Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUÐAGUR 3. APRlL 1984. Menning Menning Menning Menning 6,/#sferð*'f f/«oda — kemur út laugardaginn 14. apríl. Blaðið kemur ut á þeim tíma sem flestar ferðaskrifstofur hafa fullgert sumaráætlun sína og þegar landinn ætti að skipuleggja sumarleyfisferð til útlanda. AUGLYSENDUR | sem áhuga hafa á að augiýsa vörur sínar og þjónustu, vinsam- legast hafi samband við auglýsingadeild DV, Siðumúla 33 eða i sima 82260, virka daga kl. 9—17 fyrir fimmtudaginn 5. apríl nk. HAFIÐ SAMBAND! Auglýsingadeild, Síðumúla 33 símar 27022 - - Reykjavík, 82260. Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar i Gamla bíói 27. mars. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einsöngvari með meiru: Bo Maniette. Efnisskrá: Atli Ingólfsaon: Negg; Johann Strauss yngri: Keisaravals (úts. Arnold Schön- berg); Strohmayer, Johann og Josef Schram- mel: Dansar fró Vín; Páll Pampichler Pálsson: Tónlist á tyllidögum; Heinz Karl Gruber: Herra Frankenstein. Tyllidagar Islensku hljómsveit- arinnar tengdust aö stórum hluta Austurríki. Raunar má frekjulaust halda því fram aö öll verkin á tón- leikum hennar í þetta skiptiö hafi verið austurrísk að uppruna utan Negg Atla Ingólfssonar. En á því verki hóf hljómsveitin tónleikana. Einn ánægjulegasti þátturinn í margir hverjir eru ámóta orígínal og Jón í Möörudal. Heimsósómakveðskapur Undir lokin fór húmorinn svo aö dökkna. Bo Maniette flutti Herra Frankenstein, djöfladans fyrir söngvara og hljóðfæraleikara við barnaljóö eftir H.C. Artmann, ásamt hljómsveitinni. Kvæði Artmanns er biturt heimsósómakvæði. Hryllings- iðnaður, stríðsáróður, súpermanna- dýrkun og skrímsla eru svo ríkur þáttur í alþjóölegum bamaefnis- iðnaði nútímans að uppvakningur Frankensteins greifa í Sjödranga- sýslu handan skóga verður ekki meira en venjulegur smádrýsill i þeim fans. Artmann yrkir oft upp þekkt barnaljóð, sem komast vel til skila í lifandi þýðingu Ríkharðar Arnar Pálssonar. Heinz Karl Gruber fer sviþaða leið í tónsmíð sinni við kvæðið. Hann speglar meira að segja oft og iðulega Kindersymphony, þá sem eignuð er Papa Haydn. Og til þess ætti pilturinn aö hafa leyfi þar sem báðiir voru aldir upp á sömu stofnun, eða réttar sagt, i sama drengjakór. Framsetningin er mark- viss. Gott dæmi er sjöunda erindið um skrímslinginn þar sem ort er upp í orðum og tónum bamagælan sem við þekkjum öll undir heitinu; Hér búálfur á bænum er. Já, víst er húmorinn svartur og mergjaður. Bo Maniette er hreint makalaus í erfiðu hlutverki Frankensteins og meðleikur hljómsveitarinnar var flutningi hans fyllilega samboðinn. En ein hætta er svo mergjuðum flutningi samfara — sú, að heimsósóminn verði manni of geðfelldur. EM Tyllidagamúsík amstri músíkskríbentsins er að fylgjast með þeim feikna gróanda sem er hjá ungu tónskáldunum okkar. I Tónlistarskólanum er búið að koma upp stöð þar sem ungum og efnilegum tónskáldum er klakiö út í massavís. Og sum eru meira en efni- leg. Þar í hópi er Atli Ingólfsson sem teljast verður óvenju bráðþroska í tónsköpun sinni. Hjá Atla hefur mátt greina stöðuga þróun sem kemur glögglega fram í verkum eins og ballettþættinum Idu, Bergingu, ein- leiksverki fyrir flautu sem flutt var fyrir viku og svo nú í Neggi sem er lokaprófsverkefni hans við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hér sýnir það sig að Atli hefur náð allgóðum tökum á hljómsveit, fullskipaðri þótt með einfaldri skipan sé. Atli sneiðir hjá effektum en leggur áherslu á ljóðrænt samspil. En þegar hann beitir effektum verka þeir eins og pipar á plokkfiskinn, til dæmis þegar hellt er úr poka af hnetum yfir marimbuna undir lokin. Sláandi brella — vel til þess fallin að krydda gott stykki. Og þar með var upptakt- ur að einhverjum húmorsfyllstu tón- leikum, sem ég hef lengi oröið vitni aö, gefinn. T™m' Eyjólfur Melsted Til að sýna að hann kynni það Eiginlega hefði mér fundist betur viðeigandi að spila útsetningu Amolds Schönberg á Keisaravalsi Johanns Strauss á eftir Schrammel- polkunum því að í útsetningu sinni gerir Schönberg víða hárfínt grín að yfirdrifnum stíl öndvegismanns skemmtitónlistarinnar á öldinni sem leið. Keisaravals og Schrammel- polkar voru frábærlega leiknir, með miklum húmor. Stílekta, en allt aö því of fágað og vel. Hins ýkta og yfir- drifna stíls sakna víst annars fáir aðrir en þeir sem skolað hafa Schrammelmúsíkinni niður með súru hvítvíni og öðru tilheyrandi, í stofum vínbændanna og þar í sveit er „bigsbiglando” jafnómissandi og belghristingur hjá góðum nikkara. — Svo hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna Schönberg hafi unniö þessa útsetningu. Mín tilgáta er sú að útsetningin þjóni sama tilgangi og negrastrákurinn, sem stóð frammi við dyr í vinnustofu Ásmundar, eða ferskeytlan sem Steinn Steinarr kastaði fram þegar menn höfðu hakkað skáldskap hans í sig, sem sé að stinga upp í menn og sýna að hann kynniþetta. Æskuminningar Eg sagði hér aö framan að verkin hefðu öll, utan eitt, verið austurrísk. Ekki vil ég með því halda fram að Páll Pampichler sé ekki íslenskt tón- skáld því að það er hann svo sannar- lega. En i verki sínu, Tónlist á tylli- dögum, leitar Páll fanga í lúðra- ljóðum fæðingarsveitar sinnar, sem oft eru hátíðlegir jóölsöngvar, sungnir á lúðra, keisaralegri kammermúsík og eigin klarínettu- polka sem saminn var handa góöum félögum á tyllidegi. Hljómsveitinni er skipt upp í smágrúppur sem blása og saga hver í kapp viö aöra svo að úr verður einn fjári huggu- legur músíkalskur hrærigrautur. Það er mikill húmor í stykki Páls og eins og hann sé þar að syngja um karaktera æskustöövanna sem A MORGUN-MIÐVIKUDAG BÍLASÖLU 300 FERMETRA SÝNINGARSALUR Óskum eftir öllum tegundum bifreiða á skrá. Opið frá mánudegi til föstudags kl. 10—19, einnig laugardaga kl. 10—17. Bílasalani Val SMIÐJUVEG118 C — KÓPAVOGI. SÍMI 79130. Tónleikar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.