Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 12
J2 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskríftarverðá mánuði 250kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Góð Grænlandstillaga Væntanlega veröur í dag samþykkt samhljóöa á Alþingi tillaga Eyjólfs Konráös Jónssonar og ellefu annarra þingmanna úr öllum þingflokkum um ræktun sameiginlegra hagsmuna meö Grænlendingum, sér- staklega í fiskimálum. Stefnumörkun Alþingis í dag getur orðið til aö efla samskiptin við Grænlendinga hraðar en verið hefur á undanförnum árum. Viö höfum verið of seinir aö átta okkur á skyldum okkar og samstarfsmöguleikum á þeim vettvangi. Fyrir nokkrum árum efndi Alþingi til Grænlandssjóðs til eflingar kynnisferöa, námsdvala, listsýninga, íþrótta- sýninga og annarra hliöstæðra samskipta Grænlendinga og Islendinga. Þennan sjóð þarf nú að efla til muna. Grænlendingar hafa á undanförnum árum verið að fóta sig á heimastjórn og eru nú á leið úr Efnahagsbanda- laginu. Við eigum að reyna að verða þeim að liði í tilraunum þeirra til að leysa ýmis vandamál á þessari braut. Grænlendingar hafa notið verulegra framlaga úr ríkis- sjóöi Danmerkur og sjóðum Efnahagsbandalagsins. Þetta hefur ekki nýtzt þeim að fullu, meðal annars vegna skorts á jafnstöðu gagnvart Dönum í menntun og at- vinnulífi. Þá hafa dönsk stjórnvöld notaö fiskveiöimið Græn- lendinga sem skiptimynt í samningum sínum um bætt skilyrði danskra landbúnaðarafurða á markaði Efna- hagsbandalagsins. Grænlendingar urðu að biðja í Bruxelles um að fá að veiða á eigin miðum. Nú þegar Grænlendingar eru aö losna undan þessari, nýlendukúgun Efnahagsbandalagsins, býðst það til að taka á leigu fimm ára aflakvóta við Grænland fyrir sem svarar 450 milljónum íslenzkra króna á ári. I kvótanum eru 23,5 þúsund tonn af þorski og rúmlega 63 þúsund tonn af öðrum sjávarafla. Þetta eru auðvitað of miklir kvótar fyrir of lítið fé. Auk þess fela þeir í sér rányrkju á grænlenzkum miðum. En bandalagið býður þetta, af því að það telur Grænlendinga ekki hafa efni á að hafna molunum af borði þess. Það veikir stöðu Grænlendinga, að þeir búa nú við þriðja kuldaveturinn í röð og að spáð er miklum hafís við landið mörg ár fram í tímann. Það spillir möguleikum þeirra til að afla sér viðurværis á sjó og landi. Okkur ber að veita Grænlendingum siðferðilegan, menntunarlegan og f járhagslegan stuðning viö að stand- ast freistingar Efnahagsbandalagsins og við að taka í þess stað yfirráð fiskimiðanna í þeirra eigin hendur. Þetta fer saman viö hagsmuni okkar af, að Efnahags- bandalagið komist ekki upp með rányrkju á fiskimiðum, sem á stóru svæði liggja að fiskveiðilögsögu Islands. Við þurfum að stuðla að verndim fiskistofna á þessum miðum. öamstart oKKar vio irræmendinga um skynsamlega nýtingu fiskimiða á öllu hafinu milli landanna ætti raunar að vera þáttur í víðtæku samstarfi um slíka nýtingu allt frá Noregi til Kanada og suöur yfir Færeyjar. Við erum á miðjuþessusvæði. Grænlendingum getum viö boðið upp á ókeypis þjálfun og menntun í fiskveiðum, fiskvinnslu, iðnaði og öðrum störfum, sem fylgja þjóðfélagsháttum nútímans. Við getum á ýmsan hátt aðstoðað þá við að koma í veg fyrir; rányrkju á fiskimiðum. j Allra brýnast er að bregðast skjótt gegn tilraunum Efnahagsbandalagsins til aö koma sér fyrir í grænlenzkri fiskveiðilögsögu. Samþykkt Grænlandstillögunnar á Al- þingi er mikilvægt skref í þá átt. J ónas Kristjánsson. m: mamtit&tMfflsimi m Rekstur fast eigna er ekki Kjallarinn JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Nú um stundir er nokkuð rætt um búsetumuninn á landinu, og þar farið að venju, að það eitt, sem dýrara er úti á landi, er sett í blöðin, svo sem raforkureikningar, eða hitunar- kostnaður á „köldu svæöunum”, sem svo eru gjarnan nefnd, til aögrein- ingar frá Deildartungusvæðunum, þar sem jaröhiti er keyptur af bændum, eða réttum eigendum fósturjarðarinnar. Um hitt er síðan á hinn bóginn minna rætt, sumsé það, hvaö er ódýrara úti á landi en í höfuðstaðn- um, því þaö þjónar víst engr; byggöastefnu. Menn beina þjáningu sinni og spjótum að höfuöborginni beint, rétt eins og Reykvíkingar njóti mikilla sérréttinda sem sveitarfélag. Köld kveðja frá köldu svæði Nú seinast Iásum við í DV að fólk væri að huga aö brottflutningi frá Flateyri, vegna himinhárra raforku- reikninga. Reikningar voru sagöir á bilinu 6—12 þúsund á mánuöi, ,,en ekkert bólar á leiöréttingu á þessu ægilega misrétti”. Þaö sem fékk mig þó til aö skrifa grein, voru þessi orö úr umræddri frétt: „Þriðji reikningurinn, sem sér- staklega er tekinn út úr, er upp á 12 þúsund krónur. Þar er um aö ræöa nýtt hús, 2X90 fermetra íbúð. I því tilviki má segja sem svo aö eig- andinn færi sléttur út úr því aö láta loka, fara til Reykjavíkur og leigja þar íbúö fyrir 10 þúsund krónur á mánuði.” Þarna er sumsé veriö aö gefa í skyn, í fyrsta lagi, aö unnt sé aö búa í Reykjavík fyrir 12.000 á mánuöi, væntanlega leiga, ásamt hitunar- kostnaöi, eöa orkukostnaði. Og þá vaknar sú spurning, er ástandiö í raun og veru svona slæmt og er viö ríkisvaldiö eitt aö sakast? Orkubú Vestfjaröa selur þessu fólki raforku til húsahitunar, eöa til „köldu svæöanna”. Sneitt framhjá Viö könnun á þessum málum kemur margt í ljós, sem sneitt er framhjá í fréttinni. Til dæmis þaö, aö samkvæmt athugun sem gjörö var í Bolungarvík, var meðalnotkun á mæli til húsahitunar þar kr. 4000 yfir köldustu mánuöina. 10 hús greiddu meira en kr. 6000 á mánuði. Og þaö kemur í ljós viö skoðun á fasteigna- mati, aö meöalstærö íbúöa í Bolungarvík er 430 rúmmetrar, meðan meðalíbúð í Reykjavík er aöeins 350 rúmmetrar, en þetta segir okkur, aö miöaö viö íbúöastærö, þá er hitakostnaöur á „reykvískri” íbúö kr. 3250 á mánuði, sem er í sjálfu sér há tala. En fleira þarf til aö reka íbúö en orku til húshitunar. I ljós kemur einnig aö fasteignaskattar eru helm- ingi lægri á Flateyri en í Reykjavík. aðeins húshitun Fáein orð um „köldu svæðin" sem virkja í blöðunum Og má því ætla aö maöurinn á Flat- eyri, sem ætlar suður, greiði a.m.k. 8000 krónum minna í fasteignagjöld á ári en honum væri gjört aö greiða af samskonar fasteign í Reykjavík. Þar aö auki er gert ráö fyrir því á fjárlögum fyrir 1984 aö varið sé 83 milljónum króna til Orkubús Vest- fjaröa, til aö greiða niöur hitunar- kostnað. Þetta finnst okkur fyrir sunnan aö falli nú ekki aö þeim ummæium fréttaritara DV, að „ekkert bólar á leiöréttingu”, þótt hann á hinn bóg- inn eigi alla mína samúö. Og til fróö- leiks má geta þess, aö á sama tíma þjónustu í önnur byggðarlög, þó sá ágæti maður Gísli á Uppsölum, fari lítiö. Er ríkisforsjá eina leiðin til orkuöflunar? Samkvæmt upplýsingum Orkubús Vestfjaröa, fást áðurgreindar tölur um orkunotkun (vegna upphitunar) því ekki staðist, eða þær tölur, sem greint er frá í DV fréttinni, og ef fréttaritari telur aö þetta varöi aöra landsmenn, þá er rétt að birta þessa reikninga opinberlega og rúmmetra húsanna og smíðaár, því við vitum A „Reykvíkingar greiða um 190 milljónir w króna í verðjöfnunargjöld af rafmagni og ástæðan fyrir lágu verði á hitaveituvatni, hefur gegnum árin aðallega stafað af því að menn voru að falsa vísitöluna, en ekki að hita hús ódýrt.” vW wvl Flateyri: Fólk hyggur á brottflutning — vegna himinhárra orkureikninga Frá Reyni Traustasyni, fréttarit- spannar yfir og haföi hitann á húsinu ara DV á Flateyri: _ílágmarki en fékk eigi aö síður „En ef fréttaritari vill vita þaö, þá hafa Reykvíkingar búiÖ til sm orkuver og hitaveituna sjálfir.” greiðir Hitaveita Reykjavíkur um 20 milljónir króna í verðjöfnunargjald af rafmagni, við aö dæla upp heitu vatni úr jöröu. Og er þó eigandi orku- veranna, en aö því verður vikiö síðar. Veigamikill þáttur Ánnar veigamikill þáttur er líka í búsetudæminu, en hann er sá, aö nú kostar um 1000 kr. á ári aö borga meö strætisvögnum á höfuðborgar- svæöinu á íbúa, þrátt fyrir einkabíl- inn. Bensínkostnaður fjölskyldu er sbr. FIB tölur um 1000 kr. á viku. Við þennan kostnaö sleppa menn aö mestu á Flateyri, en vil ég þó ekki telja þann kostnað alfariö með, því Vestfiröingar veröa aö sækja ýmsa ekki hvaö átt er viö með orðunum „orkunotkun”, hvort þar er um að ræða ljós og hita, eins og þaö hét fyrir stríö, eða um reikning fyrir húsahitun í mánuö, því þetta er sér á mælum, þ.e. hitinn og sömuleiðis sú raforka, sem fer í annaö en upphitun. Þessir reikningar, sem hér eru nefndir fá nefnilega ekki staöist, nema verið sé að reyna aö hita upp gufuhvolfið. Eg veit líka um allnokkra utan Reykjavíkur, er notuðu rafkynd- ingar. Ekki kvörtuðu þeir, og greiddu þó meira en þeir sem keyptu hita frá Hitaveitunni. Ekki veit ég hvers vegna, en ef til vill hefur þeim veriö þaö ljóst, aö þaö er rekstur fasteigna sem skiptir máli, þaö er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.