Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. Samgönguráðherra fór ekki að vilja Flugráðs: Pétur Einarsson flugmálastjóri Samgönguráöherra, Steingrímur Hermannsson, tilkynnti í gær að hann heföi skipað Pétur Einarsson sem flug- málastjóra frá 1. mars næstkomandi. Pétur veröur þar meö annar flugmála- stjóri íslenska ríkisins. Pétur Einarsson er 35 ára gamall, lögfræöingur aö mennt. Hann hefur starfað hjá Flugmálastjóm frá 1978, þar af sem varaflugmálastjóri frá 1. september 1980. Viö fráfall Agnars Kofoed-Hansen var Pétur settur flug- málastjóri. Víst er að skipan Péturs á eftir að veröa mjög umdeild. Samgönguráð- herra hefur meö ákvöröun sinni gengið framhjá samróma og eindregnu áliti Flugráös sem iagöi til aö Leifur Magnússon yrði skipaður. Leifur Magnússon er nú flugrekstr- arstjóri Flugleiöa. Áður haföi hann starfaö hjá Flugmálastjórn í tæp átján ár, þar af sem varaflugmálastjóri í fimmár. Ákvöröun Steingríms á ekki síst eftir aö valda deilum af þeirri ástæöu aö Pétur Einarsson er flokksbróðir hans. Hér á eftir fara fyrstu viðbrögö viö ákvöröun Steingríms. Ennfremur er sagt frá þeim umsækjendum sem helst voru álitnir líklegir til aö hreppa stöö- una. Ekki tókst DV aö ná tali af sam- gönguráðherra í gær þrátt fyrir ítrek- aöartilraunir. -KMU. I rökréttu samhengi við aðrar ákvarðanir — segir Leifur Magnússon „Þessi ákvöröun viröist vera í rökréttu samhengi við aðrar ákvaröanir ráðherrans,” sagði Leifur Magnússon. Hann var spuröur hvort hann áliti þetta póli- tíska stööuveitingu: ,,Ég get ekkert sagt um þaö. Menn verða aö draga sínar ályktanir sjálfir.” — Þú segir í samhengi viö aðrar ákvaröanir. Geturþúnefntdæmi? „Þiö þurfið ekki annað en aö fletta í gegnum ykkar eigiö blað, gegnum ráöherraferil hans og sjá hvemig ákvaröanaferill hans er. Eg get ekkert annaö sagt en aö mér viröist þessi ákvöröun hans vera í rökréttu samhengi viö það sem á undan er gengiö,’ ’ sagöi Leifur Magnússon. -KMU. Flugráð hef ur tap- að leiknum — segir Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson alþingismaður og fulltrúi i Flugráði. „Flugráö áleit Leif, miöaö viö reynslu og menntun, hæfastan af um- sækjendum. Meira get ég ekki sagt,” sagði Albert Guömundsson alþingis- maöur, en hann á sæti í Flugráði, er DV innti hann álits á ákvöröun sam- gönguráðherra. „Staöreyndin er aö ekki er farið að tillögu Flugráðs um flugmálastjóra. Hér er veriö aö ráöa framkvæmda- stjóra Flugráös. Viö kusum aö mæla meö Leifi Magnússyni aö því aö viö álitum hann heppilegastan í stööuna af þeim sem sóttu. Eg vil á sama tíma aö þaö komi fram aö Pétur Einarsson hefur gegnt stööunni meö ágætum, þennan stutta tíma sem hann hefur veriö þama. Hann hefur gegnt bæöi stööu varaflug- málastjóra og flugmálastjóra í ágætu samstarfi viö Flugráö. En Flugráö hefur auösjáanlega tapaö þessum leik. Það er ekkert annaö eftir en aö óska sigurvegaranum góös gengis,” sagöi Albert. Hann var spuröur hvort hann teldi aö pólitík heföi skipt sköpum varðandi þessa stööuveitingu: „Eg vil nú ekki dæma um þaö. En eitt er víst aö ráöherra telur sig hafa máttinn þótt dýröina vanti.” -KMU. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi26.—27. febr. 1983. RANNVEIG TR Y GG V ADÖTTIR • K-jósum þjódinni frelsi og fjárhagslegt sjálfstœÖi • Kjölfestan er heimilin • Kjósum Rannveigu á alþingi Skrifstofa Rannveigar er í Aðalstræti 4, uppi, símar 16396 og 17366, opin um helgina kl. 1—7. STUÐNINGSMENN. Um Pétur Einarsson Pétur Einarsson er fæddur í Reykjavík 4. nóvember 1947. Hann lauk lögfræöiprófi frá Háskóla Is- lands árið 1977. I umsókn hans um embætti flugmáiastjóra kemur fram að prófritgerö hans hafi f jaliaö um réttindi og skyldur handhafa flugrekstrarieyfis. Aö námi loknu rak hann eigin lög- fræöiskrifstofu og fasteignasölu í nokkur ár. Hann var skipaöur full- trúi flugmálastjóra 1. ágúst 1978 og varaflugmálastajóri og fram- kvæmdastjóri flugvalla utan Reykja- víkur og Keflavíkur 1. september 1980. Hann hlaut réttindi atvinnuflug- manns áriö 1980. Hann rak fiugskól- ann Flugtak ásamt fleirum um nokk- urra áraskeiðframtil 1. júní 1980. I umsókn hans segir: „Hef unnið ýmisleg og margþætt félagsmálastörf frá 15 ára aldri s.s. Ungmennafélag Islands, Slysa- varnafélag íslands, áhugamanna- félög í flugi, Æskulýössamband Islands. Eg hef einnig átt sæti í ýmsum opinberum nefndum s.s. í stjóm félagsmálastofnunar Kópa- vogs í nokkur ár, stjórn aöstoöar Islands viö vanþróaðar þjóöir, Kjaradeilunefnd, iánasjóö íslenskra námsmanna o.m.fl.” I umsókn Péturs segirennfremur: „Hef sótt ýmis námskeið af marg- víslegu tagi s.s. vegna starfa viö tölvu, bókhald, stjómun fyrirtækja, skattarétt, og í logsuöu, rafsuöu og argonsuöu og sótt fjölmörg námskeið lögmannafélags Islands o.fl.” -KMU. Um Leif Magnússon Leifur Magnússon er fæddur í Reykjavík 22. október 1933. Hann lauk prófi í rafeindaverkfræði frá tækniháskólanum í Hannover í V- Þýskalandi áriö 1960. „Eg hef starfaö að islenskum flug- málum í rúm 22 ár, þar af tæp 18 ár viö stjórnunar- og tæknistörf hjá flugmáiastjórn og sl. rúm 4 ár við hliðstæð málefni íslensks og alþjóð- legs flugrekstrar,” segir í umsókn Leifsumembætti flugmálastjóra. Hann var verkfræöingur flug- öryggisþjónustu Flugmálastjórnar frá október 1960 til mars 1963 er hann varð framkvæmdastjóri flugöryggis- þjónustunnar. Hann var fjármála- legur framkvæmdastjóri Fiugmála- stjómar frá 1969 til 1972, ritari Flug- ráðs frá 1972 til 1978, varaflugmála- sljóri frá 1973 til 1978, varafor- maður Flugráðs frá 1973 tii 1979 og formaður Flugráðs frá 1980. A árunum 1960 til 1978 var Leifur fulltrúi á 45 alþjóðlegum ráöstefnum um flugmál, meöal annars forseti 275-manna ICAO-ráöstefnu um blindaðflugskerfi 1978. Hann hefur átt sæti í 14 opinberum nefndum sem meöal annars f jölluðu um flugöryggismál, skipulagningu björgunarmála, flugrekstur Landhelgisgæslunnar, vamir gegn flugránum, varnarsamninginn, viðhaldsmál, skipulag og rekstur flugmálastjórnar, nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Þá hefur hann átt sæti í nefndum Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar. Frá því í júlí 1978 hefur hann verið framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviös Flugleiða. Hann hefur einnig átt sæti í stjóm Arnarflugs sem formaður. Leifur Magnússon er handhafi einkaflugmannsskírteinis og svif- flugmannsskírteinis með kennara- réttindum. Hann er kunnur fyrir afrek í svifflugi; margfaldur íslandsmeistari á því sviði, annar Islendingurinn sem nær Gull-C FAI- afreksstigi og sá fyrsti sem nær „demantsflugi”. Hann hefur setið í stjómum áhuga- mannafélaga í flugi, fyrirtækja fööur síns, Magnúsar Þorgeirssonar, Verkfræöingafélagsins o.fl. -KMU. Flugráð: ^ Mælti sam- hljóða og eindregið með Leifi „Flugráð leggur samhljóöa og eindregið til aö Leifur Magnússon veröi skipaður flugmálastjóri. Hann hefu ótvírætt aö baki víðtækustu reynslu og þekkingu umsækjenda á öllum þáttum íslenskra flugmála, þar á meðal varöandi starfrækslu íslensku alþjóöaflugþjónustunnar á Islandi, ásamt öörum alþjóðlegum sam- skiptum Islands á sviöi flugmála.” Þannig hljóöaöi umsögn Flugráös eftir aö ráöið haföi metið umsækjendur um embætti flugmálastjóra. Auk Leifs Magnússonar og Péturs Einars- Þorgilsson, markaösstjóri Feröa-- Þorgilsson, markaösstjóri Ferða- málaráös, Erna Hjaltalín, fyrrv. yfir- flugfreyja, Grétar H. Öskarsson, framkvæmdastjóri loftferöaeftirlits Flugmálastjómar, Gunnar Finnsson, starfsmaöur Alþjóöaflugmála- stofnunarinnar, Gunnar Helgason, hæstaréttarlögmaöur, Gunnar Sigurösson, flugvallarstjóri Reykja- víkurflugvallar, Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri flugöryggisþjón- ustu Flugmálastjórnar, Þorgeir Páls- son, dósent í kerfisverkfræði við Háskóla Islands og Þorsteinn Þor- steinsson, tæknistjóri Landhelgis- gæslunnar. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.