Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. 9 Útlönd Hardirbardagar íNicaragua Bardögum var haldið áfram í gær milli stjómarhermanna og hægrisinna skæruliða í Nicaragua. Fréttist af átökum innan um 100 km f rá höfuöborginni, Managúa. Erlendir diplómatar segja að )etta séu einhverjir hörðustu bar- dagar í landinu síðan byltingin var gerð 1979, þegar Somoza einræðis- herra var velt úr stóli og vinstri- sinna sandinista-samtökin komust til valda. Þúsundir stuðningsmanna Somoza flúðu til nágrannaríkisins Hondúras við fall stjórnarinnar og hafa haldið síðan uppi skæra- hemaöi inn í Nicaragua. Sand- inistar segja að skæruliðamir séu studdir af Bandaríkjastjórn. Fréttú- herma að í þetta skipti hafi nokkur hundruð skæruliðar sótt lengra inn í Nicaragua en nokkru sinni fyrr og viröast þeir mjög hafa sótt í sig veðrið. Kasparovvann Gary Kasparov, stórmeistarinn sovéski, sigraöi í einvígi þeirra Alexanders Belyavskys. Lauk ein- víginu nú um helgina og hafði þá Kasparov unnið sex skákir en Bely- avsky þrjár. — Hinum þrem áskor- endaeinvígjunum á að verða lokiö lð.apríl.______________ Tiiræöi argentínskra þjóðernissinna? Öfgahópur argentínskra þjóðem- issinna hefur lýst á hendur sér ábyrgö á bréfasprengjunum sem sendar voru til skrifstofu Matgrét- ar Thatcher og aðalstöðva banda- ríska flotans í London fyrr í vik- unni. Þessi öfgahópur kennir sig við 2. apríl, daginn sém argentínsk- ur herafli steig á land á Falklands- eyjum. Maöur, sem ekki sagði til nafns,- hringdi í fréttastofu í London og lýsti ábyrgöinni á hendur hópnum og sagði: „Því miður fannst sprengjan sem ætluð var Thatcher áöur en hún náði á áfangastað. En fyrr eða síöar sprengjum við hana í loft upp.” Maðurinn sagði sprengj- urnar vera byr jun á herferð til þess að ná Falklandseyjum aftur undir Argentínu. Rannsóknarlögreglumenn hafa lýst því yfir að þeir telji sprengjuna sem send var Thatcher hafa verið senda af skoskum þjóðernisöfga- mönnum og sprengjuna sem send var til aðalstöðva bandaríska flot- ans hafa komið frá úkraínskum þjóðernisöfgamönnum. Fátækum ánafn- aðar milljónir Tengdadóttir milljónamærings- ins Jay Gould, sem auðgaðist á járnbrautarekstri á seinni hluta 19. aldar og var frægur fyrir harka- lega viðskiptahætti, lést í Cannes í febrúarmánuði. Nú í vikunni var erfðaskrá hennar lesin og kom í ljós að hún hafði ánafnað fátækum bróðurpartinn af auði sínum. Skal, samkvæmt erfðaskránni, setja upp stofnun sem styrkja skal fátæka og efla frönsk-bandarísk samskipti. Alls lét Florence J. Gould eftir sig 123,8 milljónir dollara, sem munu, aö 2 milljónum undantekn- um, renna til hinnar nýju stofnun- ar. Frú Gould var 81 árs þegar hún lést. Fundumeira úraníum Danskir jarðfræðingar hafa fundið úraníum á nýjum stað á Suður-Grænlandi. Á þessum stað verður vinnslan auðveldari og ódýrari heldur en í Kvane-fjallinu, þar sem úraníum hefur hingað til verið unnið. Ennfremur er hið ný- fundna úraníum um 30 sinnum hreinna. Hins vegar er ekki vitað um hvað mikið magn er að ræða. IHH, Khöfn/JBH 0,251 KYNNINGABVERD 20% ÓDÝBARA <§> Sanitas C7 Nýjar og traustar þjónustuhafnir Með góðri samvinnu við DFDS bjóðum við ódýran og skjótan flutning til og frá írlandi um Kaup- mannahöfn. Nú eru þjónustuhafnir Eim- skips í Dublinog Belfast. Umboðsmaður Dublin: DFDS SCAN - LINE LTD 72/80 North Wall Quay Dublin 1 Símar: 742219/740670/726811 Telex: 31076 Umboðsmaður Belfast: DFDS SCAN - LINE LTD 9 Weelington Place Belfast BT1 6GA Sími: 22467 Telex: 747905 * EMSK P Alla leið f rá írlandi með Sími 27100 Í3-CBÍ0 <B

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.