Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 33
.MM. JlflSA .ð fl U OÁG ö TMKU’í VG DV. FIMMTUDAGUR 5. APRÍL1984. Texti: Gissur Sigurðsson Myndir: GunnarV. Andrésson 4 RÖS A NGA tm' n X ép' Nokkrir loðnutittir og aðr- ir aðskotahlutir hreinsaðir úr aflanum og hér er Hall- mundur Guðmundsson einnig kominn til sög- unnar. Guðmundur Er- lendsson er fjórði mað- ur, en hann átti frí í landi þennan túr. Rósa rœr þrisvar til fjórum sinnum í viku. Róðrafjöldi rœðst að nokkru af afla og að nokkru af afkastagetu rœkjuvinnslunnar. V- •CjL Iw$x * Jr.J . ’h**. > siS'if Íf-V jr, 0% . JPSL. f4 f Q % . ■* ■m ytjm ^ < . . U& 3H6 „Fyrir tveimur árum var reytings- afli á línu i Reykjafjaröarál fyrir utan heföbundna innfjarðarrækju- vertíö en þá var svæöið opnaö aftur fyrir togurum og síöan hefur ekki fengist þar tittur. Ég hafði þá nýlega keypt bát en þegar ég sá að hverju stefndi varö ég aö selja hann aftur. I fyrra gátum við skroppið á vertíö og tekið 100 tonn, sem var talsverð búbót, en meö kvótakerfinu er inn- fjarðarrækjuveiðin dregin frá bolfiskkvótanum svo grundvöllur þess er brostinn. Nú megum viö aöeins veiða 3,5 tonn af þorski og álíka af ýsu og þaö fer enginn á ver- tíötilaösækjaþaö. I fyrrasumar stunduöum viö svo djúphafsrækjuveiöar sem gáfu þokkalega af sér. Viö ætluöum auö- vitaö aö stunda þær veiðar aftur í sumar en nú fréttir maður af veiöi- skap stórra togara á okkar hefð- bundnu djúprækjumiöum og stöðugt berast fréttir um að fleiri öflug skip ætli á þessar veiöar. Eg óttast því aö þessi skip veröi hreinlega búin aö hreinsa upp miðin áöur en við á bátunum komum á þau í sumar, en ekkert vit er í að vera stunda þennan veiöiskap á litlum bátum nema yfir sumartímann. Ef ekki veröur gripiö til einhverra svæöaskiptinga á milli smærri báta og togara og stærri báta er grund- vellinum kippt undan smábátaút- gerð héöan frá Húnaflóa. Af okkar litla bát lifa fjórar fjöl- skyldur beint, þriöjungur 20 manna starfsliös rækjuvinnslunnar hefur vinnu af afla okkar og þá eru ótalin ýmis tengd störf af þessum 48 tonna báti. Ef djúphafsrækjan bregst er eng- inn grundvöllur til að láta bátinn liggja á milli innfjarðarvertíða og þá verðum við aö pakka saman og flytja,” sagöi Friðrik Friðriksson, útgerðarmaður og skipstjóri á Rósu HU frá Hvammstanga, er DV menn fóru með honum í rækjuróður fyrir skömmu. Tilgangur feröarinnar var aö kynnast viðhorfum sjómanna sjálfra til þeirrar þróunar sem er að eiga sér staö í djúprækjuveiðum. Lýsing Friðriks hér að framan virðist vera lýsing allra sjómanna viö Húnaflóa og viöa á Norðurlandi. Fyrir skömmu efndu sveitarstjómir, verkalýösfélög, fulltrúar sjómanna, útgeröarmanna og fiskverkenda á Hólmavík, Drangsnesi, Hvamms- \ t'jr X . i • v«t I •i ■ - ■., y/í «§ s. . tanga, Blönduósi og Skagaströnd til sameiginlegs fundar um þessa ugg- vænlegu stöðu. Fundurmn skoraöi á sjávarútvegs- ráðherra aö beita sér fyrir aögeröum svo framtíð djúprækjuveiöa báta frá þessum stöðum yröi tryggð enda hafa þær og vinnsla aflans verið undirstaöa atvinnulifs á þéttbýlis- stöðum viö Húnaflóa yfir sumar- tímann og ekkert getur komiö í staðinn vegna kvótaskiptingarinnar. Bendir fundurinn á aö eðlilegt sé aö ákveönum heföbundnum rækju- veiöisvæðum fyrir Norðurlandi veröi lokaö fyrir stærri skipum og þeim beintá önnurmið. Sjávarútvegsráðherra sagði í viö- jtali viö DV í fyrradag aö eftir aö noröanmenn hefðu kynnt sér þessi mál heföi hann þegar óskað eftir því viö Fiskiíélag Islands aö þaö legöi fram einhverjar hugmyndir aö svæðaskiptingu. Fiskifélagið vinnur nú að gerö þeirra. Hvernig þeim hug- myndum reiðir af er enn með öllu óljóst því útgerðarmenn togara og stærri báta á djúprækjuveiðum munu væntanlega túlka svæðaskipt- ingu sem skerðingu fyrir sig. Bátasjómennirnir benda hins vegar á að stóru skipin geti stundaö þennan veiöiskap hvar sem er og á hvaöa árstíma sem er. Með tilliti til þess aö talið er aö miklar djúprækju- slóöir séu ókannaðar víða viö landiö leggja þeir til aö rannsóknir veröi stórauknar svo aukin djúprækjuveiði komi ekki eingöngu niöur á þeirra heföbundnu svæöum. Þeir benda einnig á aö þeir hafi sjálfir fundið sum þessara miöa með fyrirhöfn og tilkostnaöi og á sama hátt útvíkkað önnur þekkt mið og ekki sé nema sanngjarnt að þeir njóti afraksturs þess erfiðis. -GS. Aflinn kominn í land, tœp tvö tonn eftir tvö tog. Meira mátti ekki veiða þann daginn. Rœkjan var frekar smá þennan daginn en á morgun getur hún verið mun stærri á nákvœmlega sömu slóð. Skipverjar á Rósu láta all- vel af hlut sínum, auk þess sem þeim finnst þetta þœgilegur veiðiskapur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.