Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 14
14 Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Safamýri 34, þingl. elgn Rúnars Smára- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. júní 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kleppsvegi 138, þingl. eign Guðjóns Smára Valgeirssonar, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans í Hafnarfirði, Guðjóns Á. Jónssonar, hdl., Sveins H. Valdimarssonar, hrl. og Sigmars Albertssonar, hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. júní 1983 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 98. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Háteigsvegi 23, þingl. eign Baldurs Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands og Guðmundar Jónssonar, hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. júní 1983 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 46. og 48. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Álftamýri 52, tal. eign Margrétar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingast. rikisins og Sparisj. Rvíkur og nágr. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. júní 1983 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á hiuta í Barmahlíð 8, þingl. eign Gísla G. Gunnarssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 30. júní 1983 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Njörvasundi 24, þingl. eign Þorsteins Sigtryggssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Skúla J. Pálmasonar, hri., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Lands- banka Islands á eigninni sjáifri fimmtudaginn 30. júní 1983 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. FR-DEILD 4 HELDUR ALMENNAN FÉLAGSFUND MIÐVIKUDAGINN 29. júní 1983 aö Síðumúla 2 kl. 20. Stjórnín. HÚSAVtK Kennara vantar aö Gagnfræöaskóla Húsavíkur næsta vetur. vetur. Aðalkennslugrein er stærðfræði. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Húsnæði er fyrir hendi. Nánari uppl. veitir skólastjóri í símum 41166 og 41344 og yfirkennari í síma 41148. Skólanefnd Húsavíkur. 1« « » »1 VINNUVÉLAEIGENDUR Tökum að okkur slit- og viðgerðarsuður á tækj-| um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR Færanleg verkstæðisaðstaða okkar gerir okkur kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar- verkefni nánast hvar sem er. STÁL-ORKA SIJBlJ-OúVIIHiliHWAÞJOIVIJSTAlV « « » »• Simi: 78600 á daginn og 40880 á kvöldin. DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1983. Menning Menning Menning Svipast um « """~Reyfarar . é rfgningasumn Rigning... rigning... rigning... eftir veöurfarinu undanfamar vikur virð- ist vissara að hafa með sér góðan stafla af lesningu í útileguna eða sumarbústaðinn. Margir kjósa að gleyma dumbungnum með því að sökkva sér niöur í enska og ameríska reyfara um njósnir, hemaö og ásta- mál. Margar konur nota fríið frá skyldustörfunum til að lesa bækur sem stappa í þær stálinu til bardaga í karlaheiminum. DV ætlar í dag og á næstu vikum að líta aðeins yfir þær hillur í bóka- búðunum sem geyma vinsælar er- lendar pappírskiljur. Fyrst var farið í Bókaverslun Snæbjamar í Hafnar- stræti og Sigfús Eymundsson við Austurstræti. Næst verður farið í bókabúð Máls og menningar við Laugaveginn og víðar. Það er sameiginlegt einkenni á pappírskiljunum að þær eru mjög þykkar, gjama 400—500 blaðsíður. Verðið er á bilinu 150 til 250 krónur. Robert Ludlum og Fay Weldon „Vinsælastur höfunda hjá karl- mönnunum er Robert Ludlum, vin- sælust hjá konum Fay Weldon,” sagði Kristín Helgadóttir hjá Snæ- bimi. Hún á njósnasögur eins og The Scarlatti Inheritance og The Chancellor Manuscript eftir Ludlum, en nýjasta saga hans, Parcifal Mosaic, er uppseld í bili. (Hún fæst hjá Eymundsson.) Margar bækur eftir Fay Weldon eru á boðstólum: Remember me, Female friends, Puffball, Little sisters, Watching me og að sjálfsögðu Praxis, sem þýdd hefur verið á íslensku. Þá fæst þama fyrsta skáldsaga Fay Weldon, The Fat Woman’s Joke. Aðalsöguhetjan er hin feitlagna Esther og bókin hefst á þessum orðum: „Það sem Esther Sussman líkaði best við Earls Court var, að hún þekkti engan sem þar átti heima...” Kaldhæðnin hefur allar götur síöan verið sterkur þáttur í stíl Fay Weldon. Hjá Eymundsson varð Helga Val- fells fyrir svömm og sagði að nýj- asta bók Alistair McLean, Partisians, væri i miklu uppáhaldi hjá karlþjóðinni. Hún er spennusaga úr seinni heimsstyrjöldinni. Konurnar kaupa gjama The Cinderella Complex eftir Colette Dowling. Höfundur vill að konur leggi óhikað út á framabrautina í stað þess að bíða eftir riddaranum á hvíta hestinum sem á að leysa allan þeirra vanda. Trúarhetjur og freistingar holdsins I báðum verslununum er Sophie’s Choice eftir William Styron mikið keypt. Kvikmynd eftir bókinni — með Meryl Streep í aðalhlutverki — hefur orðið mjög vinsæl víða um heim og er s jálfsagt á leiðinni hingað til lands. Sophie’s Choice fæst í þremur út- gáfum. Sú ódýrasta er Bantam, 198 krónur hjá Eymundsson. Annar höfundur, sem kvikmynda- gerðarmenn sækja eftii til, er John Irving. Búið er að kvikmynda bók hans The world according to Garp og upptökur á Hotel New Hampshire em að hefjast. Báðar bækumar fást hjá Eymundsson. Bardagi kirkjunnar manna við freistingar holdsins er ávallt lokk- andi lestrarefni. Harold Robbins tekur málið til meðferðar í nýjustu bók sinni, Spellbinder. Þar segir frá predikara sem er svo heittrúaður að við sjálft liggur að hann valdi straumhvörfum í trúarlífi allrar bandarisku þjóðarinnar með sjón- varpsræðum sínum. En Adam er sjaldan lengi í Paradís, óleyfilegar ástríður fara að ólga innra með kennimanninum og er þá ekki að sökumaðspyrja.... 1 bókinni The Thom Birds eftir Ástralíukonuna Colleen McCullough er fjallaö um svipað efni. Þar segir frá konu sem eignast barn með kaþólskum presti og fylgja því miklar sálartogstreitur. The Thorn Birds hefur orðið metsölubók og nú er verið að sýna í Bandaríkjunum og víðar, við miklar vinsældir, sjón- varpsþáttaröð gerða eftir bókinni, og nú hefur höfundur sent frá sér aðra í Sænskur jazz í úrvali Safnplötur og ný plata Eje Thelins EjeThelin. Jazz irán det svenska 70-talet CapriceCAP 2002:1—2 Umboð á islandi: Fálkinn Eje Thelin—Polyglot E. Theiin, Alan Skidmore, Jasper Van’t Hoi, Tom Harrison & 17 manna hljémsveit Caprice 1291 Umboð á Islandi: Fálkinn Ef litiö er yfir sænskan jass, eins og hann litur út í dag, kemur á óvart hve f jölbreytilegur hann er. Sænskar jassgrúppur spila allt frá gömlum blús og trad-jass upp i torkennilegan rafurmagnaöan jass með austur- lensku ívafi og þá auövitað gott og gilt sving og stórbandsjass. Það má heyra jass spilaðan undir sjónvarps- þáttum, í kvikmyndum eða leik- húsum og sænskir jassmenn fá tæki- færi til að spila fy rir skóla, kirk jur og sænska útvarpið og varla líður svo vika að ekki birtist hljómplata með sænskum jass. Þó er ástandið varla eins blómlegt og það virðist í fljótu bragði. Góðir jassmenn eru í raun tiltölulega fáir og þeir keppa ákaft um þau tækifæri sem gefast. Telja má á fingrum sér þá jassmenn sem hafa ofan af fyrir sér og sínum með jassinum einum. A markaðinum ráða popp og klassísk tónlist lögum og lofum og jassplötur týnast iðulega í flóðinu. Osjaldan gefast hæfileikamenn í jassleik upp á þvi að spila á 300 stöðum á hverju ári fyrir smápening. Þeir snúa sér að öðru: kennslu, ef þeir eru heppnir, eða undirleik fyrir poppstúdíóin. Einu sinni var..... Rödd sænskra jassmanna heyrist nú varla yfir dyninn, allra sist til annarralanda. En sú var tíðin að Svíþjóð var talin eitt af evrópsku stórveldunum í heimi jassins, ekki langt á eftir Bret- landi. Þetta var á sjötta áratugnum en þá voru Svíar búnir aö spila jass óhindraðir allt stríðið í gegn meðan aðrar Evrópuþjóðir töldu sig hafa annað þarfara að gera, m.a. að berj- ast við Þjóðverja. Þegar amerískur jass flæddi yfir Vesturlönd í kjölfar stríðsins voru Svíar því tilbúnir að taka við honum og svara í sömu mynt. Klarinettleikarinn Ake Hasselgárd var kominn á fulla ferð í Banda- ríkjunum upp úr 1947, lék m.a. með nýjum sextett Benny Goodmans og stofnaði kvintett með trommu- leikaranum Max Roach — en lést í bilslysi um haustið 1948. I frægðar- fótspor hans fylgdi barítonsaxófón- leikarinn Lars Gullin — sem árið 1954 var valinn skærasta „nýjasta stjaman” i vinsældakosningum DownBeat. Blómaskeið Hann seldi um skeiö mikið af hljómplötum í Bandaríkjunum og viöa annars staðar, sama má segja um klarinettleikarann Arne Domnérus og píanóleikarann Bengt Hallberg. Einnig má nefna að sænska söngkonan Alice Babs söng með mörgum þekktum stórböndum í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.