Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 38
38 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 'T Mitre bauð Magn- úsi á Wembley! — því miður gat ég ekki þegið boðið, sagði Magnús V. Pétursson, knattspymudómarinn kunni — Jú, það er rétt, mér var sér- staklega boðið til að vera viðstaddur úrslitaleikinn á Wembley þegar Everton og Liverpool mæta þar i Milk Cup. Því miður gat ég ekki þegið þetta glæsilega boð þar sem ég er á ieið til Danmerkur, sagði Magnús V. Pétursson, knattspyrnu- dómarinn kunni, sem var einn a( hundrað mönnum sem Mitre bauð tii London. Magnús er umboðsmaður Mitre á Islandi, en þaö er einmitt Mitre- knöttur sem rúllar um Wembley á morgun. Það hefur ávallt verið leikiö með knetti frá fyrirtækinu á Wembley. — Mitre er aö kynna nýjan knött, sem verður notaður í fyrsta skipti í leik Everton og Liverpool. Það er knöttur af Delta gerð, sagði Magnús, en hann fékk sendan þannig knött fyrir stuttu og má sjá hann á myndinni hér til hhöar. Þá sendi Mitre Magnúsi sérstakan bikar, sem sést einn á myndinni, og hefur verið ákveðiö að gefa Þrótti bikarinn í tilefni þess að félagið varð Islands- meistari í knattspymu innanhúss. Bikarinn veröur því notaður innan Þróttar í f ramtíöinni. Magnús V. Pétursson sést hér með Mitre knöttinn nýja og bikarinn sem fyrirtækið gaf Þrótti. DV-myndS. T revor Brooking kveður Þegar Trevor Brooking hættir at- vinnuknattspyrnu í iok keppnistíma- bilsins bindur hann enda á 18 ára frá- bæran knattspyrnuferil sinn. Hann hefur alltaf verið hinn sanni herra- maður, á vellinum sem utan hans, og enginn cfast um frábæra knatt- spyrnuhæfileika hans. Trevor hefur nú þegar komið sér vel fyrir í heimi viðskiptanna og mun því ekki þurfa aö óttast að peningarnir hætti að streyma inn. John Lyall, framkvæmdastjóri West Ham, fer ekkert í launkofa með það að hann vill hafa Brooking áfram en Brooking er sjálfur staðráöinn í að standa viö þá ákvörðun sem hann tók í haust, að hætta. Síðasta ósk Trevor er að hjálpa West Ham liðinu að tryggja sér sæti í UEFA-keppninni næsta ár og veröa möguleikar á því að teljast nokkuö góðir þótt liðiö sé í talsverðri lægð þessa dagana. Meiösli hafa háö Brooking talsvert í gegnum árin en þaifverstu komu í veg fyrir að hann gæti leikið með í heimsmeistarakeppninni á Spáni sumarið 1982 og keppnistímabilið á eftir lék hann aðeins einn leik með aðalliðinu og allt stefndi í aö hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Það var gröftur í beini sem or- sakaöi hið mikla hlé á leik Brooking. En þrátt fyrir hrakspár hans sjálfs tókst læknum að bjarga málunum, tóku bein úr mj' ðm hans og græddu þaö á sköflunginn. John Bailey — hinn gamalkunni leikmaöur Everton. Ef tir átján ár í knattspyrnunni ætlar hann að snúa sér að viðskiptunum Til að byrja með lék Brooking 14 leiki með varaliðinu en fór síðan til Hong Kong og var um tíma meö Eastern FC til að ná fyrra formi Með gífurlegri vinnu tókst Brooking að vinna upp allt sitt þrek og tækni, bar- átta sem margur maðurinn hefði fariö halloka í. Það var árið 1966 sem Brooking lék sinn fyrsta leik með West Ham liðinu, stuttu eftir að Englendingar unnu heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu. Brooking lék því við hliðina á mönnunum sem unnu úrslita- leikinn, Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (3 mörk) og Martin Peters (1 mark). Ekki svo lítil upphefö fyrir átján ára ungling sem meö mikilli ákveðni og hörku, sam- fara gífurlegum hæfileikum, vann sig inn í liðið og hreif framkvæmda- stjórann, Ron Greenwood, svo að segja upp úr skónum. Sá fyrsti af hinum 47 landsleikjum Brooking kom árið 1974 þegar Englendingar unnu Portúgali í Lissabon. Þetta var síðasti leikurinn þar sem Sir Alf Ramsey var við stjórnvöl enska liðsins. Þegar Brooking minnist eftir- minnilegra landsleikja er þaö jafnan leikurinn við Ungverja árið 1981 sem kemur fyrst upp í huga hans. Það er ósköp skiljanlegt. Fyrirfram var talið að Englendingar hefðu misst af lestinni sem hafði Spán ’82 sem endastöð. Þeir höfðu þá nýlega tapað óvænt fyrir Svisslendingum 2—1 og Ron Green- wood, einvaldur og þjálfari liðsins hafði verið rakkaður niður af ensku pressunni í kjölfar þess leiks. Leikmenn enska liðsins, sem sluppu nokkuð vel frá blöðunum, vissu að þaö var ekki rétt að taka Greenwood svona fyrir því sökin var að mestu þeirra. Þeir voru því staðráðnir aö vinna leikinn gegn Ungverjum, en hann fór fram á heimavelli Ungverja, velli sem mörg stórlið hafa beðið hræðilegt skipbrot á. Þeir unnu og gott betur. Ung- verjarnir voru teknir í karphúsið með 3—1 sigri og gerði Brooking tvö markanna. Það var ekki sama hátíðin uppi á teningunum þegar í sjálfa úrslita- keppnina kom. Brooking og reyndar Kevin Keegan líka voru meiddir mestan tímann og komu aðeins inn á rétt í lok síðasta leiksins, gegn Spán- verjum, en hann endaöi 0—0 og gerði útslagið á þaö að Englendingar fóru heim en Þjóðverjar komust í und- anúrslit. Það er aðeins eitt sem Brooking sér eftir er hann lítur til baka á hinn langa og litríka leikferil sinn. Það er að West Ham liöiö skuli ekki hafa unnið deildina. Liðið endaði aldrei hærra en númer sex og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, bæði hjá Greenwood og Lyall, þá tókst hvorugum að búa liðinu þann stöðug- leika sem þarf til að krækja í titilinn. I ár hafa gífurleg meiðsl komiö í veg fyrir titilvonir liösins því eins og fram hefur komið voru um tíma sjö af fastaleikmönnum liðsins meiddir. Brooking minnist einnig úrslita- leikjanna tveggja sem töpuðust. Annars vegar í Evrópukeppni bikar- hafa árið 1976 er þeir töpuöu fyrir hollenska liðinu Anderlecht 4—2. Leikurinn var frábærlega vel leikinn og synd væri að segja aö West Ham liðiö hefði átt minna í honum en and- stæðingarnir. Hins vegar leikurinn er þeir töpuöu gegn Liverpool í úrslitum deilda- bikarsins árið 1981. Liverpool var meistari en West Ham í annarri deild og þáverandi bikarmeistari. Það þurfti tvo leiki til að fá botn í úrslitin, fyrst varð jafntefli 1—1 á Wembley, bæði mörkin gerð á tveimur síöustu mínútum leiksins. I seinni leiknum, sem háður var á Villa Park, stóð West Ham lengi vel í meisturunum en varö aö lokum að láta undan siga og leikurinn tapaðist 2—1. Ekki má gleyma tvennum John Bailey, Everton Þó John Bailey hafi ekki verið i liðinu síðan Howard Kendall tók Ian Rush í sjónvarpsleiknum fyrir iengi hjá Everton, síðan 1979, þá við stjórastöðunni. þremur vikum. Vafasamt er að hefur hann verið þar lengst allra Helsti galli þessa færa vinstri Kendall muni láta Bailey gæta Rush leikmanna liðsins. Hann er einn af bakvarðar er að hann er allt of í úrslitaleiknum en það er þó aldrei þeim örfáu sem haldið hafa sæti sinu þungur og seinn á sér. Það sást að vita og þá fær hann möguleika á beriega er hann átti að hafa gætur á að hefna sín. Kcppnis- UA DeUd DeUd MilkCup EACup AIls tímabU leikir mörk leikir mörk leikir mörk leUtir mörk 1975-76 Blackburn 2 4+2 1 5+2 1976-77 Blackbum 2 31+3 3 3 37+3 1977-78 Blackburn 2 41 1 2 2 45 1 1978-79 Blackbum 2 31 2 3 36 1979-80 Everton 1 42 2 5 5 52 2 1980-81 Everton 1 31 2+1 4 37+1 1981-82 Everton 1 12 3 15 1982-83 Everton 1 37 1 3+1 3 43+1 1 1983-84 Everton 1 25 5 5 35 AUs: 1975—79 1979-84 Blackbura Everton 107+5 147 1 8 3 15+2 8 20 123+5 1 182+2 3 Samtals 1975-84 254+5 4 23+2 28 305+7 4 Kaupverðið á Bailey árið 1979 var 300.000 pund. Bailey hefur aidrei unnið til verðlauna á leikferlinum og er þetta í fyrsta skipti sem hann leik- ur í úrslitaleik í bikarkeppni. verðlaunum sem Brooking vann, tvöfaldur FA bikarmeistari. Fyrst 1976 er þeir unnu Fulham 2—0 og síðan er þeir unnu Arsenal 1—0 árið 1980, þá í annarri deild. Brooking gerði markið með skalia, nokkuð sem var sjaldgæf sjón að sjá. Og Brooking viðurkennir að hann heföi mátt gera fleiri mörk á ferli sínum en í um sex hundruð deilda- og bikarleikjum eru mörkin nú tæplega hundrað. Það er að vísu ekki svo slæmt af miðjumanni sem upptekinn er af því að stjórna spili liðsins en Brooking segir að hann hefði skilið sáttari við knattspyrnuna ef þau hefðu verið fleiri. Það er engin hætta á ööru en Trevor Brooking geti kvatt heim knattspymunnar með góðri samvisku. Hvar sem hann hefur farið hefur hann aidrei getið sér nema gott orð. Sannur séntilmaður eins og t jallinn kemst að orði. -SigA. Trevor Brooking — ætlar að hætta. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.