Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. Aðalfundur Flugleiða haldinn í gær Aðalfundur Flugleiða var haldinn á Hótel Loftleiðum í gær. Þar fluttu varaformaður stjórnar, Grétar Br. Kristjánsson, og forstjóri, Sigurður Helgason, skýrsiu um rekstur félagsins á liðnu ári. Stjórn fyrir næsta starfsár var kjörin. I lok ræöu sinnar skýrði Grétar frá því að tveir stjórnarmanna, þeir Örn 0. Johnson og Ottarr Möller, hefðu ákveðið að segja sig úr stjórn, Örn vegna veikinda og Ottarr af persónulegum ástæðum. Þakkaði Grétar þeim vel unnin störf. Oskaði hann, fyrir hönd fundarins, Erni góðs bata. Ur stjórn áttu að ganga fjórir menn: Kristinn Olsen, Grétar Kristjánsson, Halldór H. Jónson og Kári Einarsson, sem tilnefndur var af fjármálaráð- herra. Þrir fyrrnefndu voru endurkjörair til tveggja ára. Kári var til- ncfndur áfram tU 1986. Kjósa varð á milli þriggja manna í sæti Araar og Ottars, þeirra Agnars Kristjánssonar, Harðar Sigurgestssonar og Olafs O. Johnson. Þeir Hörður og Olafur voru kjörair með yfirgnæfandi meirihluta. 1 varastjóra voru kosnir Einar Arnason, Jóhanncs Markússon og PáU Þorsteinsson. Dagfinnur Stefánsson náði ekki kjöri. Fyrir í stjóra Flugieiða voru: Kristjana MUla Thorsteinsson, Siguröur Helgason og Sigurgcir Jónsson, fulitrúi ríkissjóðs. -KMU. GrétarBr. Kristjánsson, varaformaður stjórnar Flugleiða: ÁNÆGJULEGT AD GETA SKÝRTFRÁ HAGNAÐI „Það er ánægjulegt að geta staðið hér og skýrt frá því aö staðan hefur snúist við og það var hagnaður af rekstri fyrirtækisins árið 1983 sem nam 107,8 mUljónum króna,” sagði Grétar Br. Kristjánsson, varafor- maður stjórnar Flugleiða, í ræðu sinni á aðalfundinum. Eg tel að forstjóri fyrirtækisins og starfsmenn þess hafi unnið mikið af- rek með því aö snúa við þeirri óheillaþróun sem áður var.” Grétar sagði að án aðstoðar frá stjórnvöldum í Lúxemborg og á Islandi hefði orðið að leggja Norður- Atiantshafsflugið niður. Slíkt hefði orðiö hörmulegt. Þakkaði hann þá aðstoð sem f élaginu var veitt. Grétar sagði að enn væri haUa- rekstur á Norður-Atlantshafs- fluginu en hann hefði minnkað veru- lega. Á blaðamannafundi fyrir aöal- fundinn skýrði Sigurður Helgason frá því að tapið á þessari leið síðast- liðið ár hefði numið 82 mUljónum króna. Hvaða þættir eru það sem valda því að afkoman hefur batnað verulega? Sigurður Helgason sagði í skýrslusinni: „Er þar fyrst aö nefna eldsneytis- lækkun sem varð veruleg á árinu 1983 miöað við árið áður. I öðru lagi hafa vextir lækkað, en eins og kunn- ugt er hefur öll fjármögnun félagsins verið í eriendum g jaldmiðli og vextir á alþjóðamörkuðum hafa lækkað. Fargjöld á Atlantshafsleiðum hafa Óttast samkeppni frá People Express Sigurður Helgason forstjóri varaði í ræðu sinni viö bjartsýni hvað varð- ar Norður-Atlantshafsflugið þar sem Island væri úr leið í samkeppnisflugi milli meginlands Bandarikjanna og Evrópu. „Gífurleg samkeppni ríkir á þess- ari leið og um fjörutíu flugfélög keppa á þessum markaði með mis- jöfnum árangri,” sagði Sigurður. Fram kom í ræöu hans viss ótti viö flugfélag sem heitir People Express, nýtt, öflugt bandarískt félag sem byrjaði smátt fyrir þremur árum en hefur nú yfir að ráða 70 þotum. „Nýlega tilkynnti People Express að það hefði í hyggju að hef ja flug til Amsterdam eða Lúxemborgar á ár- inu 1985. Ef af þessum rekstri verður tel ég að þar komi til sögunnar skæð- asti keppinautur okkar, bæði vegna stærðar félagsins og einnig hve stórt markaössvæði þeir ná til í gegnum eigiö tengiflug frá Newark flugvelli á New York-svæðinu,” sagði Sigurður. -KMU hækkaö örlítið og bætt rekstrarstöðu þeirrar rekstrareiningar nokkuð. Erlend verkefni félagsins hafa verið arðbær og hafa skilað umtals- veröri framlegð í heildarrekstur félagsins. Loks má geta þess aö afkoma í hótelrekstri hefur batnað,” sagöi for- stjórinn. A blaðamannafundinum sagði Sigurður að leiga á flugvélum, píla- grimaflug og Nígeríuflug hefðu verið mjög jákvæðir þættir. Fram kom á aðalfundinum að Evrópuflugið hefði gengið þokkalega en þó lakar en ráð hafi veriö fyrir gert. Staða innanlandsflugsins lagaðist verulega þrátt fyrir að nokkurt tap hefði orðið á þeim þætti. -KMU. Hvers vegna ríkisstyrkur þrátt fyrir hagnað? Þurfum studning vegna aukalendinga á íslandi „Menn kunna að spyrja af hverju þarf félagið á þessu aö halda eftir að hagnaður er orðinn á rekstri félags- ins,” sagði Sigurður Helgason en hann vék í ræðu sinni að stuðningi ríkisstjóma Islands og Lúxemborgar við Atlantshafsflugið. Yfirvöld í Lúxemborg hafa boðist til þess að fella niður lendingargjöld gegn því að stjómvöld á Islandi gerðu slíkt hið sama. Hefur Alþingi sam- þykkt heimild til fjármálaráðherra að endurgreiöa þessi gjöld. Talið er að endurgreiðsla ríkissjóðs Islands vegna þessa muni nema um 26 milljónumkróna. „Staðreyndin er sú að samkeppnis- staða félagsins í Atlantshafsrekstr- inum er í reynd mjög veik. I saman- burði við önnur flugfélög þurfa vélar félagsins að lenda fjórum sinnum í hringferð fram og til baka milli endastöðva í Bandarikjunum og Evr- ópu. Onnur félög, sem fljúga beint milli Bandarikjanna og Evrópu, þurfa hins vegar aðeins að lenda tvisvar í slíkri hringferð. Vegna millilendinga á Islandi í báðar áttir býr félagið þess vegna við tvær auka- lendingar sem fylgir mikill viðbótar- kostnaður. Auk þess er flugleiöin um Island aö meðaltali tíu prósent lengri en hjá samkeppnisfélögunum sem fljúga beint. Af þeim sökum hefur verið fariö fram á að fá þarna leiðréttingu þannig að félagið byggi við sama kost og samkeppnisfélög- in,” sagði Sigurður Helgason. -KMU Hvers vegna voru Arnarflugsbréfinafskrifuð? Aðeins ein fyrirspum kom fram á aðalfundi Flugleiða um skýrslu for- stjóra Guðjón Andrésson bifreiðar- stjóri spurði hvaða ástæða væri fyrir því að gefa hlutafjáreign félagsins í Arnarflugi. Kvaðst hann enga ástæðu sjá til þess. „Eg krefst afdráttarlausrar skýringar á þessu athæfi,” sagði Guðjón. Sigurður Helgason sagði aö hluta- féð hefði ekki verið gefið. Endurskoð- endur félagsins hefðu í samráði við stjórn ákveðið að afskrifa hlutaféð í Arnarflugi vegna þess að þaö væri allt tapaö. Sigurður kvaö þaö rétt aö fyrirspum hefði borist um sölu á hlutabréfunum. Um það mál yrði fjallaðánæstastjómarfundi. -KMU. Grundvallarbreytingar á læknaþjónustukerf inu: Eiga að draga úr ásókn í dýra sérfræðiþjónustu Drög að gmndvallarbreytingum á læknaþjónustukerfinu liggja fyrir. Meginmarkmið þeirra eru að stýra sjúklingum sem mest til heimilislækna og heiisugæslustöðva og spara dýra sérfræðiþjónustu, að sögn Helga V. Jónssonar lögmanns semerformaður' samninganefndar af hálfu Trygginga- stofnunar rikisins. Sú skoðun er ríkjandi aö almenna læknisþjónustan geti meö fullnægjandi árangri gert miklu meira fyrir mun fleiri en nú. Einfaldar tilvísanir til sér- fræðinga að beiðni sjúklinga, jafnvel án undangenginnar skoöunar, hafi lengi gengið út i öfgar. I framhaldi af þessu er gert ráð fyrir að greiðslum til lækna verði breytt úr númeragjaldi, eða vissu gjaldi fyrir tiltekinn sjúklingafjölda, í greiöslur fyrir unnin læknisverk. Það á að vera hvatning fyrir lækna til þess að sinna verkum með eðlilegri skiptingu milli almennra lækna og sérfræðinga. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um gjaldtöku í nýja kerfinu, að sögn Helga V. Jónssonar. Sérfræðingar hafa verið á fundum um málið í vikunni og tryggingaráð á eftir að fjalla um það í heild sinni. Síðan á heilbrigðis- og tryggingaráðherra eftir að fara höndum um málið og loks þarf laga- breytingar á Alþingi til þess að stað- festa veigamestu breytingamar. Reiknaö er með að þýðingarmikill liður í breytingunum sé að þjónusta sérfræðinga verði greidd að stærri hluta en nú af sjúklingum. Að sögn Helga V. Jónssonar er þó sá varnagli sleginn að þeim sem illa eru settir verði ekki íþyngt að þessu leyti. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.