Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGAHDAGUR14. MAl 1983. 35 THI COJfTIHENT The Wicked Lady, nýjasía mynd Mieliael Winners: Gandhi meðal landa sinna i einu af tilkomumestu atriðum kvikmyndarinnar Gandhi. Glœsilegir búningar sautjándu aldar settu svip sinn á The Sigurvegararnir á ólympiuleikunum 1924 snúa heim með Draughtmans contract. glœsibrag í Chariots of Fire. Alan Bates og Faye Dunaway leika aðalhlutverkin í The Wicked Lady. LAFÐIN SEM LÆDDIST FT Á ^ÓITIMM Michael Winner er nú að endur- gera kvikmyndina The Wicked Lady, en mynd meö sama nafni var gerð fyrir hartnær fjórum áratugum. At- buröir myndarinnar geröust á átj- ándu öld og í henni er sagt frá aðals- konu nokkurri. The Wicked Lady á það sammerkt meö mörgum af merkustu kvikmyndum nýjum frá Bretlandi aö atburðir myndarinnar gerast fyrir löngu. Þessari fullyrö- ingu til stuönings má nefna myndir á borö viö Chariots of Fire, The Draughtman’s Contract og Gandhi. Fortíð sem baksvið Atburðir þessara mynda eiga oft erindi til nútímamanna, en fortíðin er valin sem baksvið. Til þess liggja ýmsar ástæður. Þegar Gandhi og Chariots of Fire eru annars vegar verður strax ljóst aö þegar fjallað er um sannsögulegar persónur er auð- vitaö ekki undan því skotist aö setja þær í rétt umhverfi þó svo aö þær hafi horfið af yfirboröi jaröar fyrir nokkru. Myndrænt séö er þaö líka ævinlega heillandi aö kljást viö fortíöina og oft á tíöum liggur geysileg vinna í undir- búningi sviös, búninga og svo auðvit- aö í kvikmyndatökunni sjálfri. I kvikmyndunum Gandhi og Chariots of Fire tókst svo vel aö kalla fram horfna tíma að fáum mun gleymast. I mynd Peters Greenaways The' Draughtmans Contract er fariö j lengra aftur í söguna til að sækja sviðið og búningana heldur en í Gandhi og Chariots of Fire sem gerast aö mestu á fyrri hluta þessar- ar aldar. Atburöir The Draughtmans Contract gerast nánar tiltekið á síð- asta áratug 17. aldar. Greenaway hefur að líkindum valiö þetta tímabil vegna þess aö tíska og tíöarandi þess hefur ekki verið ofnotaö í kvikmynd- um, en er þá óvenju ævintýralegt og heillandi og hæfir dulúðugum sögu- þræðinum meö afbrigðum vel. Mismikið listrænt gildi Allar myndirnar þrjár sem hér' hafa verið nefndar eru meö afbrigð- John Gielgud og Faye Dunaway i hópi aukaleikara í The Wicked Lady. um ásjálegar og raunar margverö- launaöar. Liðin tíö er heillandi þegar hún er færö upp á hvíta tjaldið meö glæsibrag eins og til aö mynda er gert í stórum bardagasenum frá Ind- landi í Gandhi, íburðarmiklum bún- ingum í The Draughtmans Contract eöa mögnuðum atriöum frá löngu liönum ólympíuleikum í Chariots of Fire. En liðin tímabil úr sögu breska konungdæmisins og heimsveldisins eru ekki ævinlega notuö í þágu list- gyöjunnar eingöngu eins og sannast í The Wicked Lady. Michael leikstjóri Winner fékk bestu leikara sem völ var á til að leika í myndinni og í þeim hópi má nefna Faye Dunaway, Sir John Gielgud og Alan Bates. En þó myndin gerist fyrir löngu, sé full af glæsilegum búningum og i þeim bún- ingum rjóminn af leikurum heimsins þá dugir þaö ekki til og mvndin er varla annaö en mærðarleg vella. Þaö er nefnilega ekki nóg aö líta um öxl til liðinna tíma, þaö verður aö vinna úrhugmyndunum. „Fremur dægilegt" Söguþráöurinn í The Wickcd Lady byggir á sannsögulegum atburðum því aö á 18. öld lifði i Englandi laföi Kathleen Ferrers. Hún liföi hóglifi (ekkert sjónvarp, ekkert Dallas í þá daga), sem henni leiddist og fyrir bragðiö tók hún aö læðast út á nótt- unni gegnum leynigang sem lá frá svefnherbergi hennar. Leiö laföinnar lá í flokk ræningja og moröingja og í leiðindum sínum tók frúin aö hjálpa óþokkunum viö sína leiðu iðju sem einkum fólst í því aö ræna og drepa feröamenn sem áttu erindi til Lond- on. Mynd með nafninu The Wicked Lady var frumsýnd í London árið 1945 aö Maríu ömmu Elísabetar Englandsdrottningar viöstaddri. Kvikmyndin olli nokkurri hneykslun fyrir óvenju djarfar senur á þess tíma mælikvarða, en María sagöi aö sér hefði bara þótt þetta allt „fremur dægilegt”. Michael Winner leikstjóri endurgeröar The Wicked Lady sá fyrri myndina ekki löngu eftir aö drottningaramman haföi litiö á hana og æ síðan hefur hann langað mjög aö gera aöra mynd í minningu þeirrar fyrri. Berir leggir og rassar Fáir gagnrýnendur telja þó aö Winner heföi ekki alveg eins getaö látiö það ógert. Hann bætti þó nokkru áf berum leggjum og rössum inn í myndina og lét Faye Dunaway berja stúlkukind meö svipu, auk þess sem nefna mætti fleiri „nýjungar” og „endurbætur” í þessum stíl. Sumir hafa jafnvel tekið svo djúpt í árinni aö segja að Sir John Gielgud vilji ekki frekar af The Wicked Lady vita en Caligula sem fræg varö af endum- um. Saga lafði Kathleen Ferrers, sem i kvikmyndinni heitir laföi Barbara Skelton, er gerö hálf snautleg og und- arlegt að svo þurfi aö fara um konu sem í lifanda lífi var í hæsta máta sérkennileg. Barbara Skelton, hiö illa kvendi, er ekki bara ræningi í frí- stundum, heldur leggst hún einnig á karlmenn i frístundum sínum, eigin- manni sínum ágætum til mikillar hrellingar. 1 raunum sínum sækir hann aftur til fyrri hjákonu á meðan frúin er ýmist á eftir ræningjanum hugprúöa (hann var síðar hengdur og verkiö kallað makleg málagjöld) Captain Jerry Jackson (Alan Bates) eöa Kit Locksby (Oliver Tobias). ’J.R. Skelton? The Wicked Lady er ekki spáö miklum vinsældum (vonandi voru leikararnir ekki á prósentum), en sá spádómur gæti látið þaö ógert aö rætast því aö aöalhetjan, lafði Skelt- on, er fégráöug, framasjúk, ósvífin og illvíg (hvíslaði einhver J.R. Ewing?) og svoleiöis persóna þykir nú ekki leiðinleg, einkum ef henni verður nokkuö ágengt í sínu illa ætlunarverki. I -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.