Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 40
40 DV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Karl Bretaprins leggur hönd á plóginn: — Ég á mér draum um að vera bóndi og yrkja jörðina við erfiðar að- stæður. KÓNGAFÓLKÁ RANGRt HILLU Þaö er undarlegt þetta kóngafólk sem situr í hásætum meö kórónur og hefur allt til alls. Ekkert nema van- þakklætiö. Tökum sem dæmi Karl Bretaprins sem hefur lýst því yfir aö æðsti draumur hans sé sá að vera bóndi og yrkja jöröina við erfiðar aðstæður. Díana kona hans á sér aö sjálfsögðu draum um að vera bóndakona þann- ig að draumar þeirra hjóna eru í takt. Móðir Karls og tengdamóðir Díönu vill aftur á móti vera venjuleg húsmóðir, gæta barns og bús, þrífa og elda og Anna dóttir hennar gæti hugsað sér að vera vörubílstjóri ef prinsessutitillinn væri ekki að flækjast fyrir. Vonandi eiga draumar kóngafólks- ins eftir að rætast. Nóg er af alþýðu- fólki sem er tilbúið til að skipta á sléttu. . . ,,Er Kalli minn úti í fjósi að mjólka?" Elisabet húsmóðir i heimsókn hjá Diönu bóndakonu. Anna prinsessa kórónulaus, hangandi utan ó œðsta draumnum: Vörubil. Undanfarna daga hafa dvalið hér á landi meðlimír bandarisku hljóm- sveitarinnar Crucifix en þeir búa að öllu jöfnu í Kaliforníu. Þeir eru friðarsinnar og anarkistar og ákaf- lega þægilegir í umgengni að sögn þeirra Islendinga sem afskipti hafa haft af þeim félögum. Þeir bjuggu í Breiðholtinu og skoðuðu Reykjavík sér til skemmtunar auk þess sem haldnir voru tvennir hljómleikar í Félagsstofnun stúdenta. Krökkunum fannst gaman að starfsfólk Félags- stofnunarinnar sagðist aldrei fyrr hafa heyrt annan eins hávaða og er þaö þó alið upp á þotuöld. DV-mynd Loftur. KYNLÍF KAÞÓLSKRA PRESTA — 7 prestar f Los Angeles íbamsfaðernismáli Rómversk-kaþólska biskupsembætt- ið í Los Angeles og þá sérstaklega 7 dyggir þjónar þess hafa verið ákærðir af 22 ára bandarískri stúlku sem held- ur því fram að þeir hafi misnotað sig kynferðislega og einn prestanna sé meira að segja faöir dóttur sinnar. Atburðirnir áttu sér staö fyrir 6 ár- um þegar stúlkan, Rita Milla, sótti simnudagaskóla hjá prestunum og stefndi aö því að verða nunna. Þegar ljóst var að árangur sunnudagaskóla- námsins var sá helstur að nemandinn varð óléttur gripu prestarnir til þess ráðs að senda stúlkuna í klaustur til Filippseyja. Nú er dóttirin tveggja ára og móðirin komin í bæinn á ný prestunum til mik- illar hrellingar. Rita Milla krefst sem svarar 600 milljóna króna í skaðabætur úr sjóðum kaþólsku kirkjunnar. ouO miUiónir króna af kaþólsku kirkjunni. / fyrsta skiptií 12 ár: Mamma kyssir kúlustrákinn Fyrr í vikunni fékk kúlustrákurinn Davíö fyrsta kossinn frá mömmu sinni, en Davíð hefur alið allan sinn aldur, 12 ár, í sótthreinsaðri plast- kúlu því hann er fæddur meö galla í ónæmiskerfi sínu og má því ekki vera í snertingu við umheiminn. Móðir Davíðs hefur getað fylgst með syni sinum öll þessi ár í gegnsæju plastkúlunni á sjúkrahúsi í Houston í Bandaríkjunum, án þess þó nokkru sinni að fá að snerta hann. Tækifærið sem nú gafst kemur ekki til af góðu, Davíð var orðinn alvarlega veikur og þurfti út úr kúlunni svo að læknar gætu rannsakað hann nánar í návígi. > Þessi mynd var tekin af Davíð i plastkúlunni sinni sl. haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.