Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL1984. y Stefán Már Stefánsson lagapróf essor um bflbeltaf rumvarpid: Osannað að ekki megi ná árangri án refsiviðuriaga Refsiviðurlög vegna vanrækslu á notkun bflbelta sérstaklega umdeilanleg Fyrir nokkrum árum varö talsverö umræöa um þaö að nema úr gildi refsiviðurlög viö ýmsum smábrot- um. Var taliö aö miða bærí að þvi aö ná fram sömu skilvirkni laga meö öörum aðferðum eftir því sem unnt væri. Þessar hugmyndir eru enn í fullu gildi. Hér á landi hefur laga- setningu miöaö hægt í þessa átt enn sem komið er. Löggjafinn viröist of oft finna aðeins eina færa leiö til aö tryggja skilvirkni laga, þ.e. hina hefðbundnu leið aö fylgja eftir smá- brotum meö refsiviöurlögum. Neikvæð áhrif refsiviðurlaga við smábrotum I fyrsta lagi valda ákvæöi um refsi- viöurlög því að jafnaði aö efla veröur löggæslu og dómgæslu í landinu því að þessir aöilar hafa eftirlit meö brotum af þessu tagi. Einstök lög hafa þó mismunandi áhrif aö þessu leyti. Lögleiöing refsiviðurlaga viö vanrækslu á notkun bílbelta mundi hafa mikil áhrif að þessu leyti. Hún mundi ljóslega leiða til þess að stór- efla þyrfti löggæslu og dómgæslu í landinu ef aö gagni ætti að koma. Því má e.t.v. halda fram aö hinir brot- legu veröi sjálfir aö greiða þann kostnaö, a.m.k. aö einhverju leyti. Aö visu er þá spurning hvort ekki sé skynsamlegra að nota sama fjár- magn í fyrirbyggjandi aögeröir af öörum toga. 1 ööru lagi valda eftirlits- og refsi- aðgeröir í tilefni af smábrotum því að lögregluaðgerðir aukast almennt séð. Margir telja aö slíkum afskipt- um fylgi ófrelsi. Þeir telja sig oftlega órétti beitta, m.a. vegna þess aö komast mátti hjá þessum aögerö- um. Þetta á auðvitaö alveg sérstak- lega við þegar um er aö ræða víðtæk- ar eftirlitsaðgerðir út af umdeildum smábrotum. I þriöja lagi eru víðtæk refsiviöurlög í tilefni smábrota almennt til þess fallin aö veikja viröingu borgarans fyrir lögum og að veikja traust sem ríkja verður milli hans og lögregluyfirvalda (eöa ann- arra yfirvalda). Þetta á sérstaklega viö þegar tvímælis orkar um rétt- mæti refsiviðurlaga. Aö áliti flestra dregur notkun bilbelta oftast úr tíöni slysa og afleiðingum þeirra. Margir telja þó einnig að notkun bilbelta geti verið skaöleg í sumum tilvikum. Af þessum sökum veröa lög um skyldu- notkun bílbelta ekki rökstudd meö sama hætti og önnur umferðarlaga- brot, t.d. brot sem felast í því aö aka bifreið undir áfengisáhrif um eða aka bifreið of hratt. Þessi munur veldur því að lögleiöing refsiviðurlaga viö brotum á lögum um notkun bílbelta verður sérstaklega umdeilanleg. Mun erfitt aö sannfæra þann eöa aö- standendur þess sem hefur sannan- lega orðiö fyrir slysi vegna notkunar bílbeltis um réttmæti refsifyrirmæla af þessu tagi. Breytir þar engu um þótt slík tilvik kunni að vera fátíð. Ófullkominn rökstuðningur með fyrirliggjandi frumvarpi 1 fyrsta lagi er þaö fullyrt í greinargerð meö frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 40/1968 (en frumvarp þetta gerir ráö fyrir því aö vanrækslu á notkun bíl- belta veröi fylgt eftir meö refsiviður- lögum) að fullreynt megi teljast aö ekki verði unnt meö áróðri og fræöslustarfsemi einni að auka bíl- beltanotkun meira en oröiö er. Þessi fullyrðing er ósönnuö ef hún er þá ekki alveg röng. Slík áróöursstarf- semi og fræðslustarfsemi sýnist a.m.k. alls ekki hafa verið reynd meö því fjármagni sem flutningsmenn stofna óhjákvæmilega til í formi aukinnar löggæslu og dómgæslu ef frumvarpið verður aö lögum. I ööru lagi er ekki rétt sú fullyrðing í um- ræddri greinargerð aö vandfundin séu lög þar sem dómsvaldinu sé ekki ætlað að beita viöurlögum ef út af er brugðið. Slík ákvæði í lögum eru þvert á móti algeng. Sú staöreynd aö brotið er gegn fyrirmælum núgild- andi laga um notkun bilbelta getur auk þess haft afdrifaríkar afleiöing- ar lögum samkvæmt, einkum þegar meta þarf bótaskyldu vegna tjóns sem rekja má til brota á fyrrgreind- um fyrirmælum. Þessa heföi aö sjálf- sögöu átt að geta í greinargerðinni til þess aö gefa sem réttasta heildar- mynd af núverandi skipan mála. I þriðja lagi réttlætir sú staðhæfing í umræddri greinargerð aö notkun bílbelta geti dregiö úr slysum ekki ein út af fyrir sig aö taka upp refsi- viðurlög viö brotum á fyrirmælum laga um notkun bílbelta. Slíkt hlýtur ávallt aö veröa að meta meö hliðsjón af mun fleiri atriöum, t.d. með hlið- sjón af kostnaöi, hagkvæmni, mögu- leikum aö ná sama árangri meö öör- um aðferðum, hugmyndum manna um frelsi einstaklingsins, o.s.frv. Engum viröist t.d. detta í hug aö banna vindlingareykingar meö lög- um aö viðlögðum lögregluaðgerðum og refsingum enda þótt ómótmælt sé aö reykingar valdi bæði reykingar- manni sjálfum og öðrum skaða. Slíkar aögeröir mundu þó örugglega draga úr skaðsemi reykinga. Engum viröist heldur detta í hug aö efla lög- gæslu hundraðfalt til þess aö hafa uppi á ölvuðum ökumönnum. öruggt er þó aö slíkar aögerðir mundu dragaúrslysum. I fjóröa lagi er geröur nokkur samanburður í umræddri greinar- gerö viö reynslu frá öörum löndum og dregnar af því ályktanir aö því' best verður séö. Slíkum samanburði ber að taka með varúö. I greinar- geröinni er vitnað til jákvæðrar reynslu Svisslendinga og Englendinga af refsiviöurlögum viö vanrækslu á notkun bílbelta. Þar er þó ekki að finna neinar þær for- sendur sem gera kleift að meta þenn- an samanburð réttilega. Auk þess er í greinargerðinni ekki upplýst um reynslu annarra þjóða sem ekki hafa fariö sömu braut og Svisslendingar og Englendingar. Lokaorð Að framan hafa veriö leiddar líkur aö því aö foröast beri aö taka í lög refsiviðurlög við smábrotum nema unnt sé aö rökstyöja slíka laga- setningu á sannfærandi hátt. Slíkur rökstuöningur fylgir tæplega fyrir- liggjandi frumvarpi. Þaö virðist fremur fela í sér visst úrræðaleysi. Eftir tiltölulega stutt reynslutímabil tæplega 3 ár) viröist ætlunin aö gefast upp og grípa til hefðbundinna úrræöa, lögregluvalds, dómsvalds og refsiviðurlaga. Þaö er ekki hugmyndin að setja hér fram aðrar tillögur til úrbóta enda ekki á færi undirritaös. Þó viröist alveg ljóst aö upplýsingar og almenn fræðsla um kosti bílbelta- notkunar hefði getaö verið mun öflugri og markvissari á liðnum ár- um heldur en hún var í raun. Stórefla þyrfti löggæslu og dómgæslu ef lögleiddar veröa refsingar við vanrækslu á notkun bilbelta, segir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla islands. Jónas og Stefania, ásamt Brynju Benediktsdóttur, fylgjast með æfingu á Gæjum og píum sem Þjóðleikhúsið frumsýnir senn. í leikhúsferð í Reykjavík verðlaunahaf ar f rá Höfn í Hornaf irði Þau Jónas Egilsson og Stefanía L. Þóröardóttir fengu Reykjavíkurleik- húsferö í verðlaun fyrir teikningar sem notaðar voru sem leikmyndir við upp- færslu á Eliiærisplaninu sem Leik- félagið á Höfn í Hornafirði setti upp ný- lega, en síðasta sýning á því verður á sunnudagskvöld. Þau Jónas og Stefania hafa nóg aö gera í þessari leikhúsferð því eins og sjá má var myndin tekin af þeim þegar þau voru aö fylgjast meö æfingu á söngleiknum Gæjar og píur sem frum- sýndur veröur í næstu viku. Þau hafa þegar séö Skvaldur og Gísl, leikrit sem gengið hafa vel á fjölunum hér í Reykjavík í vetur, og fara aö sjá Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni í kvöld. Bæði hafa þau haft mjög gaman af ferðinni en þvertóku þó fyrir það að þau ætluöu að leggja út á leiklistarbrautina eftir feröina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.