Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 38
38 DV. LAUGARDAGUR 7. APRlL 1984. gott’ aö MacLaine og Nicholson séu ekki viökvæm fyrir því aö vera sýnd dálítiö ellilegri en í fyrri myndum sínum, en í rauninni hlýtur þaö að vera ákaflega áhugavert fyrir leik- ara aö takast á viö nýja tegund af persónum. Stórstjörnur í auka- og aðalhlutverkum Terms of Endearment segir frá at- burðum þrjátíu ára í lífi Auroru Greenway og dóttur hennar, Emmu (Debra Winger). Dauöinn myndar nokkurskonar ramma um samband þeirra; í upphafi er Aurora hrædd um að ungbamið kunni aö deyja í vöggu og í enda myndar veröur Emma aö lúta í lægra haldi fyrir banvænum sjúkdómi. Kvikmyndin lýsir því hvernig konurnar bregðast við vofeiflegum tíðindum og finna ráö til að sætta sig viö raunveru- leikann sem bæöi er yfirþyrmandi og ógnvekjandi á stundum. Aurora helgar sig uppeldi dóttur- innar og giftist ekki ööru sinni, en Emma vex úr grasi og tekur saman viö kennarann Flap Horton (Jeff Daniels). Hjónabandiö er á marga vegu öðruvísi en þaö ætti aö vera; Flap er Emmu ótrúr þegar honum býöur svo viö aö horfa, kennaralaun- in eru lág og hjónin hlaöa niðurfleiri börnum en þau hafa efni á aö sjá far- borða samkvæmt amerískum miö- stéttarkröfum. Til að jafna metin viö eiginmanninn tekur Emma svo upp ástarsamband viö Sam nokkum Burns (John Lithgow). Aurora á líka í ævintýrum og meöal ástmanna hennar er aö finna geimfara á eftirlaunum, Garrett Breedlove (Jack Nicholson). Garrett nýtur lífsins til hins ýtrasta og er ekkert á þeim buxunum aö binda sig. Þau Aurora hafa veriö nágrannar í 10 ár þegar honum dettur í hug aö bjóða henni í mat og þaö er ekki fyrr en fimm árum síðar að Aurora þiggur boöið. Kunnuglegt efni í nýrri útfærslu Söguþráðurinn í Terms of Endear- ment kann aö viröast heldur hvunn- dagslegur og líkur ýmsu sem frá Hollywood hefur komiö, en í meðför- um leikstjórans, James L. Brooks, veröur efniö eftirminnilegt. Kvik- myndin segir frá fjölda vandamála sem flestir kannast við, eöa eiga eftir aö ganga í gegnum. Þetta eru ein- mitt erfiöleikar af þeim toga sem ýta manneskjunum áfram gegnum lífiö, oftast nær til einhvers þroska. I Terms of Endearment miöar allt aö því aö lýsa sambandi móöur og dótt- ur á gamansaman hátt þó jafnan sé grunnt á alvörunni. Skyldleiki Auroru og Emmu er meiri heldur en sá sem leiöir af líf- fræðilegu eðli málsins: Aurora þolir ekki ömurlegt hjónaband Emmu, en fleygir sér engu aö síöur út í ástar- ævintýri meö Garrett geimfara, þótt þaö sé byggt á sama grunni og hjóna- band dótturinnar. Og mæðgurnar eru ævinlega jafnháðar hvor annarri þótt áraskipti séu aö því hvor þarf meira á hinni aö halda. Emma stend- ur í endalausum flutningum um Bandaríkin með eiginmanninum og þá er bara að grípa til þess ráös aö láta landssimann sjá um að halda uppi sambandi móöur og dóttur. Tengslin milli þeirra tveggja virðast aldrei rofna, ekki einu sinni þegar dauöinn tekur í taumana því aö þá þarf aö líta til með barnabörnun- um. . . Fjögurra ára vinna að baki Leikstjóri og handritshöfundur Terms of Endearment, James L. Brooks, vann í fjögur ár aö gerö myndarinnar. Hann byrjaði á því aö kaupa réttinn aö samnefndri bók og byggöi handritið á henni. Síöan tók viö löng og ströng barátta fyrir því að fá fjármagn til kvikmyndageröar- innar og það var loks Paramount sem gaf grænt ljós áriö 1982. Brooks er raunar enginn byrjandi í handrits- gerö þótt Terms of Endearment sé fyrsta verkiö sem hann leikstýrir sjálfur. Svo merkilega vill til aö ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur fengu aö njóta verka hans fyrir nokkrum árum, því aö Brooks var annar tveggja höfundanna aö þáttunum The Mary Tyler Moore Show. Af öðr- um þekktum verkum hans má nefna handritið aö Starting Over meö Burt Reynolds í aðalhlutverki. Arangur Brooks meö fyrstu kvik- myndina er ekki síst því aö þakka aö hann fékk úrvalsleikara í öll hlut- verk myndarinnar. Shirley MacLaine leikur nú í fyrsta sinni konu sem komin er yfir miöjan aldur og Jack Nicholson er heldur ekkert unglamb í myndinni. Gagnrýnendur hafa látiö þau orö falla að þaö sé eins Shirley MacLaine veröur fimmt- ug eftir hálfan mánuö og hún hefur veriö útnefnd til óskarsverðlauna oftar en flestir leikarar aðrir. Endanleg ákvöröun dómnefndar hef- ur þó ævinlega verið henni í óhag, hvemig svo sem fer aö þessu sinni. MacLaine kom fyrst fram í einni af minna þekktum kvikmyndum Alfreðs heitins Hitchcocks, The Trouble With Harry. Utnefningar sínar til óskarsverðlaunanna hefur hún m.a. hlotið fyrir Some Came Running, Irma La Douce, The Apart- ment og The Tuming Point. MacLaine hefur einnig getiö sér frægöar fyrir endurminningar sínar sem nú eru komnar út í þrem bind- um. Fyrstu tvær bækurnar fengu af- bragös viötökur og seldust meö ágæt- um og sama má einnig segja um þriöja bindiö, Out On A Llmb, en sú bók olli miklu f jaörafoki víöa í Evr- ópu (Island þó undanskiliö aö ég hygg) því aö í bókinni kvaöst leik- konan hafa haldið viö fjörugan en harögiftan forystumann krata í ónafngreindu landi. Margir vildu eiga glæpinn og Svíar veöjuöu mjög á Olaf sinn Palme. Jack Nicholson viröist óragur viö að taka að sér aukahlutverk þótt hann sé kominn í stjörnuflokkinn. Astæðan kann aö vera sú að hann var lengur viö leik í þriöja flokks mynd- um en nokkur annar leikari sem síð- an hefur náö því að verða Hollywood- stjarna og kallar því ekki allt ömmu sína. Gott aukahlutverk í góðri mynd á borö viö Terms of Endearment er líka betra en aðalhlutverk í lélegri og raunar hefur Nicholson tekiö að sér stærstu hlutverkin í nokkrum heldur misheppnuðum kvikmyndum upp á síökastið. Nicholson fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í One Flew Over The Cuckoo’s Nest en síöan hafa eftir- minnilegustu hlutverk hans verið í The Shining og The Postman Always Rings Twice. Aörar myndir hans hafa ýmist verið misheppnaöar f jár- hagslega eöa iistrænt séö, og þaö á ekki síst við um myndina sem hann leikstýrði sjálfur, Goin’ South. En hvað sem fyrri ferli stórstjarn- anna MacLaine og Nicholson líður þá er einsýnt aö þeim hefur tekist upp í Terms of Endearment. Emma (Derba Winger) á góðri stund með elskhuga sínum, Sam Burns (Jobn Lithgow). Samband móður og dóttur einkennist af ást og trúnaði og dauðinn einn nær að slíta tengslin milli Emmu og Auroru. Meðal þekktari verka leikstjórans James L. Brooks eru handritin að sjónvarps- þáttunum The Mary Tyler Moore Show. sur a úr líflnu Fyrsta kvikmynd W5T leikstjórans James L. Brooks, Terms of Endearment, hefur f hlotið ellefu dtnefn- ingar t i I ðskarsverð- launa og allt bendir til þess að Óskari skjdtlist ekki að þessu sinni mm hr Aurora (Shirley MacLaine) lætur vel aö Garrett geimfara (JackNicholson). A síöustu árum hafa glæpa- og hryllingsmyndir sett svip sinn á markaðinn öðrum fremur og það þykir því kærkomin tilbreyting þegar 'nærfærin mynd sem fjallar á gamansaman hátt um vandamál venju- legs fólks nær að slá í gegn. En þótt Terms of Endearment flokkist með kómedíum þá byrjar myndin á andlátsfregn og endar á annarri. í upp- hafi myndar situr Aurora Greenway (Shirley MacLaine) ein uppi með dóttur sína unga, en eiginmanninn í gröfinni, og i lok myndar er Aurora orðin alveg ein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.