Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kennedy vildi takmarka völd Reagans til að senda heriið — öldungadeildin felldi tillögur hans þar um og samþykkti efnahagsaðstoð við El Salvador Ronald Reagan forseti fékk þingið til að samþykkja fjárveitingu til E1 Salva- dor en 30 milljónum lægri samt en hann hafði farið fram á. Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvívegis í gær tillögur sem fólu í sér að takmarka völd Bandaríkjaforseta til þess að senda herlið til Suöur-Ameríku en til umræðu var annars frumvarp um efnahagsaðstoð við E1 Salvador og skæruliða í Nicaragua. „Sú spuming sem hver þingmaður verður að spyrja sig, þar sem deginum ljósara er að Bandaríkin sigla hrað- byri inn í styrjöld í Mið- og Suður- Ameríku, er hvað við ætlum að gera til þess að hindra það,” sagði Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður, sem stóð fyrir báðum tillögunum. — Þær voru felldar með 71—2 og 72—23 atkvæðum. Hins vegar samþykkti þingdeildin til bráðabirgða aö veita 61,7 milljón dollurum til efnahagsaðstoðar við E1 Salvador, sem var að vísu nær 30 milljón dollurum lægri upphæð en Reaganstjórnin hafði óskað. Er það þó ekki lokaafgreiðsla málsins og kunna að verða einhverjar lækkanir á fjár- veitingunni. Kennedy þingmaður hafði í fram- sögu fyrir tillögum sínum um tak- mörkun valds forsetans til að senda herlið til Miö-Ameríku sagt að banda- rískar njósnaflugvélar væru notaðar til könnunarflugs yfir E1 Salvador og stjómarhemum veittar upplýsingar um skæruliðana vinstrimanna. Taldi hann það öruggt merki þess að Banda- ríkin væm komin inn á hálu brautina sem leiddi til beinnar hlutdeildar i stríði. — Sendiherra Bandarikjanna í E1 Salvador staöfesti við fréttamenn síðar í gær að njósnaflug hefði veriö farið yfiíBl Salvador. Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður fékk ekki tillögur sínar í gegn. Kolanámumenn fástuðningí verkfallinu Breskir kolanámumenn á leið upp um námaopin, en verkfall meirihluta þeirra hefur staðið í þrjár vikur. Leiðtogar Samtaka flutningamanna Bretlands hafa heitið kolanámumönn- um stuðningi en hinir síðarnefndu hafa nú átt í verkfalli í þrjár vikur. — 131 af 176 starfandi kolanámum Breta hafa lokast. Þessi sex samtök, sem ætla að styðja kolanámumenn, taka til sjómanna, jámbrautarstarfsmanna, vörubíl- stjóra og fleiri. Stuðningurinn á aö liggja í því að banna flutning á kolum og koksi og að félagar samtakanna troðist ekki í gegnum raöir verkfalls- varða. Verkfall kolanámumanna hefur valdið miklum deilum og komið til ryskinga æ ofan í æ milli verkfalls- varða og starfandi námamanna eða verkfallsvarða og lögreglu. Aðaltilefni verkfallsins er fyrirhug- uð lokun á 20 námum sem þykja óhag- kvæmar í rekstri en það gæti kostað um 20 þúsund manns atvinnuna á næstu 12 mánuðum. Mótmælaaðgeröir í London Lundúnalögreglan handtók 336 manns vegna mótmælaaögerða í banka- og kaupsýsluhverfi London. Rúður í bönkum vom brotnar, spjöll unnin á bifreiðum, en riddaralögreglu var teflt fram til þess að dreifa mann- safnaöi sem með furðuhárgreiðslur og skrípamálningu á andlitum ætlaði að setja upp götutálma. I liði mótmælenda ægöi saman alls konar þrýstihópum og var þetta fólk komið víða frá Bretlandi. Sumir kröfð- ust jafnréttis kynvillinga, aðrir dýra- verndar, enn aðrir vildu stjómleysi og kjarnorkuvopnaandstæðingar vom þarna einnig. Samtimis þessari uppákomu var farin regluleg kröfuganga í West End, aðalskemmti- og verslunarhverfi Lundúna en í henni tóku þátt um 20.000 verkalýðssinnar, þar á meðal Neil Kinnock, formaður verkamanna- flokksins. Hún var farin til að mót- mæla fyrirhuguðum breytingum Thatcherstjómarinnar á borgarstjórn London. — Fór sú ganga friðsamlega fram. I Liverpool tóku 15 þúsund manns þátt í mótmælagöngu en þar eru úppi deilur um fjárhag borgarinnar, sem Thatcherstjómin vill beita aðhaldi en verkamannaflokkurínn vill að ríkis- sjóður yfirtaki skuldbindingar borgar- sjóðs. Þetta var annar dagurinn í röð sem til mótmælaaögeröa kom í London. I fyrradag höfðu strætisvagnar og járn- brautir í borginni stöövast vegna verk- falls til þess að mótmæla borgar- stjómarbreytingum Thatchers. Reyksprengjum var varpaö inn í skrif- stofur en átök urðu engin. 23 sjómönn- umbjargað 23 manna áhöfn 9800 smálesta skips frá Möltu var bjargaö með þyrlu bandarísku strandgæslunnar í hvassviðri og úrhellisrigningu í gær. — Skipið Eldia hafði sent út neyðarkall en það strandaði á grynningum um 1,5 mílur undan strönd Massachusetts í gær. — Allir í áhöfninni vom Filippseying- ar. — Skipið stendur fast í sandi og hefur ekki orðið fyrir miklum skemmdum svo að góðar vonir em um aö bjarga megi þvi, þegar dráttartaugum verður komið í það fyrir veðrinu. Persaflóastríö: Umsjón: Guðmundur Pétursson Gunnlaugur A. Jónsson Irakar ráðastá grískt flutningaskip Grískt vöruflutningaskip, Iapetos, 16 þúsund tonna vöruflutningaskip stendur nú í ljósum logum undan strönd Iran, eftir árás íraskra flugvéla og flugskeytaárásir. Svo virðist sem skipið hafi orðið fyrir árás eldflauga BANVÆNN HJUKRUNARMAÐUR Hjúkmnarfræðingur sem taldi sig hafa hæfileika til andalækninga var dæmdur í Kaliforníu í gær fyrir að hafa myrt tólf öldrunarsjúklinga með því að gefa þeim of stóran skammt af hjartalyfinu „lidócaine”. Robert Diaz var ákærður 1981 fyrir morðin, þegar lögreglan hóf rannsókn á 28 dauðsföllum við sjúkrahús í Riverside í Suður-Kali- fomíu. Við dómsuppkvaðninguna í gær fann dómarinn „sérstakar aðstæð- ur” í máli Diaz sem þýðir að hann kann að verða dæmdur til lífláts í gasklefanum. Engin sérstök ástæða fannst fyrir morðum þessa fólks sem var á aldrinum 52 til 95 ára. Vinir Diazar segja að hann telji sig hafa dulræna hæfileika anda- læknis og að hann trúi á endurhold- gun. sem skotið var af landi og segir eigandi skipsins að flugvélar hafi einnig ráðist gegn skipinu. Oll áhöfn skipsins komst undan. Irakar hafa ítrekað varað skip- stjóra við því að sigla um það sem Irakar kalla bannsvæöi í norðurhluta Persaflóa. Segja írösk heryfirvöld að flugvélar þeirra hafi ráðist gegn fjór- um skipum á því svæði í gær. Tvær íranskar herþyrlur, sem reyndu aö koma skipinu til hjálpar gegn írösku herþotunum, voru skotnar niður. Ekki er vitaö hvert ástand skipsins er nú eða hvort þaö mun sökk va.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.