Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN Mezzoforte. Húkkt á tónlelkum Umsjónarmaöur rokkspildunnar fór enn einu sinni á fótinn í leit að unglingum héma einn daginn og fann þrjú stykki mjög fljótlega. Lík- lega vegna þess að bærinn er fullur af þeim. . . En hvað um það, við- mælendur mínir heita Hrafnhildur, Bjarni og Sonja og em 2/3 hlutar þessa hóps í skóla en 1/3 er svo hepp- inn að hafa fengið vinnu, sem mun vera afar fátítt nú á tímum. Þau hafa öll aldur, samanlagt slaga þau hátt í hálfaöld. — Músik, krakkar? Hrafnhildur: Ert’að bjóð’okkur. . . . ókei, ég er alveg ótrúlega afskaplega hrifin af Culture Club, þó sérstaklega Boy George, hann er æðisgenginn, alveg æðisgenginn. Annars er svo mikið af góðum hljómsveitum í gangi að þaö ruglar mann eiginlega svolítið ef maður á að reyna aö segja eitthvaö ákveðið. Bjarni: Já, það er alveg rétt hjá henni en þó finnst mér persónulega hljómsveitin Men at work standa feti framar, allavega þessa stundina. Sonja: Eg er algerlega sammála Hrafnhildi. — En íslensk? Bjami: Auðvitað hlustar maöur líka á hana, jú, jú, mér finnst Þursamir, Stuðmenn, Egó, Grýlurnar. . . . og Þeysarar skara framúr. Þetta eru grúppur með pottþétta spilara. Svo maöur minnist ekki á Mezzoforte, þeir eru sko góðir. Sonja: Eg get tekið undir það sem hann sagði, nema sumt, það gef ég skít í. Það hefur gerst svo margt og mikiö hérna heima undanfariö í tón- list, ég er ekki hrædd við að segja alveg hreinskilnislega frá aö mér fannst þetta alveg ferlegt hérna einu sinni, enda var ég þá diskófrík og voðaleg pempía. En þegar ég fór aö pæla betur í þessu og hætta aö vera neikvæð gagnvart því rann upp fyrir mér að þetta var alls ekki svo slæmt og núna er ég önnum kafin við aö fylgjast meö litlu hljómsveitunum sem eru að koma undir sig fótunum. Bjami: Æi, ég er orðinn hundleiöur á þessu pönk flippi í tónlist hérna. Vita menn ekki að pönkið er dautt og þaö sem er dautt er dautt. Hrafnhildur: Æ, góði besti, vertu ekki að tala um þetta. Það er ekki öll ný tónlist hér undir áhrifum af pönki, síður en svo. — Þið hljótið þá að sækja tónleika? Sonja: Eg og Habba gerum mikið að því og skemmtum okkur ævinlega vel, við förum svona að meðaltali einu sinni í viku en náttúrlega koma peningar og annaö inn í dæmiö, t.d. bíó, böll og veikindi. Bjarni: Þegar eitthvað sem vekur áhuga minn er spilað skelli ég mér svona yfirleitt en ég er ekki eins húkkt á tónleikum og þær, maður verður að eiga fyrir annarskonar skemmtunum líka. Þú meinar menntaskólaböllum og kvikmynda- húsum. Bjarni: Hittir naglann á höfuðið. — Og síðasta spurning. Haldiði ekki að íslensk tónlist eigi bjarta framtíð fyrir sér? Sonja: Alveg örugglega, þetta er allt rétt að byrja og það er ekki auðvelt að drepa þetta, ekki nema ýtt verði á kjarnorkutakkann hábölvaðan. Þá gæti þetta líklegast eitthvað breyst. Bjarni: Jú, þaö vonar maður, þetta kemur allt meö hækkandi sól og góöum árangri. Hrafnhildur: Eg væri asni ef ég tryði því ekki. Og heyrðu, fyrst þú átt ekki mynd af okkur máttu alveg birta mynd af Boy George. Hljómsveitin The FaU er á Ustanum og að öllum líkindum megum við búast við að hljómsveitin heimsæki okkur einhvern tímann á næstu mánuðum. NIR LISTI Eftir nokkrar vangaveltur, ábendingar og umræðu hefur umsjónarmaður- inn ákveðið að gera smávægilega breytingu á síðunni. I síðustu viku birtist óháði vinsældalistinn hér á síöunni og stóð tU að hann yrði birtur vikulega en eftir vangaveltur, ábendingar og umræðurnar áðurnefndu hefur enn orðið breyting á. Við fellum óháða vinsældalistann úr stuðbúðinni niður og tökum upp á að birta 10 uppáhaidslög einhvers tónlistarmanns þessa og þessa stundina, í staðinn. Og fyrstur fyrir valinu varð Einar Örn fyrrum PP maður og núverandi iss! — maður. PSYCHIC TV - guiltless SWELL MAPS — readaboutseymor THENORMAL - tvod V/RGIN PRUNES — pagan love song VEL VET UNDERGROUND — white Hght/white heat STANYA - Hf VONBRIGOI - ekkert THEFALL — marquis cha cha THROBBING GR/STLE — discipline BIRTHDAYPARTY - blastoff Hljómsveitin Gulture Club.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.