Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 37
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. Islenska hljómsveitin leikur: Tónlist á tyllidögum Islenska hljómsveitin heldur tónleika í Gamla bíói þriðjudaginn 27. mars kl. 20.30. Tónleikamir bera yfir- skriftina „Tónlist á tyllidögum”. Sér- stakur gestur hljómsveitarinnar verður sænski háöfuglinn Bo Maniette og mun hann flytja tónverkið Hr. Frankenstein eftir austurríska tónskáldið H.K. Gruber en það verk þykir í fyndnara lagi og verður í þessum mánuði flutt í alls níu borgum í Evrópu. Þá verða frumflutt á tónleikunum tvö íslensk tónverk sem bæöi voru samin í vetur að tilhlutan hljóm- sveitarinnar. Hið fyrra er eftir Atla Ingólfsson og heitir Negg, en hið síðara er eftir Pál P. Pálsson og heitir Tónlist á tyUidögum. Aö auki flytur hljómsveitin Dansa frá Vínarborg eftir Strohmayer og Schrammel-bræður, sem og Keisara- vals eftir Johann Strauss yngri í út- setningu Arnold Schönberg. — segirÁskell Másson um tónleika með verkum HansíLondon „Þetta gekk mjög vel í alla staði og tónleikarnir fengu fína krítik,” sagði AskeU Másson tónskáld í viðtali við DV, en fyrr í vikunni voru haldnir tónleikar helgaðir verkum hans í Wigmore HaU í London og er það i fyrsta sinn sem tónleikar erlendis eru eingöngu helgaðir verk- um eins íslensks tónskálds. , Ji’lutningurinn tókst mjög vel og aðsókn var góð, miöaö viö það sem gerist á svona tónleikum,” sagði AskeU. Aðspurður sagði AskeU að þessir tónleikar hefðu verið lengi í bigerð, Áskell Másson tónskáld. umþaöbil2ár. „Það má segja að upphafiö hafi verið að maöur að nafni Archie New- man, sem stjórnar almanna- tengslum fyrir Royal PhiUiarmonic hljómsveitina, hefur fylgst með mér lengi. Hann hafði samband viö Einar Benediktsson, sendiherra í London, og bauö upp á samstarf um aö koma á tónleikum. Það hefur síðan tekið svona langan tima að koma þeim á, það er mikið sótt í svona góða saU og langir biðUstar.” Bo Maniette sóst Itér í gervi Dracula greifa en með íslensku hljómsveitinni syngur hann Hr. Frankenstein eftir Gruber. Laugardags- diammí Tónkvísl GítarskóUnn Gítarinn heldur tónleika í Tónkvísl, Laufásvegi 17, laugardaginn 24. mars klukkan þrjú. Fram koma Björn Thoroddsen og Gammamir, Guömundur Ingólfs- son og félagar ásamt fleirum. myndinni má sjá Björn Thorodd- sen þenja gítarinn sinn. ,. -SGV. ÞEIR GROTNA EKKI MMNIÐUR ÞESSIR mrnSrn &§ EUgmé málmng er ekki mvandamál hjá . .V.C. plast gluggar og hurðir, er sterk, endingargóð og áferðarfalleg framleiðsla, sem hentar bæði i ný og eldri hús. P.V.C. Primó eykur verðgildi fasteigna og sparar við- haldskostnað og vinnu. Hagstætt verð, föst verðtilboð. Þið hringið, við tökum gamla gluggann (hurðina) úr og setjum [ þann nýja. í glugga- og hurðadeild framleiðum vió einnig ál-glugga og hurðir. Vegna hagstæðra samninga á kaupum á hráefni, bjóðum við mjög hagstætt verð og kynningarafslátt. P.V.C. Primó plast gluggar og hurðir eru notaöir á öllum Norðurlöndum að meðtöldum Færeyjum, Græn- landi og Norður-Noregi. Gæði Prlmó plast glugga og hurða byggir á notkun nýjustu tækni í vél- búnaði við framleiöslu glugga og hurða og stöðugu gæðaeftirliti. Við þéttleikaprófanir á Norðurlöndum er Primó i hæsta gæðaflokki. 60% þeirra sem endurnýja glugga i eldri húsum ( Danmörku nota P.V.C. Primó plastglugga og mjög mikil aukning hefur verið ( notkun á plastgluggum ( nýjum húsum. Primó gluggar henta jafnt í ein- býlishúsum og fjölbýlishúsum og þar sem erfitt er um vióhald, s.s skólum, opinberum byggingum, atvinnuhúsnæði og allsstaðar sem viðhald þarf að vera i lágmarki. Til að ná auknum styrkleika eru stál prófllar notaðir innan I Primó plast gluggum og hurðum. Hægt er aó velja um þrjá liti á gluggum og hurð- um, hvítt, brúnt og grátt. MÁLMTÆKNI SF. Vagnhöfða 29 110 Reykjavik. Slmi 83705 og 83045 VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á GÓÐA ÞJÓNUSTU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.