Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. 12 ^ J DAGBLAÐIÐ-VISIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustiári: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Fórnarlamb málstaöar Þessa dagana sýnir Laugarásbíó kvikmyndina „Týndur”, sem f jallar um hvarf bandarísks pilts í Chile í kjölfar valdaránsins sem þar var gert fyrir tíu árum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og styðst við bók föður piltsins, þar sem sök er lýst á hendur banda- rískum st jórnvöldum vegna hvarfs og dauða piltsins. 1 sama mund og sýningar þessarar myndar hefjast, berast fréttir af því, að forseti mannréttindanefndar E1 Salvador, Marianella Garcia-Villas, hafi verið skotin til bana í heimalandi sínu. Þessi kona heimsótti Island á síðasta ári, og dauði hennar færir okkur skyndilega nær þeim atburðum, þeirri ógnaröld, sem ríkir í hinni rómönsku Ameríku, rétt eins og bíómyndin í Laugarás- bíói. Mannslífin eru einskis metin, mannréttindi fótum troðin. Atburðir af þessu tagi fylla menn viðbjóði og hryllingi. I báðum þessum löndum, Chile og E1 Salvador koma Bandaríkin við sögu. Að því er varðar valdaránið í Chile fyrir níu árum, bendir ýmislegt til þess, að bandarísk stjórnvöld hafi þar haft hönd í bagga og beinlínis er gengið út f rá því í áðumefndri kvikmynd. Afskipti Banda- ríkjamanna í E1 Salvador eru öllum kunn. Hinsvegar er það órökstudd aðdróttun að lýsa vígi Marianellu á hendur Bandaríkjamönnum. Mannvíg og f jöldamorð virðast ekki vefjast fyrir innfæddum, enda fullyrt að um fjörutíu þús- und manns hafi verið myrt frá því ógnaröldin hófst þar. I þessu blaði hefur hvað eftir annað komið fram fyrirlitning og forsmán blaðsins gagnvart herforingja- klíkum, öfgahópum og fanatískum skæruliðum. Lýst hefur verið andstöðu við íhlutun og afskipti stórþjóðanna af innanríkismálum annarra þjóða í austri jafnt sem vestri. Stórveldin geta kannski þröngvað einhverjum stjórn- völdum eða stjómskipulagi upp á smáþjóðimar með valdi og vopnum. En það er andstætt viðhorfum hins frjálsa manns, og reynslan frá Vietnam og Afghanistan og reyndar einnig frá E1 Salvador, sýnir og sannar, að vopnavald er dýru verði keypt gagnvart almenningsáliti heimsins. Bandaríkin em ekki trúverðugir málsvarar frelsis og mannréttinda meðan þeir leggja blessun sína yfir valdarán og kaldrifjuð morð hægrisinnaðra öfga- hópa. Öfgamar eru af hinu illa, hvort sem þær koma frá hægri eða vinstri. Það er hinsvegar í samræmi viö hræsnina og hleypidómana, þegar íslenskir sósíalistar hlaupa upp til handa og fóta í hvert skipti, sem Bandaríkin gefa högg- stað á sér, en skella skolleyrum við þjóðarmorðum annars staðar. Auðvitað gemm við meiri kröfur til Banda- ríkjanna en annarra þjóða. Bandaríkjamenn eru, þrátt fyrir allt, merkisberar frelsis og mannréttinda og ábyrgð þeirra og skyldur em því margfaldar á við aðrar þjóðir. En það er mikil einföldun á þeim hildarleik, sem háður er um víða veröld að kveða upp áfellisdóma við bandaríska sendiráðið í Reykjavík vegna einstakra atburða. Marianella Garcia-Villas var málsvari mannréttinda í heimalandi sínu, en mótmælagöngur og samúðarskeyti vegna dauða hennar verða áhrifaminni, jafnvel billeg, þegar áherslurnar verða hlutdrægar, eftir því hver í hlut á. Metingur um það, hver setji upp mestan hryggðar- svipinn, þegar pólitísk morð em framin, er í samræmi við vinstrisinnaða hræsni. DV hleypur ekki eftir svo auvirðilegu siðgæði. Blaðið fordæmir morðið á mann- réttindakonunni frá E1 Salvador vegna þess að hún er fórnarlamb málstaðar en ekki pólitískra átaka austurs og vesturs. ebs. VODA- SÖNGURINN UNDA MARIS Helgin gekk í garö meö bárujáms- roki á suövesturhominu, snjókomu ogmiklu brimi. — Þaö er páskahretiö, sagöi maöurinn í frystihúsinu, en hann haföi áhyggjur af landinu og húsiö titraði í hljóöinu, eins og þeir nefna þaö; sjávarhljóöiö, sem er svo niða- þungt og djúpraddað, að þaö getur fært til muni í húsunun niöri viö ströndina. Unda Maris nefnist þessi drauga- legi tónn á orgelmáli, og einhvern veginn fellur hann vel aö allri lífs- baráttu á Islandi nú um stundir. Að vísu má leiða aö því gild rök, aö það auki mönnum ekki sérlega bjart- sýni aö skera úr netum í páskahret- inu og heyra aðeins stööugan Unda Maris, en viö reyndum samt aö spjalla. — Eiginlega má ég ekki vinna, sagöi hann, því þá taka þeir bara af mér og konunni ellilaunin, og hann brá hnífnum á gamiö og. hreyfingarnar fylgdu áherslum oröanna. Og hann fór aö segja mér frá þessu með tennumar, sem kommúnistar ætla aö láta fólk fá eftir kosningar. — Þaö væri nær aö gefa aumingjunum aö jeta, sagöi hann, en aö borga tuttugu prósent í nýjum tönnum. Og svo veröa menn þó aö eiga hin áttatíu prósentin. Ekki vildi ég láta einhverja aöra eiga í mér tennurnar, sagöi hann svo meö hnífnum, eftir nokkuö langa þögn, ef hægt er aö tala um þögn undir sjó- varnargaröi, þar sem Atlantshafiö er aö æfa sig í Unda Maris í suðaustan fjórtán. Og hann stakk hnífsblaðinu milli slitinna tannanna og fékk sér í nefið. — EnFramsókn? spuröiég. — Nei, Framsókn býöur ekki upp á tennur. Og hann fór aö segja mér frá kjörunum hjá gamla fólkinu. Viö fáum 6000 krónur á mánuöi, sagöi ,BAKNIÐ BURT Ársins 1978 veröur lengi minnst og ártaliö skráð á spjöld sögunnar við hliö ársins 1908. Bæöi ártölin em bundin stærstu sveiflum sem oröið hafa í þing- kosningum frá upphafi. Enn þann dag í dag og sjálfsagt lengi enn deila menn um ófarir uppkastsmanna 1908 og vafalaust munu úrslit kosninganna 1978 verða lengi umræöu og deiluefni. Eitt er þó ljóst aö sameiginlegt er meö áðumefndum atburðum, ósvífin áróöursbrögö voru grundvöllur kosningaúrslita í bæöi skiptin. Ýmis- legt af því sem notað var í kosninga- baráttunni 1908 var þess eðlis að jaðraði viö sögulegar falsanir og þar var spilað á óprúttinn hátt á þjóöemis- tilfinningar landsmanna í sjálfstæðis- baráttunni viö Dani. Síðan þetta var em liöin 75 ár og enn hefur sagan ekki kveöiö upp sinn loka- dóm, hins vegar fimm ámm eftir þingkosningarnar 1978 liggur fyrir óhrekjanlegur dómur yfir sigur- vegurunum í þeim kosningum. Eins og snoppungur Osvífnasta lýöskram allra tíma á Islandi var gmndvöllur sigursins, illbætanleg skemmdarverk á mikil- vægustu fjöldahreyfingu íslenskrar alþýðu og óbætanlegur skaöi á efna- hagslífi landsins. Afleiöingin „Samningana í gildi” er upphrópun sem verkar eins og snoppungur framan í hvem þann sem veturinn 1978 tók þátt í baráttunni gegn ríkisstjóm Geirs Hallgrimssonar og efnahags- aðgeröum þeirrar ríkisstjórnar. Aögerðir þriggja ríkisstjórna, sem í hafa setið fulltrúar annars eöa beggja svokallaðra verkalýösflokka! . hafa sannað svo ekki verður um villst að febrúarlögin 1978 áttu fullan rétt á sér. Ríkisstjómarþátttaka þessara flokka hefur afhjúpað glögglega innsta eöli þeirra, sem er það sama og allra ríkisafskiptaflokka, hefting frelsis einstaklingsins og útþensla óheilbrigðs ríkisbákns. Alger undirgefni verka- lýöshreyfingarinnar viö ríkisvaldiö síðustu misserin er mér harmsefni og aö mér hvarflar hvort aö því sé komið aö við Islendingar þurfum aö stofna okkar Einingu, sem mótvægi viö ríkis- rekna verkalýöshreyfingu. Þeir sem telja að gengiö hafi verið til góös munu vafalaust benda á fjöl- margt sem hinir og þessir ráöherrar hafi komiö í gegn af réttindamálum Hrafnkell A. Jónsson verkalýöshreyfingarinnar. Um þetta er þaö aö segja aö ég veit ekki hvenær þaö varö stefnumál verkalýðshreyfingarinnar aö kaupa réttindamál í félagslegu tilliti fyrir eftirgjöf í launum. Þá er sumt af því sem í lög hefur verið sett og kallast félagsleg réttindamál til óþurftar, þar má nefna nýlega löggjöf um vinnu- vernd. Fyrir var löggjöf sem var á allan hátt fullnægjandi ef vilji var fyrir hendi til að framkvæma hana, nýju lögin em á ýmsan hátt óframkvæman- leg og þaö sem verra er í þeim er úthlutaö geðþóttavaldi, sem gengur þvert á rikjandi réttarvenjur og fylgir engin ábyrgð. Stærstu húsnæðisvandamál Afleiöing þeirrar stefnu sem mörkuö hefur veriö í húsnæöismálum, og þá oft í tengslum viö kjarasamninga, er aö skapa stærstu vandamál sem upp hafa komið í húsnæöismálum landsmanna á seinni árum. Vegna þeirrar staöföstu trúar ýmissa þeirra aöila sem stefn- unni ráöa í húsnæðismálum, aö það sé allt að því ósiölegt aö búa í eigin húsnæði, er svo komiö aö æ færri einstaklingar leggja út í byggingar á eigin spýtur. Á sama tíma koma sífellt betur í ljós annmarkar hins félagslega íbúöa- kerfis, sem fyrst og fremst miöar aö því aö svipta fólk ráöstöfunarrétti yfir eignum sínum og færa hann í hendur einhvers „úti í bæ”. Þessu hjartans máli sínu hafa ráðherrar Alþýöu- bandalagsins veitt slíkan forgangsrétt fram yfir almenna húsnæöislánakerfiö aö þar horfir til hmns og fjöldi manns sem enga leið sér út úr frumskógi lausaskuldasöfnunar. Þvert á gefin loforð hefur sú ríkis- stjórn sem nú situr skert sjálfsforræöi sveitarfélaga, er skemmst að minnast raddalegrar aðfarar gegn Reykja- víkurborg, þar sem vísvitandi er gerö tilraun til aö brjóta niöur fjárhag borgarinnar meö valdboöi. Það mál snýst líka um stefnu í skattamálum, deilt er um hvort verö- lagning þjónustu á aö vera eitthvað í líkingu við kostnaö eöa hvort halda eigi uppteknum hætti og ganga í vasa skattborgarans og láta þar greipar sópa. Skattastefna stjórnvalda á síöustu ámm hefur dregið úr sjálfs- bjargarviðleitni fólks, enda skiljanlegt þegar svo er komiö aö aukiö erfiði hættir aö skila auknum ráðstpfunar- tekjum aö flestir hægi á sér og haldi aö sér höndum. Valdið nær fólkinu I kjaramálum, húsnæöismálum og skattamálum þarf að gjörbreyta um stefnu. Bætt kjör nást ekki án aukinna þjóöartekna, þaö mun flestum oröiö ljóst. Eins getur afkoma fyrirtækja til launagreiðslna verið misjöfn. Því eru heildarkjarasamningar, sem eingöngu taka miö af heildarafkomu mismun- andi atvinnugreina, ótækir og bera í sér dauðann. Þess vegna m.a. þurfa kjarasamningar að verða óháöir ríkis- valdinu, þannig að þeir sem ábyrgð bera á samningsgerðinni veröi vinnu- veitandinn og launþeginn. Jafnframt yröi sú undarlega skepna kaupgjalds- vísitala skorin niöur við trog en aðilar vinnumarkaöarins semdu sín á milli um þá tryggingu sem þurfa þætti en án ábyrgöar ríkisvaldsins. Aukning lánsfjár og lenging láns- tíma er grundvallaratriöi til lausnar húsnæðisvandanum. Til að ná þeim markmiöum er fyrsta skrefið að leggja niðurHúsnæðisstofnun ríkisins og fella starfsemi hennar inn í bankakerfiö í I ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.