Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983 Liza hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Sally Bowles í Kabarett. Með Burt Reynolds. . . Peter Allen, ástralskur söngvari og lagasmiður, var fyrsti eiginmaður Lizu. . . . og Desi Arnaz, syni Lucille Ball. Hálfsysturnar Liza og Lorna Luft. .smá Judy Garland með Lizu, dóttur sina, aðeins nokkurra mánaða gamla. Liza '■ ci - - Minelli EIA AF STORU STJÖRMMM Meö tvö hjónabönd aö baki, óteljandi trúlofanir og enn fleiri ástarævintýri, hefur Liza Minelli loksins öðlast ham- ingjuna viö hliö þriðja eiginmannsins, Mare Gero. Þaö eina sem á skyggir er barnleysið. Hún er skapstór, á þaö til aö rjúka upp á nef sér af minnsta tilefni. Hún er kjaftfor og út úr dádýrsaugunum skín lífsgleöin. Hún klæöir sig helst í knall- rautt, roönar upp í hársrætur af litlu tilefni, reykir eins og strompur, nagar neglumar og eraöeins 166 sentímetra há. En hæöhennareraukaatriöi, enginn tekur eftir því, raddstyrkur hennar sér fyrir því. Hún þykir hafaótrúlega hljómmikla og sterka rödd og hún hefur einstaka hæfileika til aö hrífa á- horfendur. Þess vegna er Liza Minelli ein af stóru stjörnunum í Bandaríkjun- um. „Hún varorðin þreytt á Hfinu" Æska Lizu var í senn hamingjurík og þjáningafull. Hún var tæpra fimm ára þegar foreldrar hennar skildu. Liza varö eftir hjá móöur sinni, Judy Gar- land, og stormasamt líf móðurinnar, ástarævintýri, áfengisvandamál, pillu- át og sjálfsmorðstilraunir, settu sín spor á bamið. Og þrátt fyrir aö Judy Garland væri stjarna og þénaði mikla peninga vora þær alltaf blankar, á tíöum var ekki einu sinni til fyrir mat. Móðirin haföi einstakt lag á að eyöa peningunum og þaö fljótt! Þegar hún fékk útborgað vora haldnar dýrindis veislur þar sem öllum Holiy woodbúum var boðið og þar voru peningamir fljótir aðfara. „Þegar ég var ellefu ára geröi mamma mig að ráöskonu heimilis- ins,” segir Liza. „Ég átti að sjá um húsiö, ráða fólk til heimilisstarfa og sjá um hálfsystkini mín sem mamma átti meö Sid Luft. Ég átti aö svara aðdáendabréfum hennar og hálda utan um fjármálin. Og þess á milli vakti ég yfir henni því hún var sífellt að reyna að fremja sjálfsmorö. Þau vora ófá skiptin sem ég þurfti aö brjótast inn í herbergi tilhennar.” Og Liza heldur áfram: „Þegar ég komst á táningaaldurinn f ór ég aö hafa afskipti af pilluglösunum hennar. Iðu- lega tæmdi ég glösin og setti eitthvað skaölaust í þau í staðinn. ’ ’ Aö síöustu mistókst Lizu aö bjarga hinni óhamingjusömu móöur sinni. Áriö 1969 lést Judy Garland, þá var Liza 22ja ára, og enn þann dag í dag á hún erf itt með að sætta sig viö að móöir hennar framdi sjálfsmorð. „En mamma var orðin þreytt á lífinu .... hún gafst hreinlega upp. Þrátt fyrir allt og allar áhyggjumar sem ég hafði af mömmu var hún yndisleg kona og ég á henni margt aö þakka. Hún var kona sem lifði fyrir líð- andi stund. Ég mun aldrei gleyma henni. Eg veit aö hún átti oft erfitt og raunasaga hennar kenndi mér sitt af hverju sem ég vona að komi mér til góöa. Viö pabbi höfðum hins vegar alla tíð verið miklir mátar. Og kannski þótti mér vænna um hann en mömmu, en þaö var alltaf hún sem þarfnaðist mín.” Margt er líkt með skyldum! Þrátt fyrir allt eru þær um margt líkar mæðgumar. I útliti ieynir ættar- svipurinn sér ekki; stór dádýrsaugu, dökkhærðar og iágvaxnar. Persónu- leikinn áþekkur, sviösframkoman býsna lík, svo ekki sé minnst á röddina. Um það segir Liza: „Þaö að raddir okkar mömmu era líkar má rekja til tengslanna. Þaö er ekki þaö að ég sé að reyna aö herma eftirhenni.” Þegar Liza var 19 ára sló hún í gegn á Broadway í söngleiknum „Flora, The Red Menace”. Fyrir hlutverkiö fékk hún svokölluö Tony-verölaun sem besti listamaður í söngleik. I kjöifarið fylgdu f jölmörg tilboö um hlutverk í kvikmyndum og þátttöku í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.