Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 25
DV.LAUGARDAGUR7. APR1L1984. 25 Útboð Vegagerð ríkisins ðskar eftir tilboðum í efnisvinnslu á Norður- landi vestra. Helstu magntölur eru: Víðidalstungumelar 10.200 m3 Kjölur í Víðidal 2.700 m3 Skinnastaðir 4.600 m3 Undirfell 8.000 m3 Skeggjastaðir 1.000 m3 Verkinu skal lokið 15. júlí 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík frá og með 9. apríl 1984 og kosta kr. 500,- Skila skal tilboði í lokuðu umslagi merktu „Efnisvinnsla II á Norðurlandi vestra 1984” til Vegagerðar ríkisins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki, fyrir kl. 14.00 hinn 24. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík í apríl 1984. Vegamálastjóri. Tilvalið í páskaferðalaaið ÚTIBÚIÐ LAUGAVEGI95, 2. hæð, sími 14370. Póstsendum. Opið kl. 12—18 virka daga — laugardaga kl. 10—12. Viiknar áhugi þinn áParísarfenð við að lesa þetta? Þú virðir fyrir þér útsýnið úr Eiffelturninum, gengur undir Sigurbogann niður eftir Champs Elysées-breiðstrætinu, siglir á Signu í kvöldsólinni. Þú neytir kvöldverðar á frábærum veitingastað þar sem frönsk matargerðarlist rís hæst, horfir á glæstar kabarettsýningar í Lido eða Rauðu myllunni, slappar af yfir glasi af góðum veigum og hlýðir á jasstónlist á rökkvaðri knæpu. Þú umvefur þig tískunni úr glæstum sölum tískukónganna, úr stórverslunum Óperuhverfisins, úr forvitnilegum smáverslunum hægri bakkans. Þú drekkur í þig listina, meistaraverk liðinna alda í Louvre safninu, hringiðu nútímans í Pompidou-menningarmiðstöðinni, stórkostlegar óperusýningar í stærstu leikhúsbyggingu heims, lifandi listsköpun á hverju strái. Pú röltir um þröngar göturnar í Latínuhverfinu, innan um fornbóka- og antíkverslanirnar, sest um stund á gangstéttarkaffihús og virðir fyrir þér fjölskrúðugt mannlífið. Þetta er Parísarlífið. Og draumurinn er ekki fjarlægur. Með þægilegum og ódýrum Parísarferðum Arnarflugs er Parísarlífið nú innan seilingar. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við næstu ferðaskrifstofu eða söluskrifstofur Arnarflugs. Ferðatilhögun: Flogið með Arnarflugi til Amsterdam og þaðan áfram með Air France til Parísar, og sömu leið heim. Möguleiki á viðdvöl í Amsterdam. Flug og hótel með morgunverði innifalið í verðinu. Yerð kr. 15.168 miðað við gistingu í tveggja manna herbergi í viku Flugfélag með ferskan blæ ^ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Flug og bíll frá kr. 9.850,- Fjölskylduhótel kr. 15.900,- Lúxushótel kr. 18.400,- Innifalið: Beint flug og gisting — islensk fararstjórn — skoðunarferð um Vin og óperumiði. oTcavm FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580 ÞRÍR VALKOST/R og OTC^IVTMC Meðal listaviðburða í Vín á þessum tíma verða óperurnar: Salome — Carmen — Aida — Daphnis og Cloé/Eldfuglinn — Viva la Mamma — Greifinn frá Lúxemborg — Zarewitsch — Wiener Blut. Einnig getur hver og einn fundið skemmtanir við sitt hœfi í hinum ótrúlega fjölda leikhúsa, klúbba og skemmtistaða i hinni margrómuðu Vínarborg. Frá Vínarborg liggja vegir (og fljót) til allra átta. Kappkostað verður að mæta óskum farþeganna um ferðirfrá Vín. bjóða áskrifendum DV í vikuferð til Vínarborgar 6. til 12. maí nk. 3 VALKOSTIR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.