Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞlÍÐ'jÖMGtfRÍ. ^HlL’lðM. ’’ ’ Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þeir sem nota greiðslukort skilja eft- ir sig spor á hverjum stað þar sem þeir eiga viðskipti með þeim. Hugsanlegt er aö einhverjir aðilar geti notfært sér þetta, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem notar kortiö. 1 Danmörku er umræða um þetta efni í gangi. Þar í landi er unniö aö því að gera þetta kort að allsherjar gjald- miðli í landinu. Eigendur þessara korta fá mjög nákvæmt yfirlit yfir allt sem greitt hefur verið með kortunum. Þetta er mjög svipaö því sem gerist hér á landi í sambandi viö þau kort sem hér eru í noktun. Þetta er gert í því augnamiði að eigendur kortanna geti fylgst nákvæmlega með allri neyslu sinni og að þeir þurfi ekki að borga fyrir meira en það sem þeir sjálfir hafa tekið út fyrir. Danski þing- maðurinn Leif Hermann hefur vakið máls á því aö ef þessi reiknisyfirlit komist í hendur annarra aöila sé möguleiki fyrir þá að misnota þessar upplýsingar. Hann bendir á að banka- Greiðslukort í Danmörku: HÆGT AÐ KORTLEGGJA NEYSLUVENJUR ÞEIRRA SEM NOTA GREIÐSLUKORT? stofnanir muni eiga greiðan aðgang að þessum upplýsingum. Þær geti því mjög auðveldlega gert sér grein fyrir neysluvenjum viöskitavina sinna. Bankamir geti notfært sér þessar upplýsingar í sambandi við bankalán. Við getum hugsað okkur að eftir- farandi samtal eigi sér stað í bankan- um: Viðskiptavinur kemur í bankann sinn og sækir um aö fá lítið lán. Banka- stjórinn flettir upp í tölvuútskriftar- möppu og segir: Þú verður að greiða hærri afborganir en þú geröir síðast þegar þú fékkst lán hér. Viðskiptavin- urinn svarar undrandi: Hvers vegna? Það kemur hik á bankastjórann og hann svarar: Ehem, ég sé að þú gætir auðveldlega minnkað við þig sígarett- urnar og notar þú ekki fullmikiö af öli? Viðskiptavinurinn: Hvernig veist þú þetta? Bankastjórinn: Dankort kerfið skráir niður öll þín innkaup og ég er með útskrift yfir þau héma. Leif Hermann, sem er þingmaður Sósialíska þjóöarflokksins, segir að flokkur hans ætli aö koma f ram með þá kröfu að bankastofnunum verði ekki heimilaður aögangur að þessum reikningsyfirlitum. Hann bendir einnig á að jafnvel ríkisstjórnin geti notað þessar upplýs- ingar. Það er búist við því að notkun þessara korta eigi eftir að aukast mjög mikið. Eftir nokkur ár er gert ráð fyrir Ekki hætta á misnotkun —segir Sólon R. Sigurðsson aðstoðarbankastjóri Eg hef enga trú á því að það veröi misnotkun á þessu hér á landi. Það reikningsyfirlit sem sent er til kort- hafa er fyrst og fremst gert til aö auðvelda þeim að gera sér grein fyrir öllum úttektum á úttektartímabilinu,” sagði Sólon R. Sigurðsson, aðstoöar- bankastjóri Búnaðarbanka Islands, er DV innti hann eftir því hvort hugsan- legt væri aö þessar upplýsingar um eyðslu korthafa gætu verið misnotaöar af bönkum. I þessum yfirlitumer greint frá því hvar viökomandi hefur tekið út á kort- ið. Síðan er gerð gróf samantekt á heildarútgjöldunum og þau flokkuö niður í um sex flokka eftir því hvers konar verslanir var um að ræða. Það kemur ekki fram hverjar hinar ein- stöku vörur voru sem korthafinn keypti. Fjallað um óréttmæta við- skiptahætti og neytendavernd — í nýjasta tölublaði frá Verðlagstofnun „Neytandi ætlaði að kaupa lugt á leiði og hringdi í fyrirtæki sem hafði þær til sölu og spurðist fyrir um verð á þeim. Þegar hann síðan keypti lugtina var söluskatti bætt ofan á uppgefið verð. I bréfi til fyrirtækisins var bent á að söluskattur ætti að vera innifalinn í þvi verði sem gefið er upp í síma eða á þeim vörum sem til sýnis eru hjá fyrirtækjum sem selja vörur til neyt- enda. Upplýsingar um verð og verð- merkingar skoðast sem bindandi tilboð um söluverð vörunnar.” Mál sem þetta er eitt af þeim fjöl- mörgu neytendamálum sem berast til neytendamáladeildar Verðlags- stofnunar. I nýjasta tölublaði Verð- kynningar Verðlagsstofnunar er greint frá starfi þessarar deildar og sagt frá fjölmörgum málum sem hún hefur sinnt á síðasta ári. Þessari deild er ætlað aö fjalla um mál sem snerta óréttmæta viðskiptahætti og neytenda- vemd. Neytendamáladeildin er stofn- uö samkvæmt lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. I þessum lögum er m.a. greint frá því hvað seljendum er heim- ilt og óheimilt þegar þeir eru að selja vörur sínar til neytenda. Verkefni ueildarinnar er að sjá um að þessum lögum sé framfylgt. I blaðinu er varpað ljósi á ýmsi dæmi um hvar brotinn hefur verið réttur neytenda og er það án efa fróðlegt f yrir alla neytendur sem kunna að hafa kynnst svipuðum málum eöa eiga eftir að verða fyrir þeim seinna. Allir geta fengið þetta blað endur- gjaldslaust á skrifstofu Verðlagsstofn- unar að Borgartúni 7 eða hjá fulltrúum Verölagsstofnunar úti á landi. -APH Sólon sagði að í raun væri hægt að fá nákvæmlega sömu upplýsingar með því að kanna ávísanareikninga við- skiptavina bankans. Það hafi ekki tíðk- ast að bankamir væru að kanna hvar viökomandi hafi verið að versla og nota sínar ávísanir. Bankarnir hefðu því enga ástæöu til að fara að hnýsast í þessi yfirlit, enda litlir möguleikar fyrir aðra en korthafana sjálfa að hafa gagnafþeiip. Það er vert að benda á aö bankarnir hér hafa aðgang aö þessum upplýsing- um vegna hlutdeildar sinnar í greiðslu- kortafyrirtækjunum. I Kreditkortum sf. eiga Verslunarbankinn og Útvegs- bankinn tvo þriðju hluta í fyrirtækinu og Sparisjóður vélstjóra er samstarfs- aðili þess. Fimm bankar og 13 spari- sjóðir eiga hlutdeild að Visa Island. að um þriðjungur allra viðskipta eigi sér stað með þessum greiðslukortum. Þá er hugsanlegt að stjómvöld hafi nokkuð gott yfirlit yfir það í hvað peningar fólksins fara og þau geti bet- ur gert sér grein fyrir því hvar hugsan- legir tekjumöguleikar eru, t.d. þegar þau hafa í huga að skella á nýjum gjöldum. -APH. §••••••••••«•• kAKgol BASKA-húfan kr. 360,- ' ' <>*** vnr .„yoVÓ'" PÓSTSENDUM. HATTABUÐIN MB-húfan kr. 360,- Frakkastíg 13, sími 29560. FRANSKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE • FRANSKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE • FRAÍISKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE ÞIÐ GETIÐ TRYGGT YKKUR PARÍSARFERÐ FRANSKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE Fimmtudaginn 5. apríl til sunnudagsins 8. apríl Iií 1 ? 1 Kk\ K ?i \ Franska söngkonan Yvonne Germain skemmtir. Tískusýning beint frá París Leonard. Sumartískan 1984. Söngvarinn Johnny Lobo fer á kostum. Dansarar frá Dansskóla Eddu Scheving sýna. Meistaramat- sveinn frá Frakklandi Christian Thomas Trophime kemur frá veitingastaðnum Le Manoir De La Comete í Bretagne. Tilkynnið komu ykkar strax! Borðpantanir m I síma 23333. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7. simi 84477 Allir matargestir fá happdrættis- miða. Dregið verður um tvo glæsilega vinn- inga á hverju kvöldi. PARÍSAR FERÐ FYRIR TVO Síðan verður dregið 8. apríl um ferð fyrir tvo til Parísar - úr miðum allra matar- gesta. FRANSKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE • FRANSKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE • FRANSKIR DAGAR í ÞÓRSCAFE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.