands- fjórðungi. Framkvæmdasjóður ör- yrkja og þroskaheftra stendur undir kostnaði. Heimilið verður til að byrja með fyrir 16 einstaklinga. Þetta eru tvö hús, 220m2 hvort á tveim hæðum og tengibygging á milli. Vonast er til að hægt verði að taka húsin i notkun í árs- byrjun 1984. Húsnæðismál Um 60 leigu- og söluibúðir hafa verið byggðar á síðustu árum, samkvæmt sérstökum lögum um sh'kt húsnæði. Mikill skortur hefur verið á íbúðarhús- næði gegnum árin og er enn, sérstak- lega leiguhúsnæöi. Bæjarsjóður hefur sótt um að byggja 20 íbúðir í verka- mannabústaðahverfinu og verður það gert á næstu árum. Atvinnumálin Frá Isafiröi eru gerðir út 4 togarar, þeir hafa náttúrlega aflað mjög vel og séð fyrir hráefnisþörf frystihúsanna. Rækjuvinnslur eru 5. Iðnaður er ekki verulegur nema þjónustuiðnaður við fiskvinnsluna svo sem vélsmiðjur og netagerð. Atvinnulifið hefur verið gott um árabil og undantekning ef fólk á Isafirði sést á atvinnuleysisskrá. JBH Á iþróttasvæðinu á Torfnesi stendur bærinn fyrir verulegum framkvæmdum. Þetta íþróttavallarhús hefur verið tekið inotkun aö hálfu leyti og unnið er að gerð malarvallar. RYÐVÖRN sf SMIOSHOFÐA 1. S 30945 BÍLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR Dy - Vý Erum búnar að opna að Eddufelli 2 í Breiðholti Hárgreidslu- og snyrtistofu. Þjónustan er frá tám og upp ur. Stofan ber nafnid Dy—Vý en við heitum Dandý og Viktoría. Leiðir 12 og 13 stoppa fyrir framan. Símar: 79262 og 79525. Notaðir fyftarar í mikiu úrvaii 2. t raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúslyftarar 2.5 t disil 3.2 t disil 4.3 t disil 4.3 t disil 5.0 t disil m/húsi 6.0 t disil m/húsi K. JÓNSSON & CO. HF. g sS-^455 □□□DDODDDDDDDDDDDDDDDDDaODaoaaDODDODDOaDDDDDO s Framleiðum nylonhúðaðar GRJÓTGRINDUR o _ □DDDnDDDDDDnnilDDDDDDDDDDDDDDDaaaDDDDDDDDDaDDD einkaumboð á Íslandi fyrir OMEGA. Af þvi tilefni verður sérstakt kynningarverð á öllum Quartz Omega úrum til 15. nóv. TISSOT—einkaumboð á íslandi: STÁLTÆKI Þingholtsstræti 1, Bankastrætismegin, . sími 27510. OMEGA HÁGÆDANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.