Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 6
' ’ tívr; Pftroi'f'utíÁGtrR 16!.’FÉ'éMÖAá í984 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Eldhús- og klósettpappír: Nákvæmar upplýs- ingar um inni- hald nauðsynlegar — til að gera verðsamanburð Yfírleitt er boðið upp á margar tegundir af salernis- og eldhúspappir en stundum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir verðmuni milli þeirra þegar upplýsingar eru af skornum skammti. DV-mynd APH. Klósettpappír eöa salernispappír er ein af okkar mestu nauðsynjavörum. Þaö má meö nokkurri vissu fullyrða að allir neytendur noti þessa vöru með jöfnu millibili í mismunandi mæli. Salernispappír tekur yfirleitt fremur stórt pláss í hverri verslun og yfirleitt er boðiö upp á margar tegundir í mis- stórum umbúöum og í öllum regn- bogans litum. Hvaöa pappír veröur fyrir valinu er erfitt aö segja um. En valið hlýtur aö ráöast af verðinu, gæðunum og jafnvel litnum. Því oft þykir vissara aö hafa hann í stíl við baðherbergiö. Viö ætlum ekki aö léggja mat á gæöi eöa litaval, en heldur líta örlítið á verö á þessari vöru og kanna hvernig hægt sé aö gera verösamanburö milli tegunda. Við brugðum okkur í tvær verslanir og litum nánar á þær tegundir sem þar voru á boðstólum. Hér er ekki veriö aö bera saman verö milli verslana. Fyrst og fremst er tilgangurinn aö kanna hvernig hægt sé aö gera verðsaman- burö innan verslana þegar margar teg- undir eru á boðstólum. Við litum einnig á verö á eldhúsrúllum sem þykja nú oröiö ómissandi í eldhúsið. Neytendaupplýsingar Serla Gentle A umbúöum þessarar tegundar voru mjög.skilmerkilegar upplýsingar um innihaldiö og þaö sem meira er um vert, þær voru á íslensku. Þar var gerö grein fyrir hvaöa pappír var notaður, 240 blöð voru á hverri rúllu og hvert blað er af stærðinni 11,5 cm x 14 cm. Slíkar upplýsingar eru til fyrirmyndar og auðvelda neytendum mjög aö gera verðsamanburö. Papco A umbúöum þessarar tegundar sem er íslensk framleiösla voru einnig mjög nákvæmar upplýsingar. Þær voru aö sjálfsögöu á íslensku. A hverri rúllu voru 288 blöð og stærð blaöanna var 10,2 cm x 13 cm. Fleiri blöð en hjá Serla Gentle en aðeins minni blöö. um eru líklega 300 blöð ef „Folhas” þýöir blöö á portúgölsku. Aðrar upplýsingar voru ekki á umbúðunum. Eldhúsrúllur Eldhúsrúllur þykja nú mikiö þarfa- þing. Yfirleitt eru tvær rúllur saman í hverri pakkningu. Upplýsingar á íslensku fylgdu Serla, Hagkaup og Papco. Serla greindi frá stærö og fjölda blaöa. Hagkaup einungis frá fjölda blaöa og Papco stærö en ekki fjölda. A Papco umbúöunum var hins vegar getiö um aö á hveri rúllu væru allt aö 32 metrar. Lengd hvers blaös er 28 cm. Ef lengd hverrar rúllu er 32 metrar eru um 114 blöö á hverri rúllu en á hinum rúllunum þar sem fjöldi blaöa var gefinn upp var hann aðeins 72 blöö. Upplýsingar á Edet rúllunum voru af skornum skammti og var hvorki fjöldi blaða gefinn upp né stærö þeirra. Verðsamanburður Þær tegundir sem eru í meðfylgjandi töflu eru sjálfsagt bara hluti af þeim tegundum sem hér eru á markaði. Til að neytendur geti með góöu móti gert verðsamanburð verður aö gefa upp nákvæmar upplýsingar um innihald hverrar pakkningar. Nokkrar af þessum tegundum upplýsa mjög vel hvert innihaldið er en hjá nokkrum þeirra virðist skorta nokkuö á það. Þetta ættu innflytjendur þessara vara aö taka til gaumgæfilegrar athugunar. -APH. Hagkaups pappír Finnskur pappír sem Hagkaup flytur inn. Upplýsingar eru á íslensku en stærö blaöanna er ekki gefin upp. Edet Upplýsingar um innihald af mjög skornum skammti og ekki á íslensku. Uppgefinn fjöldi blaöa sem er 250 stykki. Renova Mjög litlar upplýsingar um innihald. Þær sem fylgja meö umbúöunum eru líklega á portúgölsku. A þessum rúll- VERÐ Á SALERNISPAPPÍR OG ELDHÚSRÚLLUM. Hvað kostar rúllan af salernispappir? Tegund: Rúllan 100 blöð Serla Gentle 8 rúllur, 240 blöð 11,62 kr. 4,84 kr. Serla Twins 12 rúllur, 240 blöð 10,12 kr. 4,22 kr. Serla WC paperi 6 rúllur, 240 blöð 10,12 kr. 4,22 kr. Papco 2 rúllur, 288 blöð 9,97 kr. 3,43 kr. Papco 4 rúllur, 288 blöð 9,98 kr. 3,46 kr. Hagkaup 2 rúllur, 240 blöð 10,40 kr. 4,33 kr. Hagkaup 48 rúllur 10,40 kr. 4,33 kr. Edet 4 rúllur, 250 blöð 6,60 kr. 2,64 kr. Renova luxo 2 rúllur, 300 blöð 9,40 kr. 3,13 kr. Eldhúsrúllur. Serla Fant, 2 rúllur, 72 arkir 26,15 kr. 36,31 kr. Edet, 2 rúllur, ? arkir 18,40 kr. Hagkaup, 2 rúllur, 72 arkir 19,20 kr. 26,66 kr. Papco, 2 rúllur, um 32 m á rúllu 26,70 kr. 23,42 kr. Meðaltalshækkun: 7,4 PRÓSENT FRÁ 1.ÁGÚST TIL ÁRSLOKA Samkvæmt útreikningum sem þessutímabili. Þærerum.a.: Verðlagsstofnun hefur gert var Heilhveitibrauö 2,9% meöaltalshækkun á matvöru og Spaghetti 12,3% hreinlætisvörum 7,4% á tímabilinu Dilkalæri 14,3% frál.ágústtilársloka. Aþessutíma- Nýýsuflök 4,0% bili hafa einnig nokkrar vörur Mjólk 4,0% lækkaö í veröi og birtust tölur um Egg 38,0% þaö hér á síðunni sl. þriðjudag. Verð- Grænar baunir (niöursoönar) 8,0% lagsstofnun tók saman fyrir okkur Þvottaduft 12,3% nokkrar matvörur og hreinlætis- Ræstiduft 5,4% vörur sem hafa hækkaö i verði á .. . -APH. Raddirneytenda: Kröfumar og skulda- gálginn Kona ein, við skulum kalla hana Pálínu, haföi samband viö okkur og lá henni mikiö á hjarta. Var henni efst í huga krepputal fólks og sér- staklega veröbólgukynslóöarinnar. Segist hún sjálf muna tímana tvenna. Þeir sem tala um kreppu í dag eru aldir upp viö allsnægtir. Þaö fólk þekkir ekki nýtni eöa sparsemi, hefur nær eingöngu alist upp viö kröfugerð, vill hún meina. „Hvað veit þetta yngra fólk, sem alist hefur upp viö allsnægtir, um kreppu? ” sagöi Pálína. „A mínum fyrstu búskaparárum haföi ég lítiö á milli handanna eins og algengt var þá. Maöur tók gömul föt, sneri þeim og saumaöi upp úr þessum gömlu flíkum á börnin. Gamlar peysur voru raktar upp og prjónaðar peysur á ný úr garninu. Þetta þekkist varla í dag. ” Nú þarf hver um annan þveran aö eignast og eignast, nýja og nýja hluti. Fólk keppist viö aö komast í skuldagálgann. Fljótasta leiöin í þann gálga er aö láta undan öllum kröfunum. Þetta haföi Pálína meöal annars um krepputalið að segja en bætti viö. „Þaö er sjálfsagt þröngt í búi hjá mörgum um þessar mundir, en þaö eru líka margir sem hafa gott af því aö temja sér meiri nýtni. Bruöl á öllum hlutum eins og hefur viögengist í þjóðfélaginu undanfarin ár eraökoma okkuríkoU.” Kvaöst hún vera hneyksluö á þeim fréttum sem fram hafa komið í fjöl- miölum þegar fullyrt hefur veriö aö Islendingar sæki ekki vinnu í sjávar- pláss þegar tækifærin bjóöast. Og í staðinn þurfi aö fá hingað til lands erlent vinnuafl. „Hér áöur fyrr var venja aö fólk færi á milli verbúöa í atvinnuleit og þótti sjálfsagöur hlutur. Þá fóru fyrirvinnur frá heimilum sínum, jafnt sem einstakl- ingar. Hvers vegna fara ekki þeir einstaklingar sem hafa bara um sjálfan sig aö hugsa, svo aö viö sleppum nú fyrirvinnum heimila, út á land í vinnu í staö þess aö vera á atvinnuleysisbótum á höfuðborgar- svæöinu? spyr Pálína. -ÞG Hjón sem reykja eyða 32 þúsund krónum á ári Nú um þessar mundir kostar einn pakki af sígarettum 44,10. Sá sem reykir einn pakka á dag þarf því aö borga 16.096 krónur á ári í þessa nautn. Þessi upphæð tvöfaldast þegar hjón reykja bæði einn pakka á dag hvort fyrir sig. Upphæöin verður þá hvorki meiri né minni en 32.193 krónur. Það er hugsanlegt að reykingamenn gætu sparaö á þessu sviði á þessum síðustu og verstu tímum. En það verður ekki gert nema meö því aö hætta. LEIÐBEININGAR Á FRAMANDITUNGUMÁLUM Það hafa sjálfsagt flestir lent í því aö lesa leiöbeiningar sem fylgja vörum. Þaö gengur í flestum tilvikum vel þegar þessar leiöbeiningar eru á okkar eigin máli. En máliö fer oftast aö vand- ast þegar leiöbeiningarnar eru á erlendum tungumálum. Nú er þaö svo aö allmargir íslendingar hafa gengið í gegnum skólakerfiö og þurft aö læra í það minnsta ensku og dönsku sem oft er þó engin tr (ging fyrir því að þeir skilji' þessi mál. Svo er einnig enn stór hópur sem aldrei hefur komist í kynni viö þessi tungumál. Til okkar kom maður með hlut sem hann haföi fengiö í jólagjöf. Þetta var fremur vandmeöfarinn hlutur og mikilvægt aö nákvæmar leiðbeiningar fylgdu honum. En þegar hann ætlaði aö fara aö handfjatla þennan grip kom í ljós aö leiðarvísirinn er fylgdi meö var á tveimur fremur framandi tungumálum, frönsku og flæmsku. Sem von var skildi hann hvorki upp né niöur í þessum málum. Hjá fyrir- tækinu sem flytur þennan hlut inn fengum viö þær upplýsingar áö um mistök heföi veriö aö ræða hjá umboös- aöilanum erlendis. Þau ár sem þessi hlutur hefði verið fluttur inn heföi leiðarvísirinn ávallt veriö á ensku og þýsku og heföi enginn kvartað yfir því. I þessu tilfeUi var um mistök aö ræöa. En samkvæmt því sem viö höfum sjálf séö og heyrt frá öörum ku það vera nokkuð algengt aö leiöbein- ingar séu á framandi tungumálum. Um þessi mál eru víst ekki til neinar ákveönar reglur og vafasamt hvort þurfi aö setja reglur um alla hluti. En þaö er aö sjálfsögöu skilyrðislaus krafa allra neytenda aö öllum innflutt- um vörum fylgi leiöbeiningar á þeim tungumálum sem flestir hér skilja meö góöu móti. Þaö er algjört lágmark aö þær séu í þaö minnsta á Noröurlanda- máli eöa ensku. Best væri aö sem flestir innflytjendur sæju sóma sinn í því aö snara þessu yfir á okkar eigiö tungumál sem viö öll skiljum svo vel. Einhverjir hafa gert þetta en þeir eru allt of fáir. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.