Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 6
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRÍL1983. 6 AÐ LJÚKA UPP RITNINGUNNI ER HVERJUM MANNI HOLLT GÓÐ OG NYTSÖM FERMINGARGJÖF Fæst í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (f>ttÖbraubóötofu Hallgrimskirkju, Reykjavik, sími 17805, opið 3—5 e.h. Haukur og Ólafur raftækjaverslun AUGLÝSIR Raflagnir í úrvali t.d. ELCO rofar, tenglar, fjöhengi og fatningar bæði á loft og veggi, einnig höfum við rofa, vegg- og loftdósir. SIENIENS rofa, tengla, töflurofa, töflutengla, várrófa og’lekaliða. TICINO rofar, tenglar og klær. BJARG rofadósir og veggdósir. Plaströr, hólkar beygjur. töflustútar, loftplötustútar o.fl. o.fL TONGSRAM tjósaperur, yfir 200 gerðir. SYLVANIA fhírperur frá 8 til 65 vött. i FAM ryksugur og fylgihlutir. HOBART rafsuðuvélar og rafsuðuvir i úrvali. M0T0R0LA ahernatorar i bfla, báta og vinnuvélar, 6-32 V, 30-120 amper. PARIS - RHONE startarar í franska bfla. N0ACK rafgeymar í flestar bifreiðir. VAC0 verkfæri. STANLEY verkfæri. METABO rafmagnsverkfæri. DAV hleðslutæki i ýmsum stærðum. RULE dráttarspil á bfla og einnig til að draga með báta á vagna. ÚNNUMST EINNIG ALLAR ALMENNAR RAFMAGNSVIOGEROIR 0G NÝLAGNIR i HÚS OG VERKSMIOJUR. Haukur og Ólafur raftækjaverslun Ármúla 32 —Sími 37700 — Reykjavík in Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Nú gleymir enginn húsnæðisláninu — greiðsluseðlar minna á afborgun „Það er verið að vinna að þessu af kappi,” sagði Sigurður E. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Húsnæöis- stofnunar ríkisins. Hann átti þar við seðla sem mönnum verða framvegis sendir þegar þeir eiga að greiöa af hús- næöismálalánum sínum. Hingað til hafa menn enga slíka seðla fengið. Þeir hafa því þurft að muna hvenær gjalddagi lána þeirra er. Og til þess að fá upplýsingar um hversu mikið greiða á af lánunum hef- ur þurft aö hringja, eða fara, í Veð- deild Landsbankans. Fyrir hvem gjalddaga hefur því verið svo mikið álag á símakerfi veðdeildarinnar að drjúgan tíma getur tekið að ná sam- bandi. Starfsfólk þar hlýtur líka að vera örþreytt eftir slíkar hrinur. Marg- ir af þeim sem skulda húsnæðislánin hafa líka orðið fyrir því aö hrökkva upp um nætur og haldið að þeir væru orðnir stórskuldugir því þeir hefðu gleymt að borga af lánunum. Sjálfur viöurkenndi Sigurðuraðslíkt hefði komiðfyrirsig. „Það hefur verið mikill vilji til að bæta úr þessu. En skorthefur nægileg- an tækjabúnað sem er núna verið að reyna að fá,” sagði hann. Nauðsynlegur tækjabúnaöur, til þess aö senda mönnum gíróseðla sem hægt er að greiöa íhverjum banka, erennþá ekki fyrir hendi og verður líklega ekki fyrr en seinni hluta ársins. En til bráðabirgða verða mönnum sendir greiösluseölar sem þeir geta greitt í hverju útibúi Landsbankans. Einnig er hægt að kaupa svonefnda C-gíróseðla í útibúum annarra banka (þeir kosta 6,50 krónur) og senda greiðsluna þann- ig. Búast má við því að eitthvað af’ þessum greiðsluseðlum verði á röng- um nöfnum. Sigurður sagði það al- gengt að menn gleymdu að tilkynna eigendaskipti íbúöa til húsnæðisstofn- unar og væru því reikningar á nöfnum gamalla eigenda. Eitt af því sem gera þarf áður en hægt er að senda út greiðsluseöla sem hægt er að greiða í hverjum banka er aö komast í fast tölvusamband við Fasteignamat ríkis- ins. Þá fást kórréttar upplýsingar um hver er raunverulegur eigandi hverrar íbúöar. Þeir sem greiða af lánum sem veitt voru fyrir ársbyrjun 1980 greiða aðeins einu sinni á ári. En þeir sem eru með lán síðan eftir þaö greiða fjórum sinn- um á ári. Því verða í framtíðinni send út yfirlit ársfjórðungslega um stööu manna hjá sjóðnum og hvað greiða á í það skiptið. Þeir sem eru með eldri lán til kaupa á nýrri íbúðum eiga að greiða af þeim núna 1. maí. Það er að segja 1. maí er gjalddagi. En síðasti dagur til að greiða af láninu án þess að dráttar- vextirfalliáþaðerl.júní. DS Flestallir sem byggja sér ibúðir eða hús taka til þess húsnæðislán. Nú verður greiðsla á þeim auðveldari. DV-myndEinar Ólason. Rannsókn á nítríti og nítrati í fæðu: „Þyrfti að setja strangari reglur” segir dr. lón Óttar Ragnarsson „Nítrít og nítrat hafa minnkað í kjötvörum undanfarin ár. En mér finnst aö þetta þurfi að minnka enn- þá meira. 1 rauninni ætti að setja miklu strangari reglugerð þar sem kveðið væri á um það að þessi efni ætti ekki að nota nema í litlum mæli, jafnvel alls ekki, til að lita mat eða í mat sem þarf að sjóða fyrir neyslu,” sagði doktor Jón Ottar Ragnarsson matvælafræðingur. Hann hefur undanfarin 10 ár verið að rannsaka nítrít og nítrat (saltpétur) í fæðu einkum við fæðudeild RALA. Meö honum að rannsókninni vann Ragn- heiöur Héðinsdóttir matvæla- fræðingur. Rannsóknin hófst fyrir réttum tíu árum þegar mikiö magn af nítríti fannst í saltkjöti. Fór magnið stund- um upp í heilt gramm í kílói. Þetta vakti ugg því samband er talið vera á milli nítríts í fæðu og krabbameins í maga. Síðar hefur doktor Þórir Helgason svo leitt að því líkum að sykursýki kunni hugsanlega að stafa af neyslu nítríts. Er það þá móðir sem neytir nítrítsins og ófæddir synir hennar fá skert sykurþol. Enn er ver- ið að rannsaka þá kenningu til hlítar. „Nítrat breytist í nítrít í líkaman- um. Oft breytist nítrítið síðan í N- nítróssambönd sem valda krabba- meini. Þetta gerist einkum í maga fólks sem er veilt fyrir. Til dæmis fólks með magabólgur. Með því að neyta C-vítamíns með nítrítinu dreg- ur úr lílíum á því að þessi sambönd myndist. Menn geta því dregið úr hættunni á magakrabba með því að borða grænmeti með saltkjötinu. En það þýðir þá ekki að matreiða það þannig að allt C-vítamín hverfi úr því. Slíkt gerist við langa suðu. Fólk sem veilt er í maga ætti einnig aö forðast nítrít.” Erþað nauðsynlegt? Jón Ottar var spurður að því hvort nítrít væri nauðsynlegt, hvort ekki væri hægt að komast ágætlega af í inatargerðán þess. „Nítrít og salt hafa verið notuð til þess að koma í veg fyrir rotnun í matvælum. Vitað er fyrir víst aö ef matur er ekki rotvarinn getur mynd- ast í honum clostridium botulinum sem er lífshættuleg matareitrun. Ef saltiö er minnkaö, eins og menn eru að reyna núna því það þykir ekki allt of hollt, eykst hættan á rotnun ef nítrítið er minnkað líka. Þegar mat- ur er soðinn eyðast hins vegar mat- areitrunargerlamir. Því þarf ekki svo mikið salt og alls ekki nítrít í mat sem hvort eð er er soöinn fyrir neyslu, eins og til dæmis saltkjöt. Menn eru hins vegar hræddari við t.d. álegg. Nítrít er í flestum tilfell- um nauðsynlegt í þaö því geriarnir þrífast mætavel í lofttæmdum um- búðum sem núna tíðkast. En hvort allt það magn sem nú er notað er nauðsynlegt er hins vegar efamál,” sagði Jón. Nítrat fannst fyrst og fremst í rannsókn hans á söltuðu og reyktu kjöti og svo grænmeti. Ástæðan fyrir því aö það finnst í grænmetinu er sú aö það er í áburðinum, bæöi þeim líf- ræna og þeim ólífræna. Sérlega sagði Jón óhóflega notkun á ólífrænum áburöi vera slæma hvað þetta varð- aði. En grænmetið er aö því leyti Dr. Jón Óttar Ragnarsson mat-. vælafræðingur. skárra en kjötiö að í því er C-vítamín sem kemur í veg fyrir að hin hættu- legu efnasambönd myndist. En þá má ekki eyðileggja C-vítamínið við matreiðsluna. DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.