Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 44
VISA ISLAND VISA í öllum viöskiptum. Austurstræti 7 Sími 29700 LUKKUDAGAR 24. mars 6463 TÆKI AÐ EIGIN VALI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 6000. Það borgaði sig fyrír Lárus að banka aftur! KAFFIVAGNINN wm GRANOAGARÐ110 Viti HÖFUM 30 {jgnors Bakarí vorurnah TEGUNOIR AF KÚKUM 0G SMURÐU BRAUÐI OPNUM ELDSNEMMA - LOKllM SEINT 9769? AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR _______ÞVERHOLTI11__ RITSTJÓRN SÍOUMÚLA 12-14 AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 86611 Ferðabæklingur Atlantik fylgir DVídag Feröabæklingur Atlantik fylgir til á- skrifenda DV í dag. Bæklingurinn er átta litprentaðar síöur og er í honum greint frá helstu feröamöguleikum sem ferðaskrifstofan býður upp á næsta sumar. Man. Utd. mætir Juventus I gær var dregiö í Evrópukeppninni í knattspymu. Liverpool mætir Dyna- mo Bukarest og á Liverpool aö eiga mikla möguleika á að komast í úrslitin í Evrópukeppni meistaraliöa. Skosku meistaramir Dundee lentu á móti Roma frá Italíu. I Evrópukeppni bikarhafa dróst Manchester United gegn Juventus frá Italíu og ætti Man. Utd að eiga mikla möguleika í þeirri viöureign. Porto frá Portúgal mætir skosku bikarmeistur- unum Aberdeen. Og í UEFA-keppninni dróst Ander- lecht gegn Nottingham Forest og Tottenham gegn júgóslavneska liðinu Hajduk Split. Fyrri leikirnir fara fram 11. apríl en þeirsíðari þann 25. apríl. ________________________-SK. Bókageröar- menn semja Samningar tókust í gær milli Félags bókagerðarmanna og viðsemjenda þeirra. Samkvæmt heimildum DV er samningurinn í meginatriðum sam- hljóða samkomulagi ASI og VSI utan hvað svonefndur unglingataxti var felldur niður þannig að aðstoðarfólk og iðnnemar hækka í launum og breyting- ar voru geröar á starfsaldursþrepum. -OEF. Verður láninu breytt í styrk? — eggjadreif ingarstöð tekur ef til vill til starfa með vorinu Gert er ráð fyrir að láni því sem veitt hefur verið úr Kjamfóðursjóði til byggingar eggjadreifingar- stöðvar verði með tímanum breytt í styrk. Af þeim sökum hefur ekki ver- iö samið um lánsskilmála. Samband eggjaframleiöenda fór upphaflega fram á aö þvi yrði veittur rúmlega 5 milljón króna styrkur til byggingar eggjadreifingarstöðvar. Eftir að málið varð ágreiningsefni innan stjómarflokkanna og af- greiðsla þess dróst fór stjóm sam- bandsins fram á aö fá 2 milljón króna bráðabirgðalán. Samkomiúag varð innan stjómarflokkanna um að þetta lán yrði veitt úr Kjarnfóðursjóði. I bréfi landbúnaðarráðherra segir að lánið sé veitt með því skilyrði „að öllum framleiðendum verði heimiluð afnot af stööinni en enginn skuld- bundinn til viðskipta og öðrum aðil- um sem kynnu að vilja stofna eggja- dreifingarstöð á sama grundvelli verði veitt sama fyrirgreiösla. ” Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er ekki búið að semja um lánsskilmála þar sem þaö liggur á bak við þessa heimild ráð- herra að láninu kynni að verða breytt í styrk. Sagði Gunnar að ölium ákvörðunum um fyrirgreiöslu til annarra aðila svo og veitingu heild- söluleyfa til annarra eggjaframleið- enda yrði frestað þar til ljóst yrði hverjir yrðu aðilar að þessari stöð. Samband eggjaframleiðenda mun hafa í hyggju að koma upp eggja- dreifingu til bráðabirgða nú í vor en eggjadreifingarstöðin mun taka til starfa í september. Mun ætlunin að fulltrúar samtakanna fari utan inn- an skamms til að semja um kaup á vélum. OEF Það þurfti að hafa hraðar tiendur til að bjarga þessum báti þar sem hann kastaðist að og frá Torfunes- bryggjunni á Akureyri í rokinu í fyrrakvöld. Að lokum tókst að hemja hann og draga að syðri bryggjunni þar sem var minni sjögangur. Báturinn hafði þá brotnað mikið. Harðsnúið lið vann að björgunar- aðgerðunum. -DV-mynd JBH/Akureyri. Verömæt íslensk frí- merki boðin upp í Sviþióð Aðeins tvær 40 aura fjórblokkir eru til í heiminum. Islensk frímerki, 40 aura fjór- blokk, eru aöalnúmerið á miklu frímerkjauppboði sem fram fer í Málmey í Svíþjóð dagana 6. til 7. apríl næstkomandi. Lágmarksboð í fjórblokkina er 150 þúsund sænskar krónur sem þýðir að kaupandi þarf að greiða með kostnaði að minnsta kosti 600 þúsund krónur. 40 aura-frímerkin voru prentuð skömmu fyrir aldamót, árið 1898. Þau voru hins vegar aldrei gefin út. Þau fóru í notkun árið 1902 og þá með yfirprentun „í gildi”. Ostimpluð merki voru í vörslu Póststjórnarinnar íslensku. Slík merki komust í umferð eftir að þeim hafði verið stolið á sjötta áratug þessarar aldar. Varð úr því sakamál sem lauk með því að nokkrir menn voru dæmdir um 1960. -KMU. Dagsbrún og 1fSÍsömdu — „unglingataxtinn” felldur niður Samningar tókust milli Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambands Lslands í gærmorgun. Samningsaðilar vörðust allra frétta af innihaldi samningsins í gær og vísuöu til þess að samkomulag hefði orðið um aö opinbera samninginn fyrst á félagsfundi Dagsbrúnar sem haldinn verður á mánudag. Samkvæmt heimildum DV náðist samkomulag milli aðila um að fella niður svonefndan unglinga- taxta eða lægri lágmarkslaun. Að öðru leyti mun samningurinn ekki fela í sér veigamiklar breytingar. Asmundur Stefánsson, forseti ASI, sagðist í gær ekki hafa séð samninginn og gæti hann þvi ekki sagt til um hvort ASI myndi gera kröfu um að fá samskonar breytingar fyrir þau aðildarfélög sem þegar hafa samþykkt sam- komulag ASI og VSI. Þröstur Olafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, sagði í gær að félagið mætti þokkalega við una þennan samning miðað við aöstæður. Sagði hann þaö hafa gert stööu Dagsbrúnar miklu þrengri að samningurinn hefði verið felldur á félagsfundi en samþykktur hjá flestum öörum félögum. -OEF. Útvegsbankinn: LárusogÓlafur bankastjórar Lárus Jónsson alþingismaður og Olafur Helgason aöstoðarbanka- stjóri voru í gær ráðnir bankastjór- ar Utvegsbanka Islands frá og með L júní næstkomandi. Þeir Jónas. G. Rafnar og Armann Jakobsson láta af störfum sem bankastjórar frá og meðsamatíma. Armann Jakobsson verður 70 ára á þessu ári og lætur því af störfum fyrir aldurs sakir. Jónas G. Rafnar veröur 64 ára á þessu ári. DV spurði Jónas í gær hvers vegna hann hefði ákveðiö að hætta. ,,Eg er búinn að vera bankastjóri Utvegsbankans í um 21 ár og þaö er ekkert leyndarmál að ég hef hug- 'leitt alllengi að hætta. Mig langar einfaldlega til að snúa mér að öðrum verkefnum, breyta til.” Þess má geta að Bjöm Dag- bjartsson mun skipa sæti Lámsar á Alþingi. __________________ -JGH. EnemyMine: Þekktirleikarar hingað tillands Aöalhlutverkin i myndinni Enemy Mine verða í höndum þekktra leikara, þeirra Louis Goss- et og Dennis Quaid. Gosset er Öllu þekktari en íslenskir kvikmynda- húsagestir ættu að miina eftir hon- um úr myndinni An Officer And A Gentleman sem sýnd var hér ný- lega. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk hann óskarsverölaun fyrir leik í aukahlutverki. Leikstjóri Enemy Mine verður Richard Loncraine, tiltölulega lítt þekktur leikstjóri, en af fyrri myndum hans má nefna The Missionary sem sýnd var hérlendis fyrirskömmu. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.