Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 4
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. 4 • Ffötdi ungrm Hangæinga fagnaði forsetanum á Hvolsvelli og lót ekki á sig fá þótt nokkuð blósi. Við hlið forsetens gengur Böðvar Bregason sýsiumaður. Heimsókn forseta í Rangárvallasýslu: VEL HEPPNUÐ, ÞRÁTT FYRIR KALSAVEÐUR Klukkan níu var komið á Hellu. Þar var elliheimilið Lundur heimsótt. Jón Þorgilsson sveitarstjóri tók á móti for- seta ásamt stjóm elliheimilisins og hreppsnefnd Rangárvallahrepps. Bomar vom fram kaffiveitingar og spjallaði forseti viö vistmenn og aðra nærstadda. Forseti Islands, frú Vigdis Finn- bogadóttir, hélt í aðra opinberu heim- sókn sína á Suðurland í gær, að þessu sinni í Rangárvaliasýslu. Ekki var veðurútlitið gott um morguninn en úr því rættist þó síðar um daginn. Lagt var af stað frá Bessastööum í býtið, eða klukkan tuttugu minútur yf- ir sjö. Um hálfníuleytið var komið á ' Þjórsárbrú, og tók sýslumaður Rangæ- inga, Böðvar Bragason, ásamt konu sinni.Gígju Haraldsdóttur, þar á móti forseta. I fylgd með forsetanum voru Halldór Reynisson og kona hans, Guð- rún Þ. Björnsdóttir. Forsetínn sagði í stuttu ávarpi sem hann flutti á Hvolsvelli að bömin stœðu hjarta sinu mjög nærri og Ut klappa sórstaklega fyrir þeim. Þessi iitia táta lót sig ekki muna um að heilsa forsetanum í eigin persónu. Því næst lá leiðin að Odda á Rangár- völlum og hóf st þar guðsþjónusta. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur flutti prédikun og séra Stefán Láms- son þjónaði fyrir altari. Aðrir prestar sýslunnar voru einnig viðstaddir. Aö lokinni messu var komið á Hvols- völl og farið beint í Héraðsbókasafnið. Þar var opnuð á laugardag sýning á verkum Ámýjar Filippusdóttur frá Hellum í Landsveit, en sú sýning er í tengslum við Héraðsvöku Rangæinga sem nú stendur yfir. Skoðaði forseti sýninguna ásamt Ölafi Sigfússyni, sveitarstjóra, hreppsnefnd Hvols- hrepps og sýslunefnd Rangárvalla- sýslu. Hádegisverður var snæddur í Hvoli í boði sýslunefndar og var þar margt um manninn. Síödegis var haldiö til fé- lagsheimilis Vestur-Eyfellinga, þar sem fram fór hátíðardagskrá. Að henni lokinni var borið fram kaffi og aðrar veitingar og ræddi forseti við gesti ó Rsnnlcnmiinni Lambey í Fljótshlíö var síöasti áfangastaður ferðarinnar og var þar snæddur kvöldverður. Um áttaleytið var síðan haldið af stað til Reykja- víkur. Heimsóknin í Rangárvallasýslu varí alla staði vel heppnuð, þrátt fyrir frost og fjúk. Var forseta og fylgdarliði firnavel tekið af f jölda fólks, ekki hvað síst bömum. -pí / Hvott var hU myndariegasta hlaðborð matar i hádeginu og var það sýslu- nefndin semáttiheiðurinn af þeim veitingum. DV-myndir: GVA e Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Sverðið slíðrað Jón Thoroddsen, afi dr. Gunnars Thoroddsen, barðist ungur maður í þýsk-danska stríðinu 1864. Synir. hans komust til mikilla .metorða ogi voru stjórnmálaforingjar og vinsælir af alþýðu. Dr. Gunnar var læris veinn Jóns Þorlákssonar f orsætisráðherra, sem sumir kalla mesta parlamentar- ista þingsögunnar, og var þó svo, seinn til stjórnmálalegra vinsælda að það var ekki fyrr en eftir að hann; varð ráðherra sem styrkur hans kom fram. Dr. Gunnar fór með honum um landið, komungur maður, að berjast, fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem þá var nýstofnaður, og alla ævi| síðan hefur hann fylgt þeim flokki að málum. 1 viðtali sem Matthías Johannes- sen átti við dr. Gunnar fyrir forseta- kosningamar 1968 sagði hann að; ungur maður hefði hann hrifist af mörgum hugmyndum sósíaldemó- krata um bætt kjör til handa lág-j stéttum. Og víst er um það, að dr.j Gunnar hefur alla sína stjóraamáltiðj verið meira í þeim flokki stjóramála- manna sem telur það hlutverk sitt að leggja þeim lið sem minna mega sin. Hins vegar verður hann ekki talinm frjálslyndur því að upplag hans og ætterai skipar honum í hóp hinna ihaldssamari manna og er þá átt við þá menn sem vilja festu í stjórnfari, trausta dómgæslu og virðingu fyrir tratisjónum þingsins. Dr. Gunnar er cinn snjallastur vigamanna Sjálfstæðisflokksins. Það var sagt að þeir hefðu verið hver með sínum hætti: Ölafur Thors eins og riddari á hvítum hesti, Bjarai Benediktsson eins og skriðdreki, sem fór yfir hvað sem er, en dr. Gunnar sem hinn franski vígamaður, sem átti þá ósk heitasta að vega and- stæðing sinn með korðalagi milli augnanna. Og menn hafa séð það í sjónvarpsumræðum frá þingi að dr. Gunnar er afarsnjall ræðumaður og kann vel að hrifa fólk með málsnilld sinni. Slétt og fellt mál hans er hins vegar ekki í samræmi við stjóra- málaafskipti hans. Einkum hin síðari ár hefur staðið meiri styr um hann en nokkura annan stjórnmálamann í Sjálfstæðis- flokknum. Dr. Gunnar gat aldrei fyrirgefið það að verða ekki formaður flokks- ins. Hann taldi það embætti vera sitt, og e.t.v. hefur það verið ógcfa flokksins að svo varð ekki. En sú vitneskja kom hins vegar eftir á til margra stuðningsmanna flokksins. Nú hefur um nokkurt skeið verið mest rætt um það manna á meðal hvort Gunnar komi enn einu sinni fram. í þessum pistlum hefur því verið haldið fram að slíkt væri hæpið, enda í ósamræmi við stjórnmálaferil dr. Gunnars, tilfinningar hans til Sjálfstæðisflokksins og hagsmuna þeirra manna sem staðið hafa með honum í núverandi stjórnarsam- starfi. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að stuðningsmenn dr. Gunnars hafi viljað fá hann fram til frekari stjórn- málaþátttöku en sjálfur hefur hann ekki verið fús til þess og í gær tók hann ákvörðun um að gefa ekki kost ásértilendurkjörs. Því miður er ekki hægt að koma því svo fyrir að hann sé á lista flokksins hér í Reykjavík. En yfirlýs- ing forsætisráðherra mun hins vegar skipta flokkinn miklu og e.t.v verða eitt af því sem innsiglar góðan sigur flokksins í Reykjavík. Stjðraarár dr. Gunnars hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið. Það hefur reynt á vináttu manna og fylkingar hafa tekist á. Hins vegar hafa menn náð að slíðra sverðin fyrir þessar kosningar og standa nú saman að framboðum um allt land. Ráðherrar í ríkisstjórninni leiða flokkinn í kjördæmum sinum, harðir and- stæðingar annars staöar. Þetta verður erfið barátta fyrir sjálf- stæðismenn en skiptir hins vegar miklu fyrir hin borgaralegu öfl að sterkasta vígi þeirra komi sterkt úr kosningum, því að nú þarf að taka til hendi eftir of langa setu sósíalista i valdastólum. Einmitt þess vegna var ekki tími fyrir sérframboð forsætisráðherra. Og það vlssi hann best sjálfur og slíðrar nú sverð sitt og sest á friðar- stól. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.