Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 6
V MÐ V, JFTIMMT UEMGöíS 9'MPHI L10B4. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Frjáls álagning á kjöti: Verðlagning í samræmi við eftirspum „Sexmannanefndin hefur fariö þess á leit viö okkur að viö sjáum hér eftir um eins konar verðgæslu á kjötvörum sem nú eru meö frjálsa álagningu,” sagöi Guðmundur Sigurösson, hag- fræöingur hjá Verðlagsstofnun. Guömundur sagöi aö Verðlagsstofn- un heföi kannaö verð á nauta- og dilka- kjöti í verslunum hér á höfuöborgar- svæðinu. I þeirri könnun kom í ljós aö flestar verslanir höföu ekki komið á þeirri hækkun er ákveðin var af sex- mannanefndinni í byrjun mars. örfáar verslanir höfðu hækkaö kjötvörumar. Þeir sem ekki höföu hækkaö voru aö bíöa eftir því aö afurðasölumar kæmu meö leiðbeinandi heildsöluverð. HÚSRÁÐ Matarsóti er til margs gagnlegur. Viö höfum nokkrum sinnum látið fljóta hér inn nokkur húsráð þar sem matar- sóti kemur viö sögu. Ein þrjú matar- sótahúsráð fengum við send frá hús- móður í Kópavogi fyrir skömmu sem góð eru í safnið. Þegar hitakanna eða kaffibrúsinn eru oröin dökk að innan af kaffi er stórfínt að setja matarsóta í vatn og heUa í könnuna eða brúsann. Láta blönduna standa í 10—15 minútur, heUa síöan úr og skola Uátið vel aö inn- an. Dökku kaffiblettimir em þá á bak og burt. önnur Uát, til dæmis baraapela og mjólkurUát, getum við einnig þrifið með matarsóta. Þá era 1—2 teskeiðar af matarsóta látnar í Uátið og fyUt með vatni. Og þriöja ráöíð: Matarsóta er gott að hafa við höndina þegar „ælu- pest” herjar á heimUisfólkið og þrifa þarf fatnað og rúmföt. -ÞG Guðmundur sagöi að þaö virtist sem nokkurs misskUnings gætti um frjálsa álagningu á unnum kjötvörum. Nauta- og kindakjöt hækkaöi um 6—7% í byrj- un mars. Að þessu sinni voru gerðar nokkrar breytingar á veröákvöröun kjötsins. Fram aö þessu hefur þaö ver- iö í höndum sexmannanefndarinnar aö ákveöa verö á nauta- og kindakjöti bæði í heilum og hálfum skrokkum og einnig á unnum kjötvörum, s.s. niður- skomum lærissneiðum, súpukjöti og saltkjöti. Aö þessu sinni ákvaö nefndin einungis verð á þessu kjöti í heilum og hálfum skrokkum. Verð á fyrsta flokks dilkakjöti er nú í heildsölu 110,18 kr. og í smásölu 121,45 kr. og á nautakjöti er heildsöluverðið 121,62 kr. og í smásölu 131,70 kr. Þetta er kílóverð og bætast tæpar tvær kr. ofan á þegar viðskipta- vinurinn fær skrokkinn niðurskorinn. Sexmannanefndin ákvaö síöan aö allar kjötvörur sem unnar væru úr þessu kjöti yrðu meö frjálsa álagningu. En sú álagning er með vissum takmörkun- um, þ.e.a.s. aö samanlagt verö niöur- skorins skrokks má ekki fara yfir heildarmsásöluverö hans. Þannig má segja aö kaupmenn hafi ekki algjör- lega frjálsar hendur hvaö snertir álagningu þessara kjötvara. Guömundur sagöi aö það væri tiltölu- lega auövelt aö fylgjast meö því að þessu væri framfylgt en þaö væri þónokkuð erfitt þegar um væri að ræða unnar kjötvörur, s.s. marinerað kjöt og sérstaklega tilreitt kjöt. Megintilgangurinn meö þessu fyrir- komulagi er aö kaupmenn fái nú meira svigrúm til aö haga álagningunni eftir framboði og eftirspurn. En það veröur aö gera meö þeim hætti að þeir hlutar af skrokknum sem mest er eftirspum- in eftir veröi hækkaðir en aðrir sem lít- il sala er í verði lækkaðir aö sama skapi. Þetta verður þó að gerast með þeim hætti að samanlagt verð allra hlutanna veröi ekki hærra en upphaf- legt verö hvers skrokks. Þaö er þó heimild fyrir því að þarna megi skeika nokkrum prósentum. -APH Uppíýsingaseðili til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í uppltsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar Ijölskyldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. I Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks-- Kostnaður í mars 1984. Matur og hreinlætisvörur kr.--------------- ■ Annaö kr-------------- ■ Alls kr. i | t _____J Frjáls álagning er nú á unnum kjötvörum. Hún mun líklega hafa það i för með sér að þær kjötvörur sem mest eftirspurn er eftir hækki i verði og aðrar lækki að sama skapi. DV-mynd EÓ. FRIÐARSPILLAR „Ég œtla að byrja á því að þakka ykkur fyrir neytendasíð- una í blaði ykkar sem ég tei að komi almenningi að einhverjum notum. Allavega þeim sem á annað borð reyna að spara á þessum erfiðum tímum. En ég er ekki sáttur við heimilisbók- haldið frá lesendum sem ég kalla friðarspilli helmilisins,” segir í bréfi frá elnum að vestan sem við fengum nýlega. Og hann heldur áfram: „Ég kalla það friðarspilli heimilísins því ég bef oft brýnt raustlna við eiginkon- una fyrir að bruðla með matar- peningana þegar ég sé útkom- una hjá ykkur. Én hvemig sem hún reynir er hún aUtaf í hærri flokknum. Viö tókum okkur til og skrifuöum allt niöur sem viö keyptum. Allt var fært í bók, verö, tegund, magn og; þyngd viökomandi vöru. Tilgangur- inn var aö átta sig á verði og þaö kom reyndar ýmislegt í ijós.” Bréfritari sendir síðan þrjár verð- kannanir sem gerðar voru í þremur kaupfélögum á mismunandi tímum og gerír síðan samanburö viö nýlega heimilisins verðkönnun Verðlagsstofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Púðursykurkílóið tíu krón- um dýrara Þar kemur meöal annars fram aö 1 kg af Kötlu púðursykri kostaði í Kaupfélagi Baröstrendinga, Bíldu- dal, í febrúar 39,95 krónur. Lægsta verð í verðkönnun Verðlagsstofn- unar á sömu vöru var 29,90 kr. og hæsta verð 34,80 kr. kg. Bragakaffi kostaði í kaupfélaginu (250 g) 30 kr. pakkinn en lægsta verö var 25,50 kr. og hæsta 28,25 kr. í verökönnun Verð- lagsstofnunar. Þá keypti bréfritarinn Libby’s tómatsósu, 567 g, á 42,25 kr. í ágúst sl. i Kaupfélagí Hvammsfjarðar, Búöardal. Samkvæmt verðkönnun Verðlagsstofnunar kostaði þessi vara um síðustu mánaöamót, hálfu ári síðar, 32,95 kr., lægsta verð, og 37,10 kr., hæsta verð. Og enn annað dæmi frá Kaupfélagi Hvammsfjarð- ar er einn pakki af hrísgrjónum, River, 454 g, sem kostaði 27,75 kr. í ágúst en 19,40 kr. var lægsta verð og 21,95 kr. hæsta verð í verðkönnun- inni sem Verðlagsstofnun gerði á höfuöborgarsvæöinu nýlega. LHum á Miklagarð Og viö lítum á dæmi úr þriöja kaupfélaginu sem bréfritari keypti matföng í, Kaupfélagi Dýrfiröinga á Þingeyri, um mánaöamótin októ- ber/nóvember. Þá kemur í ljós að 1 pk. af Maggisúpu, 60 g, kostaöi 28,75 kr. í kaupfélaginu en 12,35 kr. var lægsta verö og 13,25 kr. hæsta verö um síðustu mánaöamót á höfuöborg- arsvæðinu. Eitt kíló af Sirkku mola- sykri kostaði fyrir vestan 47,50 kr. á sama tíma en 28,70 kr. var lægsta verð og 39,95 kr. hæsta verð hér fyrir sunnan nokkrum mánuðum síðar. I bréfinu aö vestan seglst sendandi gera sér grein fyrir að vöruverö sé alltaf hærra úti á landsbyggðinni en í höfuðborginni, meðal annars vegna flutningskostnaðar. Og einnig að erf- itt sé fyrir litlar verslanir úti á landi aö gera hagstæö stórinnkaup... »»• • • en stór fyrirtæki eins og kaup- félögin ættu nú aö geta boðið betra og hagstæöara vöruverð en raun ber vitni, til dæmis með sameinuðum innflutningi. Viö getum Utiö á Mikla- garð.” Viö þökkum bréfið aö vestan. Sendum okkar bestu kveðjur þótt hálfgerðir friöarspillar séum. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.