Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Skotbakkarnir, og nú er verið að skjóta i kalkúnana, hrútamir eru lengra i burtu. örin bendir i kaikún sem er að faiia en öll dýrin eru i hjörum og ■ detta um leið og kúian hittir. DV-myndir Þó. G. Umferð var bönnuð er æfingar fóru fram þeysa ekki um á hvítum fákum, skjót- andi á fiðurfé og ferfætlinga hvar sem þeir sjást, í húsagörðum, á svölum, í túni eða í lofti. Þeir koma hver á sínum bíl á tilskyldum tíma, skjóta nokkrum æfingaskotum til að athuga hvort miðið sé ekki rétt og keppa svo hver við annan. Oftast er skotið firnm skotum og reynt að láta kúlurnar lenda sem næst hver annarri í skotmarkinu. Helst má bilið á milli þeirra kúlna sem lengst er á milli ekki vera meira en tvær tommur. Ef það er meira verður að stilla kíkinn eða sigtið þar til miðið er orðið rétt. Við silhouette-æfingarnar er alltaf notaður kíkir en sigtiö notað þegar æft er innandyra á veturna. Þegar riffillinn er orðinn réttur er hægt að byrja að keppa. Fjórir keppa í einu og fá þeir fimm skot til aö hæfa fjögur dýr af hverri tegund. Það er byrjað á kjúklingunum. Hver keppandi fær 15 sekúndur til að hlaða riffil sinn og tvær og hálfa minútu til að skjóta. Þegar sá tími er liðinn er athugaö hverjir hafa hitt best. Standi einhver dýr enn uppi verður að hafa það., Óleyfilegt er að skjóta aftur á sömu dýrin. Þess í staö verður að takast á við svínin og aftur gilda sömu reglur. Þá kemur röðin að kalkúnunum og loks hrútunum. Þegar mót eru haldin eru venjulega tvær umferðir og samanlagður árangur ræður síðan röð keppenda. Þyngri hlaup Rifflarnir sem notaðir eru til æfinga á styttri vegalengdunum eru sumir hverjir venjulegir 22 kalibera rifflar. öðrum hefur verið breytt. Þar sem skotið er á dýr úr standandi stöðu skiptir miklu að riffillinn sé þungur og falli vel að öxl og höndum skotmanns- ins. Annars getur vindurinn blakað við byssunni og skotmaðurinn misst marks. Því hafa sumir þyngt hlaup riffilsins og smíðaö ný skefti. Tíminn sem líður frá því þrýst er á gikkinn og þangað til hamarinn skellur á patrónunni er einnig mikilvægur. Hann verður að vera sem minnstur ef skotiö á ekki að geiga. Það þýðir heldur ekkert að rykkja snögglega í gikkinn, þá minnkar nákvæmnin. Draga á gikkinn ofurvarlega að sér, svo varlega að þegar skotið hleypur af á skotmaðurinn ekki að finna fyrir því. Skítt með höggið sem byssan gefur ef hún er stór. Það kemur á eftir þegar kúlan er þotin af stað. Góður skotmaður tekur aldrei augað af skotmarkinu. Hann horfir sem límdur inn í kíkinn eöa eftir sigtinu þar til hleypt hefur veriö af. Þá má slaka á. Öndimin er einnig mikilvægur þátt- ur. Til að ná sem bestum árangri verður að samhæfa öndunina og skotið. Aður en hleypt er af dregur skot- maðurinn andann djúpt að sér. Helmingnum af því lofti andar hann síðan aftur frá sér. Mannskepnan getur auðveldlega haldið niðri í sér andanum í 15—20 sekúndur og góðar markskyttur taka venjulega í gikkinn fimm til sex sekúndum eftir að þeir hafa andaö frá sér í fyrra sinnið. Það er ekki vænlegt til árangurs að draga mikið lengur að skjóta. Þá er líkaminn farinn að kalla á meira súrefni og skyttan getur ekki lengur einbeitt sér að skotmarkinu. Ekki skiptir síður miklu máli fyrir skotmanninn að vera í góðri æfingu. Eða eins og einn sagði við mig, „helst veröur maður að vera í Orkubót.” Það gilda sömu reglur um þessa íþrótt og allar aðrar það nær enginn langt án þess að æfa vel og reglulega. Og það verður víst ekki sagt um marga félaga að þeir vanræki þann þáttinn. Á veturna er skotið inni í Baldurshaga en með vorinu er haldið upp í Grafarholt á „dýraveiðar.” Margir félaganna eru einnig veiðimenn og halda þegar haustar á gæsaveiðar. Svo taka hreindýrin við og þá rjúpan. Einu vandræöin eru hversu lítið er um bráð á Islandi. Það er kannski einmitt þess vegna sem æfingarnar í Grafarholti eru eins vinsælar og raun ber vitni. Þar getur markskyttan æft sig og gefið veiðimannseðli sínu lausan tauminn. -sa Steinar Einarsson býr sig undir að draga gikkinn ofurhægt að sir. „Flestir hafa gaman af að hitta, því að veiðiskapurinn blundar í öllum, en við höfum líka gaman af byssum,” sagði Jóhannes Johannessen, er við hittum hann að máli á æfingu einn laugardaginn. „En til að ná árangri verður markskyttan að gera femt. I fyrsta „Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag á landinu, stofnað á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þá voru skotbakkarnir í miðbæ Reykjavíkur og dregur Skothúsvegurinn einmitt nafn sitt af félaginu. Þegar æfingar voru haldnar var það tilkynnt sérstaklega og öll umferð um svæðið bönnuö á meðan. Félagar voru þá margir hverjir danskir kafteinar og þótti mjög fínt að vera í klúbbnum.” Þaö eru þeir Hannes Haraldsson, formaður skotfélagsins, og Steinar lagi verður hún að búa til sínar eigin kúlur og skot því að þau verksmiðju- framleiddu eru ekki nægilega ná- kvæm. Þegar skytta eignast nýja byssu getur verið gott aö kanna fyrst nákvæmlega hver er hlaupvídd hennar. Þótt riffill sé gefinn upp 357 kalíber, getur þar skeikað örlitlu og Einarsson sem hafa oröið en þeir hafa verið félagar í um áratug. „I dag eru félagar um 350, þar af um helmingur virkur, og þótt félagið hafi stundum verið í lægð er starfsemin mjög öflug núna. A vetuma höfum við verið með æfingar í Baldurshaga en nú erum við aö fá nýtt æfingahúsnæöi. Er það i. kjallara nýju búningsklefanna við sundlaugina í Laugardal. Þar getum við sett upp allan okkar búnað og verð- ur mikill munur að hafa hann alltaf til- búinn til æfinga, þannig að við þurfum ekki að vera að taka saman eftir hverja æfingu. A inniæfingunum er aðallega um ólympíuæfingar að ræða en við þær eru notaðir rifflar með hlaupvídd 22 kaliber. Skotiö er í 50 metra fjarlægð og liggur skotmaðurinn ýmist, krýpur á kné eða stendur uppréttur. Á hverju ári er haldið Islandsmót í skotfimi en við höfum lítið keppt á mótum erlendis. Þó fóru Islendingar einu sinni eða tvisvar til keppni á Norðurlandamótinu um 1950 en ekki hefur verið farið siðan. Æfingamar eru oft vel sóttar, en félögum finnst alveg sérstaklega gaman aö koma hingað upp í Grafar- holt. Þótt ekki séu skipulagðar æfingar fyrir riffla nema tvisvar í viku koma félagar hingaö oft á öörum tímum og það er sjaldan sem enginn er hér að æfa sig,” sögðu Hannes Haraldsson og Steinar Einarsson. hann verið í raun réttri 355 kalíber. Venjulega er kúla mótuð úr blýi og rennt í gegnum hlaupið til að fá hár- rétta hlaupvídd. Hið fullkomna væri ef hægt væri síðan að panta hleðslutæki erlendis frá fyrir akkúrat þessa hlaup- vídd en þessi tæki eru dýr og fæstir hafa efni á því. Langflestir okkar hlaða sín eigin skot, félagið á hleðslutæki og sumir okkar eiga einnig tæki. Það er tvö- faldur ávinningur að hlaða sín skot sjálfur. Annars vegar er það mikill sparnaður og hins vegar miklu meiri nákvæmni. Þegar við erum að hlaöa skot verður að hafa ákveðin hlutföll í huga, púður- magn, stærð patrónu og þyngd kúlunnar skiptir allt miklu máh, rétt, eins og titringurinn í hlaupinu. Það verður að prufa sig áfram uns hlutföll- in í skotinu eru orðin rétt og venjulega býr skyttan til nokkur skot með hin mismunandi hlutföll og athugar síðan hvernig skotin reynast á æfingu. Þá er ekki síður mikið atriði að laga riffilinn eftir sínu höfði og loks verður að æfa. Það vill fara mikill tími í æfingarnar og þótt maður gjaman vildi stunda bæði haglabyssu- og riffil- æfingar er það einfaldlega ekki hægt tímans vegna,” sagði Jóhannes Johannessen, -sa. MMHBRMnSHWWWSKHiHHrei '■ , *;¥sKSS-sS \ W s Vinstri hönd styður við riffiiinn, sú hægri tekur i gikkinn, Jóhannes Johannessen horfir einbeittur i skotmarkið i gegnum kíkinn. Hannes Haraidsson, formaður Skotfólags Reykjavíkur, við hieðsiutæki sín, en hann hleðursín skotsjilfur eins og fiestir virkir fólagar. DV-myndirÞó. G. _sa VEIÐIMENNSKAN BIDNDAR f ÖUJUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.