Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR1984. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á bv. Aðalvík KE-95, þingl. eign Hrað- frystihúss Keflavikur hf., fer fram við skipið sjálft í Kefla víkurhöfn að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 9. 2. 1984 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Vesturgötu 4, efri hæð, í‘ Keflavík, þingl. eign Hafsteins Emilssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 9.2.1984 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Heiðargerði 6 í Vogum, þingl. eign Hlöðvers Kristinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Þorvalds Lúðvikssonar hri., Jóns Þóroddssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. f immtudaginn 9.2.1984 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Meiðastöðum, austurbýli, 3. hæð, i Garði, þingl. eign Ásmundar Gunnarssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Helga V. Jónssonar hrl., Jóns G. Briem hdl., Brands Brynjólfssonar hrl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Guðjóns Steingrimssonar hrl., Gerðahrepps og innheimtumanns ríkis- sjóðs miðvikudaginn 8.2.1984 kl. 16.00. __________________Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Greniteigi 14 í Keflavík, þingl. eign Magnúsar Kolbeinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs miðvikudaginn 8.2.1984 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbi. á fasteigninni Sólvallagötu 42, 3. hæð í vesturenda, í Keflavík, þingl. eign Arnar Ingólfssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu innheimtumanns rikissjóðs miðvikudaginn 8. 2. 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjuvegi 35 í Keflavík, þingl. eign Björns Ragnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Veðdeildar Landsbanka íslands miðvikudaginn 8.2.1984 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kefla vík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjuvegi 11 í Keflavík, þingl. eign Ölafs Georgssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 8.2.1984 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjuteigi 15 í Keflavík, þingl. eign Rúnars Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrl. miðvikudaginn 8.2.1984 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. CAR RENTAL SERVICE - @ 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI ^3 SMIÐJUVEGI 44 D - KÓPAVOGI • ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OG HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS Leitið upplýsinga. Um helgina Um helgina Fávitar leika lausum hala Það er staöreynd að tónlistar- þættir njóta ekki almennrar hylli í sjónvarpi, en sem betur fer er þó hægt að gera ýmislegt til þess að örva áhugann og stækka áhorfenda- hópinn. Ein leið og nokkum veginn örugg er sú að sýna sem allra minnstan djass, því að sú tegund tónlistar höfðar til afar fárra og eiginlega ekki nema hinna rosknu manna. önnur leiö og torsóttari er sú að vanda ákaft til upptökunnar og reyna að tjalda allri þeirri tónlistar- þekkingu sem sjónvarpiö á völ á hverju sinni. Þaö er ekki langt um liðið síðan viö sáum forkunnargóðan sjónvarpsþátt með Vínarvölsum og það er hægt að grafa heilann um hvers vegna sá þáttur var svo miklu betri en sumir aörir. Líklega hefur það skoriö úr, aö upptökustjórinn var vel heima í tón- list og gjörþekkti lögin og hljóm- sveitina sem flutti þau. Ævinlega var hann til taks meö myndavélar sínar þar sem á þurfti að halda — hann fangaöi inn blásarastefin þegar það átti við og eins var um önnur hljóðfæri og ekki síst hljómsveitar- stjórann sjálfan. Þetta var karl sem kunni til verka. Eg býst við því að eldheitum unn- endum hljómlistarinnar þyki alltaf slægur í tónlistarþáttum, þó svo aö þeir séu miður laglega unnir, en við hinir sem höfum gaman af tónlist án þess aö kunna á henni mikil skil njótum slíkra þátta því betur sem þeir eru búnir til af meiri snilld og kunnáttu. Þátturinn í gærkvöldi með önnu Guðnýju Guðmundsdóttur á píanói og Sigurði I. Snorrasyni með klarin- ettu var ekki nógu vandaöur og margoft var eins og myndvinnslan væri gjörsamlega úr tengslum við sjálfan tónlistarflutninginn. Sjónvarpsstöðvar í útlöndum ráða til sín tónmenntaða dagskrárgerðar- menn til þess að sjá um svona upptökur en auðvitaö er ekki alltaf kostur á slíkum munaði. Fyrsta skrefið væri að ráða menn til verksins sem kunna að lesa nótur og aö því ætti lista- og skemmtideild að vinna. Fyrir fjórum árum eöa svo hlotn- aðist mér sú ánægja aö horfa á rúss- neska kvikmynd í sjónvarpinu sem hét Fávitinn og var búin til eftir skáldsögu Dostójevskís. Þaö er um þessar rússnesku myndir að segja, rétt eins og tónlist- arþættina, að þær eiga hreint ekki upp á pallborðið hjá mörgum Islendingum. Ber þar ýmislegt til sem ekki þarf að rifja upp á þessum vettvangi. Eg veit að það er slegist um mynd- segulbandstækin á videóleigum borgarinnar þegar von er á rúss- neskri kvikmynd í sjónvarpinu og mér skilst að legið hafi við styrjöld í sumum borgarhverfum þegar leið á vikuna og þaö kvisaöist að lista- og skemmtideild ætlaði að endursýna Fávitann. Nú er heitið á myndinni engan veg- inn réttnefni eins og kunnugt er, því að Myshkin prins var alls ekki fáviti í þess orðs fyllstu merkingu, heldur fjarskalega göfugur maöur, þótt hann væri kannski dáh'tið einfaldur á köflum. En hver er fávitinn sem enn leikur lausum hala og fær að ráöskast svona meö föstudagskvöld heillar þjóðar að gamni sínu? -Baldur Hermannsson. Heba Geirsdóttir Jóhannesson lést 27. janúar sl. Hún fæddist á Akureyri 20. apríl 1901. Foreldrar hennar voru Geir Sæmundsson og Sigríður Jónsdóttir. Heba giftist dr. Alexander Jóhannes- syni en hann lést árið 1965. Utför Hebu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Hjörleifur Jónsson fv. bifreiðaeftirhts- maður, andaðist í Borgarspítalanum 31. janúar. Utförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Brynjólfur H. Þorstemsson vélstjóri, Laugarnesvegi 72, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. febrúarkl. 13.30. Andlát Skákmeistaramót Suðurnesja Skákmeistaramót Suðumesja hefst í Garðinum í kvöld, mánudaginn 6. febr. Teflt verður í bamaskólanum og hefst mótið klukkan átta. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldiö í Garðinum. Þar var stofnaö skákfélag nýlega en Helgarskákmótið sem haldið var þar varð kveikjan að stofnun skákfélags Gerðahrepps, sem annast mótið. Teflt verður í opnum flokki, eftir Monrad-kerfi, sjö umferðir. Sigurveg- arinn fær titilinn „Skákmeistari Suöur- nesja” en einnig verða veitt verðlaun fyrir öldunga og unghnga. Skráning keppenda fer fram á móts- staö og er öllum skákáhugamönnum á Suðumesjum heimil þátttaka í mótinu. ðLDUGATA Misritun varð í frétt okkar síðast- liðinn föstudag er við sögðum frá heimilisfangi konunnar er lést aö Njálsgötu 48 í síðustu viku. I stað öldusels 48 átti að standa öldugata 48. Hlutaðeigandi em beðnir velvirðingar áþessu. -JGH. Jófríður Kristin Þórðardóttir lést 31. janúar sl. Hún fæddist 9. ágúst 1890. Hún var gift Olafi Bergmann Erlings- syni, en hann lést árið 1973. Þau eignuðust þrjár dætur. Utför Jófríðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. Steinunn Reynisdóttir lést 29. janúar sl. Hún fæddist aö Eyvík í Grímsnesi 11. febrúar 1954, dóttir hjónana Reynis Tómassonar og Emmu Kolbeinsdótt- ur. Steinunn lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið 1971. Hún giftist Pétri Haukssyni og eignuðust þau tvo syni. Steinunn og Pétur shtu samvistum. Utför Steinunnar var gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl. 11. Guðmunda Gisladóttir, Oldugötu 48 Hafnarfirði, lést 31. janúar. Ölafur Þorsteinsson, fyrrverandi vél- stjöri, andaðist 2. febrúar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Einar Sigurðsson, Odda, Fáskrúðs- firöi, lést í Landakotsspítala3. febrúar. Sesselja Katrin Halldórsdóttir frá Sauðholti, síöast til heimilis á Grettis- götu 66, andaðist á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund fimmtudaginn 2. febrúar. Magnús Ármann stórkaupmaöur, Gils- árstekk 8 Reykjavík, lést fimmtu- daginn 2. febrúar. Bragi Jóhannsson frá Akureyri, lést 19. janúar í Gautaborg. Jarðarförin hefur farið fram. Bryndís Elíasdóttir, Reynihvammi 34 Kópavogi, sem andaðist 27. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Steinunn Kristinsdóttir, Nönnufelli 3, andaðist á gjörgæsludeild Landakots- spítala 4. febrúar. Tilkynningar Skíðakennsla á Miklatúni kl. 20—22 í kvöld. Sá sem fékk ranga skíða- stafi á þriöjudagskvöldiö sl. er beðinn aö mæta og taka rétta stafi. Norrænn bibliufundur I dag kl. 5 veröur haldinn norrænn biblíufundur í Norræna húsinu viö Hringbraut í tilefni af þvi aö liöin eru 400 ár frá útgáfu Guöbrandsbiblíu. Á fundinum mæta framkvæmdastjórar nor- rænu Bibliufélaganna og verður þar fjallaö um út- gáfu og útbreiðslu bibliunnar á Norðurlöndum og víðar. Níræður er í dag, mánudaginn 6. febrúar, Jón Hlíðberg, Leifsgötu 12. Hann dvelst nú á Borgarspítalanum. 80 ára verður sunnudaginn 5. febrúar Þórður Ingþórsson bifreiðar- stjóri, Sólheimum 14 Reykjavík. Þóröur tekur á móti vinum og vanda- mönnum í Félagsheimili Langholts- sóknar á afmælisdaginn milli kl. 16 og 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.