Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR7. APRIL1984. 9 „Karlmenn eru að gefast upp,” sagði samferðamaður minn í milli- landavélinni um leið og hann tók við matarpakkanum hjá flugþjóninum. ,,Sjáðu hvemig þeir taka að sér hvert kvenmannshlutverkið á fætur öðru. Og svo látum við kvenfólkið komast upp með að vinna karl- mannsstörfin. Mikiö er ef ekki er kona í flugstjórasætinu,” sagði hann og dæsti af vanþóknun. „Eldhúsiö og maturinn er fyrir kvenfólkið, uppþvotturinn og hús- verkin. Okkar er að afla tekna, vinna hörðum höndum, hvílast heima,” hélt hann áfram. „Konur eiga ekki að vinna. Þær eiga að vera heima, sjá um húshaldið og bömin. Við eigum ekki að stússast í kvenmanns- störfum.” Eg samsinnti eins og sönnum karl- manni sæmir. Konur eiga ekki að vinna. Þær eiga að vera heima. Menn em menn. Konur kyntákn. Menn em húsbændur, konur eigin- konur. Þannig var það í minu ung- dæmi. Nú hefur allt breyst. Konumar em jafnvel farnar að h'ta á húsmóður- starf ið sem vinnu líka! I gamla daga ók maður um á amerískum drossíum og bauð stelpunum far. Fór í Hálogaland og horfði á boxkeppni þar sem karl- menn börðust eins og menn. Hló að kvenfólki sem lét sér detta lang- skólanám í hug. Fór í bíó þar sem Clark Gable og James Dean vöfðu kvenfólkinu um fingur sér. Stelpurnar í skólanum höfðu aðeins einn mælikvarða. Annaðhvort voru þær sætar eða ekki sætar. Punktur og basta. Engar vangavelt- ur hvort þær væm vel gefnar, skemmtilegar eða sjálfstæöar. Þekktist ekki. Þá voru konur hafðar til skrauts í pólitík, til augnayndis í fegurðarkeppnum. Hinn sanni karl- maöur var klár, kjaftfor og kaldur. Hann stjómaði ferðinni. Me Tarzan — you Jane En herra minn trúr, hvað allt hefur breyst. Nú er fínast að lesa kvenna- bókmenntir, kvenfólkið farið að spila fótbolta og konur flæða inn á þing. Hetjumar í bíómyndunum em látnar gráta og gefast upp. Þar eru jafnvel gerðar kröfur um að karlmaðurinn verði að vera tilfinninganæmur, skilningsríkur og meðvitaður. Hvílíkt og annað eins! Hvemig heföu Islendmgasögurnar litið út ef víkingamir hefðu setið yfir litsjónvarpi meö poppkorn í annarri og kók í hinni? Eða sjáið þið karl- mennina fyrir ykkur í síðustu heims- styrjöld sprauta sig svitakremi á morgnana? Nú er það jafnvel orðið svo slæmt að gamla, góða, breska heimsveldið lætur kvenmann ata sér út í Falklandsstríð og í vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli er helftin kven- kyns. Karlmenn ganga um eins og sýningarstúikur og láta hanna á sér hárgreiðsluna. Já, það er af sem áöurvar. Sjáið þið Clark Gable standa í sálarstriði eða Humphrey Bogart grenja á tjaldinu? Hvenær hefði Rod Steiger tekið að sér barnapíustörf eða Tarzan rætt við Jane sína um jafnrétti kynjanna? Me Tarzan — you Jane var það lengsta sem hinn sanni karlmaöur fór út í heimspekina, sálfræöina og tilfinningamar og ekki meir um það. Borðar ekki poppkorn Heimur versnandi fer. Sambúð hefur verið gerð flókin með alis kyns heimskulegum vangaveltum um stöðu kvenna, jafnrétti, uppeldis- skyldur og sjálfstæðar skatt- skýrslur. Hvernig á hinn sanni karlmaöur að bregðast við? Og er hann til lengur? Eg gaut augunum yfir á samferða- Hiimsaimi karlmadur mann minn í flugvélinni og sá mér til hugarhægöar aö hin sanna karl- mannlega ímynd var ekki alveg horf- in. Eg rif jaði upp fyrir mér helstu ein- kennin: Hinn sanni karlmaður á aö vera stæltur og hraustur. Hann má ekki veikjast, ekki kvarta undan verkjum þótt hann finni til. Aldrei ræða tilfinningamál. Ef konan brestur í grát, fær hysteriukast út af smámunum eöa æsir sig út af krökkunum á hann í mesta lagi aö segja: Svona.góða. Lengra fer hann ekki út í sálarlífið. Aldrei gráta sjáifur eða sýna á sér bilbug og helst ekki hlæja dátt. Annaðhvort reka upp stuttan rosa- hlátur eöa brosa út í annað. Hinn sanni karlmaöur óttast ekki kjamorkustríð. Hann er á móti kommum. Hann horfir ekki á Dalias (en veit þó að JR er sannur karl- maður) og ekur um á fjögra dyra bíl, aldrei minni. Hann heldur sér við með trimmi, en alltaf með einhverjum sem hefur minna þrek en hann sjálfur. Yfirburðimir verða að koma í ljós. Hann dansar ekki disco, túperar ekki hárið, gengur með bindi, en stöku sinnum í Leví gallabuxum á sunnudögum. Hinn LaugardagS' pistill Ellert B. Schram sanni karlmaður þarf ekki að stúd- era matseöla, þvi hann veit hvaö hann vill. Hann leggur bílnum þar sem það hentar honum og tekur ekki mark á stöðumælum. Hann er á móti skerðingu á persónufrelsi. Hann fer ekki í bíó nema til aö þóknast krökkunum og borðar ekki popp- kom. Hinn sanni karlmaður borðar aldreipoppkom. Hann veit allt best Auðvitað getur sannur karlmaður orðið hryggur, glaður, spenntur eða ástfanginn. En hann má aldrei láta slíkar tiifinningar i ljós. 1 mesta iagi ljúfur og elskulegur meðan hann er að ná sér í dömu, en aldrei lengur en hentar brýnustu hagsmunum. Hinn sanni karlmaður kýs flokkinn en er óánægður með allt sem hann gerir. Hann segir ekki konunni hvernig hún skuli kjósa, en ætlast til að hún kjósi eins. „Við eyðileggjum ekki atkvæöið, góða.” Hinn sanni karlmaöur fer ekki í afvötnun, enda stjómar hann drykkju sinni sjálfur. Ef hann verður fullur, þá er það vegna þess að hann hefur sjálfur ákveðið það. Hann má aldrei viðurkenna mistök. Hann fer heldur ekki á matarkúr og tekur ekki mark á sérfræðingum. Ekki frekar en sálfræðingum, friðar- sinnum, blöðunum eða viðmælend- um sínum yfirleitt. Hann veit allt best og treystir eigin dómgreind. Þess vegna leitar hann aldrei læknis nema hann haldi aö hann sé aö deyja. Hinn sanni karlmaöur sýnir konu sinni tiilitssemi meö því að hafa hana með þegar það hentar: á frumsýningar, kokkteildrykkju, afmælisboö, fjölskyldusamkvæmi. Hann ræðir ekki við hana um vinnu sína en spyr stundum hvemig bömin hafi það. Hann lætur konuna hafa ávísanahefti en ekki of mikið inn á þaö. Hann verslar með henni á föstu- dögum og ýtir matarkerrunni. Konan kaupir. Matarinnkaup eru ekki hans deild. Hinn sanni karimaöur er hins vegar fljótur að boröa, hlustar á fréttir og les blöðin. Blöðin ganga fyrir, hafa reyndar allan forgang þótt hann taki ekki mark á þeim. Bækur eru aftur á móti ekki lesnar af sönnum karlmönnum. Annaðhvort hefur hann ekki tíma eöa þetta eru allt „kerlingabækur”. Trúir á mátt sinn og megin Hinn sanni karlmaöur hefur aldrei minnimáttarkennd. Hann er ömggur i fasi, hefur fastmótaðar skoðanir. Vífilengjur, rökræður eða efasemdir eru honum framandi. Hann veit allt best. Hann er á móti eiturlyf jum en með bjór. Hann er á móti því aö börnin reyki, en reykir sjálfur vindla, London Docks. Hann skilur ekki kynslóöabilið og heilsar kunningjum bamanna kumpánlega, en er að ööru leyti upptekinn þegar börnin ávarpa hann. ,,Seinna,” segir hann og gefur þeim pening. Hinn sanni karlmaður vill eignast stráka. Þeir eiga að likjast honum. Honum þykir vænt um börnin meðan þau gera ekkert af sér. Hans börn eru alltaf best. Hinn sanni karlmaður er i kiúbb. Helst tveimur. Hann þarf að vera rjúpnaskytta, laxveiðúnaöur eða stunda golf. Best ef hann á hest. Alla vega er nauösynlegt að vera mjög upptekinn í eigin sporti eöa í vinn- unni. Samræður hans eru mjög einfald- ar. Hann talar, hinir hlusta. Stöku sinnum hlustar hann á konuna, en það er þá til þess að þurfa ekki að gera það aftur þá vikuna. Hinn sanni karlmaöur siglir til út- landa a.m.k. tvisvar á ári og hefur konuna með við og viö. Innkaupa- ferð. Hann er mátulega trúaöur og er ekki á móti kirkjunni, en að öðru leyti upptekinn af sínum eigin jarð- neska lífi. Trúir fyrst og fremst á mátt sinn og megin. Hann er alltaf hress í vinnunni, jafnvel þótt hann sé timbraður. Ávarpar samstarfsmenn sína með nafni, segir brandara þegar við á, fer úr jakkanum og hneppir frá hálsmál- inu. Hann reynir aldrei viö ritarann, en er hóflega kvensamur og metur konur út frá kynferðislegum sjónar- hóli. Hann grobbar af kvenhylli þegar hann er með strákunum. Strákarnir eru í hópi hinna sönnu karlmanna. Þeir detta í það saman. Þá má allt. Þú skilur, elskan, segir hann daginn eftir og svo er það út- rætt. Konur eiga ekki að skipta sér af því hvað hinn sanni karlmaður gerir meðstrákunum. Hann horfir á enska boltann á laugardögum og vill fá frið. Hann heldur með Liverpool af því þeir eru bestir. Hinn sanni karlmaður er óneitan- lega á undanhaldi í heimi þar sem kvenfóikið er sífellt að færa sig upp á skaftið og vill að allir séu meövitaöir um þetta og hitt. En sannir karlmenn finnast hér á landi enn og eru húsbændur á sinu heimili. Það heyrði ég á samferða- manni mínum í flugvélinni. Og allt í kringum mig. Eg er heldur ekki alveg laus við hann s jálfur. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.