Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. Sexpol? ROKKSPILDAIM ROKKSPILDAN Um hljémsveitir með þremnr medlimum Hafnarfjardarbrandararnir eru allir stolnir! Hljómsveitimar Police og Jam eiga margt sameiginlegt þegar vel er aö gáö. Báöar hafa þær veriö feikivinsælar og átt hverja met- söluplötuna á fætur annarri. Þær spila báöar rokktónlist með popp- uðu yfirbragöi, töluvert ólíkt þó, og síðast en ekki síst eru þær aðeins skipaðar þremur mönnum. Jam er aö vtsu hætt en það var ekki vegna þess að það gengi svo ilia hjá hljómsveitinni, heldur þveröfugt. Paul WeUer, höfuðpaurnum, fannst nefnUega ganga aUt of vel og vUdi forðast að lenda i sama vanda og Who og RoUing Stones, að eldast iUaogdeyja hægt. Getur það verið að þriggja manna formið sé lykiUin að velgengni Pol- ice og Jam? Kostir þessa forms eru greinilega þeir að samvinnan í hljómsveitinni getur orðið náin og góð og aUar hugmyndir komist vel og greiðlega tU skila. I báöum hljómsveitum er einn höfuðpaur sem semur lögin, syngur og spilar á bassa eða gítar. Ökostir eru þeir að menn þurfa að hafa töluverða hæfUeika tU að gera þetta aUt í einu. Fflharmóníusveifin Hér á íslandi var nýlega stofnuð hljómsveit meö þessu formi. Hana skipa Einar söngvari og gítarleik- ari, Eyjólfur trommuleikari og Ragnar sem er nýgenginn í hljóm- sveitina. Þetta er FUharmóníu- sveitin frá Hafnarfirði. Þeir urðu nr. 2—3 í MúsíktUraunum SATT, og fengu 20 stúdíótíma í verðlaun. Það var Stúdíó Nemi i Glóru sem fékk það hlutverk að taka upp tónUst Fílharmóníusveitarinnar og gafst mér færi á að hlusta á þær tökur. Þetta eru fjögur lög, sem sýna að hijómsveitin býr yfir töluverðum möguleikum. Hljómsveitin er á leið með að skapa sér sérstæðan stU, en þarf að auka snerpu og skerpu i spilamennsku, söng og lagasmíð- um til aö skUa þessu vel frá sér. Hljómsveitin hefur þróast síöan og vinnur að því að yfirstíga þessi vandamál. Eg hitti þá að máU fyrir skömmu og spurði hvenær hljóm- sveitin hefði verið stofnuð. — Það var í október í fyrra segir < Einar söngvari. Hafiö þið spilað mikið opinber- lega? — Aðallega í Hafnarfirði. Þar höfum viö mjög góðan staö, Bæjar-1 bíó. Hafnflrskir krakkar sækja hljómleika þar mjög vel og þar er góðurmóraU. Hvað finnst ykkur um möguleika nýrra hljómsveita að komast á framfæri? — Þeir fara alveg eftir því hvernig að þessu er staðið. Það þarf að auglýsa vel og skapa þannig stemmningu að fólki finnist sjálfsagt að fara á hljómleika, alveg eins og i bíó. Fólk er kannski orðið þreytt á að sjá sömu hljóm- sveitimar aftur og aftur, ég veit það ekki. Hins vegar er nóg af bíl- skúrsböndum og þau þurfa að fá tækifæri. Hvað fanns ykkur um MúsUttU- raunirSATT? — Þær voru ágætar svo langt sem þær náðu en það er ekki nóg aö gera svona einu sinni. Það þurfa fleiri en einn maður að starfa í SATT. SATT kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og skipuleggur nokkra tónleika en síöan er ekki haldiö áfram, frekar einhverjar grígipur úti i bæ sem skipuleggja sjálfstæða tónleika. Það þarf að vera áframhald og samhengi í þessu. — Það var töluverður áhugi fyrir Músíktilraununum, sem svo var ekkert unnið úr. Nú eru að koma staðir, eins og Safari og D-14, i sem taka inn hljómsveitir og þar er aðskapastaðstaða. FUharmóníusveitin er úr Hafnar- firði eins og áður segir. Eg gat alls ekki staðist freistinguna að spyrja meðlimi hennar hvað þeim fyndist um Hafnarfjarðarbrandara. — Þeir eru ágætir, segja þeir. Annars lásum við bók um daginn, danska bók, og þar voru alUr Hafnarfjarðarbrandaramir. Þeir voru bara aUir um Aarhus þar. Það er nefnUega það. Reykvík- ingum mun fljótlega gefast færi á að hlusta á FUharmóníusveit Hafnarfjaröar spila, lUdega í Safari. Ekkert er ákveðið með dag- setningar. Fimmtudaginn 14. júli hélt Sexpol hljómleika í Safari. Þar komu ýmsir fram, Vonbrigði, Q4U, þeir Sigtryggur og Dóri trommarar sem trommuöu liðið upp í mikið f jör, tvær ungar stúlkur sem sýndu geysiskemmtilegan dans. Verið getur að meira verði sagt frá þeim tveimur seinna en margir hafa spurt hvað Sexpol sé. Guðmundur I. Jónasson, einn af starfsmönnum Sexpol, sagði að þetta væri félags- leg hreyfing ungs fóUcs sem stefndi að aukinni umræðu og aðgerð- um á sviði fjölskyldumála, uppeldismála, kynlífsvandamála og annars sem tengist slíku og þvíumlíku. Meðal þeirra sem starfað hafa með Sexpol eru Mike Pollock og Þeysarar. Meðal hugmyndasmiða hreyfingarinnar er Wilhelm Reich, en mynd af honum er utan á Fourth Reich, plötu Þeysaranna. Sexpol, sem tengist Miðgaröi, miðstöð fyrir lífefli sem margir þekkja, ætlar að gangast fyrir mánaðarlegum hljómleikum til að kynna starfsemi sína og lífga upp á liðið. Ef dæma má eftir hljóm- leikunum þann 14. júlí ætti það aö ganga vel. Um 250 manns mættu. Sexpol stefnir einnig að tímaritaútgáfu og annarri útgáfustarf- semi. Er ekki nóg af popptónlist í útvarp- inu? Ekki er á bætandi, segir elli- heimilismaturinn og tekur um eyrun þegar enn eitt popplagið fer af staö. Staðreyndin er sú að það er nóg af popptónlistí útvarpinu. Meira en nóg. Það er bara einn galli þar á. Poppið er ekki nógu gott. Við höfum óskalaga- þætti barnanna, sjúklinganna, sjó- mannanna, lög unga fólksins, syrpum- ar (eða hvað það er sem er komið í staðinn fyrir þær) o.s.frv. I öllum þess- um þáttum eru spiluð sömu lögin aftur og aftur. Þegar búið er að spila þau nógu oft eru þau sett á safnplötur... Rokkhljómleika í útvarpið! Hvað finnst ykkur? Mér finnst vanta fjölbreyttari um- fjöllunumtónlistíútvarpi. Þaðvant- ar vandaðri poppþætti og þætti um inn- lenda popptónlist. Hvað um að rokk- hljómsveitir fái að halda hljómleika í útvarpi? Sinfóníuhljómsveitin fær það, oft í mánuði. Eg er viss um aö ís- lenskar rokkhljómsveitir gætu haldiö a.m.k. eins skemmtilega hljómleika og hún, alveg jafnoft. Ungar hljómsveitir sem ekki fá plötusamning gætu þarna fengið kærkomið tækifæri til að koma tónlist sinni á f ramfæri. Málið er nefnilega það að oftast eru hljómplötur gefnar út til að græða á þeim peninga. Því verða þær hljóm- sveitir sem ekki spila tónlist sem líkleg er til að seljast útundan þótt sú hljóm- list eigi oft jafnmikið eða meira erindi til fólks en hin. Hér ætti ríkisútvarpiö, sú mikla menningarstofnun, að taka við sér og bjarga málurn. Nú er að hætta eini þátturinn sem sinnt hefur popp- og rokktónlist af ein- hverri alvöru, Afangar. Hann var orð- inn gamall en missti aldrei neitt af ferskleika sinum. Fyrst voru þeir Ásmundur og Guðni Rúnar með hippamúsík og vesturstrandarrokk, síðan man ég eftir þeim þegar þeir fóru að spila nýbylgjuna, fyrst þá er- lendu og síðan þá íslensku þegar hún fór að þróast. Við skulum vona að ann- ar slíkur þáttur eöa fleiri komi. Þetta eru nauðsynlegir þættir. Svo er auðvitað alltaf hægt að setja uppsínareigin útvarpsstöðvar! Hvnö er Hinn ^ munuþeir' Hvernig væri ad smá- fjör?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.