Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Bílar Bflar Bflar 33 Bflar NýrSaab á leiðfnni — í samvinnu vid Lancia Nýr Saab er sagöur vera á leiöinni og er unnið aö hönnun hans í samvinnu viö Lancia. Samkvæmt erlendum bíla- blööum er búist viö því aö þessi nýi Saab sjái dagsins ljós í ágúst 1984. Þaö hefur þó frést af þessum nýja’ Svía að hann sé 465 sm aö lengd og 175 á breidd eða nokkuö styttri en verulega breiöari en núverandi 900 bíllinn. Hjólabii veröur þaö sama eöa því sem næst en lengra á milli öxla. Á þessu stigi hefur bíllinn fengið framleiöslunafniö SAAB x 29. Bflbelti í Bretiandi Meö auknum feröum íslenskra öku- er nú ströng skylda aö nota öryggis- manna til Bretlands meö tilkomu auk- belti í framsæti. Ef þau eru ekki notuð inna ferjumöguleika er rétt að benda kalla menn yfir sig óþægindi og fjár- þeim hinum sömu á þaö að þar í landi útlát. Bflar % 2.212,7 1,0 0,7 1,0 2,6 3,9 2,9 2.8 3,7 4,4 5.1 5,2 5,5 6,0 7,4 9,4 8,9 6,8 5.3 3,8 3,7 3.6 Fra kl. 0 ] 2 3 4 5 6 7 8 ! 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Til kl. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Morgunstuiid gefur...öryggi Sú staöreynd aö hættuminnst sé að aka bíl á milli klukkan fjögur og fimm aö morgni og mest sé hættan á aöalum- ferðartímanum við lok vinnudags er sjáifsögö, en hvenær skyldi vera allra mesta hættan og þá sú minnsta að hreyfa sig í umferöinni. Súluritiö á myndinni hér aö ofan svarar þessu. Taflan er unnin af Volkswagen eftir þýskri könnun. Og þaö ER öruggast aö aka snemma að morgni en hættan er mest milli klukkan 17 og 19 þegar umferöin er mest og ökumenn eru þreyttir eftir eril dagsins. Dísil-Dafhatsu slé í gegn Þegar forráöamenn Daihatsu verk- smiðjanna voru aö ráögera aö setja á markað Charadebíl meö dísilvél ráö- geröu þeir aö salan milli bensínbíls og dísilbíls myndi skiptast 80/20%. Reyndin varð þó allt önnur. Salan, þremur vikum eftir að bíllinn var fyrst kynntur, varö 50/50. Vegna laga hér á landi um þunga- skatt á dísilbíla veröa litlir dísilbílar ekki eins hagkvæmir og erlendis. Bandarískir bfleigendur: Ford að ná Japönunum! i Ford í Bandaríkjunum geröi könnun bílar Ford væru 12% betri en General meöal ellefu þúsund ökumanna þar í Motors, 24% betri en frá Chrysler, landi um gæöi bíla. Svörin uröu á þann gæöin stæöu á jöfnu við evrópska bíla veg aö þeir sem spurðir voru töldu aö og færu að ná þeim japönsku. Japan: Turbo og aftur turbo! Á meöan bandarískir bílaframleiö- endur stilla aðeins upp tveimur bílvél- um meö turbo — Buick V-6 3,8 lítra og 2,3 lítra vél frá Ford, þá framleiöa Japanir reiöinnar ósköp af turbobílum. Nissan, Mitsubishi, Toyota, Isuzu, Honda, Mazda og Subaru framleiöa allir margar gerðir bíla meö turbo. Nissan Sunny turbo er einn sá nýjasti og þar gefur turboið vélinni 21% meira af 1 með elektrónískri innspýtingu. Og meira um turbo: Mitsubishi Heavy Industries framleiða í dag minnstu turboþjöppu í heimi. Alls er hún ekki nema 13,5 sentímetra löng, 9 sm í þvermál og um tvö kíló aö þyngd. Þjöppuna má nota á vélar minni en 500 rúmsentimetra og nú er komið aö smá- bílunum og mótorhjólunum aö fá turbo. Goodyear með lof tfjödrun Loftfjöörun er á leiðinni í bandarísk- um bílum. Kerfiö er hannaö af Goodyear og sagt hafa álíka góða eiginleika og hin margfræga vökva- fjöörun frá Citroén. En hönnunin er öll einfaldari og því ódýrari. Eins og fram kom meö Lincoln ’84 hér á síðunni þá veröur sá bíll meö loft- fjöörun. „Gullbfll” frá Filippseyjum Bíllinn á myndinni hér aö neöan kemur frá Filippseyjum af öllum stöö- um. Fyrirtækiö sem framleiöir bílinn heitir Fencio & Son og fram til þessa hefur þaö aö-'ins lokiö viö þennan eina bíl, sem ber mikinn svip af bílum sem á markaöi voru í kringum 1930. Og nú er bíllinn kominn yfir hálfan hnöttinn og kominn meö sænsk skráningar- spjöld. Trúlegast hefur Svíi sá sem keypti þurft aö láta af hendi digran sjóö því aö framleiöslan tók eitt ár og þar af um þrjá mánuöi aö gulllakka bílinn. Vélin er Ford V-8 og gefur 146 hestöfl og innanborös gefur aö líta margt sem hugurinn girnist, þar á meöal elektróníska spiladós. BMW 3-lniiaii sran Ma>|ul>fll! Þaö eru alltaf til einhverjir sem sameina vilja útiveru og akstur. Þetta leysir viðkomandi meö því aö kaupa sér blæjubíl svo hægt sé aö njóta góöviöris aö fullu í akstri. Nýr á blæjubílamarkaöinum er BMW 3-línubíllinn. Hér er þó ekki á ferðinni raunverulegur blæjubíll, þótt taka megi af dúkþakið, því aö eftir veröa hliöargluggar. Þar inni er byggö veltigrind svo aö alls öryggis sé gætt. Þaö er Baur bílasmiðjurnar í Stutt- gart sem breyta bílnum og styrkja svo að veltigrindin hafi næga fest- ingu og bíllinn styrk eftir aö þakið er farið. Ekki er vitað hvaö slík útfærsla af BMW myndi kosta hér hjá okkur en frændur okkar Danir mega bæta um 200 þúsundum viö bílveröiö til aö fá hann meö þessari útfærslu. 1984árgerð LINCOOI MARKVll Hann líkist meira BMW en Lincoln segja menn í bandarískum bílablöðum um hinn nýja Lincoln Mark VII sem koma mun fram á sjónarsviðið opinberlega næsta haust. Hann verður afturhjóladrifinn og fjöðrunin loftfjöðrun. Það liggur í loftinu að einnig sé á leiðinni algjörlega krómlaus sportbíll með V-8 vél. Siétt ökuljós eins og á mörgum Evrópubílum, eins og sjást á ljósa bilnum, gætu komiö með breyttri reglugerð í Bandaríkjunum en slík ljós eru ekki leyfð í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.