Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MANUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Nóaflóflifl, enskur miflalda-undraleikur, gerflur afl barnasöngleik af tónskáldinu Benjamin Britten í sýningu íslensku óperunnar. Texta- þýfling: Jón H. Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Jón Stefónsson. Leikstjóri: Sigríður Þorvaldsdóttir. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Búningar: HukJa Kristín Magnúsdóttir. Dýrahausar: Brynhiidur Þorgeirsdóttir. Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir. Lýsing: Árni Baldvinsson. í aflalhlutverkum: Róbert Arnfinnsson, Halldór Vilhelmsson, Guflmundur Hafsteinsson, Lárus ísfeld, Júlíus S. Pálsson, Hrafnhildur Björns- dóttir, Hrönn Haflifladóttir, Elizabeth H. Mar- lies, Ellen Símonardóttir, Marta Halldórsdóttir, Guflmundur Eyfells, Jarþrúflur Guðnadóttir. Auk þess skari í hlutverkum dýra og Hljóm- sveit íslensku óperunnar ásamt fjölmennri Bamahljómsveit íslensku óperunnar. Sýningarstjóri: Guðný Helgadóttir. Það bregst ekki að þegar frumsýna á í Islensku óperunni, skal veörið setja strik í reikninginn. Að þessu sinni varð ekki meira en dags töf, svo að tæpast er þaö til að gera veður út af. — Nóaflóöið er í raun gamall enskur dýradagsleikur, sem Britten tónsetti af sinni alkunnu snilld og smekkvisi. Og eins og leikjum Dags dýranna var á sínum tíma ætlað, kemur Britten boðskap biblíunnar til skila á áhrifamikinn hátt. Britten er snillingur hermitónlistarinnar og nægir að benda á nokkur atriði úr Nóaflóðinu sem dæmi þar um: flóðið sjálft, dans hrafnsins og dans dúf- unnar. önnur vinnubrögð En hvernig tekst svo til að koma herlegheitunum á fjalirnar? — I óperu þessari eru aðeins tvö hlutverk sniðin fyrir fulloröna, Nói og kona hans, og í samanlagðri hljómsveit- inni er aðeins einn lykil-atvinnu- maður á hverri rödd. Þaö segir sig því sjálft að hér þarf að beita dáh'tið öðruvísi vinnubrögöum en venju- lega. Þannig hvílir miklu meiri ábyrgð á herðum hljómsveitar- stjóra, leikstjóra og síðast en ekki síst sýningarstjóra en í venjulegri óperusýningu. Það er ekkert smá- ræðis verkefni aö láta allan þennan skara bama koma rétt og skipulega inn á sviðið, samræma hreyfingar og Eyjólfur Melsted Fékk Nói þau skiiaboð að skipa út hverjum grip. makalaust góða stjóm á öllum sviðum. Beiting ljósanna er vel í takt við hermitónlist Brittens og auka þau vissulega mjög á áhrifamátt vel útfærös leiks og söngs. Leikmyndin getur ekki einfaldari verið, né snjall- ari, og gerir hún það ekki síst að verkum að atriði eins og óveðriö mikla takast svo vel sem raun er á. Búningar og gervi em eins og annað í þessari sýningu ágætlega unnin, sér- staklega klæði Nóa og fjölskyldu hans. yfirleitt gæta þess aö ekki fari allt í hnút hjá öllum þessum barnaskara. — I sýningu þessari gengur allt upp. Hún rennur hnökralaust á ágætum hraða. Söngurinn er hreinn og text- inn skýr og hljóðfæraleikurinn betri en nokkum hefði órað fyrir. Sem sagt, óperuuppfærsla af bestu gerð. Aðeins hiutiþeirra fjöimörgu barna sem þátt taka iNóafióðinu, sýningu isiensku óperunnar. Sigur hópsins Menntuðu, fullorðnu söngvararnir gera sig aldrei seka um að notfæra sér yfirburði sína á kostnað með- söngvaranna, heldur nota kunnátt- una til að styðja og lyfta undir með hinum ungu og óreyndu. Börnin í aöalhlutverkum gera sínum hlut- verkum undantekningarlaust hin bestu skil, eins og segja má reyndar um alla þátttakendur í sýningunni. Raunar er ekki réttlátt að geta eins umfram annan, en ég get ekki stillt mig um að minnast einnig á dansar- ana htlu í hlutverkum hrafnsins og dúfunnar. Þessi frábæra sýning er því fyrst og fremst sigur hópsins og dæmi um Óperuuppeldi Islenska óperan sér sóma sinn í því að uppfylla skyldur sínar viö yngstu kynslóöina. Þau böm, sem nú fara að njóta góðrar sýningar í óperunni, koma þangað í framtíöinni sem upp- lýstir og jafnframt kröfuharðir óperugestir. I Nóaflóðinu eru þau ekki aðeins áhyerendur heldur þátt- takendur lika. Dýradagsleikirnir gömlu höfðu það markmið að uppfræða ólæsan al- múgann um efni biblíunnar. I höndum Islensku óperunnar verður hin makalausa bama- og fjölskuldu- ópera Brittens að áhrifamiklu og vönduðu uppeldistæki. Megi þar flæða bæði vel og lengi. -EM. Tónlist I dag mælir Pagfari Í dag mælir Dagfari í daa mælir Daafari Vill maðurinn ekki selja ömmu sína? Frjálshyggjupostulinn Hannes Hólmsteinn heldur áfram vlð þá iðju sina að koma óorði á frjálshyggjuna. Sýnist hann vera á góðri leið með að koma henni fyrir kattaraef meðan hann lelðlr auðhyggju sina inn á þær brautir að samkvæmt kenningunni sé í lagi að selja böm og kaupa sér skyndikonur. Kemur það tll viðbótar fyrri greinaskrifum um nauðsyn þess að gefa sölu eiturlyfja frjálsa. Stundum er sagt um aurapúka eða gróðapunga, eins og Matthías Bjamason orðaði það einu slnni, að þeir myndu selja ömmu sina ef gróðavon væri í þeim viöskiptum. Sýnist nú allt benda til þess að Hannes Hólmsteinn geti orðið fyrstur manna tU að taka þessl háðs- yrði alvarlega. SjóndeUdarhringur þeirrar frjálshyggju, sem maðurinn boðar, takmarkast við peningakass- ann þar sem mannúð og manngttdi er falt fyrir tiu sUf urpeninga. Annars em ritverk þessa fullhuga ekki bundin við neðanmálsgreinar í dagblöðum. Almenningi tU upp- lýsingar skal þess getið að hann rit- stýrir timaritinu Frelsið þar sem skiptast á fræðigreinar eftir ritstjór- ann og myndir af rltstjóranum. Má þar fylgjast með Hannesi i aðskUjan- legum boðum, kokkteUdrykkju og ráðstefnum með alþjóðlegum frjáls- hyggjumönnum og fínastar em myndimar þegar Hannes tekur i höndina á Friedman eða Iyftir giasi með Hayek. Virðist Húnvetningurinn vera kominn i famUiutengsl við þessa lærifeður, og sagt er að síðast hafi hann sést á mynd í fylgd með ömmu Friedman á gamalmennahæil vestur í USA. Tímaritið er sem sagt orðið privatfjölskyldualbúm fyrir Hannes og einkavini hans sem boða þá kenningu að hamlngjan fellst i þvi að kaupa og selja bömin sin. Þá er þess að geta að unglr sjálf- stæðismenn gefa út málgagn sem heitir Stefnir. 1 selnni tfð er það einnig orðlð að einkamálgagni fyrir Hannes þennan Hólmsteln. Þar hefur hann nú síðast skrlfað langloku um landsfund Sjálfstæðlsflokksins. Sú grein gæti heitið Jesú var kosinn formaður því að annað elns mærðar- hjal og lofsöngur hefur ekki verið kyrjaður um Þorstein Pálsson, nema þá að Elmreiðarhópurinn hafi haft það á dagskrá að æfa sig i tttbelðslu. Nú má vel vera að stofnun Jóns Þorlákssonar hafi verið sett á lagg- dUka sjálfstæðismenn niður í irnar tU að hafa Hannes á launum við rangláta og réttláta en eitthvað hefur Stefnir vUlst af leið þegar það blað er notað tU að plssa upp á hrygg- inn á Þorsteini Pálssynl og Davíð Oddssyni af því að Hannes Hólm- steinn þarf að seija sjálfan sig í Sjálf- stæðisflokknum. Ef menn eiga að selja bömin sín og skipta við skyndlkonur tU að öðlast hamingjuna samkvæmt formúlum frjálshyggjunnar gefur augaleið að Hannes Hólmstelnn kann engar betri aðferðir gagnvart jesúbömum Sjálf- stæðisflokksins heldur en að bjóða sig falan með englasöng í Stefni. Hins vegar er rétt að vara bæði for- manninn og borgarstjórann vlð þessum viðsklptum. Nóg er nú að Hannes Hólmsteinn eyðUeggi frjáls- hyggjuna og nafn Jóns Þorlákssonar þótt hann taki ekki bæði Þorsteln og Davíð með sér í faUinu. Ef það er mehiing Stefnis, Frelsls- lns og frjálshyggjuliðsins í Sjálf- stæðisflokknum að gera nýja for- manninn og unga borgarstjórann að skUgetnum afkvæmum sínum er betra að gera það á lokuðum Eim- reiðarfundum heidur en að rúa þá ærunni í nafni Sjálfstæðlsflokksins. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.