Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 21
DV. MANUDAGUR 6. FEBRUAR1984. íþróttir 21 íþróttir íþróttir íþróttir FH tryggði sér sigur í deildarkeppninni — þegar liðið vann öruggan sigur á KR 25-20 í Haf narff irði „Ég er nokkuð ánægður með þennan leik hjá mínum mönnum. Annars var ekkl að neinu sérstöku að keppa,” sagðl Geir Hailsteinsson þjálfari FH í handknattlelk eftir að FH hafði sigrað KR í leik llðanna í 1. deild Islandsmóts- ins í handknattleik á laugardag. FH- ingar skoruðu 25 mörk í leiknum en KR-ingar 20 en staðan í leikhléi var 14—9FHívil. Með þessum sigri tryggði FH sér sigur í deildarkeppninni en þess ber aö geta að sjálf úrslitakeppnin er eftir. West Ham keypti leikmann West Ham keypti fyrlr helgi Paul Hilton frá 4. deiidarliði Bury fyrir 80 þúsund sterllngspund. Lundúnaliðið á í mlklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna. A laugardag gátu þeir Brooking, Devonshire, Bond, Whitton, Goddard, Martin og Plke ekki lelkið vegna meiðsla eða nær nllir aðaimenn liðsins. Þá keypti Portsmouth risann Mickey Droy frá Chelsea fyrir 40 þúsund sterl- ingspund. Droy hefur um iangt árabD verið miðvörður hjá Chelsea. hsim. FH-liöiö hefur þar með sigrað í þremur mótum í vetur. Utimótinu sem að vísu var haldið í haust, Reykjanesmótinu og nú í deildarkeppninni. KR-ingar byrjuðu nokkuð vel í leikn- um á laugardag og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. FH-ingar voru þó ekki á þeim buxunum aö hleypa þeim langt fram úr og næstu fimm mörk voru FH- inga. Staðan orðin 5—2 og KR-ingar náðu aldrei aftur forystu í leiknum, sigur FH var aldrei í hættu. Oftast munaði fimm mörkum á liðunum en minnstur munur var rétt fyrir leikslok er staðan var 20—17 og 10 mínútur eftir afleik. Þorgiis Ottar átti mjög góðan leii fyrir FH og skoraði grimmt, níu mörk í leiknum og hefði getað gert betur, fékk mörg marktækifæri en nýtti níu þeirra. Allir leikmenn FH fengu að spreyta sig í leik þessum og allir stóðu sig meö prýði. Mörk FH: Þorgils Ottar 9, Kristján Arason 5 (2v), Pálmi Jónsson 3, Val- garð Valgarðsson 2, Sveinn Bragason 2, Guðmundur Magnússon 2, Atli Hilmarsson, nýstiginn úr flensu, skor- aði eitt mark og þaö gerði Hans Guðmundsson einnig. Alla baráttu vantaði í KR-liðið í þessum leik og ekki var að sjá að liðið væri að berjast fyrir tilverurétti sínum í fjögurra-liöa úrslitunum. Liðið átti fremur slakan dag og mörkin skoruðu þessir leikmenn: Guðmundur Alberts- son 5 (1), Haukur Geirmundsson 6 (lv), Friðrik Þorbjörnsson 3, Jóhannes Stefánsson 2, Jakob Jónsson 2, Olafur Lárusson 1 og Gunnar Gíslason skoraði eitt mark. Leik þennan dæmdu þeir Guðmund- ur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson og voru margir dómar þeirra umdeildir og sérstaklega virtist Þorgeir miður sín. -SK. ! Dýrmætur ! Framsigur Fram vamt nauman sigur á FH í 1. deild kvenna, 16-15 j Fram-stúlkumar unnu mjög þýð- * ingarmiklnn sigur í toppbaráttu 1. ■ deildar er þær lögðu vinkonur sinar í _ FH að veili í Laugardalshöllinni á | föstudagskvöldlð í æsispennandi leik Itveggja jafnra liða. Lokatölur 16—15 Fram í vil eftir að Istaðan í leikhléi hafði verið jöfn, hvort liö skorað níu mörk. j Leikurinn var þokkalega leikinn á * köflum og jafn var hann allan | tímann. Sigur Fram var þó ekki í ^mikilli hættu í lokin þrátt fyrir að Framstúlkurnar ásamt stúlkunum í FH gerðu mörg mistök. Vítaköst voru miðnotuð á báða bóga og allt eftir því. Mikill hasar á fjölum Laugardalshallar og sigur Fram ákaflega þýðingarmikill. Mörk Fram: Guðríður 4, Oddný 4, Hanna 3, Arna 2, Margrét 2 og Kristínl. Mörk FH: Kristjana 4, Margrét 3, Kristín 3, Sigurlaug 2, Katrin 1, Hildur 1 og Amdís 1. I Guðmundur með Fram i í sumar Markvörðurinn góðkunni, Guð- mundur Baldursson, sem leDdð hefur með Fram í knattspymunni undanfar- in ár, 1600^- nú sem kunnugt er I ÞýskalandL Eitthvað var það málum blandið hvort kappinn myndi lelka með félögum sinum í Fram í 1. deOdinni í sumar en nú hafa þau mál tekið skýra stefnu. Guðmundur mun væntanlegur á skerið um mánaðamótin april/maí og mun þvi lelka með Fram í sumar. Guðmundur hefur um nokkurt skeið verið einn af bestu markvörðum okkar i knattspym- unni og þarf ekkl að fara um það mörgum orðum hversu mikUI styrkur hann verður Framliðlnu á komandi keppnistimabUi. -SK. Guðmundur Baldursson mun verja mark Fram í sumar. ÞEGAR GÆÐIN ERU A GJAFVERÐI W 24 Kafaraúr (50m). Klst., mln., sek. dagatal, vekjari, skeiðklukka, niðurteljari, 12/24 ‘ima kerfi. 5 ára rafhlöðuending. Verð kr. 1.500 r Herrasportúr. Klst., min., sel dagatal. 5 ára rafhlöðu ending. Verð kr. 730,- L—790 Nett kvenmannsúi- Klst., min., sek. dagatal. Verð kr. 1.390,- DW-200 Kafaraúr (200m). Klst., mín., sek., dagatal, 4 vekjarar, " hljóðmerki, skeiöklukka, niðurteljari. 4 ára rafhlöðuending. —.Verð kr. 2.200,- \ F-86Herra- sportúr. ' *lat- nún., S£ dagatal, 12/24 lima ker vekjari, skeiðklukka. 5 ára rafhlöðu ending. 7 Verð kr. 995 , L—5 Fallegt dömuúr. Klst., mín. sek., dagatal. . 5 ára rafhlööuending. Verö kr. 730,- ^ MQ-501 Fallegt quartz karlmannsúr. Verð kr. 2.500, ,LQ—310 Fallegt quartz karl- mannsúr. Verð kr. 2.150,- AQ—210 Fallegt karlmannsúr. Vekjari, skeiö- klukka, þrefaldur tími. Verð. kr. 2.400,- MQ-500 quartz karl- mannsúr. Verð kr. 2.500, LQ-311 Fallegt quartz kven- mannsúr. Verð kr. 2.150,- EINS ARS ABYRGÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA UMBOÐIÐ BANKASTRÆTI SÍMI 27510.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.