Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. Spurningin Færð þú þér jólaglögg á aðventunni? Þórey Gylfadóttlr nemi: Já, já, ég bý það samt ekki til, pabbi minn gerir það. Eg byrjaði að drekka jólaglögg 13 ára. Heyröu, ég var í dönskuprófi í dag oggekk ágætlega! Ragnheiður Viðarsdóttir nemi: Já, en ég kann ekki aö búa þaö til. Fæ það heima, pabbi býr þaö til eða þau í sam- einingu, mamma og hann. Það eru svona 2 ár síðan byrjaö var á þessu heima. Guðrún Helgadóttir kennari: Já, oft! Eg bý það til sjálf og drekk ekki nema heimatilbúið jólaglögg. Það eru nokk- ur ár síöan ég byrjaði á þessu. Svanur Gestsson verslunarmaður: Nei, ég hef aldrei smakkaö það og það er ekki viðhaft á mínu heimili. Jú, ég þekki fólk sem fær sér stöku sinnum. Björn Sverrisson vörubílstjóri: Nei, ég geri það nú ekki og hef ekki hugsað mér að prófa það. Eg veit þó af því. JónhDdur Guðmundsdóttir húsmóðir: Já, ég er að hugsa um að gera þaö núna. Eg hef aldrei gert það hingað til og er að hugsa um að breyta til. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Opið bréf til Ernu M. Laugdal: Verðlaunar þú ill verk með kræsingum? Garðar Björgvinsson, útgerðarmaður á Raufarhöfn, skrifar: 1 fyrstu ætlaði ég nú ekki að svara þessu bréfi þínu, Erna M. Laugdal, því mér virðist þaö hafa fæðst í hugar- heimi sem er mér f jarlægur og langt að baki. Þú sagöist vona aö þessum skrif- um um fanga færi aö ljúka en því er ég ekki sammála. Málið er ekki útrætt. Þú segir að lausn mín á mál^fnum fanga sé einungis í sambandi við líkama þeirra. Hefurðu ekki heyrt máltækið „vinnan göfgar manninn”? Eða verölaunar þú kannski ill verk meö kræsingum? Þú segir einnig að þér skiljist á mörgum þessara bréfa um fangamálin að íausnin sé fólgin í strangara aðhaldi, vinnu, mataræði o.fl. í þeim dúr. Því ekki það, svona í bland? Eg endurtek að ég samþykki ekki að stórafbrotamenn hafi neins konar tjáningarfrelsi á meðan þeir eru að taka út sinn dóm fyrir alvarleg afbrot svo sem morö, nauðganir og önnur of- beldisverk. Ástæöan er einfaldlega sú að í aug- um unglinga slær lævíslegum ævin- týraljóma á glæpastarfsemi sem af- greidd er með plötuútgáfu, ails kyns fríðindum og leikaraskap. Plötuútgáfa þessi er hættulegra fordæmi en marga grunar. Auk þess vekur hún sárar endurminningar hjá því fólki sem þessir ábyrgðarlausu ógæfumenn hafa gert mein. Því gleymið þið víst flest sem lagt hafiö þessum fíflagangi lið. Þessu atriði þínu um drulluna vísa ég beint til föðurhúsanna. Þar passar hún betur. „Oft ratast kjöftugum satt á munn" Ég endurtek að ég er persónulega tilbúinn að taka vel á móti og fyrirgefa þeim mönnum sem iðrast gjörða sinna; hafa öðlast þroska til þess aö sjá villu síns vegar, enda segir þú aö það sé gott til þess aö vita að ef til vill bíði fanganna skipspláss á Raufar- höfn. Að afplánaðri refsingu, skildist þérvonandi. „Oft ratast kjöftugum satt á munn” þann vonda draum að verðbólgan hafi stóraukist, atvinnuleysi einnig aukist stórlega og flest fyrirtæki í landinu að stöðvast. Ekki vantar g jaldeyri ef flytja á inn í stórum stíl landbúnaðarvörur. Nóg hefur innflutningurinn aukist síðustu árin svo sem á kökum, sælgæti og ýms- um húsgögnum sem allt er hægt að framleiöa í landinu. Bændastéttin er eina stétt landsins sem ekki er síkveinandi um kaup- hækkanir, hún er eina stétt landsins sem virðist skilja vanda þjóöarinnar og er reiðubúin til þess að taka á hon- um. Ekki virðast aðrir hópar þjóöiífs- ins skilja þennan vanda svo sem ýmsir alþingismenn því þeir hækka kaupiö sitt eða láta aðra gera það fyrir sig eft- ir þörfum. Hvað segðu menn ef bændur færu í verkfall? Það fer ekki á milli mála að allt yrði vitlaust, líka það fólk sem hef- ur nítt niður landbúnaðinn, sagt hann óþarfan og þar fram eftir götunum. Ekki þarf nema 1 mjólkurlausan dag til þess að „fína” kaupstaöafólkiö rísi upp á afturlappirnar og fari að kveina. Nú er verið að gefa stóran hluta af kindakjötsframleiöslunni til annarra þjóða, sem ekki kæra sig um hann, eins og Pólverjar. Væri ekki nær að reyna að finna markað fyrir þessa vöru því það hefur ekki mikið verið reynt? Það virðist þurfa verkfall til þess að fólk skilji nauösyn landbúnaöarins. Annað virðist ekki duga í dag. Berum virðingu fyrir landbúnaðin- um. 5463-4900 skrifar: Nokkur blaðaskrif hafa veriö undan- farið í DV og fleiri blöðum um land- búnaðarmál fyrir utan þær umræöur sem annars staðar hafa verið. Þaö er ekki nema gott um þaö að segja að rætt sé um þessi mál eins og önnur. En þær umræöur verða að vera á skynsamlegan hátt. Því miöur hefur verið misbrestur á því. Menn þurfa að byrja á því aö gera sér greín fyrir þeirri nauðsyn að hafa landbúnaö. Þaö getur ekkert þjóðfélag gengið nema hafa trausta atvinnuvegi. En nú er reynt aö drepa niður landbúnaðinn, einn af mikilvægustu atvinnuvegun- um, meö ýmsum hætti, svo sem niður- skuröi á sauöfé, kvótakerfi, fóður- bætisskatti, fyrir utan riðuveikina margumtöluðu sem á eftir aö fækka sauðfé stórlega á næstu árum. Þetta er alls ekki glæsilegt ástand. Ekki er þetta vandamál þjóðarinnar allrar, eins og sjávarútvegurinn, sem er á hausnum. Hugsið ykkur eftir nokkur ár ef svona heldur áfram, hvað mun gerast? Það er augljóst aö mest allur landbúnaður leggst niður. Þá veröa kindakjöt og aðrar landbúnaðar- vörur jafndýrmæt og gull er nú. Og hvað ætlar fólkið þá aö hafa ofan í sig? Ekki lifir það endalaust á fiski og grænmeti. Þá kemur að því að flytja verður inn landbúnaðarvörur því ekki veröur íslenskur landbúnaður reistur við með einu handtaki. Alla vega ekki ef stjórnvöld ætla að sofa í önnur 3 ár eins og þessi ríkisstjórn, sem nú er við völd, hefur gert, og vakna síðan viö „Ég endurtek að ég samþykki ekki að stórafbrotamenn hafi neins konar tjáningarfreisi á meðan þeir eru að taka út sinn dóm fyrir alvarleg afbrot svo sem morð, nauðganir og önnur ofbeldisverk, " segir Garðar Björgvinsson. fyrir landbúnaðinum ,, Við úti á landsbyggðinni viijum ekki /áta eyða okkar fe / Reykvikinga, segir Örn S. Gislason á Patreksfirði. Því ekki að taka tillit til tekjuöflunar kjördæma? Örn S. Gíslason skrifar frá Patreks- firði: Mig undrar sú framkoma sem þing- menn ætla sér að hafa í frammi viö landsmenn, með því að breyta kjör- dæmaskipan frá því sem nú er og stefna þar að því að láta fámennari byggðarlög verða hlutlausari gagn- vart fjölmennari byggðarlögum. Þetta leiðir til þess að þau verða skilin útund- an í mikilvægum efnum. Hefur verið nóg um það áður en hvemig verður það eftir breytinguna? Því ekki að taka tillit til tekjuöflunar kjördæma. Þá væri kannski drifiö í því að lagfæra vegakerfi á Vestfjöröum og Austfjörðum, orkuverðinu jafnað á milli landshluta og Hitaveita Reykja- víkur yröi ekki höfð inni í vísitölukerf- inu því þá kemur misrétti á milli kjör- dæma. Við úti á landsbyggöinni viljum ekki láta eyða okkar fé í Reykvíkinga (vegakerfi, orku og alla þá þjónustu sem er í Reykjavík), við viljum meiri ráðstöfunarrétt á okkar fé. Takiö tillit til þess, þingmenn góðir, í komandi kosningum. segir gamalt máltæki. Það væri ef til vill heillaráð að endurhæfa fyrrver- andi afbrotamenn, sem eru að koma út í lífiö aftur, einmitt í litlum sjávar- plássum úti á landi. Þar komast þeir nefnilega í beina snertingu við heiðar- leg störf í þágu lands og þjóðar, við hlið traustra manna sem hafa ábyrgðartil- finningu. Gróusaga þín um klókindi útgeröar- manna í skattamálum þar sem heimiliskostnaður sé skrifaður sem kostur á bátinn, til þess að sýna sem mestan halla, kemurmérspánsktfyrir sjónir. Það má vel vera aö útgerð ykk- ar þarna á Selfossi og í nágrenni sé rekin með þessum hætti. En þetta er óþekkt fyrirbrigöi hér á Raufarhöfn, að því er ég best veit. Hitt er svo annað mál að sé tekið mið af framlagi sjómanna, þ.e. fiskimanna og annars landsins fólks, þá liggur nærri að ég sjái fyrir þér og allri þinni ætt með minni útgerð, svona meöf ram. Þú segir að sú breyting hafi orðiö á í haust að refsiföngum hafi veriö mein- uð skólavist við hlið unglinga á Sel- fossi. Sú breyting hafi farið fram í and- stöðu við vilja skólastjórans en fáeinir sjúklega hugsandi foreldrar hafi kom- ið þessu til leiðar. Sé þetta Selfyssing- umtilskammar. Eg segi: Burt meö þennan skóla- stjóra, sé þetta rétt meö farið hjá þér. Ég segi einnig: Látum athuga hvort ekki sé fyllilega tímabært að taka upp- eldishlutverkið af því fólki sem leggur blessun sína yfir samskipti unglinga við afbrotamenn því börnin erfa landið, ekkisatt? Þeir sem af sér brjóta eiga að taka út sinn dóm svo sem fyrir er lagt og án undanbragða. Tilslökun í þeim málum slævir réttlætiskennd flestra og skapar ringulreið. Værukærð og sofandahátt- ureigaekkiréttáséríþessumefnum. k Berum virðingu „Nú er verið að gefa stóran hluta af kindakjötsframleiðslunni til annarra þjóða, sem ekki kæra sig um hann, eins og Pólverjar" — segir5463-4900. DV-mynd: Hörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.