Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 13
DV^ÞRIÐJUDAGUR^^jMARSl^ hann, og þaö dugar skammt. En ég kvarta ekki. Þaö er líklega verra aö nota svoleiöis peninga í Reykjavík, því þar fær enginn neina vinnu, nema hann sé ungur og hann virti fyrir sér sprungnar hendumar og hnefamáliö, sem dugað heföi í tólfróiö skip. Og ég gekk út í veðrið aftur og Unda Maris stundi drauga- lega eins og flokkur sem á von á sér- framboði f yrir kosningar. Já, það var komiö páskahret. Á því varenginnvafi. Ásunnudag var alhvít jörð, og þaö var heldur fátt sem benti til þess að vorið væri í nánd og varptíðin. Hvít skel var á suöur- og vesturhliöum húsanna og maðurinn meö blööin fauk milli fasteigna í vosklæöunum sínum, sem voru samskonar og þeir . nota á vertíðinni. Já, og hann bar blöðin í plasttösku, sem hann opnaöi vandlega við hvert hús. Blöðin mega ekki blotna. Sannleikurinn er á svo vondum pappír á Islandi, aö þaö getur veriö öröugt aðkoma honum óbrengluðum milli húsa í páskahretum lífsins. Og í verstu hviðunum vorum viö ekki viss um það, hvort blaöberinn myndi meika þaö, eins og strákamir sögðu, eða hvort hann segöi skiliö við sann- leikann og færi norður meö vindin- um. En ekki gekk víst minna á þar, því mörg hundruð fermetra þak á bíla- verkstæði fauk og lenti á bifreiöa- flota. Svona mikiö þakbrot hefur ekki orðiö, síðan vísitöluþakiö, eöa verðhækkanaþak ríkisstjórnarinnar féll saman undan þrýstihópunum. Um helgina var mest rætt um framboðsmálin, en framboð og sér- framboö voru aö sjá dagsins ljós. Maöur heyrir ný og vorleg nöfn, sem einhvem veginn hljóma betur en Unda Maris gömlu flokkanna. Kjallarinn Jónas Guðmundsson Þó em djúpt hugsandi Sunnlend- ingar heldur uggandi um þróun mála, því þetta gæti allt eins vel endað með því aö byrjað veröi aö stjóma Islandi aftur, eftir áratug félagsvísinda og niöurtalningar. Mesta athygli vakti, aö dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra hyggur ekki á framboö. Hann lét ekki undan þrýstingi frá stuönings- mönnum sínum. Þaö veröur eftirsjá aö Gunnari úr forystu landsins, en við látum hagfræöina og söguna dæma annaö en hjartalagiö, sem er af hinu góöa og auöskiliö hverjum manni. Ef til vill ættu þó fleiri að taka svipaðar ákvaröanir meöan beöiö er eftir Godot á brúsapallinum. Menn höföu sitt hvaö um framboðin og sérframboðin aö segja. En viö í nótabrúkinu höfum þó meiri áhuga á seinni kosningunum en skrapdagakerfi því er núna er í gildi í veiðihólfum flokkanna. Þó vil ég eindregiö mótmæla því, aö menn sem geta sungið megi ekki fara á þing, eöa menn sem hafa yndi af söng. Eflaust stafar þetta aö nokkru leyti af því aö þingiö hefur veriö rekiö í dálitlu óperuformi upp á síö- kastiö. Það nær ekki nokkurri átt aö skerða lýðréttindi söngvara meö þessum hætti. Nóg er þó aö hinir laglausu flokkseigendur þaggi niöur raddir vorsins, eftir að þing er hafiö og byrji aftur hiö þunga stef, Unda Maris. Síðdegis á sunnudag kyngdi niður snjó, og um tíma leit ekki betur út en aö almættið væri aö koma sér upp jólaveörisvona undirsauðburöinn. En kannske er það vegna þess aö forstjórinn á von á láglaunabótunum sínum í pósti á morgun, jóla- glaöningnum úr Þrastarskógi. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. landinu. Af þeirri reynslu sem ég hef af þessari stofnun hefur hún lítið með þaö að gera að létta undir með húsbyggj- endum, en er hins vegar gott afþrey- ingarverkefni flokksgæöinga, sem bíöa eftir betri bita eöa hafa fellt seglin og ætla aö njóta ellinnar. Breyttum valdahlutföllum á alþingi viö jöfnun kosningaréttar þarf skilyröislaust aö fylgja breytt verka- og tekjuskipting ríkis og sveitar- félaga. Sveitarfélögunum og fjóröungs- samtökum á að fela í auknum mæli verkefni sem áöur hafa veriö í höndum ríkisins. Jafnframt auknum verk- efnum eiga þessir aöilar aö fá meiri rétt yfir auðlindum lands og sjávar, sem einstökum sveitarfélögum og fjóröungum fylgja, þannig að mikil gjaldeyrisöf lun komi fyrst og fremst til góöa því fólki sem aö henni stendur og nýting orkulinda og annarra lands- gæöa verði fyrst og fremst í höndum þess fólks sem næst stendur. Meö þessu móti flyst valdið nær fólkinu og með aukinni hlutdeild sveitar- félaganna í sköttum fær þaö fólk sem gjaldeyrisins aflar ráöstöfunarrétt á eigin aflafé. Meö þessu móti heföi hver sitt, atkvæðisréttur væri jafn og ráðstöfunarréttur þjóöarauðsins hjá þeim sem skapa hann. Aukið olnbogarými Á undanförnum árum höfum viö Islendingar lagt að baki 1000 ára þróunarskeið og oröiö eitt af þeim löndum í heiminum sem hvað hæstar þjóöartekjurhefur á mann. Framan af fólst þessi árangur í örum tækniframförum og mikilli vinnu auk aukinnar hlutdeildar í auði hafsins í kringum okkur. Nú um nokkurt skeiö hefur sigið á ógæfuhliðina, við höfum haldið uppi núverandi velferðarstigi meö rányrkju á náttúruauölindum til lands og sjávar og síauknum erlendum lántökum. Á þessari braut verður ekki lengra haldið. Grundvallaratriöi er að við gefum hefðbundnum atvinnuvegum tækifæri til aö rétta úr kútnum. Hjá okkur er háþróaöur sjávarútvegur og fisk- vinnsla, á því sviði höfum viö haft for- skot fram yfir ýmsar þær þjóðir sem viö okkur keppa um markaði. Vegna hinnar sérstæöu hagfræði sem hér er ríkjandi, og m.a. felst í því aö ekkert fyrirtæki má skila hagnaöi og vera fjárhagslega sjálfstætt, þá erum viö aö dragast aftur úr í sam- keppni við helstu samkeppnislönd á fiskmörkuðum okkar. Utþensla ríkisbáknsins hefur verið öllum rekstri fjötur um fót og þá ekki síst í sjávarútvegi enda þenslu ríkis- báknsins mætt meö álögum á atvinnu- reksturinn í landinu. Aukiö olnbogarými í útgerð og sjávarútvegi er forsenda efnahagslegs sjálfstæðis þjóöarinnar, þaö verður okkur aö skiljast áður en þaö verður um seinan. Þessar atvinnugreinar verða á ný að vera í fremstu röö í heiminum og sess okkar á mörkuðum verðum viö að vinna á ný. Langt er síðan öll markaðslögmál hafa veriö upphafin varðandi fram- leiöslu og sölu landbúnaðarafuröa, með þeim afleiöingum aö bændur landsins eru í auknum mæli að veröa láglaunastétt og eru þaö vissulega ef sami mælikvaröi væri lagöur á vinnu þeirra og annarra stétta. Þaö er sannfæring mín að vel rekinn landbúnaöur eigi mikla framtíö fyrir sér og eigi aö geta skapað því fólki sem viö hann vinnur bærileg kjör. Mikla skammsýni tel ég aö afskrifa útflutning heföbundinna landbúnaðar- afuröa, þótt syrt hafi í álinn um sinn. Áuk hins sameiginlega vanda alls atvinnurekstrar hér á landi, sem verðbólgan er, þá er eitt höfuðvanda- mál landbúnaðar hæg umsetning f jár- magns og gífurieg fjárfesting í vélum, sem vegna tiltölulega lítillar notkunar þurfa miklu lengri tíma til afskrifta en um er að ræöa í dag. Ein stærsta ástæöa mikillar vélvæðingar er sú staðreynd aö ekki hefur tekist að þróa upp aðferö til verkunar á grasi sem gerði landbúnað óháðari náttúr- unni en er í dag. Á þessu sviði þarf að stórefla rannsóknir og veita í verkefnið fjármagni, sem gerði kleift að ná árangri. Eg neita að trúa því að á tækniöld sé ekki hægt aö þróa upp aðferðir sem tryggja bændur betur gegn veöri og minnka jafnframt fjár- festinguí vélum. Þaö hefur valdið íslenskum land- búnaöi ómældum skaöa í gegnum árin að stjómvöld skuli hafa séö sér akk í því aö nota niöurgreiöslur á land- búnaðarvömm sem stjórnunartæki í þeim vísitöluleik sem leikinn hefur verið undanfarin ár og skaðað hefur bæöi launþega og bændur. Nauösyn ber til að stórlækka eöa jafnvel að fella algerlega niöur niður- greiðslur á landbúnaöarvörur. Á móti væri eðlilegt að ríkið felldi niöur gjöld á rekstrarvörum landbúnaöarins og geröi ráðstafanir til aö lækka verulega fjármagnskostnaö og skapa á þann hátt skilyrði til aö landbúnaöur yröi samkeppnisfær. Um iðnaö má segja þaö sama og um sjávarútveg og landbúnað aö meö því aö létta af honum álögum og auka rekstrarhagræöingu á aö vera hægt aö gera hann samkeppnisfæran til útflutnings og skapa því fólki sem viö hannvinnurmannsæmandi laun. Þaö er löngu ljóst aö í framleiðslu- atvinnuvegum þjóöarinnar er um aö ræöa ofmönnun og ef þessi atvinnu- rekstur verður skipulagður með þaö fyrir augum að hann skili aöri, skapi starfsfólki sem viö hann vinnur mannsæmandi laun og verði ■samkeppnisfær á erlendum mörkuöum þá mun fækka störfum í þessum greinum um nokkurt skeið, á sama hátt er ljóst aö draga þarf verulega úr þenslu ríkisbáknsins og milliliöastarf- semi, svo einnig í þessum greinum mun störfum fækka. Atvinnutækifærin Þaö liggur því fyrir, og hefur gert um alllangan tima, aö á næstu árum verður aö skapa atvinnutækifæri fyrir nokkur þúsund manns, ef ekki á aö koma til stórfellt atvinnuleysi. Til lausnar á þessum vanda ber fyrst og fremst aö leita til orkuvinnslu og orkuiönaöar á ýmsum sviðum. Allan þennan áratug veröur aö beina því vinnuafli sem til fellur til starfa í orkuiðnaöi. Ef vel tekst til og tekið veröur á málum af raunsæi veröur strax í byrjun næsta áratugar hægt aö búast viö hámarksafrakstri af nýtingu auölinda sjávar og væntanlega ætti aö vera hægt aö reikna meö því aö sölu- og gæðamál á fiskmörkuðum verði komin í þaö horf aö viö höfum á ný tekið forystu á fiskmörkuöum heimsins. Ef gert er ráð fyrir aö ekki þurfi að brúa nema tiltölulega stuttan tíma, þar sem vinnuafli væri beint aö orkufrekum iönaði, þá liggur beinast viö aö leggja áherslu á rekstur sem gerir okkur sjálfum okkur næg á sem flestumsviöum. Þegar rætt er um eignarhald á iöjuverum þá er aöalatriöiö aö viö ráöum sjálf orkunni og á okkar valdi veröi ævinlega að skrúfa fyrir, þurfi þess meö og ef orkukaupendur ætla aö fara að setja afarkosti. Aö ööru leyti á aö meta þaö í hverju einstöku tilfelli á hvern veg verði háttaö með eignarhald á iöjuverum. Erlend fjárfesting í orkuiðnaöi á að vera okkur keppikefli og eign útlendinga á einstökum fyrirtækjum eðlilegur þáttur í okkar atvinnulífi. Þess ber svo að gæta að aldrei komist stjómvöld í þá aðstööu aö þrýstihópar erlendir eöa innlendir geti knúið fram aögerðir eöa aðgeröaleysi sem ganga þvert á þjóðarhagsmuni og löglegar ákvarðanir réttra stjómvalda. Viö megum ekki sífellt vera á valdi óttans í samskiptum við aörar þjóöir, heldur ber okkur aö umgangast þær sem jafningja en hvorki meö hroka sjálfbirgingsins né þrælsótta. Varöandi skipulag orkumála er löngu tímabært aö snúa af þeirri braut miöstýringar sem fetuð hefur veriö undanfarin ár og færa yfirráð orku- lindanna í hendur fjóröungssamtaka, sem betur em í stakk búin til aö taka mið af hagsmunum alls almennings heldur en sú stofnun sem smátt og smátt hefur verið aö taka völdin af löglega kjömu þingi og aö vísu mis- jafnlega óhæfum orkumálaráöherrum. Eg hefi hér á undan fjölyrt um mál- efni sem allajafna em ekki rædd af öðrum en fólki með einhvers konar lög- gildingu. I margar aldir var stétta- skipting hér á landi öll í skötulíki, til þess sá óblíð náttúra, sem þegar yfir lauk geröi engan mun á fátækum og ríkum. Það er ekki fyrr en á síðasta áratug aö í garð gekk öld sérfræöing- anna að bera fer á veralegri stétta- skiptingu. Þessi þróun er ör og sér kannski mest staö í tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu, þar sem lagaskiptingin er orðin verulega áberandi. Þessari þróun veröur aö snúa viö, þessu á ófaglært verkafólk, bændur og sjómenn ekki að una, þetta er fólkið sem stendur undir yfirbyggingu sér- fræöinganna og því ber réttlát hlut- deild í þjóðarauönum. Viö eigum ekki aö una því að vera annars eöa þriðja flokks fólk í vel skipulögðum möppu- dýragarði kerfisins, viö erum líka fólk, sköpum þjóðfélag sem leggur mann- gildiö til grundvallar, menntunin skaöar ekki en gleymum ekki aö þekk- ingar afla menn sér víðar en á skóla- bekk. Skóli lífsins hefur löngum reynst farsæll þeim sem hann hafa kunnað aö nota. Hrafnkell A. Jónsson Eskifiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.